Vísir - 21.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Bkrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vonbrigðin. Xí onbrigðin í sambandi við ® synjunina um hitaveitulán- ið í Svíþjóð, eru að sjálfsögðu mikil og almenn. Það mun að vísu vera svo, að það sé látið í veðri vaka, að synjun þessi sé ekki endanleg, heldur gefnar vonir um, að lánið kunni að fást eða muni fást síðar. En hvað er í rauninni leggjandi upp úr því? Það var einnig gefið í skyn um rikislánið, 12 milj. kr. lánið, sem ríkisstjórnin ætlaði að taka erlendis, að það mundi fást, eða kymii að fást síðar, þegar tíma- bært yrði talið eða „hentugt“ að bjóða það út. — En livenær skyldi sá hentugi tími verða kominn til þess? Þessar Iiántökufyrirætlanir ríkisins og Reykjavíkurbæjar hafa beðið „sameiginlegt skip- brot“. Og það er vafalaust að þær hefir borið upp á sama skerið. Alþýðublaðið reynir af öllum mætti að fá lesendur sína til þess að trúa því, að það sé að eins að kenna ódugnaði eða klaufaskap Péturs Halldórsson- ar, borgarstjóra, að hitaveitu- lánið hafi ekki fengist í Sví- þjóð. Og blað kommúnista ger- ir sér það að góðu, að lepja þetta upp eftir Alþýðublaðinu, nálega með sömu orðum, og er það þó ekki af því, að svo vim gott sé með þeim blöðum um þessar mundir. Þessa kenningu sína, um klaufaskap Péturs Halldórsson- ar, byggir Alþýðublaðið á því, að þegar „fyrst“ hafi verið vak- ið máls á lántökunni til liita- veitunnar í Svíþjóð, þá hafi því verið vel tekið og af miklum á- huga og velvild. En blaðið getur þess lika, að það hafi ekki verið Pétur Halldórsson, sem fyrstur hafi leitt lántöku þessa í tal við Svía, og þessar fyrstu undirtekt- ir þeirra undir lántökuna séu því að engu leyti honum að þakka. Hinsvegar liafi hann „neitað allri aðstoð kunnugra manna“ við lánsumleitanirnar og hugsað mest um það, að eigna sér einum heiðurinn af því að úlvega lánið! Það er hinsveg'ar kunnugt, að lánsum- leitunum Péturs Halldórssonar var hið besta tekið í Sviþjóð í upphafi, og virtist engin þörf á aðstoð þeirra „kunnugu manna“, sem Alþbl. talar um, til þess að lánið fengist. Og alveg lán slikrar aðstoðar fékk P. H. fyrirlieit um lánið, með þeim fyrirvara einum, að sér- fróður trúnaðarmaður lánveit- andans mælti með því að það yrði veitt. Ef það hefir orðið að sök, að þessir „kunnugu menn“ Alþýðublaðsins voru ekki siðan kvaddir lil aðstoðar við lántök- una, þá virðist það ekki geta slafað af öðru en því, að þeir liafi first við það og beitt kunn- ugleika sínum síðan lil þess að spilla fyrir lántökunni. Ihi hverjir eru þeir, þessir „kunnugu menn“, sem Alþýðu- blaðið telur að ,skift liafi svo mildu máli, að hafðir hefðu verið með í ráðum, og ætla má, að einnig hafi fyrst „vakið máls á lántökunni“ til hitaveitunnar í Svíþjóð? Og livers vegna var þá ekki aðstoðar þeirra leitað, til þess að fá framgengt lántök- unni fyrir ríkisstjórnina í Sví- þjóð? Eða er það ef til vill svo að skilja, að erindrekar ríkis- stjórnarinnar liafi ekki heldur kunnað að meta verðleika þess- ara manna, eða gert sér rétta grein fyrir því, live álirifamiklir menn þeir væri í sænskum fjár- málum, en eins og Alþýðublaðið segir um Pétur Halldórsson, „hugsað mest um það, að eigna sér einum heiðurinn af því að útvega l|ánið“ handa ríkissjóði? Hollenskir sond' menn heimsækja Island. Með einhverju þeirra skemli- ferðaskipa, sem væntanleg eru á naestunni, mun koma liingað HoIIendingur að nafni Wij- lacker. Kemur liann hingað til að taka ákvarðanir vegna komu hollensks sundflokks, sem skrifað hefir hingað fyrir nokkuru og langar til að sækja sundmenn okkar lieim og keppa við þá. Verður þetta þá í fyrsta skifti, sem við fáum heimsókn sund- manna frá öðrum löndum og er gert ráð fyrir að 10 menn taki þátt í förinni. Flokkur sá, sem hér um ræðir hefir ferðast víða um álfuna og kept þar sem hann hefir komið. Piltor ferst af slysfSrom Síðastliðinn mánudag fórst af slysförum á Hjalteyri Friðrik Sigurðsson, unglingspiltur um tvítugt. Fréttaritari útvarpsins á Akureyri skýrir þannig frá at- byrðum: Friðrik Sigurðsson, unglings- piltur innan tvítugs aldurs, til heimilis á Hjalteyri, slasaðist mánudaginn 17. þ. m. Féll hann í lyftu, sem flytur síld í verk- smiðjunni á Hjalteyri. — Jó- liann Þorkelsson, héraðslæknir, kom til Hjalteyrar og lét flytja piltinn tafarlaust á sjúkrahúsið á Akureyri. Héraðslæknirinn lýsir meiðslum sjúklingsins þannig: Nefið var mölbrotið, vinstri kjálki brotinn og einnig vinslri framhandleggur, hendi og vinstra læri. Þá var opið sár á vinstra fæti og stórt opið sér ofan við nef, og út fyrir hægra auga, sem var eyðilagt, auk þess voru skrámur víða. Pilturinn liafði rænu, er hann kom á sjúkrahúsið, en andaðist skömmu síðar. Talið er, að hann hafi ekki gætt þeirrar varúðar, sem skyldi, og engin brýn nauð- syn muni hafa knúð hann til þess að leggja leið sína þar sem slysið vildi til. Sigurður, faðir piltsins, and- aðist einnig af slysförum á Iljalteyri fyrir skömrnu. Álitið er, að hann hafi fallið úr stiga í síldarverksmiðunni, en engir voru þar viðstaddir. Hann fanst meðvitundarlaus. FÚ. Hopgin ep í yftpvofandi liættu og falli iiiin pæðup það lipslitum borgara- stypjaldapinnap. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. rátt fyrir síharðnandi mótspyrnu stjórnarhers- ins spænska hefirsókn hersveita Francos til Valencia ekki stöðvast. Hersveitum hans hefir þó miðað hægara undanfarna daga. En að flestra áliti er Valencia nú í yfirvofandi hættu. Takist stjórnar- hernum ekki að stöðva framsókn hersveita Francos nú getur borgin fallið fyrr en varir. En af falli hennar mundi ef til vill brátt Ieiða fall Madridborgar, og hér- uðin í þessum landshlutum ganga Franco á vald. Missir hinnar mikilvægu hafnarborgar — Valencia — yrði stjórninni óbætanlegt tjón. Þetta gerir hún sér vel Ijóst og hafa nú verklýðsfélögin heitið stjórninni fullri að- stoð við varnir borgarinnar og hafa allir vinnufærir menn, sem ekki vinna að hergagnaframleiðslu, verið teknir til þess að treysta varnir borgarinnar, graf a skot- grafir o. s. frv. Seinast voru kallaðir til þessara starfa um 30.000 menn. United Press. Bresku konungshjónin hylt í París. TvíburafSugvélin „Mercury“ flýgur tiS Ameriku. Merknr vlðbnrðnr í framþrónn fingtækninnar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. / Amínútunni kl. átta í gærkveldi var sjóflugvélin Mercury losuð úr tengslum við f lugbátinn Maia og stefndi vestur um haf. Þetta skeði yfir Foynes við Shannon á Irlandi, en þar er aðalbækistöð Atlantshafsflugbáta Imperial Airways-flugfélagsins. I morgun kl. 4.45 kom skeyti frá flugvélinni og tilkynti flugmaðurinn að hann væri kominn 1350 mílur eða um 2160 km. á haf út. Mercury er fullhlaðin pósti og flýgur beint til Batwood á Nýfundnalandi. Er það fyrsti áfangi flugvélarinnar á leiðinni til New York. Maia og Mercury eru bygðar af breskum verkfræð- ingi, er heitir Mayo. Er Maia eingöngu notuð til að koma Mercury á loft, til að spara bensínforða minni vélarinnar, en eins og kunnugt er, er bensíneyðsla vél- anna mest á meðan flugvélarnar eru að hefja sig til flugs, sérstaklega þeirra, er þurfa að fljúga upp af vatni eða sjó. Meðalhraði Mercury er 200 m. á klst. eða um 320 km. Maia og Mercury vega samtals 21 smálest. Eru margir mánuðir síðan reynsluflug hófust og hefir að eins eitt óhapp komið fyrir og var það þó smávægi- Iegt. Var Mercury þá laus frá Maia og ætlaði Maia að lenda. Rakst hún á vélbát í lendingunni og skaddaðist annar vængurinn. Þetta .gerðist í Southampton. Hersýning fer fram í dag og verður konungur viðstaddur. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Parísarfregnir herma, að bresku konungshjónin hafi verið hylt af svo miklum innileik í óperu- leikhúsinu í gær, að engin dæmi sé til. Voru þau viðstödd hátíðarsýningu þar ásamt Lebrun ríkis- forseta og Mme Lebrun. Þegar konungshjónin óku frá óperuhúsinu klukkan hálftólf voru þau hylt af miklum mannfjölda. I dag verður konungur viðstaddur hersýningu í Ver- sölum og koma þar fram sveitir úr öllum deildum frakkneska hersins, til þess að sýna konunginum hve fullkomnu skipulagi hefi verið komið á her Frakk- Iands. Hernaðarflugvélar sveima yfir Versölum með- an liðskönnunin fer fram. Oslo 20. júlí í skeyti frá Havas-fréttastof- unni um Frakklandsheimsókn bresku konungshjónanna segir, að af henni muni leiða víðtæk- ari bresk-franska samvinnu. Ef Frakkland lendi í styrjöld vegna Vandaðasta skfp Þjóírerja statt he'r. Skemtiferðaskipið „Patria“ er liér statt um þessar mundir og sér Ferðamannaskrifstofan „Hekla“ um móttöku farþeg- anna, sem eru um 220 að tölu. Fóru farþegamir til Þingvalla og viðar í morgun. „Patria“ er alveg nýtt skip og er þetla fyrsta för þess; eru far- gjöld hærri en venjulega vegna þessa. Annars rúmar skipið hundruðum fleiri farþega, en það hefir meðferðis nú. Það er 15 þús. smálestir að stærð og talíð að öllu leyti vandaðasta og besta skip Þjóðverja að öllum frágangi. Þáð er í eign Ham- burg-Ameríkulínunnar. Á morgun koma General von Steuben og Milwaukee, í annað sinn. United Press. skuldbindinga sinna í Mið-Ev- rópu, líti Frakkar nú svo á, að Bretar muni standa við hlið Frakka og Iáta eitt yfir báðar þjóðirnar ganga. — NRP—FB. Ef þetta reynsluflug fer vel eins og á horfist er Im- perial Airwajrs aö hugsa um að breyta nokkurum landflugvélum, af Ensigngerð, sem þeir eiga í smíðum í slíkar „pick-a-back“-samstæður, eins og Bretar nefna þær. Þessar Ensign-fluvélar vega 20 smálestir og taka fimtíu farþega. Með Mercury á bakinu myndi Ensign- samstæðan vega rúmlega 30 smál. fullhlaðin, en með þeirri þyngd myndi hún ekki geta hafið sig á loft nema á einstaka flugvelli á Englandi. Flestir myndi vera alt of litlir fyrir tilhlaupið, sem hún þyrfti að taka. London, 20. júlí. — FÚ. Fimtán Atlantshasflug eru ráðgerð í sumar og haust, að til- hlutan breska flugfélagsins Im- perial Airways og breska flug- málaráðuneytisins. Fyrsta flug- ferðin hefst í kvöld, frá Bret- landi. Flugferðir þessar eru all- ar farnar í tilraunaskyni með það fyrir augum að koma á reglubundnum farþegaflugferð- um yfir Atlantshaf, en breska alríkisflugfélagið gerir ráð fyr- ir, að þær geti byrjað næsta ár. Flogið verður í flugbátum í fyrstu flugferðunum, en síðan verða farnar tvær flugferðir í Albatroslandflugvélum, sem ná United Press. 240 enskra mílna hámarkshraða á klukkustund. Ein flugferðin verður farin í október og þá flogið til New York, en í hinurn til Newfoundland, Montreal og Quebec. Flugbáturinn, sem leggur af stað í kvöld hefir meðferðis kvikmynd af komu bresku kon- ungshjónanna til Parísar. Næturlæknir: Bergsveinn ólafsson, Hávallag. 47, sirni 4985. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. MAIA OG MFRCURY. Verkfræðingur einn hefir smiðað þessar ívær* flugvélar, sem eru samfastar. Er sú neðri látin fljúga upp með liina á bakinu, en þegar þær hafa náð nokkurri liæð, er sú efri, Mer- cury, losuð úr tengslum við þá neðri. Er þetta gert til þess að spara eldsriéyti minni flugvél- arinnar og til þess að hún geti flogið lengra án þess að þurfa að lenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.