Vísir - 25.07.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1938, Blaðsíða 3
VISIR Frá komu krönprinshjónanna í gær. Efst t. v.: Krónprinshjónin, er M/s Dronning Alexand- rine lagði aö landi. T. v. Lögreglumenn og skátar á verði við höfnina. í miSju: Krónprins- inn og forsætisráSherra ganga, aS haki þeim IngiríSur krónprinsessa og forsætisráS- herrafrúin. — NeSst t. v.: ForsætisráSherra og frú hans bjóSa krónprinshjónin velkomin. — T. h.: GuSm. Áshjörnsson forseti bæjarstjórnar, heilsar krónprinsessunni. Fei*d ad Gullfoss og Qeysi í dag í boði píkisstjórnap. Miðdegisverður í Þrastalundi í boði bæjarstjórnar. Á sunuudögum á sumrin, þegar golt er veður og flestir hafa frí frá störfum, er Reykjavík auöur bær og yfir- gefinn. Allir, sem vetlingi geta valdið, leita til náttúrunnar úr rykinu og kolareyknum. í gær var þessu á annan veg farið. GötulífiS bar þess vott, að von var á einstæÖum viðburði, — í þessu tilfelli komu krónprins- hjónanna og óvenju margir voru á ferli meðfram höfninni eða tjörninni, — allir virtust bíða og hugsuSu um það eitt, að eyða deginum á hinn hag- lcvæmasta og heilsusamlegasta hátt, miðað við bæjarveruna. Upp úr hádeginu mátti heita að fólksstraumurinn lægi óslit- ið að höfninní, enda voru menn að undirbúa þar komu lcrón- prinshjónanna í óða önn. Sítt hvoru megin við hafnarmynnið blöktu íslenskir fánar, en á Grófarbryggjunní og við skipa- lægið blöktu fánar og' veifur með hinum íslensku og dönsku litum, sem hærðustu hægt fyr- ir mildum andvara, þótt veðrið væri hlýtt og mollulegt og hita- móða vfir fjöllunuin og flóan- um. Sólar naut óverulega, þannig að umhverfið tjaldaöi ekki því fegursta, sem það á til, en þrátt fyrir það getur enginn ásakað náttúruna fyrir, að liún hafi ekki gert sitt til að auka á á- nægju dagsins, bæði hvað veð- urblíðu og ánægju dagisns snertir. Áður hafði það verið tilkynt í hlöðum og útvarpi, að Dronn- ing Alexandrine myndi leggjast hér að bryggju kl. 7 e. h., og um kl. 6 lagðist hún á ytri höfn- ina, og á mínútunni kl. 7 voru landfestar gripnar. Allmikill viðbúnaður hafði verið við hafður frá hendi þeirra aðila, sem fyrir móttök- unum stóðu. Lokað var fyrir umferð að hafnarbakkanum um götu þá, sem liggur meðfram afgreiðsluhúsum Eimskipáfé- lagsins, og á hafnarbakkanum sjálfum annaðist lögregla og skátar að lialda opnu rúmi, þannig að bifreiðar gætu ekið óhindrað frá Grófarbryggjunni og til dvalarstaðar hinna er- lendu gesta, — Hótel Borg. — Skátarnir og lögreglan höfðu nægu að sinna með því að fólks- fjöldinn við höfnina var óvenju mikill, en auk þess stóð fjöldi fólks uppi á liúsþökum, í grend við höfnina, þar sem vænta mátti góðrar aðstöðu til að sjá það er fram fór. Á Grófarbryggjunni stóð tvö- föld röð kvenskála silt hvoru megin við svæði það, sem hin- um tignu gestum var ætlað upp að ganga, en heiðursgeslir, svo sem sendiherrar erlendra ríkja, skrifstofustjórar stjórnarráðs- ins, stjórnendur bæjarins og bæjarfyrirtækja, lögmaður og lögreglustjóri og aðrir fyrir- menn, söfnuðust saman ofan- vert á bryggjunni, til þess að veila hinum konunglegu gest- um móttöku. 'Þegar hinir tignu gestir gengu í land, stóð forsætisráðherra og frú við landganginn, og bauð forsætisráðlierrann krónprins- hjónin velkomin til íslands með örfáum orðum. Krónprinsinn og forsætisráðherrann og krón- prinsessan og forsætisráðherra- frúin gengu því næst upp bryggjuna, ásamt konungsrit- ara og fylgdarliði krónprins- hjónanna, en forseti bæjar- stjórnar, Guðmundur Ásbjörns- son, bauð krónprinshjónin vel- komin til liöfuðstaðarins með stuttri ræðu. Krónprinslijónin heilsuðu þeim heiðursgestum, sem á bryggjumn voru, og gengu þvi næst að bifreið sinni og lieils- uðu mannfjöldanum, sem laust upp margföldu húrrahrópi. Krónprinshjónin og fylgdai’- lið þeirra óku þvi næst að Hótel Borg, en þar hafa þau bústað á annari hæð hússins, meðan þau dvelja hér. Mannfjöldinn fylgdi á eftir og safnaðist saman, utan við hótelið og beið eftir því, að krónprinshjónin kæmu út að r.ýju og héldu til bústaðar for- sætisráðherra, sem boðið hafði til málsverðar um kvöldið. Um kl. 8 óku bifreiðarnar af stað áleiðis til forsætisráðherrabú- staðarins og stóð þar veisla fram eftir kveldi. I morgun fóru krónprins- lijónin í boði ríkisstjórnarinnar að Gulfossi og Geysi. Var lagt af slað frá Hótel Borg um kl. 9 fyrir hádegi. Var margt gesta, um 50 tals- ins, í förinni. Var haldið rak- leiðis að Geysi og hádegisverð- ur snæddur þar. Verður beðið Fimtugur í dag, STEIND5ÓR EINARSSON. I dag á fimtugsafmæli einn af þektustu borgurum þessa bæjar, Steindór Einarsson bif- reiðaeigandi. Hann liefir um langt skeið rekið umfangs- mestu ökustarfsemi í landinu og gert það með slíkum mynd- arskap, að einsdæmum sætir. Hann á drýgstan þátt í því, hversu samgöngur hér á Suður- landi eru komnar í gott horf og hann lióf fyrstur manna reglu- bundnar bifreiðasamgöngur við Norðurland. Hann liefir byrjað á leiðunum þótt þær væru oft erfiðar og færðin vond. Vegirn- ir hafa svo venjulega komið á eftir. Steindór er borinn og barn- fæddur í Reykjavík og hér hefir hann ætíð starfað, Æfistarf lians er goít dæmi um það, hvernig menn með einbeitni, skapfestu og hagsýni og starfs- orku rýma ekki að eins til fyrir sjálfum sér í lífinii, heldur skapa og afkomumöguleika fyr- ir .fjölda annara manna með fyrirmyndar starfrækslu. Fyrir slíka menn er þörf í þjóðfélag- inu. — Steindór Einarsson er maður fáskiftinn og ómannblendinn mjög, en þó mun nafn lians lík- lega bera oftar fyrir augu al- mennings en nokkurs annars manns, með bifreiðum hans, sem myrkranna á milli renna um þjóðvegina. En þótt nafn lians sé á þann liátt kunnugt, rékur liann starfsemi sína i kyr- þei, með þeim dugnaði og fram- sýni, sem fáum er gefið. Hon- um er farið eins og flestum, sem fáskiftir eru, að þeir eru vinir vina sinna. Vinir hans munu í dag senda lionum hug- lieilar árnaðaróskir. Göínr þorskafli Tia Grænlaod. Khöfn, 23. júlí. FÚí Samkvæmt fregnum, sem borist hafa frá norskum skip- um að veiðum við Grænland, er þorskafli þar óvenju mikill, en af lúðu aflast fremur lítið. — ítalskir togarar og mörg frönsk skip og portugölsk stunda nú veiðar við Grænland. eftir gosi og því næst (sennilega kl. 5) haldið að Ljósafossi og skoðuð mannvirki þar. í Þrasta- lund verður komið kl. 8. Býður bæjarstjórn Reykjavíkur þar til miðdegisverðar. Frá Þrastalundi verður farið kl. 10 og ekið að skipslilið, en M.s. Dronning Al- exandrine fer héðan á miðnætti í nótt. Okkar lijartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut- lekningu við jarðarför elsku litla drengsins okkar, Jóhanns Páls Hildur og Stefán A. Pálsson. Betri síldveiðihorfur. Síldartopfup á svæðinu írá Sel» skepjum til Reykjafjapðap. rá Djúpavík var símað í morgun, að síldartorfur væri frá Selskerjum til Reykj- arfjarðar. Allmörg skip hafa fengið síld, en ekki landað enh. Á Hesteyri hafa tvö skip landað, Snorri goði 1741 mál og Þórólfur 1759 mál. — Ar- inbjörn hersir var í morgun búinn að fá 1300 mál og Egill Skallagrímsson 1000 mák. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Siglufirði í morgun. Frá því á laugardag og þar til í morgun, hafa eftirtalin skip lagt upp síld til bræðslu liér: Minnie 47 mál, Alden 50, Hrönn 50, Valbjörn 60, Frigg Akranesi 15, Ilermóður 15, Sæ- fari 150, Geir goði 100, Sæbjörn 50, Gulltoppur 150, Sæborg 200, Arthur og Fanney 100, Guide- me 50. Söltun var á sama tíma sem hér segir: Alden 322, Frigg 248, Síldin 250, Kári 210, Sleipnir 115, Marz 178, Skúli fógeti 325, Haíalda—Gulltoppur 151, Hvassafell 295, Bjarnarey 220, Hannes—Ilerjólfur 104, Val- björn 127, Sæbjörn 98, Kristj- ana, 33, Hermóður 108, Jón Þor- láksson 100, Harpa 232, Geir goði 99, Hrönn 152, Gotta 74, Óðinn—Ófeigur 141, Hringur 290, Guideme 330, Fjölnir 401, Miklar síldartorfur austur af Tjörnesi. Veður er ágætt nú í morgun. Flugvélin flaug í morgun til sildarleitar, og sá miklar síldar- torfur austur af Tjörnesi og austarlega á Axarfirði, en enga síld á Siglunesgrunni eða Skaga- grunni. — Þráinn. FÚ. 24. júlí. Til Siglufjarðar liefir í dag komið eitt skip með htilshátt- ar bræðslusíld. — Nokkur skip liafa komið með söltunarsíld, og liefir mest af lienni veiðst í Skagafirði og við Skaga. Um nónbil i dag kom þaðan fær- eyskt skip með 300 tunnur síld- ar. Meira en 40 skip eru nú á Skagafirði vestanverðum, innan frá Drangey og út með Skaga. Síldin gengur mjög grunt á þeim slóðum og rífa skipin mjög nætur sínar. -— Einnig er fjöldi skipa suðvestur af Grims- ey og margir þar í bátum, en lítil veiði enn þá..— í gærdag voru saltaðar í Siglufirði 1850 tunnur síldar, þar af 31 tunna af reknetasíld. Mest var þetta grófsaltað. Veiðiveður er nú á- gætt á síldarsvæðinu, liægur kaldi og 8—11 s’tiga líiti. — Mikil áta finst i Skagafjarðar- síldinni. — Síldin er stór, en fremur mögur. Frá Djúpuvík er símað síð- degis í dag: Allmikil síljd liefir sést í morgun og í dag frá bæjunum Felli og Munaðarnesi. Má lieita óshtin breiða frá Selskerjum að Reykj aneshyrnu. — Eitt skip er að veiðum út af Ivrossnesi, og virðast skipsmenn altaf vera í bátum. — Síld hefir ekki sést nlis Bíl með 25 manns hvolf- ir ofan í skurð. Fólkinu bjargað frá köfnun af tveimur mönnum, sem að komu. FÚ. 25. júí. Bílslys varð í nótt rétt fyrirr vestan Haffjarðará í Hnappa- dalssýslu, hjá svonefndum Stöp- um. Stór/flutningsbíII með hálf- kassa og allmörgu fólki, sent stóð á palli í grindunt hvolfdf ofan í skurð, utan við veginn. I; bílnum var um 25 manns. — Fólkið, sem á pallinum stóð^ varð alt undir bílnum, en tveir ríðandi menn, sem voru þar nærstaddir, gátu bjargað því frá köfnun í skurðinum. Margt af fólkinu fékk meiri eða minni á- verka, þar á meðal einn karl- ntaður allmikið sár á kálfa, og var hann fluttur í sjúkrahúsið, í Stykkishólmi. — Bíllinn var aðikonta af skemtí- samkomu að Vegamótum. Mál* ið er í rannsókn. Umhverfis Langjökul.. Ferðafélag Islands ráðgerir að fara 6 daga skemtiferö umhveríis Langjökul. Lagt af staö'27. >. m. og ekiS að Húsafelli og gjst þar, Næsta dag faríö ríðandi; noriSár á Arnarvatnsheiði, komiö við V Surtshelli og víðar. Þriöja daginn haldið kyrru fyrir á Ai’narvátns- heiði. Það er skemtilegt að dvelja . einn dag við heiöavötnin og í; mörgum þeirra er góö silungs- veiði. Fjóröa daginn fariö ríöandi noiöui fyrir jökul og á HveravelIL Fimta daginn farið í Þjófadali, líklega í Karlsdrátt og i Hvítár- nes. Sjötta daginn i KerlingafjöII °g fh Reykjavikur. — Fóík þarf að hafa með sér tjöld og viðlegu- útbunað. — Áskriftarlisti liggui“ frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörð, Túngötu 5, til mánudags- kvölds kl. 5 og séu farmiðar tekn- ir fyrir þann tíma. neitt að ráði fyrr á þessum slóð- um. — Veður er stilt, lilýtt og hjart. í jÓlafsfirði voru í dag salt- aðar af tveimur bátum 300 tn. sídar. Síldin veiddist á Skaga- firði. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.