Vísir - 20.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1938, Blaðsíða 2
V I S I R Mapgip menn fénusí, en ó- kannngt en nm enðanlegt tjén á mðnnam og eigimm, London, í morgun. Frá Aþenuborg er símað, að miklir landsjálftar hafi orðið í Grikklandi í nótt. Eignatjón varð mjög mikið og allmargir menn biðu bana. — KI. 2.15 í nótt kom feikna harður landskjálftakipp- ur og stóð hann yfir í 20 sekúndur. í Aþenuborg lék alt á reiðiskjálfi og á um 50 fermílna svæði kringum borgina, bæði á meginlandinu og ýmsum eyjum. Einna mest tjón varð af völdum landskjálftakippsins í Oro- pos, 40 mílur til norðausturs frá Aþenuborg, þar sem hús í þremur smáborgum stórskemdust eða hrundu til grunna. Þegar kippurinn kom þustu íbúarnir óttaslegnir út úr húsum sínum. Meiddust sumir þeirra, en nokkurir fórust í húsum, sem hrundu. Allmörg hús hrundu á Chaekis á Euboea, en ó- kunnugt er um eignatjón og manntjón þar. í Aþenuborg varð tjónið af landskjálftunum ekki mikið. Fólk varð mjög skelkað og þusti úr húsum út á götuna. United Press. Deilnr Breta og Þjóðverja verða leiddar til iykta, ef Tékkóslóvakiumálin fá friðsamlega lausn. SIGURBOGINN í PARÍS. Frá dvöl bresku kon- ungrsbjónanna i Stóppólitisk viðfangsefni. London, í morgun. Lundúnadagblöðin í morgun gera ráð fyrir því, að innan skamms verði endurnýjaðar tilraun- irnar til þess að ná samkomulagi um öll helstu ágreiningsmál Breta og Þjóðverja. Telja þau, að við- horfið hafi breyst þannig, að líkur bendi í þessa átt, vegna viðræðna Widemanns kapteins og Halifax lá- varðs s. 1. mánudag, en Widemann fór til London með munnlega orðsendingu frá Hitler til Halifax lávarðs. Times segir, að Hitler hafi látið í Ijós einlæga ósk um, að tilraunir verði gerðar til þess að bæta sambúð Breta og Þjóðverja. Ennfremur, segir Times, lætur Hitler í ljós þá skoðun sína, að deil- urnar út af Tékkóslóvakíu ætti að vera unt að leiða til lykta með friðsamlegu móti. Halifax lávarður er sagður hafa tekið á móti orð- sendingu Hitlers með þeim ummælum, að um leið og hann þakkaði orðsendinguna vildi hann benda á, að Þjóðverjar ætti að beita sér meira til þess að vinna að friðsamlegri lausn vandamála álfunnar. Um Tékkó- slóvakíu sagði Halifax, að ef ddlurnar í Tékkóslóvakíu yrði leystar friðsamlega, án íhlutunar frá öðrum þjóð- um, mundi skapast betri skilyrði til þess að endurnýja samkomulagsumleitanirnar milli Breta og Þjóðverja. United Press. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Lngólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan Ii/f. Ömurlegasta eyðslan. ALÞÝÐUBLAÐIÐ getur þess “ í gær að atvinnuleysingjar liér í bænum séu nú skráðir 400 að tölu, en á sambærilegum tíma á fyrri árum liafi þeir ver- ið miklu færri. í Hafnarfirði munu atvinnuleysingjar nú vera um 200 eða fleiri með því að ríkisstjórnin hefir látið stöðva vinnu við Suðurlandsbraut, og er þvi ekki um neina opinbera vinnu að ræða til handa Hafn- firðingum. Verkalýðsfélögin liafa undan- farna daga þrávegis liitt rikis- stjórnina að máli og borið fram við hana kröfur um atvinnu- aukningu, en til þessa mun það hafa borið lítinn árangur, að öðru leyti en því, að ríkisstjórn- in mun liafa gefið loforð um að eitthvað verði unnið austur í hinni svokölluðu „Síberiu“, en hinsvegar er ekkert ákveðið um það, hvenær vinnan hefjist né Iive margir komist þar að af atvinnuleysingjunum. Það er athugavert, að Al- þýðublaðið er harla ánægt með þessa úrlausn fyrir hönd verka- mannanna, og það nefnir ekki einu orði að rikisstjórnin liafi neyðst til að draga úr opinber- um framkvæmdum, sem henni ber skylda til að framkvæma, ef alt væri með feldu. Hinsveg- ar gefur blaðið þá skýringu á aukningu atvinnuleysisins, að Reykjavikurbær hafi nú ekki upp á að bjóða aðra eins at- vinnuaukningu og í fyrra, er unnið var að Sogsvirkjuninni, og sé þvi atvinnuleysið sök bæjarstjórnar Reykjavikur, en ekki ríkisstjórnarinnar. firðinga lætur blaðið sig vegar engu skifta, og nefnir ekki einu orði að ríkisstjórnin hafi látið stöðva vinnu við Krí s u víkurveginn. Það má með sanni segja, að af er það, sem áður var, og að Alþýðublaðið er furðulega lítil- þægt fyrir hönd verkamanna. Sú var þó tíðin, að Alþýðuflokk- urinn gaf út plagg, — hina svo- kölluðu 4 ára áætlun — til framkvæmda á árunum 1935— 1939, og kvaðst flokkurinn þá i fyrsta lagi mundu beita sér fyr- ir því „að, hrundið verði þegar í stað í framkvæmd með löggjöf og framtaki hins opinbera auknum atvinnurekstri og framleiðslu eftir nákvæmri á- ætlun, er gerð sé til ákveðins tíma (4 ára) og hafi það mark- mið að útrýma með öllu at- vinnuleysinu og afleiðingum kreppunnar og færa nýtt fjör í alla atvinnuvegi þjóðarinnar með aukinni kaupgetu og neyslu hinna vinnandi stétta og aukn- um markaði innanlands“. Þetta var nú aðeins fyrsti lið- urinn af 36, sem flokkurinn ætlaði að lirinda í framkvæmd, og hann fékk lika aðstöðuna til þess. Haraldur Guðmundsson varð atvinnumálaráðlierra og sat í því embætti langa hrið, án þess að hann fengi nokkru á- orkað um atvinnuaukningu né eflingu atvinnuveganna, nema siður væri, með þvi að miðalda- pólitík framsóknarflokksins varð þess valdandi að atvinnu- vegunum hefir stöðugt hrakað á þessu tímabili, og enn gengur hröðum fetum niður á við, þrátt fyrir það, að alþýðuflokk- urinn eigi að vera þess megn- ugur að koma fram með undra- lyfið, sem á öllu ræður bót, ef dæmt skal eftir aðstöðu hans til rikisst j ómarinnar. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að alþýðuflokkurinn ber á- byrgðina á þvi ófremdarástandi, sem rikjandi er hjá atvinnuveg- um þjóðarinnar. Hann hefir brugðist öllum gefnum loforð- um, en unnið markvist að nið- urrifi, eymd og atvinnuleysi meðal almennings, enda hefir það sannast, að ítök hans meðal kjósendanna liafa farið þverr- andi ár frá ári og svo mun enn reynast í næstu kosningum, hvenær sem þær verða. Miðað við aðstöðuna. á Al- þingi liefði það verið eðlilegt, að kosningar hefðu farið fram í sumar, en hin veika afstaða Al- þýðuflokksins réði því, að svo varð ekki. Flokkurinn vildi reyna að styrlcja aðstöðu sína á kostnað hrynjandi atvinnuvega. Allir hugsandi menn viður- kenna, að atvinnuleysið er ein- hver ömurlegasta og óþarfasta eyðslan innan þessa þjóðfélags. Hér eru næg verkefni, ef rétt er á lialdið, en óstjórnin í landinu er þess liinsvegar valdandi að verkamenn neyðast til að fara í hungurgöngur á fund valdhaf- anna, en fá þar steina fyrir brauð. Það nægir Alþýðublaðinu og’ flokki þess, en það þarf meira til að seðja hungraða atvinnu- leysingja, og í þvi efni duga engin undanbrögð frá hendi þeirrar rikisstjórnar, sem situr af náð forlcólfa Alþýðuflokks- ins hér eftir sem hingað til. Gutíopmur J. Guttopmsson kominn hteim P uttormur J. Guttormsson, ** liið kunna og vinsæla skáld Vestur-íslendinga, var meðal farþega á Esju. Mun það öllum hinum mörgu aðdáendum Guttorms hér hið mesta fagn- aðarefni, að liann átti þess kost að koma lieim. Var honum veittur styrkur til heimfarar- innar af því fé, sem á fjárlög- um er ætlað til aukinna kynna íslendinga vestan hafs og hér heima. Guttormur er bóndi og býr í Rivertonbygð í Manitoba. Hann hefir verið mikilvirkur rithöfundur, gefið út 3 ljóða- bækur og leikritasafn. Gutt- ormur er ættaður úr Norður- Múlasýslu og mun ferðast aust- ur þangað. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Bílpóstur norður, Lax- foss til Borgarness og Akraness, Fagranes til Akraness, Dettifoss til Grimsby og Hamborgar. Til Rvík- ur: Bilpóstur að norSan, Fagranes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar- nesi og Akranesi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Breskmn stfrimönnnm kent að meðböndla loftvarnaliyssur. Oslo 19. júlí. Bresk blöð skýra frá því, að auk þess sem verið sé að gera þilför breskra kaupskipa traust- ari svo að hægt sé að setja á þau loflvarnabyssur, fái bresk- ir stýrimenn og aðrir yfirmenn nú tilsögn í að fara með loft- varnabyssur. Er sú tilsögn veitt í London, Glasgow og fleiri borgum. Formaður norska útgerðar- mannasambandsins hefir sagt í viðtali við Tidens Tegn, að enn hafi engar ráðstafanir verið gerðar til þess að setja loft- varnabyssur á þilför norskra skipa, ef til slíks kæmi yrði að gera það að tilhlutan ríkissjórn- arinnar. NRP—FB. KJÖTTOLLUR HÆKKAÐUR í SVÍÞJÓÐ. EINKASKEYTI FÚ. Kaupmannahöfn 19. júlí. Sænska ríkisstjórnin hefir hækkað innflufningstolla á kindakjöti úr 15 í 20 aura á Iivert kg. Breytingin kemur til framkvæmda þegar í stað. London 20. júlí. F)Ú, Georg konungur VI. og Elisa- bet drotning sátu í gærkveldi veislu i höll Lebruns Frakk- landsforseta. í ræðu, sem for- setinn hélt, gat hann þeirrar samúðar og þess skilnings, sem ætti sér stað milli Fralddands og Englands og lcvað þessar tvær þjóðir vera tengdar bönd- um sameiginlegs friðarvilja. Georg lconungur svaraði á frönskii'. Hann gat þess, að vin- áttubandalag Frakka og Breta beindist ekki gegn neinu öðru riki. Hinsvegar væru ríkin ein- huga um það, að leita lausnar á þeim stjómmálalegu og við- skiftalegu örðugleikum, sem nú væru uppi i heiminum. Halifax lávarður, sem er í fylgd með konungshjónunum, mun í dag eiga tvö viðtöl við Bonnet utanríkismálaráðherra Frakka. Mun hann segja Bonn- et frá einkasamtali, er hann hafi á heimili sínu i London við Wi- edemann kapt., trúnaðarmann Hitlers. í Berlín er því haldið fram, að Lundúnaför Wiede- manns sé farin í einkaerindum aðeins, en samkvæmt Reuters- fregn einni, er hann þangað sendur til þess að kynna sér af- stöðu Breta gagnvart málefn- um Tékkóslóvakíu. Wiedemann er sagður hafa lagt fyrir Hali- íax lávarð sjónarmið Hitlers í þeim málum. Þýska blaðið „Na- ' tional Zeitung“ segir, að þessar viðræður ætti að geta orðið framhald þeirra viðræðna breskra og þýskra stjórnmála- manna, sem slitið var, þegar sameining Austurríkis og Þýskalands átti sér stað. Bresk blöð flytja langar grein- ar um heimsókn konungshjón- anna ensku til Parísar og þýð- ingu hennar fyrir eflingu sam- bands og vináttu milli Frakk- lands og Bretlands. í grein, sem „Daily Express“ skrifar i þessu tilefni, er sagt, að það séu Frakkar, sem óski liernaðar- bandalags við England, og að vísu séu margir áhrifaríkir Eng- lendingar talsmenn slíks banda- lags, eins og t. d. Winston Churchill, upphafsmaður hug- myndarinnar. Blaðið endar grein sína með þessum orðum: „Yarist þetta hernaðarbandalag og öll önnur Iiernaðarbanda- lög“. * Skipatökup Franeos. Oslo 19. júlí. Skipið Favorit, sem var tek- ið af togurum Franco i Gibralt- arsundi og flutt til Ceuta, kom til Stavanger í gær. Skipið lá liálfan mánð í Ceuta. „Það er leiðinlegasti mánuðurinn, sem eg liefi lifað á æfi minni“, sagði skipstjórinn. „Við fengum ekki að fara á land eða i heimsóknir í önnur sldp, en okkur var ekki sýnd nein áreitni. Við fengum dagpeninga frá Francostjórn- inni og skorti ekkert. Þá voru i Ceuta fimm skip, sem liinir vopnuðu togarar Francos höfðu tekið og flutt þangað, tvö rúss- nesk, tvö norsk og eitt danskt. Rússnesku skipin voru þegar máluð á ný og skipshafnirnar sendar á brott. Daglega var komið með skip, en flestum slept aftur. Engin ensk eða hol- lensk skip var komið með, en flest þeirra, sem flutt voru til Ceuta, voru með kolafarm, og mun yfirvöldin hafa grunað, að þau ætti að fara til Valencia og Barcelona eftir umskipun í | höfn utan Spánar. NRP—FB. NORRÆN TÓNSKÁLDA-SAMKEPNI. Bandalagi islenskra lista- manna liefir borist tilkynning \ um að „Félag konunglegu hljómsveitarinjiar“ i JCaupm.- liöfn efni til samkepni með nor- rænum tónskáldum vegna 25 ára afmælis félagsins. Kept verður um „sinfoniskt“ tón- verk fyrir stóra hljómsveit, eklti styttra en 20 mín. né lengra en 40 mín. og er íslenskum tón- skáldum einnig leyfileg þátt- taka. Samkepnin er leynileg og handritin sendist undir dulnefni til konunglega leikliússins i Kaupmannaliöfn fyrir 26. mai 1939. Nánari upplýsingar fást hjá Bandalagi íslenskra lista- manna. (FB).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.