Vísir - 18.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan Ii/f. Einangruðu mennirnir. EIR einstaklingar, sem ein- hvei* afskifti hafa af al- menningi hér i landi ganga þess eklci duldir að kviði er ríkjandi hjá flestum um framtíð lands og þjóðar. Mennirnir á mölinni og hændurnir í sveitunum, sem því hafa vanist að horfast í augu við alvöru lífsins — og hafa þá alvöru ekki i fleymingi — við- urkenna að oft hafi verið þörf en nú sé þess nauðsyn, að nýir siðir verði upp teknir í með- ferð vandamála þjóðfélagsins, miðað við reynslu tíu ára nið- urlægingartímabilsins, sem Framsókn her ábyrgð á og hef- ir ráðið stjórnarháttum öllum. Hinsvegar eru það einstaka menn, sem í ábyrgðarleysi og fullri einangrun virðast horfa á þá vonlitlu baráttu, sem þjóðin lieyir nú. Er þar fremst í flokki ríkisstjórnin sjálf og þá einkum hinn reynslulitli fjármálaráð- lierra, og auk stjórnarinnar þröngur hópur nánustu vanda- manna liennar, sem lialda því fram, að ekkert verði gert, frek- ar en orðið er, til J)éS§ að af- stýra þeim vandræðum, sem nú virðast fyrir dyrum. Þessi hóp- ur manna er haldinn þeirri sjálfsblekking að það skifti litlu máli hvernig mennirnir búi að að sínu, — alt gangi sinn ver- aldarveg —, en að a vandræða- tímum sé það eitt allra meina bót að halda uppi blekkinga- hjali um andstæðingana og þyrla ryki í augu fólksins með- an þess sé kostur. Nú er það að vísu svo að tími er bæði til að tala og þegja, en þegar talað er mótar aðstaðan innbyrðis manna i millum og aðsteðjandi örðugleikar orða- lagið, ef vel er. Allir geta ekki leyft sér eitt og hið sama, ef menn liafa sjálfsvirðingu til að bera, og upphefðarstöður skapa þunga ábyrgð þeim til lianda, er þær skipa, en þyngst er á- byrgð þeirrar ríkisstjórnar, sem að völdum situr hverju sinni, og þeim mun þyngri, sem tímarnir eru erfiðari. Það er engin afsökun ríkis- stjórn lil lianda, að andstæð- ingarnir gleðjist yfir óförum hennar, — með því fær liún ekki syndafyrirgefningu og ei- líft líf — en allra síst er slílct afsökun þegar gleði andstæð- inganna er ímyndun ein og upp- spuni mótaður í pólitískri ein- angrun þeirra manna, sem með slíkt fleipur fara. Framsóknarflokkurinn liefir tamið sér þá íþrótt, ef íþrótt slcal kalla, að gera andstæðing- um sínum getsakir, og bera þeim söguna ekki sem best út um bygðir landsins. Við slíku er í'átt eitt að segja, þótt það liafi orðið drjúgt til fylgisauka flokksins frá því, sem ella liefði orðið, en hitt er óverjandi að svo ábyrgðarlausum mönnum sé lileypt að rikisútvarpinu, að þeir leyfi sér að bera pólitíska andstæðinga lognum sökum og gera þeim upp svívirðilegustu getsakir til þess eins að svala rógseðli sínu. Nú nýverið lýsti einn hinna einangruðu manna yfir þvi i út- varpinu, að sjálfstæðismenn gleddust yfir sildarleysinu og vandræðaástandi því sem at- vinnuvegir vorir eru í, en slikar getsakir skaða sjálfstæðismenn barla lítið. Þær sýna liinsvegar það eitt hve mikils er talið við þurfa og hvílikt endemis djúp siðleysis þarf að kafa til þess að viðhalda þvi rénandi fylgi, sem Framsókn á nú í sveitum landsins. Getsakir þessar sýna ennfremur livilikt regindjúp er í millum þeirra manna, sem þær bera fram og alls almenn- ings, sem bíður hvers dags milli vonar og ótta, og á enga óslc heitari en að síldarútvegin- um og atvinnuvegum vorum yfirleitt megi vegna sem best. Barátta Sjálfstæðisflokksins hefir ávalt miðað að þvi að byggja upp, en ekki að liinu að rífa niður, og Sjálfstæðisflokk- urinn — með allan almenning innan sinna vébanda — mun halda áfram þeirri uppbygg- ingarbaráttu, þar til yfir lýkur og atvinnuvegirnir rétta við. Þá hefir sá siðferðisþroski skapast meðal þjóðarinnar, að boðberar rógburðarins lenda í pólitískri sóttkvi og eiga þaðan ekki aft- urkvæmt, en það hefir aftur þá þýðingu að risið á Framsókn verður mun lægra, en það er nú. Kappreidai? í Dðlam. Hestamannafélagið Glaður í Miðdölum í Dalasýslu efndi til kappreiða á skeiðvelli sínum við Nesodda þar í sveit, sunnud. 10. þ. m. Reyndir voru 22 hestar alls, þar af 4 á skeiði og 18 á stökki. Hlaupvöllur hestanna var 300 metrar og hlutu þessir hestar verðlaun: 1. verðl. Hrollur, eigandi Sig- urður Jörundss., Vatni, 23,6 sek. 2. verðl. Freyja, eig. Gunnar Jósefsson, Villingadal, 23,6 sek. 3. verðl. Léttir, eig. Guðm. Ól- afsson, Erpsstöðum, 23,7 sek. 4. verðl. Kolli, eig. Benedikt Hjartarson, Hjarðarliolti, 23,8. Auk þess fengu flokksverð- laun þessir hestar: Léttfeti, eig- andi Oddur Magnússon, Gi-afar- koti, Mýrasýslu, og Brúnn, eig- andi Jón Jósefsson, Villingadal, Dalasýslu. Bestur hlauptími í kappreiðunum var 23,1 sek. Kappreiðamar sótti fjöldi manna úr Dalasýslu og nálæg- um sveitum. — Dómarar voru: Bjarni Gislason, bóndi, Þor- steinsstöðum, Sigvaldi Indriða- son, sýsluskrifari frá Hvoli, og Ludvig C. Magnússon, skrif- stofustjóri. — Vallarstjóri var Jón hreppstjóri Sumarliðason, Breiðabólstað, formaður Hesta- mannafélagsins Glaðs. (FÚ). Næturlæknir er í nótt Grimur Magnússon, Hringbraut 202. NæturvörSur í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. Franco telur þjóðernissinnum á Spáni fullnaðarsinur vísan. FRANCO liers- höfðingi Erlendir sjálibodalidar í her hans eru ekki fimm af hundraði. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. United Press hefir átt viðtal við Franco hershöfð- ingja, í tilefni af því, að nú eru tvö ár liðin frá því er borgarastyrjöldin á Spáni hófst. Fór viðtalið fram í Burgos, sem nú er höfuðaðsetur Franco’s. „Yér höfum í rauninni þegar borið sigur úr býtum. Alstaðar er sókn af vorri hálfu og hvarvetna veitir her- sveitum vorum betur. Vér höfum sigrað á landi, í lofti og á sjó. Vér höfum gert meira en sigra andstæðingana. Vér höfum sigrast á öllum erfiðleikum, fjárhagslegs eðlis; og komið góðu skipulagi á iðnað og atvinnumál, í þeim hlutum landsins, er vér höfum á valdi voru. — Það er enn barist á vígvöllunum — en fullnaðarsig- ur er ekki f jarri. Fullnaðrsigur væri þegar unninn, ef ekki væri vegna glæpsamlegs atferlis leiðtoga rauðu flokk- anna og líka vegna þess að Rússar eru staðráðn- ir í því að róa að því öllum árum, að koma af stað allsherjar Evrópustyrjöld. Franco lýsti yfir því sem svari við fyrirspurn United Press um það, hve margir erlendir sjálboðaliðar væri í her hans, að þeir væri ekki 5 af hundraði. United Press. — vepa væntanlegrar Evrópnstyrjaldar. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. undúnadagblaðið Daily Herald skýrir frá því í morgun, að byrjað sé á því að endursmíða og treysta þilför breskra farþegaskipa, sem eru í förum um Miðjarðarhaf, í því augnamiði, að hægt verði að setja niður á þilför skipanna fallbyssur með 6 þml. hlaupvídd, til varnar gegn loftárásum. Það er tekið fram, að þetta sé ekki gert með tilliti til Spánarstyrjaldarinnar, heldur sé um að ræða einn þátt þeirra varúðarráðstafana, sem breska ríkisstjórnin hafi fyrirskipað, með það fyrir augum, að vopna þurfi bresk kaupför, ef Evrópustyrjöld brýst út. United Press. mjög alvarlega, á heimleið frá Dresden, en þar hefir hún dval- ist að undanförnu sér til heilsu- bóta. Var hún flutt úr lestinni í Cernauti að fyrirskipan Iækna og á hún að hvílast þar, uns séð verður hvort óhætt er, að hún haldi áfram ferð sinni. United Press. _ Starfsmenn Landssímans keptu í knattspyrnu viÖ starf- menn útvarpsins á laugardag og sigruðu með 6: 2. FélagiÖ Ingólfur hefir þaö markmiö, aö gefa út fróöleg rit um landnám Ingólfs. Eru fróÖir og greinagóðir menn höfundar ritanna og ætti allir Reykvikingar, svo og aðrir, aö styrkja útgáfustarfsemi félagsins með J>ví aö gerast félagar. Þiir, sem nú gerast félagar, fá allar árs- bækurnar, sem þegar eru komnar úr þrjú undanfarin ár, fyrir að- eins io krónur. Ársgjald félagsins er 6 kr. Þeir, sem ætla að gerast félagar, snúi sér til Steindórs- prents. Marie, ekkjndrotnlng Rnmenín, alvarlega veik London í morgun. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu, sem birt var í Bukarest í morgun, h'efir Marie ekkju- drotning í Rúmeníu, veikst Erlend blöð hafa að undanförnu rætt mikið um deilumál Haugwitz-Reventlow greifa og konu hans, hinnar amerísku „dollaraprinsessu“, Barbara Hulton.Hafa þau ákveðið að skilja, en það er lítill drengur þeirra, sem um er deilt, livort þeirra eigi að ala liann upp. Fregnum þeim, sem sum blöð birtu, að greif- inn Iiafi ællað að ræna drengnum frá móður sinni, er algerlega neitað af greifanum. — Barbara Hutlon var gift áður en liún giftist Haugwitz-Reventlow. Orðrómur gengur um það, að hún liafi í liyggju að giftast Friedrich prinsi, yngsta syni Vilhjákns, fyrrevrandi krónprins Þýskalands. Friedrich prins er 26 ára. Áhugi Þjfiðverja fyrir íslenskti menningn aldrei meiri en nn. Dr. phil. Guðm. Finnbogason landsbókavörður var meðal far- þegar á Brúarfossi síðast, svo sem áður hefir verið getið hér í blaðinu. Fór hann utan 8. júní og hefir dvalist í Þýskalandi og Danmörku. Til Þýskalands fór hann í boði Norræna félagsins og flutti fyrirlestur 21. júní á ársþingi þess í Lubeck. Fjallaði fyrirlesturinn uxn menningar- samband íslands og Þýskalands á liðnum tímum til þessa dags. Vísir hefir liitt dr. Guðmund Finnbogason að máli. Lætur hann hið besta af viðtökunum í Þýskalandi og segir áhuga Þjóðvei-ja fyrir íslandi og ís- lenskum bókmentum aldrei lxafa verið meiri en nú. En eins og alkunnugt er liafa Þjóðverj- ar uin langan aldur haft hinar mestu mætur á bókmentmn Is- lands og ágætir þýskir menta- menn unnið íslandi ómetanlegt gagn með því að fræða þjóð sina um íslenska menningu í ræðu og riti, þýðingu íslenskra úrvalsbóka á þýsku o. s. frv. Fundur norrænna embættis- manna. Að fundinum loknuin fór dr. Guðm. Finnbogason lil Dan- merkur. Sat liann þar fund „Nordisk Administi’ativ For- bund“, en það er samband nor- rænna embættismanna, sem veita forstöðu ýrnsum opinber- um stofnunum. Fundinn sátu af Islendinga hálfu, aulc dr. Guðmundar, Stefán Þorvarðs- son skrifst.stj. í utanríkismála- i’áðuneytinu, Vigfús Einai’sson, skrifstofustjóri í atvinnumála- ráðuneytinu, og Geir Zoega vegamálastjóri. Veisluhöld mik- jl voru í sambandi við fundinn og ftuttu allir íslendingannr þar ræður. Háskólabókasafnið nýja. — Futlkomnasta nútíma tækni. Eins og vænla mátti nolaði dr. Guðmundur tímann, sem hann dvaldist í Kaupmanna- höfn, lil ýmissa' athugana á söfnunum þar. Einkanlega dá- ist hann að nýja háskólabóka- safninu, sem Danir liafa bygt fyrir náttúruvísindi og lælcnis- fx-æði, í hinu nýja hverfi vís- indastofnana í nánd við Ríkis- spítalann. I hinu nýja safni er notuð öll besta tækni, sem þekk- ist, að því er snertir tilhögun bókasafna. Kvað dr. G, F. sér liafa verið það sérstakt ánægjuefni að kynnast safninu, en yfirleitt væri hann mjög ánægður með ferðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.