Vísir - 03.08.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 03.08.1938, Blaðsíða 4
VlSIR SPóstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Bílpóstur norð- rair, Þykkvabæjarpóstur, Fagranes íil Akraness, Laxfoss til Akraness ¦og Borgarness. — Til Reykjavíkur: Breiðafjarðarpóstur, bilpóstur að noroan, Dalapóstur, Austanpóstur, ?Bar<5astrandarpóstur, Fagranes frá JAkranesi, Laxfoss frá Borgarnesi «og Akranesi, Goðafoss frá Akur- eyri, Súðin austan um úr hringferð. Barnaheimilið Vorboðinn. Börn, sem eiga aö dvelja á barnaheimilinu mæti við Austur- bæjarbarnaskólann fimtudags- morgun. Lagt verður af staö kl. 9 f.h. txtbreiðslufundur st. Einingin nr. 14. Stúkan Einingin nr. 14 fór síö- astliðinn miðvikudag fram á Sel- tjarnarnes og hélt útbreiðslufund í skólahúsi Seltirninga. Var fund- urinn fyrst settur með venjulegum fundarsiðum af æðstatemplar stúk- unnar, hr. Gissuri Pálssyni, en aS bví loknu var fundurinn opnaður íyrir almenning. Þá f lutti hr. stór- templar Friðrik Á. Brekkan ágæta bindindisræðu, har næst söng hr. Hermann GuSmundsson nokkur lög, meS aSstoS hr. Eggerts Gilfer. • Hr. Helgi Helgason las upp og hr. skólastjóri SigurSur Jónsson sagSi ágrip af sögu Seltjarnarness. — Templarakórinn, undir stjórn hr. Jakobs Tryggvasonar, söng á fundinum. Fundurinn var mjög á- brifaríkur og ánægjulegur, enda böfSu stúkusysturnar gert sitt til 'aS gera fundarsalinn aSlaSandi og blýlegan. Á stúkan Einingin mikl- ar þakkir skilið fyrir aS hafa efnt .til slíks fundar sem þessa, og sýn- ir þaS, aS enn sem1 fyr á st. Ein- ingin góSa og framtakssama menn og konur inann sinna vébanda. — Fundurinn var aS öllu leyti stúk- unni til sóma, enda mjög vel sótt- nr. Fundarmaður. Næturlæknir er í nótt: Eyþór Gunnarsson, Bankastræti 11, sími 2111. — Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. tjtvarpið í kvöld. Kl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur. Nýtísku tónlist. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 20.45 Hljómplötur. a) Danssýningalög eftir Glazounco, b) Islensk lög. . c) Lög leikin á smáhljóðfæri. Oslo, 2. ágúst. Samkvæmt opinberri skýrslu, sem gefin var út í Moskva í gær, stóð yfir orusta nálægt Wladi- wostock, er tilkynning var birt, milli Rússa og Japana. Enn- fremur, að rússneskar flugvél- ar hefði gert árás á Changku- feng. NRP—FB. Seðlaveltan í Noregi. Oslo, 2. ágúst. Samkvæmt skýrslu Noregs- banka eru nú í umferð 456 milj. fcr. í seðlum, eða meira en nokk- uru sinni frá árinu 1920. NRP —FB. fluteinpr á fljöt* andi vöra. Nú hafa íslendingar að mestu leyti fengið flutninga að og frá landinu í sínar bendur, svo sem og líka vera bar. Á einu sviði er þó ábótavant, en það er um flutning á fljótandi vöru, sem síldarlýsi, olíu og bensíni. Þeir flutningar eru eingöngu i hönd- 'um útlendinga og fer þar ekki litið fé úr landi. Árið 1937 nam framleiðsla síldarlýsis rúmum 21 þúsund sinálestum. Farm- gjald var um og yfir 20 shillings á smálest, og er það alt að hálfri miljón króna, fyrir þá flutninga eina. Oliuinnflutningur mun hafa verið álika að smálestatölu. Skip, sem þessa flutninga annast, sigla tóm aðra leiðina, en þvi mætti að miklu leyti haga þannig, að skipin hefðu full- fermi báðar leiðir. Siðastliðið ár voru farmgjöld að visu óeðlilega há, en þó mun það i framtíðinni verða álitleg- ar upphæðir, sem fara þar úr landi. Á ófriðartimum verður fyrst hörgull á tankskipum. Gæti jafnvel svo farið, að landsmönn- um yrði ókleifir flutningar á fyrnefndum vörutegundum, ef þeir ættu ekki sjálfir tankskip. Athugandi væri því, hvort ekki væri fært að íslendingar eignuðust sjálfir millilanda tankskip, þvi ekki mun fram- leiðslu margra landa þannig háttað, að þau skip hafi full- fermi að og frá landinu. Hugsanleg lausn á málinu væri, að olíufélögin íslensku eignuðust 1 eða 2 1000—1500 , smálesta tankskip, sem önnuð- ust flutninga þessa. Sádmað uFiim og kappinn. Kappinn — bardag&maðurinn hefir orðið yrkisefni skáldanna og uppistaðan i hinum miklu ritsmíðum ságnfræðingánna, sem mannkynssaga kaiiast, Tímar vanþroskans og villi- menskunnar hafa umlukt bar- dagamanninn einhverjum þeim geislabaug og frægðarljóma, sem dregið hefir að sér athygli kynslóðanna öld f ram af öld, og orðið til þess að kveikja bar- áttuhita í brjóstum hinna ungíu og óreyndu. — En sáðmaðurinn hefir að eins komist að í dæmi- sögum og líkingum hinna djúp- vitrustu anda mannkynsins. Bardagamaðurinn hefir orðið aðdáunarefni kynslóðanna fyrir það að 'kljúfa menn í herðar niður — fyrir það að glata lífi og valda eyðileggingu, en sáð- maðurinn, sem er í samræmi við hina skapandi hönd lífsins, sem ræktar lifið og gefur börn- um jarðar gnægtir gæða, hefir int af hendi sitt mikla þjónustu- verk, án þess að vera vegsam- aður, nema af hinum allra stærstu spámönnum og speking- um þjóðanna. —- Hvíbkt ógur- legt rangmat á verðmætum. Hvernig á heimur, sem skríð- ur i duf tinu fyrir hinni grimmu hönd, lýtur i auðmýkt kúgurum sínum og böðlum, kyssir vönd- inn, dáist að manninum, sem mestan hávaðann gerir, lætur þyngstu höggin úti og dýpstu sárunum veldur, en fléttar jafn- vel þyrnikrans þeim, sem best ræktar lífið og sönnustu þjón- ustuna innir af hendi, — hvern- 'ig á sá heimUr að ná sálarlegu jafnvægi og geta hrist af sér hina ægilegu martröð stríðs- skelfinga, atvinnuleysis og við- skiftavandræða. Sá heimur, sem kynslóð eftir kynslóð hefir blindað börn sín með villiljósi þess rangmats, er hefur bardagamanninn og manndráparann upp i tiginar- sæti hetjunnar, en bindur ekki þeim þjónustuanda lárviðar- sveig, sem lárviðinn ræktar og auðgar jörðina af fegurð og gæðum, getur ekki vænst þess, að hverfa, eins og fyrir eitt- hvert kraftaverk alt i einu frá myrkrinu til ljóssins — frá villmensku til sannrar , menn- ingar. — Áður en svipur mann- kynsins breyttist i fegurð friðar og bræðralags, verður andi hans að geta gert greinarmun á fegurð og Ijótleik. Áður en hin sýnilegu verka þjóðanna geta orðið góð og göfug,verður hugs- un þeirra að vaxa frá hinu áður- nefnda rangmati, og kunna að aðgreina hið verðmæta og ó- verðmæta og meta heppilega gildi blutanna. Mjög hafa menn tignað ýms- ar stærðir, sem ekki eru annað en missýning i blekkinga-þoku vanþroskans og hins áður- nefnda rangmats iá gildi hlut- anna. — Sól rís með nýjum degi, — og þá hverfur þokan. Pétur Sigurðsson. FreymóSurÞorsteinsson og Kristján Guílaugsson málflutningsskrifstofa, Hverfisgötu 12. Sími 4578. Viðtalstími kl. 1—6 síðd. „JFUNDÍR^TimyNNINGAfl Stúkan MÍNERVA nr. 172 fer skemtiför i Þjórsárdal sunnu- daginn 7. ágúst. Farmiðar verða afhentir i Templara- húsinu í dag og á morgun kl. 5%—8 síðd. — Eftir þann tíma verða engir miðar seld- ir. —¦ Sumarferðanefndin. Barnastúkan Æskan nr. 1. — Skemtiferð hefir verið ákveðin í Vatnaskóg sunnudaginn 7. ágúst. Farið verður með hafn- arbátnum Magna. Lagt af stað kl. 8 um morguninn og komið heim kl. 9—10. Farmiðar báðar leiðir kosta 2 kr. Fyrir full- orðna kr. 3.00 Fundur verður haldinn í skóginum kl. 3. Þar verður margt til skemtunar. Bæður. Skógarleikrit.Kapphlaup Gamanvísur og fleira. Öllum ungtemplurum i Beykjavík og Hafnarfirði heimilaður aðgang- ur meðan rúm leyfir, — Allir verða að vera búnir að kaupa sér farmiða fyrir kl. 8 á föstu- dagskvöld. Seldir í versl. Sæ- björg, Framnesvegi 38, fimtud. og föstud. Sími 5224. — Veit- ingar verða á staðnum. FÖR st. VlKINGS nr. 104 að Strönd á Rangárvöllum næst- komandi sunnudag, Farseðlar afgreiddir í Góðtemplarahúsinu fimtuda|ginn kl. 6—7 og 8—9 síðdegis. (39 St. EININGIN Nr. 14. Fund- ur í kvöld á venjulegum stað og íírha. Kosning og innsetning embættismanna. — Kristjana Benediktsdóttir flytur erindi um ástandið í áfengismálunum o. fl. (26 KílOSNÆtll HERBERGI til leigu á Berg- staðastræti 56. (11 NÝTlSKU íbúð til leigu 1. okt., 3—4 herbergi. Tilboð merkt „Vesturbær" leggist inn á afgr. Vísis. fyrir 10. ágúst. (34 2 HERBERGI og eldhús með öllum þægindum óskast 1. okt. Tilboð merkt ,,-h f." sendist Vísi fyrir laugardag. (32 2—3 HERBERGJA ibúð, með öllum þægindum, óskast frá 1. okt eða fyr, Uppl. í Nora Maga- sin. (27 EITT herbergi, helst með laugarvatnshita, óskast 1. okt. Tilboð merkt „O. H. S." leggist inn á afgr. Vísis. (28 EINHLEYP stúlka óskar eft- ir herbergi sem næst Laugaveg 40. Uppl. i síma 4197. (23 LÍTIÐ HÚS eða sumarbú- staður óskast strax til leigu. — Tilboð merkt „Straks" sendist afgreiðslu Vísis. (22 1BUB>, 2—3 herbergi og eld- hús, óskast sem fyrst. Ábyggileg greiðsla. Tilboð merkt „Ibúð" sendist Vísi fyrir föstudags- kvöld. (20 TIL LEIGU á Blómvallagötu 11 þrjú herbergi og eldhús, með öllum þægindum, á kr. 135,00. Til sýnis frá kl. 6—8 e. m. (18 ÍBÚÐ óskast 1. okt. (2 her- bergi og eldhús) með öllum þægindum (sérbað og sérmið- stöð), belst sem næst Lándaköti eða Landspítala. Mjög fátt í heimili, Ábyggileg greiðsla. TiÍ- boð merkt „Spítali" leggist á afgr. Vísis fyrir 10. ágúst. (16 TIL LEIGU 2 stofur, eldhús og bað, með laugavatnshita. — Tilboð leggist í Pósthólf 207. (14 TIL LEIGU á Bjargarstíg 2 3 herbergi og eldhús, á þriðju hæð, með öllum þægindum, til sýnis eftir kl. 7. Sími 1881. (19 2—3 HERBERGI og eldhús óskast. Tilboð sendist blaðinu, merkt: „Einbýli". (25 EITT herbergi og eldhús til leigu nú þegar. A. v. á. (17 VANTAR eitt herbergi og eldhús 1. okt. Simi 2412. (24 ÍÍMM)-fIM)!í)J TAPAST hefir þann 31. júlí f. e. m. bíllukt, á leiðinni frá Svínavatni að Gullfossi. Finn- andi vinsamlega beðinn að gera aðvart i síma 3015. (40 VINNA STÚLKA 16—18 ára óskast til afgreiðslu. Uppl. Laugavegi 44. (38 STÚLKA saumar í húsum. — Uppl. i síma 4295. (37 STÚLKA, dugleg og þrifin, getur fengið atvinnu nú þegar í borðstofunni á Álafossi. — Gott kaup. Uppl. á afgr. Álafoss. (33 KAUPAKONA óskast á gott heimili í Biskupstungum, mætti hafa stálpað, barn. Uppl. i kvöld frá 6—8 á fréttastofu erlendra frétta, Bíkisútvarpinu. (31 NÝR SKÁPUR til sölu. Uppl, Lokastíg 22.____________X36 NOTABUR barnavagn til sölu Ásvallagötu 51. Kerra ósk- ast á sama stað. (35 ÍBÚÐARHÚS, helst með sölu- búð eða á verslunarstað, óskast keypt. Tilboð, með húsnúmeri, verði og útborgun sendist Vísi merkt „Hús" fyrir 6. ágúst. (29 j TVEIR litið notaðir möttlar i óskast kej^ptir. Uppl. á Fram- nesveg 38. Simi 5224. (30 TIL SÖLU: Móaviður, Skúr og miðstöðvarketill á Ber|gþóru- götu 14.____________________(21 TIL SÖLU sumarbústaður við Elliðaár. (Otvarpstæki á sama stað, A. v, a, (15 HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 155. SIR IWAN LATmiV LAUS. ¦Hrói hefir ákveðið að láta Ivan j— Hvers vegna léstu þennan —• Þessa ræfils fuglahræðu á að Um leið og maðurinn gengur lausan og gerir það. — Munið að bannsettan þorpara lausan ? ¦— Til vera auðvelt að yfirbuga. Hann er fram, stekkur sir Ivan á hann. — greiða lausnargjaldið fyrir piltinn. þess að geta haft upp á bandamönn- vopnlaus og mun ekki verjast. Búðu þig undir dauða þinn. Stund- um hans. in er komin. LEYNDARMÁL 37 HERTOGAFRÚARINNAR skuli aldrei hafa notað mér forsjálni hans." Eg hugsaði um hvort henni gæti verið alvara i hug og gat ekki komið upp einu orði. ^„"Spilið þér bridge?" spurði hún. . „Já — dálítið," stamaði eg. Og eg blessaði Kessel og gamla von Wendel, sem böfðu kent mér reglurnar. „Við — það er að segja, ungfrú Graffenfried, von Hagen lautinant og eg, spilum bridge á bverju kvöldi. Okkur vantar fjórða mann. Og þér eruð maðurinn. Þér gerið okkur í rauninni mikinn greiða." Stórhertogafrúin brosti. „Það er víst óþarft fyrir mig að bæta því við, að þér megið koma þegar yður sýnist." Enn þagnaði bún stundarkorn og bætti svo vW: „Mér hefir skilist, að þér hafið i fórum yðar allmargar skemtilegar franskar bækur. Eg les talsvert og mér mundi það ánægjuefni að fá nokkurar þeirra til lesturs — ef eg tek þær þá ckki frá hinni góðu frú Wendel." Eg roðnaði upp i hársrætur. „Gott og vel", sagði hún og var sem hún tæki ekki eftir því. „Þér komið þá þegar yður sýnist, herra Vignerte, en ef þér viljið fá frek- ari sönnun fyrir hversu þakklát eg er, vil eg þvi við bæta, að það mun gleðja mig að. sjá yður í ibúð minni í kvöld klukkkan um hálftiu." Eg hneigði mig og var í þann veginn að fara, er hún gaf mér bendingu um að bíða og sagði alvarlega, mjög lágt: „Herra minn, — eg þarf væntanlega ekki að taka það fram, að alt sem þetta varðar er að eins okkar í milli." Hún benti á bréf mitt, sem hún hafði dregjð til hálfs upp úr vasa sínum. Eg hneígði mig af tur. „Þér komið þá í kvöld, herra Vignerte Og gerið það fyrir mig að fara eins hljóðlega og ])ér getið, til þess að styggja ekki fuglana." Eg gekk eftir bökkum Melnu til hallarinnar. Eg sá ísfugl sveima yfir ánni. Hann var eins á Iitinn og steinninn í hringnum, sem Aurora stórhertogafrú bar á hinni hvítu hönd sinní. -------o------- Spila-herbergi stórhertogafrúarinnar var á fyrstu hæð hallarinnar. Það var búið fögfum húsgögnum og hvarvetna voru blóm. Þar sem eg vissi, að von Hagen lautinant mundi verða þar, gætti eg þess að koma ekki fyrstur Klukkuna vantaði fjórðung stundar i tíu, er eg barði á dyr hennar. Það var Melusine, sem kom til dyra, „Það gleður mig að sjá yður aftur," sagði bún brosandi um leið og hún heilsaði mér með handabandi. Stórhertogafrúin brosti til mín og benti mér að ganga að borði, sem hún sat við og von Hagen. Eg gat ekki varist því, að álykta að litli riddarinn væri i mjög slæmu skapi, og þetta gerði mig svo glaðan, að eg gerði alt sem eg gat tíl þess að vera sem alúðlegastur við hann. Hún var klædd dökkum silkikjól, gull-ísaum- Uðum, skrautlegum og fögrum, en gulli litað band hafði hún um hið fagra hár sitt. Hún spilaði kæruleysislega en örugglega og vann næstnm alt af. Melusine var og sýnilega æfður spilari. E,g spilaði klaufalega og tapaði, þar til eg seinast fór að vinna af einstakri hepni. En eg var ákaflega glaður af tilhugsuninni um það, að von Hagen var undir niðri svo reiður, að hann mundi hafa hent spilunum sínum i andlít mér, ef stórhertogafrúin hefði ekki verið viðstödd. Þegar klukkan sló ellefu stóð stórhertogafrú- in upp. „Spilin munu leiða yður i glötun, litli mað- ur," sagði hún við von Hagen, kunnuglega. „Eg hefi ekki gle3?mt því, að þér eigið að vera við- staddur liðskönnun Hildensteins hershöfðingja klukkan sex í fyrramálið, og þurfið þér því ekki að hafa ábyggjur af þvi að hverfa frá mér og Melusine svo snemma." Hún bætti við eftir andartaks þogn: „Herra Vignerte ætlar góðfúslega að vera hjá okkur enn um stund." Með móðurlegt bros á vörum rétti hún hon- um sverð hans. Hann tók við þvi og leit um leið á mig og var heift í svipnum, en eg þóttist ekki veita því ef tirtekt. Melusine brosti að venju. „Við skulum ganga til herbergs míns", svar- aði Aurora, „herra Vignerte, gleymið ekki að taka með bækurnar, sem þér komuð með handa mér." -------o------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.