Vísir - 16.07.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 16.07.1938, Blaðsíða 3
y ísir Flóð eru mjög algeng í Rína. Það fljótið, er flestum flóðun- um veldur, er Gula-fljótið, Hwang-Ho, eins og það heitir á kínversku. Kínverjar kalla það þó í daglegu tali fult eins oft nafni, sem þýðir nánast: Mæða Kína. Af hverju er það kallað Gula-fljót? Af því að hinn gulleiti jarð- vegur, sem fljótið ber fram með sér ofan úr liálendinu, litar það. Hvar sprettur það upp? Langt uppi í liinu fjarlæga f jalllendi í Tibet, þar sem lands- lagið er svipað því, sem sýnt var í kvikmyndinni „Horfin sjónarmið“. (Lost Horizons). Það rennur út í sjó 2.700 milur frá upptökum sínum, út í hið svokallaða Gula-liaf við Kína- strendur. Hve stórt svæði þekja flóðin, sem nú standa yfir? Eitt þúsund fermílur, þ. e. a. s. hér um bil fertugasti hluti Islands. Af hverju stafa vatnavextirnir? í vorleysingununi stigur fljótið 30 fet |upp fyrir yfir- borð sléttunnar í lcring, og er aðeins haldið í skefjum af varn- argörðum, sem gerðir eru af mannahöndum. Jafnvel undir venjulegum kringumstæðum nær fljótið 15 fet upp fyrir yfirborð slcttunn- ar og stafar það af því, að áin fyllir farveginn með framburði sínum, svo að þegar varnar- garðarnir rofna, er ekkert sem getur hindrað þetta 8. stærsta fljót í heimi í að gera sléttuna að stÖðuvatni. Hvernig fer það að. halda stefn- unni, þegar varnargarðarnir brotna? Það gerir það alls eldíi. 500 síðastliðin ár hefir það breytt 5 sinnum um farveg. Árið 1852 tók fljótið nýja stefnu, ruddi sér braut yfir Shantung-slétt- una og myndaði sér nýjan ós 350 mílum frá þeim eldri. Gula-fljóið hefir meh’a að segja breytt svo oft um farveg, að landabréf af gömlu farveg- unum og skurðunum, sem nú eru uppþornaðir og ræktaðir, líkjast einna helst tilgangslausu kroti eftir lítið bam. Af hverju taka Kínverjar þess- um ógnum með svona miklu jafnaðargeði? Ef til vill af þvi, að forfeður þeirra hafa verið þarna svo lengi, að ógnir Gula-fljótsins eru orðnar nokkuð, sem maður verður að sætta sig við, rétt eins og hin votviðrasömu sum- ur hér á Islandi. Löngu áður en sögur bófust, fóru bópar af fólki niður í dal- inn, sem Gula-fljót rennur um, og horfðu í austur, móti hinni upprennandi sól. Altaf síðan liefir það dvalið þar og lifað sínu starfsama, friðsama og fá- tæklega lífi. Hvenær byrjaði baráttan við fljótið? Gula-fljótið kemur eins þrá- faldlega við sögu Kínaveldsis, eins og Rín kemur við sögu Ev- rópu. Fyrir fjórum þúsundum ára vai’ð Gula-fljótið óbeinlínis til þess að gefa Kínveldi sína fyi’stu raunverulegu konungs- ætt og sat liún að völdum þang- að til 1818 fyx-ir Krists bui'ð. Konungsættin var lcölluð Hia, eftir samnefndu héraði, sem nú / Kína er í Honan-liéraðinu, og var það gefið Yu, hinum mikla, fyrir afx’ek hans i baráttunni við Gula fljótið. Hvenær hafa flóð í Gulafljóti valdið mestri eyðileggingu? Árið 1852, þegar fljótið breytti um farveg og „sveiflaði ;skottinu“ yfir 350 mílur. Þá fór- ust 2.500.000 manns. Aðrar 5 miljónir dóu úr hungri, en þrisvar fleiri féllu i heimsstyi’j- öldinni miklu sem stóð þó í 4 ár Samtals fórst þá eittlivað um 71/2 miljón manna. Hve oft hlaupa flóð í fljótið? Hér um bil á liverju ári. Árið 1933 geystist Gula-fljótið yfir slétturnar og drekti 50.000 rnanna, kvenna og barna, og bafði næstxim því svelt eina mil- jón til dauða. 1 ofanálag drektu flóðin 70 þúsundum nautgripa og koxri því fólki, sem lifði flóð- in af, á vonarvöl —- og ltín- verskir bændur eru nógu snauð- ii’, þegar gott er í ári. Koma flóðin á sama tíma á ári hverju? Nei, en oftar eru þau um þetta levti. Til dæmis kom flóð- ið miklu fyr 1934, þ. e. 1 jclllll- ar. Bar það þá með sér ísjaka, sem brutu björgunarbáta, sem voru með birgðir af matvælum og hjúkrunargögnum. í það skiftið tók fljótið 10.000 manns- lif og gex-ði fjölda manns lxeim- ilislausa. Hvað má hafa til marks um afl flóðanna? T. d. 1934 réðist Gula-fljótið á hina ramlega girtu borg Yensze, og veggir hennar lirundu fyrir flóðinu miklu fljótai’, heldur en þeir mundu nokkurntíma liafa gert fyrir ákafri skotliríð. Þegar vatnið fór að kyrrast, var rétt liægt að sjá húsmæn- ana, og þá nótt voru aðeins ör- fáir borgai’búai’, sem komust lífs af. Fimm þúsund manna týndu lífinu. Það var erfitt ár. Flóðin komu aftur í október og 5.500.000 mistu heimili sín og flóð liljóp einnig í aðra stærstu á Kína, Yangtsekiang, og í sam- einingu eyðilögðu þær verðmæti senx nam 555.750.000 kr. Hvað skeði árið 1936? Gula-fljót hljóp erm einu sinni og lagði i eyði meira en 2000 þorp og varð meira en 10.000.000 manna til tjóns. Möi’g þúsund ekrur af ræktuðu landi eyðilögðust og að þessu sinni var tjónið metið á 6.000.- 000 kr. . 800.000 ltínvei'skir bændur neituðu þá að yfirgefa lieimili forfeðra sinna. Umkringdir af flóðinu, gátu þeir átt hungurs- neyð í vændurn. Þegar þeir flýja undan flóðunum, fara þeir eins stutt og þeir geta, til þess að geta snúið aftur undir eins við fyrsta tæltífæri, Hvað er það, sem Kína þarfn- ast mest? Kina þarfnast verkfi’æðinga til þess að temja Gula-fljótið — en það bólar ekki á þeirn enn- þá. — FulltFúaþlng sambands íslenskpa bapnakennara Yfirlit yfir störf þingsins, er ræddi mörg mál og merk. Fyrir nokkuru var fulltrúaþing Sambands ísl. barnakennara háð hér í Reykjavík. Sátu það um 50 fulltrúar úr öllum sýsl- um landsins. Þingið var sett með ræðu formanns sambandsins, Sig’. Thor- lacius, skólastjóra; mintist hann tveggja sambandsfélaga, er látist höfðu á árinu, þeirra Helga Guðmundssonar, þjóðsagna- ritara og Ögmundar Sigurðssonar, fyrv. skólastjóra í Hafnar- firði. Mintust fundarmenn þeirra með því að rísa úr sætum. Aðalmálin, sem þingið tók til meðferðar, voru þessi: a) Kennaramentunin. Kennarar liafa almennan á- liuga fyrir auklnni mentun stéttarinnar og krefjast endur- bóta í því efni. Hafa þessi mál verið til umræðu á undanföm- um kennaraþingum og árangur þess orðið m. a. sá, að fyrir síð- asta Alþingi var lagt fram frumvarp þess éfnis, að stofnað skyldi enxbætti í uppeldisvísind- um við Háskólann hér. Er ætl- unin að kennarar geti stundað þar nám aðallega i fristundum sínum. Málið dagaði uppi á Al- þingi, en í því sambandi voru samþyktar svohljóðandi till. á þessu þingi: 1. Fulltrúaþing S. t. B. beinir þeirri eindi’egnxl áskoran til Al- þingis, að stofnað verði nú á næsta Alþingi prófessorsem- bætti í uppeldisvísindum við Háskóla íslands.“ 2. „Fulltrúaþingið felur stjói’n S. í. B. að vinna að þvi, að starfandi kennurum verði gert kleift að liagnýta sér kenslu í fyrirliugaðri deild í nppeldisvísindum við Héskóla tslands“. b) Atvinnumál unglinga. Um það mál voru samþyktar eftirfarandi tillögur: 1. „Fulltrúaþing S. f. B. skor- ar á stjórn sambandsins, að vinna að því eftir megni, að lxaldið verði áfram undirbún- ingi þess að koma á fót opin- berum vinnuskóla fyrir ung- linga á aldrinum 14r—18 ára. Leggur þingið sérstaka áherslu á, að vinnuskólinn starfi fyrst og fremst að vetrinum, og hafi með liöndum það fjölbreytt vinnubrögð, að sem flestir ung- lingar finni þar viðfangsefni við sitt hæfi. Þó telur þingið sjálfsagt að halda áfram að auka á sumarvinnu, sem þegar er hafin af liálfu ríkisins og nokkurra bæjarfélaga, og treystir þvi, að haldið verði á- fram þvx undirbúningsstarfi, sem nú er verið að vinna, uns fengin er viðunandi lausn máls- ins, t. d. í samræmi við tillögur þær, er afgreiddar voru frá fultlrúaþingi S. í. B. 1936. 2. Fulltrúaþing S. í. B. telur nauðsynlegt, að upp verði tekin rianari samvinna en verið hefir milli skólanna, heinxilanna og vinnumiðlunarskrifstofanna um atvinnuútvegun lianda ung- lingum, sem eru að yfirgefa skólana. Ættu skólarnir sér- staklega að gera sér far um, að athuga og rannsaka hæfileika barnanna, til þess að geta látið þeim 1 té lioll ráð og bendingar um, á bvaða sviði lxvert ein- stakt barn ætti að leita sér at- vinnu, sem líkindi væru til að gæti oi’ðíð því til frambúðar.“ c) Ríkisútgáfa skólabóka. Rætt var um framkvæmd þeirra laga í einstökum atrið- um og útgáfu nýrra kenslu- bóka. Er það eindregin ósk kennarastéttarinnar að fá xneiri íhlutunarrétt um þau mál en nú er. Urn það var samþ. svohlj. tillaga: „Fulltrúaþingið leggur ríka áherslu á, að Ríkisútgáfa náms- bóka gefi ekki út aðrar náms- bækur handa barnaskólum en þær, sem skólaráð barnaskól- anna leggur til að verði löggilt- ar. Enda vinni skólaráðið að þvi, að starfandi kennarar fái þá ílilutun um samning kenslu- bókanna, sem nauðsyn er barn- anna vegna.“ Þá var og rætt um tóbaks- nautn barna og samþyktar til- lögur þess efnis, að unnið verði að því, að koma á banni iá sölu og afliendingu á tóbaksvörum til barna og' unglinga innan 16 ára aldurs, og aukin sé fræðsla barna og foreldra um skaðsemi tóbaksnautnai’. Ennfx'émur var rætt urn nauðsyn þess að lúsinni verði útrýmt og samþykt eftirfarandi áskorun til heilbrigðismála- stjórnarinnar: „Fjói’ða fulltrúaþing S. í. B. beinir þeirri áskorun til heil- brigðismálast j órnarinnar, að hún láti gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að útrýma lús- inni samtímis alstaðar á land- inu. Samkvæmt eðli málsins er aug'ljóst, að úti'ýming lúsarinn- ar er framkvæmanleg, en hvorki skaðlaust né vandalaust fyrir þjóðí'na hð Ima við það á- stand sem nú er — a. m. k. sumstaðar á landinu. Virðist einsætt að læknar, kennai’ar, lijúkrunar- og yfirsetukonur um land alt leggist á eina sveif í þessu máli undir forustu heil- heilbrigðisstjórnai'innar.“ . Mörg fleiri mál hafði þingið til meðferðar, og af þeim mjá nefna: kvikmyndalcenslu i slcól- um, útgáfu landkortabókar, móðurmálskensluna, lifeyri kennara, launamál þeiri-a og undirbúning að liátíðahöldum á ,50 ára afmæli kennarasamtak- anna næsta ár. Úr stjórninni gengu 4 af þeim 7 er hana skipa, og voru kosnir: Sigurður Thorlacius, Pálmi Jósefsson, Guðjón Guð- jónsson (allir endurkosnir) og Bjarni M. Jónsson. Þinginu lauk með ferð full- trúanna austur að Sogsfossum og útifundi í Þrastaskógi. Þar voru m. a. flutt tvö ex-indi, ann- að af Ármanni Halldórssyni, magister: Frásögn frá Vín, en hitt af Gunnari M. Magnúss: Um undirbúning fræðslulag- anna fyrir 30 árum. Um það mál var að öðru leyti frestað umræðum vegna fyrirhugaðrar hátíðahalda ntesta ár, eins og áður var frá skýrt. Olympisku leikarnir. Oslo 15. júlí. Norska cdympiunefndin kem- ur saman á fund næstkomandi mánudag og mun að líkindum taka ákvörðn um að tilkynna al- ]ij óðaolympiunefndinni, að Norðmenn óski eftir nð hafa vetrar-olympisku leikana 1940. NRP—FB. Ferðamannastraumur til Noregs. Morgenavisen í Bergen segii’, að ferðamannastraumurinn til Vestur-Noregs frá útlöndum sé miklum mun meiri en í fyrra, þrátt fyrir óliagstæðari veðráttu það sem af er sumri. Einkan- lega hefir fjölgað ferðamönn- um frá Englandi. NRP—FB. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jai'ðai’för Siggeirs Torfasonar, kaupmanns. Aðstandendur- Við þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jai-ðai’för Finnboga Einarssonar, frá Hofi. Vandamenn- Ea Elsku litli sonur okkar, Jóharn Fáll, andaðist 15. þ. 111. Hildur og Stefán A. Pálsson. Jón Auðunn Jóns- son sextugur á morgun. Sextugur er á morgun Jón Auðunn Jónsson, fyrv. alþm. Hann er fæddur 17. júlí 1878 á Garðsstöðum í Ögurlireppi, sonur Jóns Einarssonar bónda þar og konu lians Sigi’íðar, Jónsdóttur bónda á Eyri í ísa- firði, Auðunssonar. Jón Auð- unn bjó nokkur ár að Garð- stöðum (1900—1904), en varð starfsmaður í útbúi Landsbank- ans á ísafirði 1904 og gegndi þar bókarastörfum tií 19l4, en þá vai-ð hann forstjóri þess og gegndi þvi starfi til 1924. Þing- maður ísafjarðarkaupstaðar var Jón Auðunn 1920—1923, en Þingmaður Norður-Isfirðinga var liann kjörinn 1924 og var þingmaður þeiri’a til 1931 og aftur 1934—1937. Alls hefir J. A. J. setið á 17 þingum. Hefir liann alla tíð verið einhver ör- uggasti maður til sóknar og varnar í líði Sjálfstæðisflokks- ins. Munu sjálfstæðismenn flytja liorium þakkir sínar og góðar óskir í tilefni af sextugsafmæl- inu á morgun. Síldveiðarnar. Símfregnir að norðan í morg- un herma, að veður sé nú gott fyrir Norðurlandi. Er nú að hlýna í sjó og lofti og hafa skip- in, sem, úti eru orðið síldar vör, en afli er lítill ennþá. FÚ í gær. Norðanlands birti til i dag, lygndi og hlýnaði í veðri, en i nótt snjóaði niður í xniðjar hlíð- ar. Útifyrir Siglufirði var enn þá talsvert mikil kvika siðast er fréttist, eða um kl. 15 í dag, en minni veslan Skaga. Flest skip voru úti i síldarleit, en ekki liafði orðið sildai-vart. Eitt skip konx í dag vestan að með 150 mál. Síldin var veidd á mánu- dag. FRÁ SÓLBAKKA OG FLATEYRI. Rikisverksmiðjan á Sólbakka hefir til dagsins í dag tekið á móti 1570 smál. af karfa og ufsa til bræðslu. Afli togaranna er þessi: Sviði 553 smál, Maí 544, Hávarður ísfirðingur 472. Nýtt hraðfrystihús á Flateyri tók til starfa um síðustu mán- aðamót og liefir þegar fryst tals- vert ag kola og lúðu. — Tveir bálar af Fla tcyri stunda drag- nótaveiðar og einn þorsk- og lúðuveiðar. Afli er sæmilegur. FÚ. Slys í slldveiöasltiDL Maður bíðux* baua> FÚ í gær. Það slys vildi til á vélhátnuus Keili frá Sandgerði í morgma um kl. 9, þar sem hann lá á! höfninni á Skagaströnd, aS 1. vélamaður, Ingólfur Þoi’stelns^ son frá Keflavík, 23 ára að aldri* sem var staddur niðri í vélarv rúmi skipsins, varð fyrir Ixöggií af vélarreiminni og beið íxana samstundis. Fornxaður bátsíns, sam var bróðir hans, var í klefa við liliðina á vélarrúmínu, er þetta vildi tík Heyrðí Ixann ö- venjulegan hávaða og hljóp? þegar yfir í vélari'únxið, en þá var Ingólfur að gefa upp and- ann. Héraðslæknh'inn á Blöndii- ósi var tafarlaust kvaddur xmtt lxorð í skipið, en ekkert varð viS gert. Var lík Ingólfs flutt tíl Blönduóss í líklxús sjúkrahúss* ins þar. Stúlka druknar. Uni lxádegi í gær var lögregt+ unni tilkynt, að starfsstvdfea á sjúlu-ahúsi Hritabandsins,. Hanna Helga Kristjáusdóttir frá. ísafirði, liefði horfið frá vinmttt sinni kl. 10 urn morgxmími og var lögreglan beðin áð leítæ hennar. Síðar um dagirin tilkynfn fiskixxxenn, að þeir hefði séð stúlkuna á floti i 11afnarnaynn- inu og uáði Iögregláii lienni þá. Voru gei’ðar bí'gunai'tilnaimír i. 2 klst. á stúlkunni, eu árangurs- lánst. Lögreglan télur, að stúlkací' liafi verið svo skamma stundt i sjónum, að ef fiskfmemximir befði tekið hana upp í bát sinia strax, liefði mátt bjargíx • lífn liennar. Norðmenn kjósa Þjóðabanda— lagsfulltrúa. ( Oslo 15. júlí. Á ríkisráðsfundi í dag voria kosnir fulltrúar Noregs á fimdt Þjóðabandalags'þingsins í sept- ember næstkomandi. Kosnír vora Koht utanrikismálaráS- lierra, formaður, Ilanibro og Mowinckel, en varamenn dr„ Lange, frk. Reutz og' Caslberg pi’ófessor. NRP—FB. aðeins Loftup*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.