Vísir - 30.07.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1938, Blaðsíða 4
VISIR skipulega, sem best mátti verða *pg piýtt Jiana fjölda mynda til skýringar og skilningsauka fyr- ár erlenda lesendur. Loks var rijókin að öllum ytra frágangi íágætlega vönduð, eins og sænslc- ?ar bækur yfirleitt eru. ■ Eitt var þó harmsefni um ;þessa atbyglisverðu ]jók, en það 'yar, til hve fárra hún gat náð artálsins vegna. Utan Norður- 3anda var ekki að tala um að hún gæti komið að verulegu gagni, og ekki að gera ráð fyrir aS hún fengi marga lesendur aiían Svíþjóðar. Nærri má geta livort það smuni ekki verða íslendingum gleðiefni, að hók þessi er nú Scomin í enskri þýðingu og ligg- nr þannig opin fyrir þorra mentaðra manna hvarvetna um lieim. Og ekki nóg með að hún sé þýdd, heldur er hún aukin og endurskoðuð, svo að liún grípi einnig yfir þau ár, sem liðin eru frá útkomu liennar á frummálinu. Við hana er einn- ig bætt mjög ítarlegu registri, en það var því miður ekkert i sænsku útgáfunni, enda þótt af- ar-nákvæmt efnisyfirlit bætti mikið úr þeim skorti. Hún lcom út samtímis vestan og austan Atlantsliafsins og báðumegin iindir ægishjáhni hinna virðu- leguslu stofnana: í Ameriku hjá háskólanum í Princeton og American-Scandinavian Found- ation í New York, en í London hjá nafntogaðasta bókaforlagi í heimi, þ. e. Oxford University Press. Eitt :af þvi, sem prýðir þessa l)ók og eykur gildi hennar, er löng og merkileg bókaskrá fyrir þá, sem meira vilja vita um ís- j land. Það er vandaverk, að •semja slíka skrá og mundi ávalt orka tvímælis um ýmislegt í henni, enda er svo hér. Um eina vöntun i lienni geta þó með ’engu móti verið skiftar skoðan- ir: Þar er sem sé ekki getið um ÍEasy Eeadings in Old-Icelandic, eftir Sir William Craigie (Ed- inb. 1924), hina langbestu byrj- endabók í forníslensku. Þetta er afleit yfirsjón og hefði verið minna tjón þótt sést hefði yfir bGordons, sem þó er mjög merki- leg, ef önnurhvor varð að 'gTeymast. Það hefir aldrei verið íil, og verður sennilega aldrei tií, önnur bók, sem svo geri hið erfiða byrjunarstig auðvelt sem þessi bók Craigies og lokki raenn fyrst til að byrja og síð- áin að gefast ekki upp. Gordons hók á einmitt að taka við af henrii. Það má segja, að í þessu <efni riði ekki óhepnin við ein- téymíng, því að í skránni aftan -við handbók Landsbankans hef- 5r lika skotist yfir þessa sömu Jbók. Það liggur nokkurnveginn í Tilutarins eðli, að um sumt í þættinum um bókmentimar verði skiftar skoðanir, en ekki geta slík ágreiningsefni til höf- uðatriða talist. Sumt í kaflan- um um íslenskuna (en liann er sá alskemtilegasti i allri bók- inni) er ekki alveg rétt, t. d. að brími hafi verði tekið upp sem heiti á eldfæri því, sem kaup- menn nefna primus, eða álm fyrir alutninium. Við dinglum enn við óþjála erlenda orðið (nálega ávalt afbakað eða rangt framborið) þrátt fyrir hina á- gætu þýðingu Valdimars Ás- mundssonar (almín) fyrir fjörutíu árum. Ýmsar af gæsa- löppuðu þýðingunum á bls. 163 og 165 eru miður réttar og aðr- ar beinlínis rangar, bygðar á ó- nógum skilningi frummálsins, en um það efni skiftir engu máli. Ilitt er alvarlegra, að er- lendir menn, eins og ITolger Wiehe, dr. Gudmund Scliutte og nú próf. Lindroth skuli stöðugt liafa réttmæt tilefni til þess að álasa olckur og jafnvel liæða fyrir illa og ósmekklega með- ferð okkar á móðurmálinu. En livað getum við annað en lotið höfði og! roðnað af skömmustu, þegar liampað er framan í oklc- ur „hæstaréttarmálaflutnings- manninum“, „staðgreiðslunni“, „pilsnemum“ eða öðrum slík- um brjóstumkennanlegum og vansköpuðum afkvæmum and- ans? í næstu érlendu bókinni um ísland tel eg vísast að komi „brauðfæðslan“ (og með lienni ,,brjálæðið“), því eg heyrði í vor, að liún var komin upp á Alþingi og liossað þar meðal annara af háskólamanni lærð- um í hebresku og dönsku(?), — en líklega vafasamara um móðurmálskunnáttuna. Þegar önnur eins rit um ís- land eins og þessi bók sænska prófessorins birtist á liöfuð- tungum lieimsins, eigum við að hrópa um þau af liúsþökunum og gera okkar besta til þess að þau komist í hendur sem flestra erlendra manna. Sn. J. NORSKIR SJÓMENN HVERFA í BORDEUX. Samkvæmt fregn í Sjöfarts- tidende hvarf nýlega ungur, norskur sjómaður af norsku skipi í Bordeuax á Frakklandi. Fanst lík lians í liöfninni eftir þriggja daga leit. Er ætlað, að hann hafi verið myrtur, pening- um og öðru verðmæti, er liann hafði á sér, verið rænt og líkinu því næst varpað í liöfnina. — Fjórir aðrir norskir sjómenn hafa liorfið í Bordeux undir svipuðum kringumstæðum. — NRP—FB. ! i , Messa á morgun kl. n í dómkirkjunni: Sr. Bjarni Jónsson. Veðrið í morgun: Mestur hiti á landinu n stig (Pap'ey, Hólum í HornafirSi), í Reykjavík io, Siglunesi og í Grímsey minstur (6 stig). — Mest- ur hiti í Reykjavík í gær 14 stig. Sólskin 11 stundir. — Yfirlit: Lægðin viö austurströnd íslands er nú nærri kyrstæð, en fer minkandi. Horfirr: SuSvesturland, Faxaflói: NorSan gola. Léttskýjað. V í s i r. Næsta blað kemur út á þriðju- dag, 2. ágúst. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Leith í gær á- leiðis til Vestmannaeyja. GoSafoss kom til Patreksfjarðar i morgun. Brúarfoss er á leicS til útlanda. Dettifoss er í Hamborg. Lag- arfoss fór kl. 2 í nótt frá Seyðis- firði áleiðis til Hafnar. Selfoss er í Antwerpen. E.s. Súðin var á leið til Skagastrandar kl. 4 í gær. E.s. Esja fór frá Glasgow í gær. 40 ára er 1. ágúst Ottó Guðjónsson klæðskeri, Ingólfsstræti 6. Álafoss-hlaupið hefst kl. 8 í kveldi á iþróttavell- inum hér. Keppendur eru að þessu sinni 5, þeir: Halldór Erlendsson (Á.), Ingvar Jónsson (K.R.), Magnús Guðbjörnsson (K.R.) og Óskar Sigurðsson (K.R.). í þessu hlaupi eru til tvö met, annað þeg- ar hlaupið er uppeftir og hitt þeg- ar hlaupið er niður eftir. íþróttasýningarnar fyrir krónprinshjónin verða á morgun á íþróttavellinum og hefj- ast kl. 5 síðdegis. Áhorfendur eru vinsamlega beðnir að vera komnir á íþróttavöllinn fyrir þann tíma, til að forðast þrengsli. Áður en í- þróttasýningarnar byrja, verður skrúðganga íþróttamanna, ef hefst kl. 4%, frá íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, Lindargötu, og þurfa þvi allir íþróttamenn, er taka þátt í skrúðgöngunni, að vera komnir upp í iþróttahús fyrir kl. — 1- þróttasýningarnar verða mjög fjöl- breyttar og ef veður verður etns gott og í dag, má búast við miklu fjölmenni á Iþróttavellinum, til að hylla og kveðja krónprinshjónin. 60 ára afmæli á í dag frú Aðalbjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal — til heimilis á Bergstaðastræti 27. Næturlæknir: í nótt: Kristján Grímsson, Iiverfisgötu 39, sími 245. Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir aðfaranótt þ. x. og 2. ág.: Grím- ur Magnússon, Hringbraut 202, sími 3974. Helgidagslæknar: Sunnudag: Kristján Grimsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Helgidagslæknir: I. ágúst: Grímur Magnússon, Hringbraut 202, sími 3974. Áheit á Strandarkirkju, 6 afhent Vísi: 1 kr. frá Hönnu, 5 kr. frá XX, 5 kr. frá IXIX, 2 kr. frá G. G. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Ljósifoss, Þrasalundur, Þingvellir, Lauga- vatn. Bilpóstur til Akureyrar og Laxfos til Borgarness. — Til Reykjavíkur: Ljósifoss, Þrasta- lundur, Þingvellir, Laugavatns, Akurgerði, Garðsauki og Vík. — Fagranes frá Akranesi. Laxfoss frá Borgarnesi og Dronning Alex- andrine frá Akureyri. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur (ljtt söng- lög). 20.15 Upplestur: „Skógurinn og æskulýðurinn“ II, eftir Chr. Gjerlöff (próf. Guðm.Hannesson). 20.45 Hljómplötur. 21.40 Danslög. útarpið á morgun: II. 00 Messa í dómkirkjunni, sira Bjarni Jónsson. 19.20 Hljómplöt- ur: Danssýningarlög. 20.i5Érihdi: Þorskalindir (Grétar Fells rith.). 20.40 Hljómplötur: a) Tvísöngvar úr óperuni. b) (21.05) l’Arlesienne- svítan eftir Bizet. 21.30 Danslög. Eimreiðin, april—j úlí-heftið er nýkomið út. Hefir það inni að halda m. a.: Is- ólfur Pálsson: Hulda (Sönglag fyr- ir karlakór), Yngvi Jóhannesson: Viðhald þjóðanna, Guðmundur Friðjónsson: Enn um Blinda-Jón á Mýlaugsstöðmn, ITulda: Grön- dalsminning, M. B. Plalldórsson: Svar til Sigurjóns læknis Jónsson- ar, Stefán Einarsson: Þættir af E. PI. Kvaran (Blaðamenska og póli- tík), ITelgi Péturss: Glasir, Sigur- jón Friðjónsson: Úr djúpi þagnar- innar, Skarphéðinn : Maurildi, smá- saga, A. Slotte: Minnissveigur (P. H. L. þýddi), Vigdís frá Fitjum: Það var sólskin, Mika Waítari: Blekkingin mikla (Sv. S. þýddi), Philipp Witkop: Ruhr kolahérað- ið (þýtt af Þóri Bergssyni), Böð- var frá Hnífsdal: Miklabæjar-Sól- veig (leikrit), ennfremur Raddir, Ritsjá o. fl. DFuknan. Á þriðjudag druknaði 19 ára piltur, Sólmundur Vigfússon frá Þverá á Síðu, í Veiðiósi á Síðu. Var liann þar að veiðum með öðrum pilti. Tókst honum með erfiðismunum að ná liki Sól- mundar, því að mikið var í ósnum. Hl 8 © BLÍ DQS® IALT Meðal farþega með e.s. Goðafossi til útlanda í fyrrakveld: Magnús Jónsson prófessor, Stefán Guðmundsson, Haraldur Sigurðsson, Theódór Skúlason, Halldór Kjartansson, Ester Jóhannesdóttir, Jóhannes Stefánsson, Dagný iBröndum, Guð- rún Eiríks, frk Ottoson, Stefán Wathne, Nikulás Jónsson, hr. E. Hansen, Sig. Jónsson og 41 út- lendingur. LÉlCÁl SÖLUBCÐ á góðum stað til leigu. Sími 4203 og 2420. (545 [TILK/NNINCAKl Hjúskapur. í dag verða gefin saman i hjóna- ' band ungfrú Ásta Valdemarsdóttir, Kristmundssonar skipstjóra og séra Gísli Brynjólfsson, Kirkjubæjar- klaustri. BETANÍA. Samkoma á morg- un kl. 81/2 síðdegis. Kand. theol. S. Á. Gislason talar. Æskilegt að rnenn liefðu Nýja testamenti með. Allir velkomnir. (576 ÍTAPÁD'FUNDIf)] TAPAST hefir grár skinn- lianski. Skilist á hárgreiðslu- stofuna Perlu, Bergstaðastræti 1. Sími 3895. (540 GRÆNN kvenhanski tapaðist á Laugaveginum. Sldlist í Mið- stræti 7. Sími 3996. (582 ftliCISNÆtll 3ja HERERGJA íbúð, sem næst miðbænum, óskast frá 1 október. Uppl. í sima 4951. (579 VANTAR 1. OKT. 2 herbergi og eldliús. Áreiðanleg greiðsla. Tilboð, sendist Vísi fyrir mánu- dagskveld, merkt: „Rólegt". (573 KAUPAKONA óslcast á gott heimili. Uppl. á Skólavörðustíg 20. (577 UNGLINGUR, um 15 ára, óskast á gott sveitaheimili. — Uppl. Lindargötu 34, uppi. (574 KAUPAKONA óskast. Uppl. Baldursgötu 25, uppi, kl. 6—8 í kvöld. (580 UNGLINGSSTCLKA óskast til Sigurgeirs Sigurjónssonar, Tjarnargötu 10. (581 ttKAUPSKAPURl LÍTIÐ HCS utan við bæinn, óskasl til kaujjs. Sími 4913, kl. 8—9 síðd. , (575 GCLRÓFUR — GCLRÆTUR BLÓMKÁL — TÓMATAR SÍTRÓNUR. Ódýrt í Þorsteins- búð, Hringbraut 61, sími 2803 — Grundarstíg 12, sími 3247. (565 FILMUR, 6X9 — fást í Þor- steinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803 og Grundarstíg 12, sími 3247. (531 ÓDÝR kvenreiðföt til sölu Mímisveg 2, önnur hæð. (578 — Guð hjálpi okkur, Eiríkur,, við erum i stórhættú. E gverð að kom- ast að, hvað það kostar að kaupa sig lausan. — Sir Ivan, ég heyri sagt, að þér viljlð gjarnan kaupa yður frelsi. — Já, ég á ekki annars úrkostar. — Hve mikið eru þér fúsir til að greiða fyrir frelsi yðar og piltsins. — Eg mun greiða yður rausnar- lega .... .... fyrir frelsi mitt, en cnn þá rausnarlegar, ef þiS hafið 'ptrák- inn í haldi framvegis. LEYNDARMÁL 35 JHERTOGAFRÚARINNAR fjegar tekið var tillit til þess, hver liafði dreg- ið það upp og einnig merkilegt, þegar það var alhugað í sambandi við Agadir-atburð- inn. En eg var þá ekki að hugsa um hina asögulegu lilið málsins. Þegar ég hafði plagg- iið í höndunum, skildist mér hvað það var, sera hafði hvatt mig — örfað mig, alt frá íþeirrl stund, er stórliertogafrúin hafði auð- mýkt mig í allra augsýn. JEg liafði reynt að hata liana. En eg gat það ekki. Það, sem fyrir mér vakli, var að ■vekja athygli hennar á mér, sannfæra liana um, að ég stefndi ekki að öðru en þvi, að ’verja lífi mínu í þjónustu liennar. Verja lífi mínu .... Eg veit ekki livað gat lcomið mér til að gera mér i hugarlund, að jþessi kona, þessi gyðja, sem var mér svo yniklu æðri, myndi nokkru sinni þurfa á mér að lialda .... Eg veit, að ég lét ímyndunaraflið ráða gerð- aim mínum, er svo var komið, og sannast að segja fanst mér, að eg hefði fundið grund- völl til þess að byggja á. Og þú getur verið viss um, að ég hafði ekki gleymt því, sem Thierry prófessor liafði trúað mér fyrir, þólt liann hefði ekki viljað segja mér alt, sem liann vissi. En eg liafði reynt að geta í eyð- urnar. Mér fanst ég staddur í ríki leyndar- dóma — og mér fanst, eins greinilega og ég veit, að þú ert liér við lilið mér i myrkrinu — að hugboð um eitthvað liörmulegt og ilt væri orsök þess, hversu mér leiö oft á ein- veru -og vökustundum mínum. Nælurvinna mín og liarmsagan um Königsmark liafði þau áhrif, að ótti minn jókst. Þú munt segja, að það hafi stafað af vökum og næturvinnu — og þvi, hvernig tilfinningum mínum var var- ið. Eg viðurkenni að þú liefir gildar ástæð- ur til að ælla slikt, en það, scm gerðist, sann- aði algerlega, að liugboð mitt og æsing liafði sínar ástæður. En janfvel áður en eg fann áætlun stórher- iogans liafði eg gert mér í hugarlund, að Frið- rik Augustus stórliertogi liefði ilt i liuga gagn- vart hinni fögru frú sinni. Fegurð liennar hafði liaft þau áhrif á mig, að eg var ósanngjarn. Eg gerði mér í liugarlund, að stórliertoginn hefði ilt í huga, maður, sem augsýnilega var mikium mannkostum búinn, og eg átti velgengni mína að þakka, en eg reyndi hinsvegar að lilaða undir konu þá hina fögru, sem hafði auðmýkt mig og virti mig einskis. En stundum hugsaði eg sem svo, að liún væri ekki meðaumkunar virði, þessi kaldlynda, lirokafulla kona, sem sat og hlustaði á Melusine leika á fiðlu, eða reið út með þessum líagen. Var það ekki svo augljóst sem mest mátti verða, að það var stórliertoginn, sem var aumkunar verður ? En það var árangurslaust fyrir mig, að i;eyna að friða huganil þannig. Eg hugsaði oftast um Auroru sem gyðju, stolta,fagra,sem syrgði fyrri eiginmann sinn, hinn vaska riddara, sem liafði elskað hana. Ol't liafði frú Wendel talað við mig um Ru- dolf slórliertoga, sem liún lýsti af samúð. Hann hafði verið óhamingjusamur, sagði liún. En eg ýtti öllu til hliðar, sem gat liróflað við því, sem eg hafði bygt upp. Þú lieldur kannske að eg hafi ekki verið með öllum mjalla um þessar mundir. En þó svo væri geturðu kannske gert þér í hugarlund hversu skapsmunum mírium var varið er eg fór til herbergis míns með plaggið í vasa mínum. Eg hafði nú í fórum mínum gagn, sem gat greitt götu rnína að kynnum við stórhertoga- frúna. Hún mundi sannfærast um, að sá maður, sem færði lienni skjal það, sem ritað var af manninum, sem hún hafði elskað, var verður trausts hennar. Ef til vill mun liún biðja afsök- unar á fvrri framkomu, liugsaði eg. En mér mun ekki verða orðfátt og eg mun stöðva liana. Og liún mun undrast þeim mun meira hvers vegna liún liafði auðmýkt mig. Tvívegis gerði eg uppkast að bréfi til liennar — en brendi bréfunum janfharðan. Fyrra bréf- ið var ekki nógu virðulega orðað. í hinu lagði eg of mikla áherslu á hvað eg hafði gert. En svo skrifaði cg lienni blátt áfram: Af tilviljun Iiefi eg fundið skjal, sem yður mun vafalaust þykja mikils um vert. Leyfið mér að senda yður það með línUm þessum. Með virðingu og hollustu Yðar o. s. frv. Eg liafði í liuga að fela Melusine að færa stórliertogafrúnni bréfið, þvi áð Melusine liafði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.