Vísir - 22.07.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 22.07.1938, Blaðsíða 4
VISIR Sfldarsðltgn hðfst f lasr á Siglsfirði. 'J&Blting'saili á ^kagaíirði. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði 21. júlí. ZEfíirtalin 4 skip lögðu afla á land í bræðslu hér i nótt: Her- móður 100 mál, Villi og Víðir 200, Síldin 700, Sæfinnur 300. Söltun hófst hér í morgun á stokkrum stöðvum, en jþó að- íeins litið á hverjum stað vegna síldarleysis. Aflafregnir eru nú engar af miðuuum, nema hvað <éitt skip fékk gott kast við Eetu á Skagafirði i nótt. Veður nér ágætt allstaðar, en engin síld sést.* Þráinn. Mey kj avíkup. Crunnþórunn Malldórsdóttir kjörin heidurs- ifélagi, .ASalFundur Leikfélags Rvík- far var haldinn 14. júli í Iðnó. ¦ Reíkníngar síðasta leikárs hera jþað meðsér, að þetta hefir ver- j IS féiaginu fjárhagslega hag- stætt ár. Félagið grynti verulega ;& eldri skuldum og hefir ekki stofnað neinar nýjar skuldir í síðastKðin tvö ár. Afskriftir á eignum námu yfir 7 þús. kr. og hafa þó félaginu bæst veruleg- ar eignir á árinu. Frá listrænu sjónarmiði var heimsókn Reumters-hjónanna aS sjálfsögðu markverðasti at- burSurinn. Fjárhagslega voru sýningarnar i sambandi við Itomu hjónanna algerlega að- greindar frá reikningum félags- íns, með þvi að ágóðinn — sem nam á 9. þúsund krónur — var settur á sérstakan bankareikn- ing og verður fénu varið til jjarfa Þjóðleikhússins síðar meir, í samræmi við sérstök fyrirmæli frá frú Önnu Borg. Stjórn Leikféiagsins var end- tjr kosin, en hana skipa: for- maSur Ragnar E. Kvaran, ritari Brynjólfur Jóhannesson, gjald- keri Halígrímur Bachmann. ^Tarastjórn skipa: varaform. Gestur Pálsson, vararitari Emil- ía Borg, varagjaldkeri Arndís Björnsdóttir. Ungfrú Gunnþórunn Hall- 'ðórsdóttir var kjörin heiðursfé- lagi Leikfélagsins. Hún er ein af 'þremur stofnendum, sem enn eru í félaginu, og er hún fyrsti kvenmaður, sem gerð hef- ir verið að heiðursfélaga Leik- félagsins. Einkaskeyti til Visis. Siglufirði í morgun. I gær og í nótt var saltað af eftirtöldum skipum: Frigg 107 tn., Haraldur 368, Fylkir 60, Lagarfoss og Frigg 107, Kári 223, Eggert 173, Ægir 153, Þor- steinn 219, Villi og Viðir 94, Unnur 36, Skúli f ógeti 248, Þor- geir goði 102, Hilmir 155, Mars 100, Fylkir 150, Guidme 135, Gloria 200. Þessi skip lögðu upp hjá Siklarverksmiðjum rikisins: Mars 100 mál, Fylkir 150, Gu- idme 10, Harpa 200, Már 100, Ingólfur 15, Skúli fógeti 25, Hilmir 200, Anna og Einar Þveræingur 20, Ágústa 100, Jón Þorláksson 350, Hannes lóðs 30, Bjarnarey 300. — Öll þessi síld hefir veiðst í Skagafirði. Norð- austan gola er nú á miðunum og fa skip hafa náð síld í morg- un. Þráinn. fréttír Aflasala. Togarinn Venus seldi ísfiskafla í gær í Grimsby, 1930 vættir fyrir 1153 sterlingspund. Veðrið í morgun. í Reykjavík 12 stig, heitast í gær 13, kaldast 7 stig. Úrkoma í gær og nót't 7.4 mm. Sólskin í gær í 0.5 stundir. Heitast á landinu í morgun 12 stig, hér, og kaldast 5 stig, Kjörvogi. Yfirlit: LægS fyrir sunnan land á hægri hreyfingu í norSaustur. Horfur: SuSvestur: land: Stinningskaldi á norðaustan. Léttir til. Norðurland: Stinnings- kaldi á noroaustan. Rigning eSa þokusúld. Höfnin. Esja fer til Glasgow í kvöld. — Súðin fer í strandferÖ. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. GoSafoss fer frá Hull í dag áleið- is fiingaíS. Dettifoss var í Vest- mannaeyjum í morgun, Lagarfoss á Siglufirði. Selfoss er á leiÖ til Aberdeen. Knattspyrna. 1 gær háðu starfsmenn Isafold- arprentsmioju og Vélsm. Héðins knattspyrnukappleik og lauk með jafntefli, 0:0. — Félag ísl. hljóð- færaleikara og Harmonikufélag Reykjavíkur ætluðu einnig að heyja kappleik, en hinir fyrnefndu ekki til leiks og héldu hinir því velli. í. S. f. fær gjöf. Fyrir nokkurum dögum fékk Í.S.Í. að gjöf 500 happdrættismiða í bílhappdrætti 1 R. — Bréf fylgdi með gjöfinni og segir í því, að fái l.S.Í. bílinn, eigi að mynda sjóð með andvirði hans, til að koma upp fullkomnu íþróttahúsi hér í bænum. B.v. Geir kom af veiðum í gær meíi 1600 körfur og fór áleiðis til Englands samdægurs. Amatörar FRAMKÖLLUN - KOPIERING — STÆKKUN — Fljót afgreiðsla. — Góð vinna. ASeins notaðar hinar þektu AGFA-vörur. F. A. TMele H.f. Austurstræti 20. Farþegar með e.s. Dettifossi tíl útlanda í gærkveldi: Haukur Claessen, Anna Thorsteinsson, Hanna Fossberg, Frú Þorkelsson, Rósa Eggertsdótt- ir, ungfrú Geirþrúður Eggerts, ungfrú Súsanna Eggerts, Björgólf- ur Stefánsson, Bjarni Jósefsson og fjöldi útlendinga. Gengið í dag. Sterlingspund ___.... kr. 22.15 Dollar ............. — 4.51% i-oo ríkismörk....... — 181.01 — fr. frankar...... — 12.56 — belgur.......... — 76.29 — sv. frankar...... — 103.28 — finsk mörk...... — 9.93 — gyllini.......... — 248.00 — tékkósl. krónur .. — 15.88 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Knattspyrna. Skipverjar af General von Steu- ben munu keppa við K.R. í kvöld kl. 9 á íþróttavellinum. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Laxfoss til Akraness og Borgarness. Fagranes til Akra- ness, Bílpóstur til Garðsauka og Víkur. — Til Rvíkur: Fagranes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar- nesi og Akranesi. Austanpóstur. Dalapóstur. útvarpið í kvöld. Kl. 19,20 Hljómplötur: Giítíng- arlög. 19,50 Fréttir. 20.15 Erindi: Fóstbræðralag og vinátta með Grikkjum (Jón Gíslason dr. phil.). 20.40 Strokkvartett útvarpsins leik- ur. 21.05 Hljómplötur: a) Til- brigði eftir Dohnany. b) Harmon- íkulög. Næturlæknir: 1 Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951. Næturvörour í Laugavegs og Ingólfs apótekum. allskonar UNDIRKJÓLAR. BUXUR. SKYRTUR. NÁTTKJÓLAR o. fl. Hár greiBslust Perla Bergstaðastræti 1. Sími 3895. hefir nú fengið: Weggfódur í ódýru og miklu iirvali. Sími: 4484. Kolasundi 1. VÍ81R 1910-1913 YÍ8IR. Vil selja dagblaðið Vísi f rá 16. des. 1910 til 24. júni 1913, inn- bundinn i 2 bækur. Stærri bók- in er 1272 bls. að stærð, í 43x28 sm. broti. Hin bókin 1324 bls. í 34x12 sm. broti. Bækurnar eru með skinni á kjöl og hornum. Þær líta fremur vel út, og eru óskemdar, nema hvað önnur er svolítið löskuð utan á kjölnum. í bókunum er margskonar fróðleik að finna frá liðnum tíma. Þeir sem sinna vildu þessu, geri svo vel að leggja til- boð í bækurnar, inn í afgr. „Vís- is", merkt: „Bjedje". RAFTÆKílA VI&GERÐíá VANDAÐAR - ÓDÝRAR ¦:% SÆKJUM & SÉNDUM; PAFTÆKMVERUUX - OAFVIRKJUH - VH>GE»0AltorA: Amatðrar FRAMKÖLLUN - KOPIERING — STÆKKUN — Fljótt og vel af hendi leyst. Notum aðeins AGFA-pappír. Afgreiðsla í Laugavegs apóteki. .'• Ljósmyndaverkstæðlb Laogaveg 16, Wí.a,: TUNDÍK^tÍLKyNNING&R ST. FRAMTÍÐIN nr. 173 fer i fyrramálið upp að Hvitárvatni og í Kerlingafjöll. Nokkur sæti laus á kr. 15,00. Uppl. hjá Ágústi Ármann, Austurstræti 14 III. hæð. Símar 3385, 3479 og 3649 (heima). (431 ILVINNA STULKA óskast til að reita garða. Uppl. í síma 4746. (411 STÚLKU til að upJKarta vantar á hótel í nágrenni Rvík- ur. Uppl. gefur fröken Margrét Valdimarsdóttir, Hótel Skjald- breið, eftir kl. 9 í kvöld. Síma- upphringingum ekki svarað. — (418 ÓSKA eftir þvottum. Uppl. á lÓðinsgötu 25, annari hæð. (421 KAUPAKONA óskast. Uppl. túngötu 30, í kvöld kl. 5—8, (425 TELPA um fermingaraldur óskast til snúninga á gott sveita- heimili nú þegar. Skúlí Ágústs- son. Sími 1249 og 3498. (429 KAUPAKONU vantar á gott heimili. Uppl. Týsgötu 1. (432 HtlSNÆf) 2 HERBERGJA nýtísku íbúð vantar mig strax eða síðar. — Ágúsf Sigurðsson, cand. mag. Hótel Skjaldbreið. (427 LÍTIL íbúð óskast. Tilboð merkt: „Einn" sendist Vísi. — • , (416 2 HERBERGI og eldhús ósk- ast 1. okt. 3 fullorðnir. Tilboð merkt „145" sendist Vísi. (417 2 HERBERGI og eldhús ósk- ast 1. okt. i austurbænum. Til- boð merkt „Stöðugur" sendist afgr. Visis. (420 ÓSKA eftir einu til tveim her- bergjum og eldhúsi sem fyrst. Uppl. í síma 3657. (422 BARNLAUS HJÓN óska eftir tveggja herbergja íbúð, með ný- tisku þægindum, 1. okt. n. k. Uppl. í síma 1976. (424 í SUNNUDAGSMATINN: — Folaldakjöt í buff. Folaldakjöt saltað, á eina litla 50 aura % kg. Nýr lundi á 25 aura stykk- ið. Ódýr kjötkaup. — Nýr rab- arbari. Nýjar maírófur. Nýjar kartöflur. Ný egg og margt fl. VON. Sími 4448. (419 NORSK skekta, 17 feta, alveg ný, til sölu. Uppl. P. Hoffmann, Ránargötu 10. _______(423 LÍTILL miðstöðvarketill ósk- ast keyptur. A. v. á. (426 ÞÖKUR og mold af vel rækt- uðu túni til sölu. Sími 4449. — -?:;"____________________(428 ÁNAMAÐKAR til sölu. Aðal- stræti 18 (Uppsölum. Simar 4361 og 5361. (433 Fornsaian Hafnapstpæti 18 selur með sérstöku tækifærís- verði ný og notuð húsgögn og lítið notaða karlmannafatnaði. KÁUPUM rabarbara. Magnús Th. S. Blöndahl h.f. Sími 3358. (353 KAUPUM: Flöskur, flestar tegundir, soyilglös, meðalaglös, dropaglös og bóndósír. Sækjum heim. — Versl. Grettísgötu 45 (Grettir). Sími 5333. (381 MUNIÐ: Fislcbúðin í Verka- mannabústöðunum, sími 5375. (291 HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 146. Á SÍÐUSTU STUNDU. Menn fógetans ver'Sa afar reiðir — Ö-nei, kunningi, þetta tókst ekki. yfir hæÖni Hróa hattar og gera æð- Þú þyrftir að ganga í lið nieÖ mér isgengnir árás á hann frá ýmsum dálítinn tíma. Þá gætir þú lært aÖ hliðum. berjast Nú koma Litli-Jón, Tuck og félag- Hrói stekkur niÖur af þakinu og ar þeirra" þeysandi, og er menn fó- á bak hesti sínum. — ÞiÖ komuð getans verða þeirra varir, taka þeir á síðustu stundu, vinir mínir. Þeir til fótanna. hefSu bráolega ráÖiÖ niðurlögum rninum. LEYNDARMÁL JHERTOGAFRÚARINNAR 30 Ög hún bar rósavönd mikinn að vitum sér og íandlit Jiennar huldist að mestu i rósunum. .„EkM fegurri en hún," sagði eg án þess að gæta að mér. Melusine leit til min og brosti. Hún var í hvit- aim, perlubroderuðum silkikjól, en bar enga skartgripi, nema hálsmen úr ljósum perlum. Vissulega var hún fögur, virðuleg oð aðlað- andi. ^Já, hún er fögur," sagði hún. iEn svo sagði hún fljótlega og það var vottur fiæðni í irödd hennar: „Svo að blómin hennar mintu yður á hana. Eg ætla að segja henni það." „Það megið þér ekki, ungfrú....." „Hvers vegna ekki? Eg vil, að þið kynnist. I>ér verðið að koma til okkar. Okkur leiðist stundum — við höfum að eins litla von Hagen til þess að tala við stundum, og það er ekki sér- lega npplífgandi." „Hann er vitanlega ástfanginn í henni," sagði .fsg og gekk nær Melusine. Hún hló. „Hann er nógu þreytandi þótt það bættist ekki ofan á." „Og hún?" „Herra Vignerte," svaraði hún. „Þér hlaupið öfganna á milli. — Finst yður ekki — jafnvel þótt vægt sé í sakirnar farið — að spurningar yðar fari í þveröfuga átt við að slá mér nokk- ura gullhamra." Hún hallaði sér fram svo að hún næstum snerti mig og eg fann, að hið svarta hár hennar straukst við kinn mína. „Eg held, að yður hafi fundist eg miklu feg- urri í morgun — áður en þér sáuð hana?" Mál hennar var hvísl eitt. Hún stakk hend- inni undir armlegg minn og kerti hnakkann: „Jæja, nú getið þér virt hana fyrir yður." Sverðaglamur barst að eyrum og hin mikla fylking gestanna lagði leið sína inn í salinn, nm leið og öll ljós voru þar tendruð. I hirðveislum og á hirðdansleikjum í Þýska- landi getur mikið skraut að líta. Allir þessir fögru einkennisbúningar, svartir, rauðir, bláir og gullborðalagðir, sem yfirforingjarnir bera, eru hinir skrautlegustu. Úrvalslið úr flokki Lautenburgriddaranna nyndaði boga með sverðum sínum, er konung- urinn leiddi stórhertogafrúna inn í salinn. Hún var klædd í dökkgrænan flauelskjól, for- kunnar fagran og var önnur öxl hennar nakin. Kjóldragið var silfurbróderað. Á hægri hendi bar hún hvitagullshring með einum demanti, en á vinstri hendi hring með fögrum smaragði, umkringdum litlum demöntum. Eg hafði ekki séð hár hennar um morguninn. En nú sá eg hið fagra hár hennar, sem minti á brúnt ský, roðað geislum hnígandi eða sig- andi sólar, samanvafið yfir enninu undir ein- kennilegri kórónu, settri smarögðum. Andartak horfðumst við í augu. Eg fann á mér, að henni geðjaðist ekki miður að mér. Ef til vill var eg eini maðurinn í þessum ein- kennisklædda skara, sem þorði að stara þannig á hana. Eg get ekki lýst stórhertogafrúnni fyrir þér svo, að þú fáir nema óljósa hugmynd um dular- f ulla fegurð hennar. Melusine, sem var f orkunn- ar fögur kona, og hefði getað gert nærri hvern mann að þræl sínum, var ekki nema svipur hjá sjón, borin saman við stórhertogafrúna. Hún var gyðju lík, en ekki mannlegri veru. Það var eitthvað í svip hennar,, sem bar ráð- kænsku, gáfum og festu vitni, tilfinninganæm- leik — og það blandaðist al't svo undarlega sam- an. Kannske væri réttast að líkja henni við snjó í sólskini —, glitrandi snjó, harðan á yfir- borðinu, mjúkan undir því. Hún var mittisgrönn, hún minti á hvíta, hreina lilju í sínu græna slíðri — og blóðið þrútnaði í æðum manns af að horfa á hana, hugsa um hana sem liljuna, sem sviftir af sér hinni grænu hlíf sinni. Andlit hennar fölt — hvítt sem marmari — og maður tók frekara eftir því en ella sök- um þess, að andlit flestra annara báru því vitni, að menn hofðu drukkið allþétt. Hún hafði litborið varir sínar og hún hafði litillega borið dökkan lit undir augun. Neglur hennar voru óeðlilega rauðar, en að öðm leyti varð ekki séð, að hún neytti að neinu ráði þeirra meðala, sem flestar koníur nofta til þess að fergra sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.