Vísir - 22.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 22.07.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí mar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hitaveitulán- iðog„óhöpp" ríkisstjórn- arinnar. fcað er nú kunnara en frá ^ þurfi að segja, að f jármál- um þjóðarinnar er svo komið í svipinn, að grípa varð til þess óyndisúrræðis á siðasta þingi, að veita ríkisstjórninni heimild til þess að reyna að fá 11—12 miljón króna fast lán erlendis, er í gjalddaga félli á yfirstand- andi álri og næstu tveimur ár- um. Þessa láns var síðan leitað, fyrir hönd ríkissjóðs, bæði i Sviþjóð og Englandi, en í hvor- ugu landinu tókst að fá það að svo stöddu. í stað þess var að vísu gerður kostur á 100 þús. sterl. punda, eða nál. 2^/4 milj. kr. bráðabirgðaláni í Englandi, og var því sætt „til þess", eins og það var orðað i opinberri til- kynningu frá ríkisstjórninni: að hægt væri að inna af hendi mest aðkallandi greiðslur hins opinbera. í tilkynningu ríkisstjórnar- innar var það látið heita svo, að horfið hefði verið að þessu ráði, af því að það hefði þótt „óhentugt af ýmsum ástæðum að bjóða nú þegar út" 12 milj- ón króna fast lán fyrir rikið er- lendis. En engum gat dulist það, að það „þótti óhentugt" að bjóða út lánið að svo stöddu, fyrir þá sök eina að slíkt útboð hefði orðið árangurslaust, eða, með öðrum orðum, af þvi að slíkt lán var að svo stöddu ó- fáanlegt. Og það dylst þá held- uf éttgum, að þetta „lánleysi" ríkisstjórnarinnar hljóti að stafa af því, að þannig sé litið á erlendis, að fjármálum þjóð- arinnar muni í nokkurt óefni komið í svipinn, og því þyki ekki fært að svo stöddu að f esta meira fé í löngum lánum hér á landi en orðið er. Nú hefir farið á sömu leið um lánið til hitaveitunnar. En þá bregður svo við, að stjórnar- blöðin láta svo sem þau séu al- veg höggdofayfir því, að þann- ig skyldi takast til um það lán. Og blað fjármálaráðherrans lætur svo um mælt, að „ef slíkt óhapp hefði hent ríkisstjórnina og nú hefir hent Pétur borgar- stjóra í annað sinn þá mundi það hafa orðið sjálfstæðis- mönnum mikið fagnaðarefni. Blaðið Iætur svo sem því sé al- veg ókunnugt ttm tsamískonar „óhapp", sem henti ríkisstjórn- ina á dögunum, fyrst í Svíþjóð og átti svo eftir að koma yfir hana *aftur jafnharðan „í annað sinn" í Englandi. Og svo blygðunarlaust er blaðið, að það vísar jafnvel til synjunarinnar um 12 miljón króna lánið, sem ríkisstjórnin reyndi fyrst að fá í Svíþjóð og siðan á Englandi, sem sönn- un þess að ekki gæti verið um það að ræða, að synj- að hafi verið um hitaveitu- lánið sökum vantrúar erlendis á fjárhag þjóðarinnar! „Ríkið sjálft" hefir um likt leyti feng- ið lán erlendis, segir blaðið, og „synjun hefði ekki siður átt að ná lil þess láns en hitaveitu- lánsins, ef um væri að ræða nokkura vantrú erlendis á f jár- hag þjóðarinnar! En hvaða lán er það, sem blaðið á við, að „ríkið sjálft" hafi fengið erlend- is, og búast hefði mátt við, að synjað hefði verið um, eins og hitaveitulánið, ef ekki væri ríkjandi fult traust á fjárhag þjóðarinnar? Það er þessi rúm- lega sjötti hluti 12 milj. kr. lánsins, sem ríkisstjórnin fékk i Englandi, ekki sem fast lán, til langs tíma, heldur sem bráða- birgðaúrlausn, til þess að gera ríkinu það mögulegt, að inna af hendi á gjalddaga „mest að- kallandi greiðslur hins opin- bera" í Englandi! En ef þetta skyndilán, eða þessi bráða- birgðahjálp, hefði ekkí fengist, þá verður ekki annað ráðið af áður umgetinni opinberri til- kynningu ríkisstjórnarínnar, en að þessar „mest aðkallandi greiðslur hins opinbera" í Eng- landi hefðu fallið niður, og er því í rauninni ekki um nýtt lán að ræða, heldur að eins um bráðabirgða gjaldfrest á þess- um greiðslum! Hinsvegar var ríkisstjórninni algerlega synjað um fasta lánið, sem hún ætlaði að fá, bæði í Sviþjóð og Eng- Iandi. Og yfir því hefir enginn hlakkað eða lostið upp fagnað- arópi. Þetta sama blað ríkisstjórnar- innar sakar borgarstjóra um það, að hann hafi „pukrast með" hitaveitulánið „á bak við alla aðila, sem veitt gátu mál- inu lið". Ekki þarf að efast um það, að ríkisstjórnin hafi fús- lega viljað veita lið sitt til þess, að Ián þetta fengist. Hitt er meira vafamál hvernig sú lið- veisla hennar hefir gefist, með því að hefja umleitunarinnar í Svíþjóð eftir 12. milj. kr. lán- inu um sama Ieyti og verið var að semja um hitaveitulánið. En árangurinn varð sá, að synj- að var um bæði lánin. 8 I r ii 8fi Berlín 22. júlí. FÚ. Þýskum vísindamönnum hef- ir nú tekist að gera nothæfa nýja smásjártegund, sem unnið hefir verið að síðan 1930. Nefna þeir hana „ofursmásjá" (Uber- mikroskop), og getur hún framkallað 30000-faIda „for- stækkun" ogura 100.000-falda „eftirstækkun" (Nachvergrösze- rung). Þar sem við venjulegar smásjár eru aðeins notaðir Ijós- geislar hér um bil 1/10000 mm. að öldttléngd, getur þessi nýja smásjá notfært sér hinar stystu tegundir rafsegulttlagnsgeisla, alt niður i 1/1000.000.000 mm. öldúlengd, sétti framleiddir eru Ríkisstjdrn Tékkóslovaka mun brátt leggja fram tillögur um framtíðarskipulag ríkisins. Nokkpum fylkisþingiim með vídtælsm valdi vei»dur komið á fót. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fréttaritari Times skýrir svo frá að langt sé komið að ganga frá tillögum þeim, sem ríkis- stjórnin í Prag hefir á prjónunum, um fram- tíðarstjórnskipulag í Tékkóslóvakíu á grundvelli, sem tryggi rétt þjóðernislegra minni hluta í landinu. Eins og kunnugt er skiftist Tékkóslóvakía í fimm lands- hluta, þeir eru Bæheimur, Moravia, Slovakía, Slesía (sneið af Slesíu) og Rutheria. Ráðgert er, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, að hver þessara landshluta f ái heimastjórn og eigið þing. Enn er þó eigi tekin f ulln- aðarákvörðun um hvort fylkisþingin verði 4 eða 5. Hvert þing hefði fulltrúadeild og verði fulltrúarnir kosnir með því fyrirkomulagi, að hver þjóðernislegur minnihluti hafi þingmenn í réttu hlutfalli við kjós- endaf jölda. Hvert hérað hefði héraðs- og sveitarstjórn- ir að mestu einráðar um innanhéraðsmál. En þing hinna 4 eða 5 landshluta fengi í sínar hendur allvíðtækt vald og takast á hendur margar af þeim skyldum, sem nú hvíla á herðum stjórnarinnar í Prag. United Press. Iiebrun fer i heimsókn til Eng1- lands samkvæmt boði Breta- konung-s- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lebrun ríkisforseti Frakklands hefir þegið boð Georgs VI. Bretakonungs um að koma í opin- bera heimsókn til London snemma árs 1939. Bresku konungshjónin komu fram á svalir Qai d'Orsay á miðnætti síðast liðnu og voru þau hylt af mannf jöldanum, sem safnast hafði saman fyrir fram- an höllina. voru þar tugþúsundir saman komnar og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Var dagurinn í gær seinasti hátíðardagurinn í tilefni af komu kon- ungshjónanna og var aðalviðburður dagsins hln mikla hersýning í Versölum. United Press. Ferð flugbátsins „Mercnry" gekk að tiskum og veknr alhelmsathygli. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London, í morgun. Flugbáturinn Mercury lenti í Montreal í gær, ef tir viðkomulaust flug frá London. Því næst hélt hann áfram ferð sinni frá Montreal, eftir stutta viðdvöl, og kom til New York síðdegis í gær. — Hefir Atlantshafsflug þetta vakið hina mestu athygli um gervöll Bandaríkin, enda er nú alment litið svo á, að þess sé skamt að bíða, að reglubundnar flugferðir hef jist yfir Atlantshaf, en það er mjög um það rætt, hvaða þjóð muni verða fyrst til að byrja reglubundnar póst- og flugferðir yfir hafið, en undirbúningi breskra og amerískra flugfélaga virðist hvað lengst komið, en einnig hef ir verið um það rætt,að bresk og amerísk f lug- félög hafi með sér nána samvinnu um flugferðirnar, er þær eiga að hef jast næsta ár. United Press. Minning dr Charcot og félaga hans af „Pour quoi pas?" heiðruð. Minningapatnöin i kirkjugarðinum í Fossvogi. ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^&> með 60.000—100.000 volta raf- magnsspennu. Talið er, að með tæki þessu megi takast að upp- götva ýmsar sýklategundir, sem eru of smáar til að sjást í venju- legri smásjá, svo sem mislinga- sýkilinn og þann, sem veldur gin- og klaufaveiki. Aðeins þrjú eintðk hafa til þessa verið smíð- uð af hinni nýju smásjá. Það mun óhætt að fullyrða, að engum bæjarbúa, sem hér var þ. 30. september 1936 mun úr minni liðið, er sálumessa var sungin í Kristskirkju í Landakoti yfir dr. Charcot og félögum hans, af frakkneska hafrannsóknaskipinu „Pourquoi pas?" sem þá hafði farist fyrir skömmu, undan Straumfirði á Mýr- um, en af allri hinni vösku sveit ,er á skipinu var, komst lífs af að eins einn maður. Þennan dag voru 22 lík borin í Krists- kirkju — og var það átakanlegri sjón en svo, að nokkur er við- staddur var muni gleyma. En nokkur lík rak eftir þetta og voru þau grafin í kirkjugarðinum við Fossvog. I dag fór þar fram hátíðleg og látlaus athöfn, er blóm voru lögð á grafir hinna frakknesku sjómanna, er þar hvíla, í minningar skyni ekki að eins við þá, sem þar hvíla í íslenskri jörð, heldur og félaga þeirra, sem kvaddir voru hér 30. september 1936 og hinstir hvíld fengu í skauti ættjarðar sinnar. Eins og þá tóku nú skátar þátt í minningarathöfninni, til þess hvorttveggja í senn að heiðra minningu hins göfuglynda og merka vísindamanns og skátaforingja, dr. Charcot, og hinna djörfu félaga hans allra — en hvar skyldi hreinlyndir æskumenn, sem ala göfugar hug- sjónir, frekar kjósa að halda heiðursvörð en við hvílustað slíkra manna, er þeirra er minst á lotningar og bænarstund? Viðstaddir minningarathöfn- ina voru M. Voillery, ræðismað- ur Frakka, heiðursforseti Alli- ance Francaise, frk. Thora Friðriksson, form. Alliance Francaise P. Þ. J. Gunnarsson stórkaupmaður, skátahöfðingi íslands, dr. Helgi Tómasson, Marcel Champetier de Ribes, frakkneski skátinn, sem hingað kom á skátamótið í boði Alli- ance Francaise, og flokkur ís- lenskra skáta, sem mynduðu heiðursvörð við grafir hinna frakknesku sjómanna, og báru islensk'u skátarnir frakkneskan fána og íslenska. M. Voillery, ræðismaður Frakklands, talaði við grafir sjómannanna, mintist þeirra og dr. Charcot, sem hann lýsti sem einu af stórmennum Frakk- Iands, miklum vísindamanni og sönnu göfugmenni, en jafn- framt þakkaði ræðismaðurinn hlýhug þann og velvild, sem dr. Charcot hefði notið á Islandi,. og Frakkar yfirleitt. Lagði ræðismaðurinn vönd blóma í þjóðlitum Frakklands á gröfina, en skátarnir létu fán- ana síga á meðan til hálfs, í lotningarskyni, en aðrir við- staddir stóðu berhöfðaðir hneigðu höfði. Frakkneski skátinn Marcel Champetier de Ribes sagði nokkur orð og mælti á ís- lenska tungu. Komst hann svo að orði: „Háttvirtu tilheyrendur! Af klökkum huga flyt eg kveðju hinna frakknesku sjó- mönnum, sem látið hafa lífið fyrir fósturjörðu sína við strendur íslands. í nafni frakkneskra skáta, en foringi þeirra var Dr. Charot,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.