Vísir - 04.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Knútur Arngrímsson ; íslands minst að Eiði. Barátta Sjálfstæðisflokksiiis er sam- kvæmt eðli sínu frelsisbarátta allrar íslensku þjóðarinuar gegn innlendu og erlendu kúgunai valdi. Síldarútvegsnefnd stöðvap matjessöltun á SiglultFdi og lieldup fast við bann gegm slíkri sðltun á Múnalóasílá þótt sú síld sé vel söltun» aphæf. Eg átti því láni aÖ fagna, fyrsta sinn, er eg sótti samkomu hér á Eiði, a'ð þá var sólríkur, fagur dag- ur. Sundin voru lygn og blá, fjalla- hringurinn hreinn og skýr. Allir þeir litir blöstu við sjónum, sem einkenna ísland helst, er það tjald- ar sínu besta og við unnum því ntest. Og eg hugsaði þá, og eg hugsa svo einnig í dag: Það var gott, að Sjálfstæðisflokkurinn valdi sér þennan stað fyrir sumarskemti- stað, því að þar sem landið hríf- ur okkur mest, ætti að brenna heit- ast ástríðan til að vinna því gagn. Og eg segi aftur: Það var gott, að Sjálfstæðisflokkurinn valdi sér slíkan stað, af því að stefna hans og hlutverk hans í sögu þessa lands verðskuldar að vera skoðuð af hverjum ósviknum íslendingi sem heilagt málefni, málstaður, sem er þess verður, að fyrir hann sé bar- ist af ástríðu. Áheyrendur mínir! Mörg yðar eru ef til vill óvön því, að á stjórn- mál sé minst í slíkum tón. En eg segi: Það er eitthvað bogið við þá pólitík, sem ekki má hefja upp í veldi helgra hluta. Það er eitt - hvað bogið við þá pólitik, sem ekki er þess verð, að fyrir henni sé bar- ist af brennandi ofstæki, að fyrir hana sé elskað og fórnað. — En nú er það sannfæring mín, að hug- sjón Sjálfstæðisflokksins verðskuldi þetta, og þess vegna er það gott, að við eigum hér stað, þar sem náttúran gerir sitt til að vekja þau geðhrif, sem með réttu eiga að rikja þar sem menn koma saman í flokks- ins nafni. Hér þurfum við að koma sarnan á sólríkum og fögrum dög- um, sem oftast á hverju sumri til að magna hvert annað brennandi trú á þann málstað, sem við viljum styðja, og til að magna hvert ann- að sem dýpstri fyrirlitningu á því, sem við viljum berjast gegn, því á þessum tímum sigrar sá málstað- ur einn, sem barist er fyrir af fólki, sem er samstilt og hrifið og með hjartað á réttum stað. Við minnumst íslands í dag, því að það eru örlög vor, að vera ís- lendingar, og þeim örlögum fylgir sú skylda, að vera glaðir og þakk- látir fyrir að tnega vera íslending- ar, og sú skylda að vinna allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að gera okkur og niðjum okkar vist- ina á Xslandi ,’sem Ijesta. — Eg ætla ekki a'ð fjölyrða urn fegurð þessa lands; um hana geta stein- arnir talað. Eg ætla ekki að fjöl- yrða um auðlegð þessa lands; um hana tala freyðandi og fossandi vötnin, grasið, sem grær, og glitr- andi fiskur.inn, sem spriklar í vörp- unni. Eg ætla heldur ekkert að guma af ágæti þeirrar þjóðar, sem landið byggir. Um það nægir sú fullyrðing ein: Að féndum þess- arar þjóðar hefir enn ekki tekist að gera liana að heimskum skríl, og þeim skal aldrei takast það. En eg vil í dag mega tala um annað. Eg vildi mega tala í fullri hreinskilni um það, að okkar fagra land er ekki sjálfstætt, að þjóðin er kúguð, að þjóðinni er meinað að njóta gæða landsins til fulls. Eg vildi mega tala í fullri hrein- skilni um það, að þjóðin mætir nú árum saman meðferð, sem henni er með öllu ósamboðin, að lítilsigld- ir hégómamenn sitja yfir hlut fólks- ins og kyrkja hverja heilbrigða hræring þjóðlífsins í fæðingunni. Eg vildi mega tala í fullri hrein- skilni um það, a'ð það er verið með seigdrepandi meðulum að lama lífs- þrótt þessarar þjóðar og vængstýfa hennar fegurstu vonir. í dag er dagur verslunarmanna, og þá er rétt að rifja upp örlitið af því, sem sú stétt hefir orðið að þola. Var það þó ekki fyrst þá, er hér reis upp innlend verslunar- stétt, að hægt yrði að tala um sjálf- stæða þjóð? Hvar var sjálfstæði okkar, meðan verslunin var öll í höndum erlendra manna? En hvað gerðist? Það er hafin ofsóknarbar- átta gegn íslenskum verslunarmönn- um. Fyrst í ræðu og riti, er þessi stétt og hennar vandasama og á- byrgðarríka starf nítt og hætt og tortryggt. Jafnvel svo langt var gengið, að þegar einn skriffinnur- inn semur ágrip af fuglafræði fyrir börn, tekur hann krók af leið sinni til að gera samlíkingu á kaupmanni og hrafni. — Og svo kemur lög- gjöfin. Þing eftir þing, í röskan áratug.hefir lagt sig í framkróka við að þröngva kosti þessarar stéttar með öllu hugsanlegu móti. Einok- anir, höft, tollafarg og skattaklyfj- ar, ofsóknir gegn einstökum fyrir- tækjum og mönnum, hóflaus hlut- drægni í öllum framkvæmdum, og hvað á maður að telja upp fleira? Það er víst nóg til að tala um fram í myrkur, af ráðstöfunum, sem stjórnarvöldin í þessu landi hafa beitt nú síðasta áratuginn ís- lenskri verslunarstétt til miska og niðurdreps. En verkanirnar hafa ekki slegið verslunarstéttina eina. Þær hafa komið niður á þjóðinni allri. Fátæktin vex. Fólkið verður að sætta sig við dýrari og verri vörur en dæmi eru til í heiminum, nema ef vera kynni í Rússlandi. Og svo hafa þessi stjórnarvöld gert sér leik a'ð því, að stofna heiðri og trausti íslenskrar verslunarstétt- ar erlendis i hættu. Fátt illt hafa þau ógert látið. Og sama blasir við, hvert sem lit- ið er. Munaði nema hársbreidd í fyrra, að stærsta atvinnufyrirtæki landsins væri gert gjaldþrota og þjóðnýtt og selt í hendur ábyrgðar- lausum og þekkingarlausum valda- bröskunrm? Og hvað segja þeir, sem einhvern nýjan eða aukinn at- vinnurekstur vilja hefja? Þeim er bannað það á beinan eða óbeinan hátt. Þjóðin er þróttmikil og hraust. Henni fjölgar ört á síðustu áratug- um. Yfir þúsund ungir menn og konur koma á aldur fullvinnandi fólks á ári hverju. Og hvaða við- tökur veitir þjóðfélagið þessu fólki ? Því eru réttir steinar fyrir brauð. Glæsilegt, hraust og vel mentað ungt fólk fær það svar hjá þjóðfélag- inu, að því sé ofaukið, það sé ekk- ert með það að gera í landinu. — „En vinnuskólarnir ?“ mun einhver spyrja, „og alt, sem rætt er og rit- að um ráðstafanir gegn atvinnu- leysi ungs fólks?“ — Látum ekki blekkja okkur. Ef eitthvað verður gert í þá átt, þá verður það fyrst og fremst til þess að búa til ný embætti fyrir einhverja stjórnar- gæðinga, og finna upp nýjar leiðir til þess að sveigja fleiri og fleiri unga Islendinga undir áróðursáhrif bolsévika. En unga fólkið í land- inu vill vinnu, en ekki vinnuhælis- vist. Það vill mannréttindi og oln- bogarúm, til þess að heyja sjálf- stæða lífsbaráttu sem frjálsir menn, sem rikisborgarar, en ekki sem rík- isþrælar. Og æskulýður þessa lands er námfús. í engu landi Evrópu er það eins algengt og hér, að blá- fátækir unglingar brjótist áfram mentaveginn og komist til hárra menta. En þetta er alt orðið örð- ugra en áður var. Skólakerfið, sem við eigum nú við að búa, miðar að þvi, að sem flestir íáti sér hálf- mentun og hraflmentun nægja, og mentaskólinn í Reykjavík stendur ekki opinn nema í hálfa gátt. Æsku- lýður höfuðstaðarins mun ekki una því til lengdar. Hann mun gera sitt til, að hér rísi upp annar menta- skóli, svo að þeim, sem vilja ganga og geta gengið mentaveginn, verði gefið tækifæri til þess. Annars er það furðu margt í þessu landi, sem gefur tilefni til að ætla, að þeir, sem hér ráða ríkj- um, hafi einhverjar sérstakar mæt- ur á, að fólk sé fáfrótt og illa að sér. Það er til dæmis mikið gert að því á vegum stjórnarvaldanna, að útmála sem átakanlegast það, sem miður fer hjá öðrum þjóðum og stjórnarvöldum þeirra. Það eru nokkrar líkur til, að þetta sé gert með vilja; þetta sé gert til þess að svæfa óánægjuna, sem réttilega ríkir hjá öllu hugsandi fólki þessa lands, með ríkjandi ástand á flest- um sviðum. Ríkisútvarpið er látið vinna þetta drengskaparverk. Eg man ekki til að hafa heyrt þar sagt frá neinu, sem vel hafi tekist hjá öðrum þjóðum, nema þá þar, sem skoðanabræður íslenskra valdhafa eru við stýrið. Hve mörgu fólki í þessu landi er enn haldið í þeirri trú, að marxisminn, hin rangnefnda jafnaðarstefna, sé ennþá eitthvert upprennandi frelsis-fyrirbrigði úti í löndum ? Hve margir í þessu landi, jafnvel í hópi þeirra, sem eru marx- isma andvígir, eru ekki enn búnir að átta sig á því, að úti í heimi hafa verið settar svo sterkar stýfl- ur fyrir framrás þeirrar stefnu, að útbreiðsla hennar er stöðvuð? En um þetta má almenningur á íslandi helst ekkert frétta. Og hvernig er séð fyrir fræðslu þessarar þjóðar um alþjóða-stjórn- mál eða heimspólitík ? Uppáhalds- kenning stjórnarvaldanna um þau mál virðist vera sú, að ísland sé eyja og hlutlaust land í hernaði, og þess vegna komi okkur aljjjóða- stjórnmál ekkert við. — Það er margra hluta vegna gott að búa á eyju fyrir þjóð, sem vill verja sjálf- stæði sitt. En gleymnir megum við vera á sögu þessa lands, ef við héldum að það sé einhlýtt. Alþjóða- stjórmálin leggja net sín yfir breið- ari höf en þau, sem skilja ísland frá öðrum löndum. Og því smærri sem þjóð er, í hlutfalli við landrými sitt og auðsuppsprettur, og því háðari sem þjóð er öðrum þjóðum um vöruviðskifti, því næmari þarf hún að vera á sveiflur og straumhvörf alþjóða-stjórnmálanna, ef allir eiga ekki að geta vafið henni um fing- ur sér. En hvað er gert til þess að þroska þann næmleika hjá ís- lendingum ? Það eitt, að vinna að því á skipu- lagðan hátt, að halda þjóðinni í sem mestu vanþekkingarmyrkri á þessu sviði. Slíkt gera þau stjórnarvöld ein, sem hafa vonda samvisku; slíkt gera þau stjórnarvöld,' sem finna að gerðir þeirra og ráðstafanir eru ekki í samræmi við lífið og þró- unina; slíkt gera þau stjórnarvöld, sem hafa gefið upp vonina um að geta orðið þjóðarheildinni að liði og sitja dottandi við stýrið, meðan þeim er ekki sparkað burt. Getum við minnst íslands, án þess að minnast þess, að það er í vanda statt? Værum við ekki að blekkja okkur sjáLf, ef við þegðum hér á þessum stað um þjóðfélagsmeinin, sem blasa við, hvert sem litið er. Eg nefni aðeins fá. En við vitum öll, að þau eru ótalmörg, og að líf- ið í þessu landi verður að taka gagngerðri stefnubreytingu, ef hér á að verða hamingjusöm þjóð. Þeir, sem farið hafa með völdin síðasta áratuginn, náðu völdunum með því að krefjast og heimta, og þegar þeir áttu svo sjálfir að upp- fylla kröfurnar, fór alt í lranda- skolum. En þeir héldu áfram að krefjast og lreimta og þeir krefj- ast og lieiníta enn í dag, og berja höfðinu við steininn, sem þeir steyptu sjálfir sem fangelsismúr ut- an um þessa þjóð. En straumhvörfin verða að vera í því fólgin, að við gerum kröfurn- ar fyrst og fremst til sjáífra okkar. Spyrji sérhver sjálfan sig í fullri alvöru: Hvað getur þú gert, til að leysa þjóð þina úr álögunum? Hvað getur þú gert . til ,að flýta fyrir líomu nýs og betri tírna í þessu landi ? Þessar spurningar eru nátt- úrlega ekkert nýjar. Hve margur hefir ypt við þeim öxlum, af því að hann heldur í sínu lijartans lít- illæti, að hann getþ ekki neitt. En lífsstraumi heilla þjóða liefir aldr- ei verið veitt í nýjan farveg án samtaka, án vinnu, án baráttu, án fórna; já, stundum stærri og sár- Framh. á 4. síðu. Baritlai ili iiijaiÉia. Bænakver og „hellagnr samlur", heroln, S.0.8. Eiturlyfjaneyslan eykst víða um heim sem kunnugt er og er mönnum hið mesta áhyggjuefni og er mikið gert til þess að hafa hendur í hári smyglanna, sem eru legíó, og beita hinum furðu- legustu brögðum til þess að leika á tollverði og lögreglu. Daily Express í London segir frá eftirfarandi atviki fyrir nokkurum dögum: téAAC LEIFER, yfirprestur Gyðinga í Brooklyn, New York, hefir verið handtekinn af lög- reglunni í París fyrir eiturlyfja- smyg]. Yoru eiturlyfin falin undir leðri í spjöldum ný- bundinna bóka. — Bæna- bækur, sem innihéldu 40 ensk pund af heroini — 3600 sterlingspund að verðmæti — voru 1 teknar. Annar Gyðingur, Gottdeiner, var einnig handtek- inn. Eru þeir grunaðir um að vera meðal helstu manna í al- þjóðafélagi eitursmygla, og er búist við. að fjölda margir eit- urlyfjasmyglar verði handtekn- ir í New York og London á rtæstunni, Lögreglan hafði lengi haft augastað á bókbandsstofu í París. Yar leynilögreglan stöð- ugt á verði. Dag nokkum komu tveir fyrrnefndir Gyðingar og sóttu (bækur til bókbindarans og settu í ábyrgðarpóst til kunnra Gyðingafélaga í New York. Bækurnar voru teknar og rann- sakaðar og Gyðingarnir hand- teknir. — Bókbindarinn kvaðst hafa verið grunlaus um, áð í duftbréfunum, sem hann setti í spjöld bókanna, væri herionlyf, — yfirpresturinn hafði sagt honum, að það væri heilagur sandur frá Jerúsalem, og því hafði hann trúað. Að afstöðnum yfirheyrslum yfir hinum virðulega, síðskeggj- aða og velmetna Brooklyn-Gyð- ingi, sendi lögreglan S.O.S- skeyti til tveggja farþegaskipa, „YiIIe de Strassburg“ og „Jer- usalem“ um að kyrsetja stórar sendingar af bænabókum, sem voru með þessum skipum. Það er þakkað leynilögreglumönn- um frá New York, að upp komst um þessa „smy,glaðferð“ Gyð- ingaprestsins. P amkvæmt símtali við Siglu- ^ fjörð í morgun fengu ríkis- verksmiðjurnar 10.000—12.000 mál síldar í nótt sem leið. Veður var ágætt í morgun og veiðhorf- ur hinar bestu. Til Raufarhafnar bárust 2000 —3000 mál. Mikil síld er á Þist- ilfirði, en fá skip að veiðum, enda nóg síld nær Siglufirði. Síld, sem veiðist frá Skaga- firði og þar fyrir austan er tal- in óvenjulega mögur á þessum tíma árs, eni hins vegar er síldin, sem veiðist á Húnaflóa og út af Ströndum talin feitari o,g stærri, eins og hún er; að jafnaði. Síldarútvegsnefnd hefir stöðv- að söltun matjessíldar á Siglu- firði að mestu leyti, vegna þess, að síldin þyki ekki nógu góð til þeirrar söltunar. Hinsvegar hefir nefndin nú eins og undanfarin ár haldið fast við bann sitt á matjessöltun við Húnaflóa, þótt síldin þar sé betri að gfæðum en síld sú, sem austar veiðist, og hefir það vald- ið mikilli óánægju síldveiði- manna. Til Hjalteyrar komu í gær Garðaý með 704 mál, Huginn III með 741, Huginn II með 800, m. b. Jón Stefánsson með 312, Sæ- hrímnir 952, smábátur með 108, b.v. Ólafur Bjarnason með 1175, b.v. Þorfinnur með 1216 mál, tvær færeyskar skútur, önnur með 587, hin með 1033. — Átta skip með, fullfermi voru að landa eða biðu löndunar í morg- un. — Til Hjalteyrar bárust í gær 8.400 mál. Á Djúpavík var 17 stiga Míj í mor^un, logn og skýjað lofL fi morgun komu Huginn I með 664 mál í bræðslu og 133 tn. b salt, Karlsefni með 1300 mál og 194 tn. í salt og Hilmir með 140® mál í bræðslu. Bilun sú á lcndunartækjun- urn í Djúpavík, sem Alþýðu- blaðið mintist á í gær, var smá- vægileg, og var við^gerð IokiS fyrir hádegi í gær. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Siglufirði í morgun. Þessi sldp kornu í gær og nót£ og lögðu sikl í bræðslu: Hröma 550 mál, Alden 900, Ægir 300» Björgvin 450, Pétursey 800, SaB+ fari 800, Yalbjörn 550, Stella 500, Björn ausiræni 700, Gunn- björn 650, Nanna 500, pðinm 300, Gullfoss 200, Geir goði 500» Birldr 650, Venus 120, Mars500» Auðbjörn 550, Eldborg 1800? Bára 400, Njáll 500, Oliwette 600, Fylkir/Gyllir 550, Frigg 300, Víðir/Reynir 400, Isbjöm 650, Hvítingur 500, RifsneslOOO» Hringur 800, Keilir 800, Eggerfi 300, Sjöfn 450, Viðir 450, Bjarki 500, Dagný 150. Fjöldi skipa bíða nú eftnj löndun við verksmiðjur ríkis- ins, því ekki er bægt að Ianda nema úr 12 skipum samtíinis. —- Þráarpláss er nægilegt ena. Mikil síld er nú víða og mörg skip, sem fóru út í gær, á leiS inn með fullfermi. Svartur sjór af sild var við Grímsey i morg- un, en þar voru eingöngu norsK skiþ að veiðum. Þráinn. Reykjavik: ; Vestmannaeyjar, Beykvíkingar hafa sigrað í 4 iþróttom af 5 Bæjakepnin milli Reykvíkinga og Vestmannaeyinga hófst í gær í Vestmannaeyjum. Kept var í fimm greinum og sigruðu Reyk- víkinjgar í öllum nema spjót- kasti. Þar vantaði Kristján Vatt- nes. Áliorfendur voru fáir í gær, enda liellirigning allan tímann, sem kept var og voru því braut- irnar þungar mjög. Eru þó af- rek þau, er náðust, allgóð. — Kepninni verður lokið í kveld, ef hægt verður vegna veðurs. Hillir þegar undir glæsilegan sigur Reykvíkinga, enda hafa Vestmannaeyingar mist sinn besta mann, Sigurð Sigurðsson, en liann er sestur að liér í Rcykjavík. Þetta er þriðja bæjakepnm, sem háð er milli Reykvíldnga og Eyjaskeggja og liafa Reyk- víkingar jafnan sigrað. Þó var mjótt á mununum 1936, en þá fengu Reykvíldngar 13591 stig, en Eyjaskeggjar 13272. í fyrra, er kept var hér, fengu Reykvík- ingar 15647 st„ Eyjaskeggjar 11678 st. Afrek voru þessi í gær: 100 m. hlaup: 1. Baldur Möller (R.) 11.4 s. 735 st. 2. Jób. Bernharð (R.) 11.6 s. 686 st. 3. Dan. Loftsson (V.) 11.9 s. 618 st. 4. Ilerm. Guðm. (V.) 12.2 s. 556 st. Kúluvarp: 1. Kristj. Vattnes (R.) 12.88 m. 704 st. 2. Ól. Guðm. (R.) 11.36 m. r 1 563 st 3. Júl. Snorrason (V.) 10.46 m. 485 st, 4. Vigfús Jónsson (V.) 9.45 m 402 st 4 Langstökk: , 1. Jóhann Bernh. (R.) 6.10 m, 580 st 2. Ivarl Vilm. (R.) 5.92 m. 538 st 33. Dan. Loftsson (V.) 5.68 m j 485 st 4. Oddur Ólafsson (V.) 5.45 m í I 435 st J i. * — • ,■ Spjótkast: 1. Aðalst. Gunnl. (V.) 46.67'm 527 st 2. Herm. Guðm. (V.) 42.31 m I 452 st 3. Sig. Júlíusson (R.) 38.92 m I 397 st 4. ÓI. Guðm. (R.) 35.61 m. 344 s ÉIÍL§lsSÉ&2StíiÍia. 1500 m. hlaup: ; 1. Sigurg. Ársælss. (R.) 4:27.1 | 641 s | 2. Ól. Símonars. (R.) 4:27.8 í 639 s 3. Jón Jónsson (V.) 4:38.4 556 s 4. St. Jónsson (V.) 4:50.2 474 s Eins og nú standa leikar hai Reykvíldngar 5827 st„ en Eyji skeggjar 4990 stig. Besta afrekið, sem lcomið e er 100 m. lilaup Baldur MöIIei og besta afrek Eyjaskeggja < einnig í því lilaupi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.