Vísir - 06.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 06.08.1938, Blaðsíða 2
Ví SIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. J(Gengið inn f-rá Ingólfsstræti-). Sfnar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hetjur óttans að er sagt að óltinn geti gert menn að hetjum, en þess eru engin dæmi, nema því að eins að um stundarátök sé að ræða, og að því er Remark seg- ir í bók sinni frá vesturvíg- stöðvunum bafa ýmsar hetjur óttans litið illa út er nánar befir verið að gáð og jafnvel þefur- inn hefir sagt til sín. Þeim hefir farið svo ritstjór- um Nýja dagblaðsins og Al- þýðublaðsins er þeir liásu Is- landsminni Knúts Arngríms- sonar, að báðir liafa orðið ótta- slegnir og báðir hafa brugðið hart við og hygst með stundar- átökum að hafa Knút undir, en hafa hinsvegar ekki aðgætt að það er hægra sagt en gert. I ræðu sinni lagði Knútur megináherslu á það, að einstak- lingunum ættu að vera ýms málefni heilög, svo Iieilög að þeir væru reiðubúnir til að fórna einhverju fyrir þau. Með- al þessara málefna taldi hann stjórmnálin, og fullyrti að það væri sérkenni Sjálfstæðiflokks- ins, að hann tryði á stefnu sína. Það væri meira en unt væri að fullyrða um aðra flokka, og því mætti vænta að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi einn allra flokka reynast stefnu sinni trúr, og þaðan væri því bjargar að vænta úr því ömurlega öng- þveiti, sem þjóðarhagurinn, — andlegur og efnalegur væri nú kominn í. Það er skiljanlegt að trúin á málefnin sé annarlegur hlutur í augum þeirra manna, sem eiga í stöðugri baráttu við sinn betra mann, — sem vitandi vits fara krókaleiðir í kringum sannleik- ann eða ganga beint honum í gegn —, og því undrar engan þótt þessir menn kveði upp yfir Knúti þunga dóma. Og ekki hækkar hagur Knúts, ér hann heldur því fram að núverandi stjórnvöld hafi beitt margskyns Idutdrægni til framdráttar flokksmönnum sínum, og það svo mjög að þau hafi ávalt set- ið yfir rétti andstæðinganna, með því að þau Iiafi litið svo ó að með því að viðurkenna rétt andstæðingsins, veiktu þau sinn eigin málstað, enda hefðu Sjólfstæðismenn verið svo mjög órétti beittir og níðst svo á þeirra göfugmensku að óviðun- andi væri orðið og bæri þeim úr þessu að gjalda líku líkt. Ýmsir munu minnast þess að á Alþingi íslendinga, nú fvrir nokkurum árum, sagði formaður Fram- sóknarflokksins er bann deildi um brotlegan flokksbróður, að fyrir hvern einn, sem „drepinn væri úr þeirra flokki skyldu tíu drepnir úr • hópi andstæðing- anna.“ Ekki olli þetta hneyksl- inu, — síður en svo, — það varð siðalögmál Framsóknar- flokksins og hefir verið siðan, og síst hafa sósíalistar latl til stórra liöggva. Þegar stjórnarflokkarnir hafa bylt sér í völdunum og alt er komið í kalda kol, og líkindi eru til að þeir verði dregnir fjnir dómstól þjóðarinnar og sóttir til ábyrgðar, þá reka þessir menn upp ramakvein og þykjast eng- um bafa gert nema gott- Það er enn annað, sem skín i gegnum greinar þessara manna og það er trúin á vanþekking- una. Þeir halda að menn hvorki skynji né skilji livað við þá er gert. Þeir lialda að sultur og neyð almennings tali ekki sínu máli, ef þeir fullyrði einhverja vitleysu út í bláinn, þeir lialda að undirlægjuháttur og mat- goggstilhneiging séu kostir að almannadómi, ef þeir fullyrða það, en þá er skörin farin að færast upp í bekkinn og það með skítnum á, ef vanþekking- armyrkrið væri orðið svo svart í landinu, að orð þessara manna töluðu veruleikanum hærra. Eðli staðreyndanna verður samt við sig, en þær kveða upp sinn þunga dóm yfir valdhöfum nið- urlægingartímabils síðustu ára, og almenningur mun taka undir með staðreyndunum fullum hálsi. Það þýðir þvi ekki fyrir þess- ar „hetjur óttans“, að bregða við og reyna að vera átakaharðar. Almenningur tekur ó móti þeg- ar hann er leitað, og þau átök eru þung og seig. „Hetjur ótt- ans“ verða því að búa sig undir uppgjöfina, sem leiðir í Ijós að þeir Iíta illa út, og það svo að jafnvel þefurinn segir til sín. — Fitumagn Ðjúpa- víkupsíldap púm 20% FráDjúpavík er símað í morg- un, að þar sé heldurf gott veður, 12 stiga hiti en skýjað loft. Þessi skip lögðu þar síld í bræðslu í gær og í nótt: Baldur með 1488 mál, Garðar 2401, Kári 1437, Huginn I 724, Sur- prise 1535, Tryggvi gamli 1519, Hannes ráðherra 1400 og Bragi um 1500 mál. Fitumagn er nú um 20%. * I gær og í nótt komu til Hjalt- * eyrar: Jökull 1199 mál, Hjalteyrin 515, Ármann 881, Sæhrímnir 967, Gloria 699, Atlantsfarið 1430, Jón Stefáns- son 308, Gyllir 2045, Garðar 692, Belgaum 1800— 2000 mál. Sex skip komu inn í morgun, þ. á. m. Arinbjörn Hersir og Skallagrímar. . EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Siglufirði í morgun. Óhemju síldveiði er nú fyrir Norðurlandi. Skipin halda á- fram að streyma inn með full- fermi. Þessi skip komu i gær og í nótt: Skúli fógeti með 450 mál, Mars 500, Geir goði 500, Unnur 450, Þór 200, Geir 600, Sæbjörn 600, Njáll 500, Fylkir 600, Valbjörn 550, Grótta 650, Ilringur 200, Nanna 550, Björn austræni 500, Ilrönn 500, Gunn‘ björn 650, Venus 900, pðinn 300, Fylkir og Gyllir200, Hrefna 400, Auðbjörn 600, Einar þver- æringur 200, Þórir 500, Sæborg 500, Leo 550, Eggert og Ingólf- ur 650, Bjarki 1300, Víðir 500, Dagný 1400 mál- — Við rikis- versmiðjurnar bíða nú um 30 skip eftir löndun. Þrær SRP eru fullar, svo að ekki er hægt að landa nema við fjórar bryggjur, en það er nægilegt þróarpláss bjá SR 30 og SRN ennþá. Þráinn. lan 'ln kna Allur breski flugher™’ inu meö varaliöi og bjálparsveitum tek- ur þátt í æfingunum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Mestu flugheræfingar, sem nokkuru sinni hafa fram farið á Bretlandi, standa nú yfir, í þeim tilgangi aðallega, að komast að raun um, eftir því sem unt er, hversu árásarflugflota, er flygi inn yfir England, mundi verða ágengt — hvort flughernum breska mundi auðnast að hrekja hann á flótta, áður en honum tækist að leggja borgir landsins í rústir. Senni- lega eru þetta stórkostlegustu flugheræfingar, sem fram hafa farið í nokkuru landi. Flughersæfingarnar byrjuðu í gær og var veður fremur óhagstætt, en að undanförnu hafa gengið stormar og þrumuveður með miklum úrkomum yfir stór Iandsvæði. Við æfingarnar var landinu skift í tvö svæði, „Austurland“ og „Vestur- Iand“. Austurlands-flugherinn, sem hafði á að skipa 900 flugvélum, eltinga- og árásarflugvélum, átti að „brjótast í gegn“ og gera loftárásir á Vesturland. Sam- kvæmt tilkynningu frá flugmálaráðuneytinu, tókst ein- stöku árásarflugvélum að komast inn yfir Vesturland og gera árásir á borgirnar Swindon, Sheffield og Leeds. — í flugæfingunum tekur þátt allur heima-flugher- inn breski, með varaliði og hjálparsveitum í borgum, sem á að aðstoða, þegar loftárásir eru gerðar á borgir. Flugheræfingarnar standa Ýfir í a. m. k. 2 daga og er fylgst með þeim af athygli víða um lönd. Bretar búast við að fá við æfingarnar mjög mikilvæga reynslu, sem þeim megi að haldi koma við framtíðarskipulagningu loftvarnanna. United Press. Sir Kingsley Wood, flugmálaráðherra Breta, er tók við embætti af Swinton lávarði nú fgrir nokkru. Swinlon lá- varður átti sæti í lávarðadeild breska þingsins, og sætti það gagnrgni, þar eð ráðherrarnir eiga venjulega sæti í neðri deild þingsins. Neðri deildin gagnrýndi einnig að ijmsu leijti stjórn hans á flugmálunum, en Sir Kingsleg Wood uppfyllir allar þær kröfur, sem þingið gerir til flugmálaráðherrans, og hefir tekið flugmálin mjög föstum tökum, frá því er hann tók að sér yfirstjórn þeirra. Leslie Hore-Belisha, hermálaráðherra Breta, er Gyð- ingur að ætt, en hefir sýnt milc- inn dugnað í stöjrfum 'sí'num frá upphafi, Hann heimsótti Mussolini til Rómar í apríl- mánuði síðastliðnum, til þess að ræða við hann um ýms deilumál Itala og Breta, en þá hafði breskur ráðhera ekki komið til Italíu í þrjú ár. Nú nýverið hafa deilur hans og Duncans Sandy’s, tengdasonar Winston Churchill vakið hina mestu eftirteekt nm heim all- an og miklar æsingar í Bret- landi. Japanska stjörnin telur ágreinmginn vifi Rnssa óverulegan. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Japanska utanríkismálaráðuneytið hefir birt yfir- lit yfir viðræður Shigemutsu og Litvinovs, án þess að gera nokkurar athugasemdir við það, sem þeim fór á milli. Samkvæmt yfirlitinu virðist Ijóst, að Shigemutsu og Litvinov hafi verið sammáia um það í grundvallaratriðum, að hætta vopnaviðskiftum út af deilunni og deilan verði leyst friðsamlega með beinum, stjórnmálalegum viðræðum. Hinsvegar er ágreiningur um Hungchung samninginn og hvernig ganga beri frá merkjum á landamærunum og hvar skuli setja þau. United Press. Beitiskipið „Emden“ kemur hingað á morgun. BEITISKIPIÐ „EMDEN“. Eins og getið hefir verið um í Vísi lagði beitiskipið „Emden“ af stað nú fyrir nokkuru í för til ýmsra landa Evrópu, en á morgun kemur það liingað, og gefst mönnum þá kostur á að sjá hið glæsilega skip. Skipinu var hleypt af stokkunum hinn 7. janúar 1925 og tek- ið í notkun 15. október sama ár sem skólaskip nýliða. Burðarmagn skipsins er 6000 tonn, lengd þess á vatnsborði 150.5 metrar og breiddin 14.3 metrar, en það ristir 6.2 metra. Á skipinu eru 630 menn, þar á meðal 30 yfirforingjar, 105 undirforingjar og 155 nýliðar til náms. Skipið er búið vopnum svo sem hér segir: 8 fallbysum 15 cm., þremur byssum 8.8 cm. og tundurskeytabyssum. Skipið mjög rambyggilegjt og vandað Á árunum 1926—1938 hefir skipið farið í‘ átta ulanlands- ferðir til allra álfa heimsins, en að þessu sinni kemur það frá Noregi hingað til lands, en held- ur því næst til Azoreyja og Mið- jarðarhafsins. Um miðjan des- ember n. k. mun skipið halda lieimleiðis úr ferð þessari, þann- ig að ferðin mun taka 4% mán- uð. Aðaltilgangur ferðarinnar er að þjálfa nýliðana og aðra starfsmenn, en að ferðinni lok- inni munu fara fram próf. Skipherrann er Wever sjó- liðsforingi, en liann tók m. a. þátt í sjóorustunni við Vendel- skaga, og var þá á kafbáti, en eftir stríðið hefir hann dvalið í París, Madrid og Lissabon sem flotamálasendiráð. Þetla er þriðja skipið í þýska flotanum, sem nefnist „Emd- en“, en við nafnið munu ýmsir íslendingar kannast, með því að i heimsstyrjöldinn kom það mjög við sögu, undir stjórn hins fræga sjóliðsforingja Mullers. Fyrsta skipið, sem nefndist „Emden“ var í flotadeild Spee greifa og admiráls í Tsingtau, en í byrjun styrjaldarinnar var gengur alt að 29 sjómílur og er alla staði. það sent til Indlandsliafs, en var skotið í kaf af enska beitiskip- inu Sidney hinn 9. nóv- 1914, en bafði þá unnið mörg afrek þjóð' sinni til handa. Annað skipið, sem einnig nefndist „Emden“, tók þátt í or- ustunni við Baltisku-eyjarnar árið 1917, en var sökt i Scapa- flóa ásamt öðrum skipum þýska flotans árið 1918. Ódýjp útvarps- tæki. Berhn, 6. ágúst. — FO. Hin 15. þýska útvarpssýning var í gær opnuð í Berlín. Sér- staka atliygli vekja á þessari sýningu hin nýju 35 marka við- tæki, sem nú verða framleidd i mjög stórum stíl. Þýskaland hefir nú 9.5 miljónir útvarps- hlustenda og stendur því fremst allra Evrópulanda að því leyti. Tala útvarpslilustenda jókst um 15% síðastliðið ár. í ræðu, sem dr. Göbbels liélt við þetta tæki- færi lýsti hann yfir því, að Þýskaland stefndi nú að því að verða mesta útvarpsland heims- ins. Sjómenn síldveiðaflotans í Campbeltown gera vepkfall. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Sjómenn í fiskiflotanum í Campbeltown, mestu síldveiðastöð í Vestur-Skotlandi, hafa gert verkfall til þess að mótmæla þeirri tilraun, sem breska síldveiðiráðið er að gera, til þess að tak- marka síldveiðarnar. Sjómenn á fiskiflotanum hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki fara á sjó, nema síld- veiðaráðið hætti við ákvörðun sína. Búist er við, að sjó- menn í öðrum höfnum Skotlands fari að dæmi sjó- mannanna í Capbeltown. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.