Vísir - 16.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1938, Blaðsíða 2
V I S I R Frakklandsferð bresku konungshjónanna stend- nr nú fyrir dyrnm. Chambeplaim og Daladier nota tækifaerið til þeis ad tieysta samvimm Bi*eta og Frakka. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. För Georgs VI. Breta- konungs til Frakklands og Elisabetar drotningar, stendur nú fyrir dyrum. Er talið að förin muni verða til þess að styrkja og treysta vináttu og sam- vinnubönd Breta ogFrakka. Blaðið Daily Herald birt- ir fregn, í sambandi við för konungshjónanna,sem vek- ur mikla athygli. Segir blaðið, að forsætisráðherr- ar Bretlands og Frakklands, Chamberlain og Daladier, hafi skifst á bréfum í til- efni af ferð konungshjón- anna, og heitið hvor öðrum að ef la enn meira samvinnu ríkisstjórna Bretlands og Frakkalnds í ölíum al- þjóðavandamálum, starfa að lausn þeirra á sama grundvelli og láta ekkert verða til þess að spilla þessari samvinnu. Blaðið segir, að eftir þessu megi búast við því, að samvinna Frakka og Breta verði enn nánari en verið hefir í Miðjarðarhafs- og Spánarmálunum, svo og öll- um þeim málum, sem varða Tékkóslóvakíu. — Daily Herald vitnar í L’Information í París, sem segir, að hin mikla vinátta Frakka og Breta hafi haldist þrátt fyrir alt, sem á móti hefir blásið, og sé það mikill gleðivott- ur og öryggi í því fyrir Frakkland, að forystumennirn- ir á vettvangi stjórnmálanna skuli hafa notað það tæki- færi, sem hér býðst, til þess að efla samvinnu milli þjóð- anna. Mundi það hafa stillandi áhrif í álfunni yfirleitt. Skreytingin á götum og strætum Parísarborgar í tilefni heim- sóknar Georgs konungs og Elisabetar drotningar hefir kostað um 700 þús. króna. Hin fræga Avenue des Champs Elysées, sem Frakkar kalla fegursta stræti heimsins var sérlega vel skreytt, enda best að koma þyí við þar. Sá, sem sá um skreytinguna þar er Yuitton, formaður verslunarráðs Parísarborgar og honum til aðstoðar var Pacon, einn af byggingameisturum franska ríkisins. Á göt- unni hafa m. a. verið bygðir sex glerturnar og er hver um sig 50 fet á hæð, en umhverfis er heill skógur fánastanda, þar sem enskir og franskir fánar blakta við hún. Avenue de l’Opera er skreytt á líkan hátt, en þar sem þar eru engin tré meðfram götunni, hefir 80 þús. rósa verið komið fyrir í sigurbogum, en fyrir ofan þá blakta fánar beggja þjóð- anna. Frá Bologne til Parísar munu konungshjónin aka í járn- brautarlest. Hefir sértsakur eimreiðarstjóri verið ráðinn til að stjórna eimreið lestarinnar og er hann „alvanur“ að aka kon- ungbornum mÖnnum. Maður þessi heitir Cingnet og hefir um 30 ára skeið verið eimreiðartsjóri hjá Nord-járnbrautarfélaginu. Hann hefir ekið næstum því hverjum einasta konungi sem hef- ir ferðast þessa Ieið. Má m. a. nefna Georg 5., Játvarð 7. og Bor- is, Búlgaríukonung, sem fékk þá oft að „taka í“ hjá honum. Meðal hinna mörgu gjafa, esm Georgi og Elisabet verða færðar verður m. a. gríðarstórt „sett“ af „matarstelli“, búið til úr Sevres-postulíni. Er tilætlunin að þetta stell verði í veiðihöll- um bresku konungshjónanna og eru málaðar á það myndir af veiðiferðum o. þ. h. Meðal þeirra, sem eiga að skemta konunugshjónunum meðan þau dvelja í París verður Maurice Chevalier, sem hefir verið sérstaklega fenginn til þess frá Ameríku. United Press. GEORG VI. OG ELISABETII DROTNING. Suðnr-Ameriku Jijöðirnar Iiafa mist traust á þj óðabandalaginu. Columbia segir sig úr því - - tíunda Suður-^Amerikuríkið sem það gerip. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Blaðið Tiempo í Columbia birtir þá fregn, að Rocha utanríkismálaráðherra hafi tilkynt, að Columbia hafi ákveðið að segja sig úr Þjóða- bandalaginu — því að það sé frekara bandalag Evrópu- þjóða en alþjóðabandalag. Auk þess beri Columbia ekki lengur traust til þjóðabandalagsins. Colombia er tíunda Suður-Ameríkuríkið, sem segir sig úr Þjóðabandlaginu. United Press. VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvar á að taka peningana? h lment er talið að verðhækk- “ unaralda sú sem undanfar- farin ár hefir gengið yfir heim- inn, hafi náð hámarki sínu haustið 1937. Síðan hefir vöru- verð farið Iækkandi, heinisvið- skiftin hafa minkað stórlega og framleiðsla þverrað. Þetta eru sj úkdómseinkenni viðskiftalífs- ins, það er fyrirboði nýrrar kreppfu. Hér á landi mun flestum finnast, að vér höfum lítið haft að segja af þeirri verðhækkun- aröldu, sem Iyft hefir flestum öðrum löndum úr öngþveiti kreppunnar og gerir þeim nú fært að taka á móti nýjum erfiðleikum. Að vísu er það ekki rétt, að vér höfum farið alveg á mis við góðu árin, því að landbúnaðurinn og síldarút- 'gerðin hefir notið góðs af verð- hækkuninni, einkum landbún- aðurinn. En það er sá munur á aðstöðu vorri og flestra annara þjóða nú, að vér höfum e kki síðasta aldarþriðjung verið eins illa undirbúnir að taka á móti nýrri kreppu eins og nú. Eftir að fjögur og að ýmsu leyti merkileg uppgangsár hafa gengið yfir heiminn, stendur þjóðin nú svo berskjölduð og vanmegnug fjárhagslega, að Iiver hugsandi og þjóðhollur maður hlýtur að horfa fram á það með kvíða, hvernig lands- menn fari að verjast áfölluni nýrra erfiðleika, Þótt margt megi kenna stjórninni og stefnu liinna ráð- andi flokka, þá verður þeim þó ekki kent um alla erfiðleika, sem þjóðin verður að fást við. En því verður ekki neitað, að stefna stjórnarinnar undanfar- in ár í fjármálum og viðskift- um, veldur nú því að miklu leyti, hversu sorglega illa stadd- ir landsmenn eru til að taka á móti nýrri viðskiftakreppu. En þótt vér látum sök stjórn- arflokkanna í þessu efni liggja nú í þagnargildi, þá er önnur lilið þessa máls, sem ekki verð- ur fram hjá gengið. — Hverri kreppu fylgja minkandi við- skifti, þverrandi framkvæmdir og vaxandi atvinnuleysi. Af þessu leiðir aftur brestandi skattstofnar ríkis og bæjar. Undanfarin ár hafa útgjöld rík- isins og bæjarins farið hækk- andi með ári hverju. — Á jiessu ári, sem nú er að að líða, liefir þyngri skattur til ríkis og liærra útsvar verið lagt ó borgara höfuðstaðarins en nokkuru sinni fyr. — Nú er heimurinn að líkindum enn einu sinni á leið ofan í öldudal viðskiftanna. Sú spurning hlýt- ur því að vakna hjá þeim sem nokkuð horfa fram á veginn: Hvar á að taka peningana sem jiarf til að standast straum af hinum risavöxnu útgjöldum hins opinbera? Hvar á að taka þessa peninga jiegar viðskiftin og starfrækslan komast í greip- ar nýrrar kreppu og hafa ekkert aflögu? Ríkinu og hænum er ó- liætt að fara að gera sér grein fyrir þessum staðreyndum. Fjn-ir alla þjóðina ræður mestu fjármálastefna hinna ráðandi flokka. Ástandið hefir nú sannað jjað, sem oft hefir verið haldið fram hér í blaðinu, að fjármálastefna stjórnarinn- ar er röng og þjóðinni stór- hættuleg. Stjórnmálaflokkar, sem af ótta við kjósendur sína eða vegna pólitískra hugsmuna, hika við að framfylgja hags- munum alþjóðar, þeir eru hættulegustu samtök sem ó- vandaðir menn geta stofnað til. Það er engum vafa bundið, að Reykvíkingar fjölmenna á Sandskeiðið á morgun. Maður sá það um daginn, þegar svif- flugan var á sveimi yfir bænum og allir námu staðar til að horfa á hana, að svifflugið vekur engu minni áhuga manna hér en ann- arsstaðar. Og afrek þau, er'unn- in voru um daginn og þá sér- staklega hið frækilega flug Kjartans Guðbrandssonar, hafa fært i okkur heim sanninn um það, að þessi tegund fluglistar- innar getur dafnað hér sem ann- arsstaðar. . Þess er vænst, að fólk fari að settum regJum um það á morg- un, hvar því er ætlað að vera, svo að alt geti farið fram eins og gert er ráð fyrir og ekki þurfi að verða neinar tafir á framkvæmd dagskrárinnar. Og síðast en ekki síst verða menn að muna að klæðast hlýj- um fötum. Mótið hefst kl. 3. D A G S K R Á : 1. Hljóðfæraleikur. 2. Ræða samgöngumálaráð- herra. 3. Sviffluglíkön (Modell) lát- in fljúga. 4. Renniflug í skólarenni- flugi (byrjendur). a. Renniflugur hafnar til flugs með teygju. b. Renniflugur hafnar til flugs með vindu. 5. Flug með, aðstoð bifreiðar- vindu. a. Hringflug með skóla- renniflugu (tegund: Zögling). b. Lent hjá ákveðnu marki á svifflugu (teg- und Baby). 6. Flugvél dregur tveggja manna svifflugu á loft og sleppir henni (tegund Kranich). 7. Listflug á svifflugu (teg- und Minimoa). 8. Listflug á hreyfilflugu (tegund Klemm). 9. Hringflug fyrir áhorfend- ur. 10. Hljóðfærasláttur. Á staðnum verða settir upp hátalarar, og það sem fram fer, útskýrt af þar til hæfum manni. Veitingar verða fáanlegar á Sandskeiðinu. Klæðist hlýjum f ö t u m. Kbh., 15. júlí. FÚ. Stauning forsætisráðlierra hefir veikst af influensu og Iiefir hætt við förina til Færeyja. Kbli.,15. júlí. FÚ. Friðrik ríkiserfingi og Ingríður krónprinsessa eru farin frá Grásteinshöll, til þess að búa sig undir ferðalag sitt til íslands. 26 MILJ. STPD. TJÓN AF FLÓÐUNUM í JAPAN. London, í morgun. Frá Tokio er símað, að japanska ríkisstjórnin hafi birt skýrslur um tjónið af flóðunum í Kobe, Tokio og Jokohama. Nam það 26 mil- jónum sterlingspunda. United Press. Hann á ad smiða hrad- fleygustu flugvélar breska flughersins. London 15. júlí FÚ. Við framleiðslu hernaðarfug- véla í hinum miklu verksmiðj- um, sem Nuffield lávarður læt- ur reisa í Birmingham, en vinna við að koma byggingunum upp hófst í dag, fá 12.000 til 15.000 manns vinnu. Sir Kingsley Wood skýrði frá því, að her- málaráðuneytið hefði pantað fleiri hernaðarflugvélar frá Nuffield lávarði en það hefði nokkurn tíma pantað frá nokk- uru firma. Ætlar Nuffield að framleiða þá tegund breskra liernaðarflugvéla, sem hrað- flejygust er allra Nuffield lá- varður fær algert frjálsræði um endurbætur á flugvélunum, og sýnir það hvers álits hann nýt- ur. Riiser-Larsen nm flng- afrek Hughes. Oslo 15. júlí. Morgenposten birtir viðtal við Riiser-Larsen í tilefni af linattflugi Hughes og félaga hans. Þeir félagar hafa unnið stórkostlegt flugafrek, segir Riiser-Larsen, en það er erfitt að gera smanburð á þessu flugi og flugi Wiley Post, þar sem hann flaug einn sins liðs, auk þess sem Hughes hafði langtum fullkomnari flugvél. En ekkert sannar glæsilegar en flug Hug- lies hversu langt vér eruni komnir á sviði flugmálanna í dag og það mun ekki fjarri sanni að sjá því, að innan tíu ára Verði það óalgengur við- burður, að menn fari sjóleiðis yfir Atlantshaf. Menn munu liætta að smíða hin risastóru At- lantshafsför til farþegaflutn- inga — Normandie verður sennilega seinasta stórskipið, bygt til farþegaflutninga yfir Atlantshaf. í framtíðinni fara. menn loftleiðina. NRP—FB,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.