Vísir - 28.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Bitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti'), Bímsr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Anglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuSi. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Staðið í stað. O ósíalistar og framsóknar- u menn hafa nú stjórnað landinu í rúman áratug. Þegar þeir tóku við völdunum, stóð liagur þjóðarinnar með miklum hlóma. Ekki að eins hagur liinna „fáu og ríku“, heldur einnig hagur alls almennings og þjóðarheildarinnar. Hinir nýju valdhafar létu þó hátt um það, að mjög skorti á það, að liinar „vinnandi stéttir“, bæri þann hlut frá borði, sem þeim hæri. Þeir settu sér því það markmið, að bæta kjör þessara „undirok- uðu“ stétta og miðla þeim nokkuru af allsnægtum hinna „ríku“. Og að því hefir nú ver- ið unnið í fullan áratug, með þeim árangri, að liag þjóðarinn- ar hefir hrakað ár frá ári, kjör almennings Iiafa versnað svo, að neyðin blasir við alþýðu- heimilunum og allir eru að verða jafnfátækir og ósjálf- bjarga. Síðustu árin hefir orðið vart allmikils kvíða, í herhúðum valdhafanna, og ekki að á- stæðulausu, fyrir því, að öllum þorra landsmanna mun fara að skiljast það, hvað úr hverju, að eitthvað hljóti að vera bogið við þá stjórnarstefnu, sem fylgt hafi verið fram að undanförnu, enda hafi orðið lítill á- góði og sein skil á fyr- irheitum hennar um bætt kjör almennings. Og mjög ber á þessum kvíða í ræðu þeirri, sem Haraldur Guðmundsson. fyrr- verandi ráðherra sósíalista flutti í Rauðhólum síðastliðinn sunnudag og sagt var frá í AI- þýðublaðinu daginn eftir. En hann lét svo um mælt, að „það liggi við, að það hlakki í vissum herbúðum yfir ástandinu nú“. Og honum fanst það „skiljan- legt að vissu leyti“, að hlakkað væri yfir þvi vandræðaástandi, sem nú er í landinu, eða hlasir við, af því, sagði hann, að „bar- áttan um stjórn landsins er í raun og veru um það, hvernig eigi að ráða fram úr erfiðleik- unum, hvort eigi að velta þeim á alþýðuheimilin, eða á hina best stæðu“! í fullan áratug hafa sósíalist- ar og framsóknarmenn háð sitt „heilaga stríð“ á hendur hinum „hest stæðu“ í þjóðfélaginu, framan af í því skyni, að bæta kjör „alþýðuheimilanna“ frá því sem áður var og síðan, er sýnt var, að árangur þessarar baráttu varð sá eini, að örðug- leikar almennings fóru siversn- andi,að reyna að „velta“ þessum örðugleikum á einhverja aðra. — En hvenær skyldu sósíalistai’ og framsóknarmenn öðlast skilning á því, að með því að gera þeim „best stæðu“, þ. e. þeim, sem einliverjar fram- kvæmdir hafa með höndum, örðugt fyrir, verður ekki hjá því komist, að „velta“ örðugleikun- um á ahnenning?“ Sósíalistar verða að láta sér skiljast það, að meðan búið er við núverandi þjóðskipulag, verður allur ahnennur atvinnu- rekstur í landinu að langmestu leyti í höndum einstaklinganna, eða þeirra „best stæðu“, sem þeir svo kalla. Og því örðugra sem þeim er gert fyrir, því meiri örðugleikum verður „velt“ á „alþýðuheimilin“, af því að alþýðuheimilin eiga vel- gengni sína algerlega undir vel- megun atvinnu'rekstursins. Þetta er öll alþýða í landinu nú óðum að láta sér skiljast. Og einmitt þess vegna fer fylgi só- síalista í Iandinu óðum mink- andi. Alþýðan lætur ekki til langframa ginnast af loforðum, sem ýmist eru svikin eða þá framkvæmd þannig, að örðug- leikarnir, sem hún á við að stríða, fara sívaxandi. Og með- an sósíalistar standa þannig í stað og hugsa ekki um annað en það, hvernig stéttir þjóðfélags- ins eigi að „velta“ örðugleikun- um á milli sin, þá verður enginn endir á örðugleikum þeirra sjálfra. Og það er „að vissu leyti skiljanlegt“, að yfir þvi sé hlakkað „í vissum herbúðum“. Mesta hætta Bretavelflis. „Ef vér sendura ekki iireskt fólk til þess að rækta lanóið i nf- Iendnnnra,munuaðrar pjóðir gera Jað". Fólksfækkunarmálin eru nú hvarvetna rædd í ýmsum lönd- um, þar sem stefnir í þá átt, að fólkinu fari að fækka að stór- miklum mun innan tiltölulega skamms tíma. Þannig horfir í Bretlandi. t Fyrir fáum dögum var um þetta rætt í lávarðadeild breska þingsins. 1 Hertoginn, af Devonshire, und- irnýlendumálaráðherra, sagði deildinni, að árið 1913 hefði 285.000 manns flutt frá Bretlandi til nýlendnanna, en 61.000 komiö heim aftur, en 1937 flust þangað 26.000, en 34.000 komið aft- ur. Hvítir menn í Bretaveldi, sagði hertoginn, eru að eins 70 miljónir og þar af eru 49 miljónir á Bretlandseyj- um. Hertoginn er einnig forseti ráðs þess, sem hefir með hönd- um mál varðandi landnám inn- flytjenda í nýlendunum, en ráð þetta var sett á stofn fyrir 2 /i ári, og átti m. a. að vera ráðgef- andi um aukinn innflutning til nýlendnanna. ) „Yið verðum að horfast í augu við staðreyndirnar“, segir hertoginn, „það er litið á okkur nú á dögum víða um lönd sem þjóð, er hafi lagt undir sig mik- inn hluta af yfirborði jarðar, en komi í ve,g fyrir að aðrar þjóðir noti þau lönd, sem vér ráðum yfir. Þó sé þannig komið, að vér viljum ekki eða ,getum ekki hagnýtt og ræktað þessi lönd. Þannig er litið á í þeim löndum, þar sem „nýlenduhungrið“ Hitler sendir Wiedemann meö nýja orðsendingu til breskn stjórnarinnar. Samningaumleitanir um takmörkun víff“ búnaðar í lofti. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, 1 morgun. Stðrield vatnsOóð valda t[óni i ItaiíD. Fréttaritari Daily Mail í Berlín — en blað þetta flytur nú að jafnaði fyrst breskra blaða fregn- ir af stjórnmálaviðburðum á Ítalíu og Þýska- landi —, að Wiedemann kapteinn, einkaerindreki Hitl- ers, sé í þann veginn að leggja af stað til London með nýja orðsendingu frá Hitler til Chamberlains forsætis- ráðherra. Ekki er kunnugt hvers efnis orðsending þessi sé, en Daily Mail lætur í veðri vaka, að Hitler muni bjóða Bretum, að gerast aðili að sáttmála um takmörk- un vígbúnaðar í lofti. Hefir þess orðið vart í ýmsu að undanförnu, að Þjóð- verjar væri að verða fúsari til samvinnu í þessum efn- um við Breta, sem að undanförnu hafa byrjað undir- búning undir gífurlega aukningu loftvarnanna, og má í því sambandi nefna samvinnuáform Canadamanna og Breta og áform Nuffields lávarðs um stórkostlega flugvélasmíði handa hernum og flotanum, en í ítölsk- um og þýskum blöðum bólaði á óánægju út af þessari vígbúnaðaraukningu. Reynist það rétt, að Þjóðverjar bjóði upp á samvinnu um takmarkanir vígbúnaðar, er leiðin greiðari að allsherjarvígbúnaðartakmörkun, en það er höfuðmarkmið, sem Chamberlain kveðst stefna að. United Press. FJöldi vepkamaima ferst, en samgöngun teppast um Bpennep-skapö. EINKASKEYTI TIL VtSIS. London, í morgun. ellibylur og feikna úrkomur hafa valdið miklu tjóni í Trentino, f jallahéraði á ítalíu, beggja megin árinnar Adige, en höfuðborg héraðsins er Trent. Flóð mikið hljóp í Adige-fljót og Verdilo- fljót og önnur straumvötn og hreif flóðið með sér tíu verkamannaskýli nálægt Barbiano. Var þar bækistöð verkamannaflokka, og voru verkamennirnir sofandi, er flóðið skall á. Hafði hlaupið gífurlegur vöxtur í Ver- dilofljót um nóttina, en verkamannaskýlin voru skamt frá ánni. Fjölda margir verkamannanna fórust. — Flóðin hafa valdið spjöllum á járnbrautinni í Brenn- erskarði og því komist truflun á flutninga milli Austur- ríkis og Ítalíu, aðallega á svæðinu milli Chiusa og Pontei Sarco. United Press. Hollenska ríkisstjórnin og Franco skiftast á fulltrúum EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Amsterdam-skeyti herma, að hollenska ríkisstjórn- stjórnin hafi gert samkomulag við Burgos- stjórnina á Spáni, um að hvor ríkisstjórnin um sig sendi aðal-fulltrúa til hinnar, og ennfremur, að undir þessum aðalfulltrúa starfi undir-fulltrúar, þar sem þörf þykir, og séu þeir útnefndir til þess að hafa svipuð hlutverk og ræðismenn. Hollenska stjórnin segir, að með þessu samkomulagi sé Francostjórninni ekki veitt viðurkenning af Hol- lendingum, hvorki raunverulega eða lagalega. United Press. Slys f Kaopmanna- hOfn, tveir menn farast en 17 meið- ast aivariega. Kaupmannahöfn, 27. júlí. FÚ. I viðtækjaverksmiðjunni Toroto í Kaupmannahöfn varð mikið slys í dag. Vél, margar smálestir á þyngd, hrapaði nið- ur um gólfið á annari hæð nið- ur á grunnliæð hússins. Seytján verkamenn meiddust, sumir mjög alvarlega, og er óttast um líf sumra þeirra. Tveir verka- menn urðu undir vélinni og biðu hana samstundis. Daoir senda vlðskifta- fnlitrna til Franco. Kaupmannahöfn, 27. júlí. FÚ. „Börsen“ skýrir frá því að það liafi orðið að ráði milli danskra atvinnurekenda og ut- anríkismálaráðuneytisins, að senda viðskiftafulltrúa til þess hluta Spánar, sem Franco ræð- ur yfir. Viðskiftafulltrúinn á ekki að koma fram sem starfs- maður liins opinbera. |KOMA BRESKU KONUNGSHJÓNANNA TIL PARÍS. verður æ meira áberandi. Og að þessar skoðanir eru ríkjandi, miðar ekki til friðsamlegra al- þjóðaviðskifta. Það er mikilvægt, að öll lönd Bretaveldis sé ræktuð og hagnýtt — og nægilegt fólk flytjist þangað í því skyni, til starfs með þeim, sem fyrir eru. Og ef vér höfum ekki breskt fólk til þessa, verðum vér að leita til þeirra þjóða, sem hafa sömu hugsjónir og vér um frið, og frelsi. Ef vér1 sendum ekki breskt fólk til þess að rækta landið í nýlendunum og hagnýta gæði þeirra með þeim þjóðum, sem þar eru fyrir, — munu aðrar þjóð- ir gera það.“ | Hertoginn sagði, að sérfræð- ingar teldu nauðsynlegt að tala barnsfæðinga væri 19.5 á 1000, ella færi í hnignunarátt, en nú væri hún 15 á 1000 í Bretlandi — og um tilsvarandi lækkun væri a ræða í nýlendunum. Myndin tekin, er Georg konungur og drolning hans, Lebrun Frakklandsforseti og Mme Le- burn, gengu frá Bnulogne-járnbrautarstöðinni að bílnum, sem þau óku í um borgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.