Vísir - 09.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Eristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. '(Gengið inn frá Ingólfsstræti'). Simar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Berum orð- um sagt. h kærurnar á hendur útvarps- “ stjóranum, sem svo mjög liefir verið rætt um að undan- förnu, og þó meira manna á meðal en opinberlega eða í blöð- unum, eru nú orðnar svo kunn- ar, að því verður tæplega kom- ið við framar, að ræða þær „undir rós“. Það hefða þó tví- mælalaust verið æskilegra, að engar opiniierar umræður hefðu þurft að verða um þetta mál. En hjá því hefir ekld orð- ið komist, sökum þess, að rík- isstjórnin, eða sá ráðherrann, Sém um málið á að fjalla, virt- ist einráðinn í þvi, að öðrum kosti að láta það á engan hátt íil sín taka, leiða alveg hjá sér að komast fyrir það, hvað hæft mundi í sakargiftunum á hend- ur útvarpsstjóranum og drepa málinu á dreif með öllu. Málgagn rikisstjórnarinnar hefir legið Vísi mjög á hálsi fvrir það, að hann hafi farið með róginælgi „undir rós“ um útvarpsstjórann í sambandi við þessi kærumál. Það hefir verið gefið í skyn, að það væri „róg- mælgi“ ein, að nokkur slík „kæra“ hafi borist ríldsstjórn- inni, sem Vísir hafi vitað til, og skorað á hann að birta þá „kæru“. Nú hefir málgagnið sjálft gert það opinbert, að kæra þessi sé þegar orðin þriggja mánaða gömul, og í bréfi útvarpsstjóra til kennslu- málaráðuneytisins, sein það birti s.I. laugardag, er nafn- greind stúlkan, „sem kæruna sendi“, og lcæran hefir þegar verið birt í öðru stuðningsblaði ríkisstjórnarinnar. Það er því ekki um það að villast, að þessi kæra hefir komið fram, og held- m’ ekld um það, að það kunni að hafa verið ætlun ráðherra, sem kæran var send, að stinga henni alveg undir stól- Og er þá alt staðfest, sem Vísir hefir um þetta mál sagt „undh* rós“. En hvað er það þá ,að öllu rósamáli sleptu, sem útvarps- stjóranum er gefið að sök í þess- ari kæru, og forsætisráðherr- ann bersýnilega hefir litið svo á, að mætti vera óátalið með öllu? Stúlkan, sein kæruna sendi, sakar útvarpsstjórann um það, að vísu ekki berum orðum, en þó svo skýrt, að ekki verður misskilið, að hann hafi reynt að fá hana til „fylgilags“ við sig, með því að gefa henni fyrirheit um góða stöðu hjá Ríkisútvarp- inu. Eða með öðrum orðum, að hann hafi ætlað að selja henni stöðuna fyrir blíðu hennar. Þessi kæra barst kenslumála- ráðuneytinu eða forsætisráð- herra í byrjun maímánaðar s.l. En ráðherrann sinti hemii að engu. Hinsvegar brá útvarps- stjórinn svo fljótt við sem liann mátti, eins og sjá má af bréfi lians til ráðuneytisins, sem áður er getið, þar sem hann segir: „Jafnskjótt og eg kom úr ulan- íór minni, eða 14. júní sl., vís- aði eg stúlku þessari á brott úr stofnuninni". Og verður ekld betur séð, en að ráðherrann liafi látið sér það vel líka. Réttum mánuði siðar, eða 13. júlí, virð- ist ráðlierrann þó hafa rankað við sér um það, að vel mundi fara á því, að senda útvarps- stjóranum kæruna „til umsagn- ar“, og það gerði hann. En af því hefir orðið sá ái’angur, að útvarpsstjórinn hefir að sögn á- kveðið að höfða meiðyrðamál á hendur stúlkunni. Og við það á að sitja. Að sjálfsögðu neitar útvarps- stjórinn því slatt og stöðugt, að nokkur fótur sé fyrir sakargift- um stúlkunnar á hendur hon- um. En það verður eldd séð, að ráðherrann liafi tahð þess nokk- ura þörf, að fá slíka yfirlýsingu frá honum, fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir að kær- an barst honum í hendur, og hálfum mánuði eftir að stúlkan hafði borið sig upp við ráðuneyt- ið yfir því, að hún liefði verið svift starfi sinu. Ef útvarps- stjórinn hefði ekki verið svo röggsamur, að svifta stúlkuna starfi þegar í stað, er honum varð kunnugt um kæruna og stúlkan ekki þurft að kvarta yf- ir þvi, þá mætti ætla, að ráð- herrann hefði látið rnálið al- gerlega kyrt liggja og alls enga þörf talið á að gi’afast nokkuð eftir þvi, livað liæft mundi í kærunni, jafnvel ekki einu sinni að spyrja útvarpsstjórann sjálf- an um það. Svo virðist þó, að full ástæða hafi verið frá upphafi til þess, að ráðherrann léti rnálið ekki afskiflalaust, nema þvi að eins að liann telji að það skifti engu máli og megi vera óátalið með öllu, þó að forstöðu- menn ríldsstofnana reki slika kaupsýslu sem útvarpsstjórinn er sakaður um ? Slldveiðarnsr. Frá Djúpavik var símað i morgun, að Baldur og Kári hefðu komið inn með 1600— 1700 mál hvor. — í bræðslu eru komin 64.000 mál. Saltað hefir verið í 6000 tn. 15 stiga hiti var á Djúpavík í morgun og gott veður- Frá Hjalteyri var símað í morgun, að b.v. Gullfoss hefði komið inn í nrorgun og nokkrir vélbátar. Á Hjalteyi-i eru komin 130.000 mál í bræðslu og 20.000 á Hest- eyri. 1 EINKASKEYTI TIL YÍSIS. Siglufirði, í morgun. í gær og nótt komu þessi skip og lögðu síld í bræðslu: Sjöfn 450 mál, Gunnbjöm 600, Óðinn og Ófeigur 600, Hilmir 450, Keilir 100, Eggert og Ingólfur 250, Vestri 480, Herjólfur 300, Frigg 300, Hrönn 600, Jón Þor- láksson 500, Nanna 500, Gull- toppur 300, Þorgeir goði 500, Sæbjörn 300, Muninn 300, Gu- ide me 700, Valbjörn 600, Pét- ursey 800, Njáll 450, Svanur 160, Höfrungur 300, Geir goði 500, Víðir og Reynir 300, Björn 300, Grótta 400, Árni Árnason 550, Skúli fógeti 300, Þór 220, Mars 500, Fylkir 550, Hvitingur 200, Þorsteinn 200, Brynjar og Skúli fógeti 250, Alden 850, Erna 1000, Minnie 500, Hösk- Japanlr gera loitárásir á Kanton. Eini stríðsianginn, sem íékR að bera vopn i íangabfiðnm. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Kínverska stjórnin hefir tilkynt opinberlega í Hankow, að Kínverjar haldi áfram gagnsókn sinni, sem þeir hófu fyrir skemstu á vinstri bakka Yangzefljóts. Kínverjar hafa nú byrjað árásir á Hwanghei og Paihu, en báðar þessar borgir hafa Kín- verjar nú umkringt. Þeir hafa tekið Ljónshæðina, 17 enskar mílur fyrir vestan Kiu-Kiang, en hæð þessi er mikilvægur staður frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þá hafa flugmenn Kínverja haft sig mjög í frammi og haldið uppi stöðugum árásum á herskip Japana á Yangtze-ánni. Hafa sprengikúlur þeirra valdið miklu tjóni á fjórum japönskum herskipum, sem voru stödd nokkuru fyrir neðan Pengtseh. Þá hafa flugmenn Kínverja sökt japönskum her- flutningabátum í tugatali á Yangzeánni, er Japanir voru að gera tilraunir til þess að setja lið á land á bökk- um fljótsins, hinu aðþrengda liði sínu til stuðnings. Tókst flugmönnum Kínverja að miklu Ieyti að koma í veg fyrir þetta áform Japana og segja sjónarvottar, að yfirborð árinnar hafi verið þakið líkum og braki úr flutningabátunum. Japanir hafa byrjað stórkostlegar Ioftárásir á Kan- ton. Var hin fyrsta í gær. í morgun klukkan 9 flugu 25 japanskar flugvélar yfir borgina og vörpuðu sprengi- kúlum yfir hana, einkum í nánd við rafmagnsstöðina. Einnig virðast þeir leggja mikla áherslu á að eyðileggja elstu vatnsleiðslu borgarinnar, en hinar eru þegar eyði- lagðar. Er borgarbúum voði búinn, ef vatnsleiðslan verður eyðilögð. Þá hafa flugvélar Japana varpað sprengikúlum á Saikuan, sem er úthverfi í Shameen, og búa þar margir útlendingar. Urðu þeir að leita skjóls í neðanjarðar- byggingum. — Manntjón varð ógurlegt í loftárásum þessum. United Press. Japanir telja allt með kyrrom kjSrom á landa- mærnm Manctmkuo. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt símfregnum frá Tokio í morgun hefir utanríkismálaráðuneytið enn sent Shigemut- su, sendiherra Japana í Moskva, nýjar fyrir- skipanir. Mun hann halda áfram viðræðum sínum við Litvinov í dag. Utanríkismálaráðuneytið í Tokio tilkynti einnig í morgun, að alt hefði verið með kyrrum kjörum í Chan-ku-feng í morgun, hlé hefði orðið á bardögum þar, en rússneskar flugvélar væri stöðugt á sveimi yfir landamærunum. Fregn frá Shanghai hermir, að útvarpsstöðin í Kha- barovsk í Síberíu hafi birt opinbera tilkynningu, sem í stóð m. a.: „Hinir hugdjörfu flugmenn vorir hafa gert loft- árás á borgina Kojo og að kalla má lagt hana í rústir.“ United Press. uldur 400, Sæhrímnir 900, Freyja 500. — Mikið af síldinni veiddist rétt fyrir utan Siglu- fjörð og komu sum skipin tvisvar inn í gær með síkl. Sölt- un er nú aftur byrjuð af krafti, en liefir verið lítil undanfarna daga. Þráinn. Blaðamönnuin var í gærmorg- un boðið að skoða beitiskipið Emden, sem kom um kl. 9 þá um morguninn. Er skipið bygt 1925 og þvi allgamalt, eftir þvi, sem tíðkast með herskip, en bef- ir allan timann verið notað sem skólaskip. Skal hér ekki f jölyrt um skip- ið sjálft, enda var því lýst hér í blaðinu sl. laugardag. Herskipsnafnið Emden er mjög frægt orðið frá þvi í stríð- inu, en þá gerði Emden (3600 smál.) mikinn usla í skipakosti bandamanna á Indlandsbafi og óttuðust allir farmenn að verða á vegi Emden. Skipstjóri var von Muller- Emden I var eyði- legt við Cocoseyjarnar 9. nóv. 1914 og var von Múller meðal Mikil eftirspnrn eftir síld í SvífijóS- Einkaskeyti frá Kaupmannahöfn í gær. Frá Gautaborg kemur frétt um það, að eftir að innflutn- ingsbann á síld var afnumið, liafi tvö norsk gufuskip og eitt sænskt, skipað þar upp 15.000 tunnum af síld, veiddri á ís- landsmiðum, sumpart saltaðri á íslandi, en að nokkuru leyti frá norskum veiðileiðangrum. Verðið er 23 kr. á tunnu. Eftir- spurn er nú eftir síld i Svi- þjóð, því að gömlu síldarbirgð- arnar eru uppgengnar. * þeirra, er voru teknir til fanga, ien 132 skipverja féllu, er skip- ið var eyðilagt. Allir skipverjar, er lifs komust af, fengu að bæta Emden aftan við nöfn sín, en Bretar gerðu von Múller þann lieiður, sem þeir sýndu eng- um öðrum stríðsfanga sinna: Hann fékk að halda öllum vopn- um sínum, meðan bann var fangi þeirra. Emden II söktu Þjóðverjar sjálfir i Scapa Flow, eins og öðrum hersldpum sínum, þar eð þeir vildp elckii að þau félli í liendur Bandamönnum. Það gerðist 21. júní 1919. Síðan hef- n* suinurn þessara skipa verið náð upp aftur. Emden II var hleypt af stokkunum árið 1915, Nafnið Emden er frá hafnar- borg við ósa Emsár, skamt frá landamærum Hollands. Emden er heldur minni horg enReykja- vík og er mikil fiskiveiðamið- stöð. . . , Emden verðm’ hér til föstu- dags, fer þá beint til Azor-eyja, þaðan til Bermuda, Austur- India o. v. Á, fimtudagskveld kl. 8 keppa skipverjar við Val, eins og sagt var frá í Vísi í gær. —• Meðal skipverja er einnig góður vatnsknattleilcsflokkur og hand- knattleiksflolckur, enda betri að- staða til slíkra æfinga á skipinu en knatLspyrnu. Hljómsveit skipsins mun leilca fvi'ir ahnenning fyrir framan Mentaskólann í lcvekl kl. 6, ef véður leyfir. NÝJA MAURETANIA. Smíði hinnar nýju Mauretaniu, hins nýja Atlantsliafsfars Cu- nard White-star Line, er nú vel á veg komið. Sldpið er smiðað í Birkenhead-sldpasmiðastöðiuni á Englandi og þar var því lileypt af stokkunum ineð mikitli viðliöfn. Var það lafði Bates, lcona forsela Cunard Wliite Star Line, sem gaf skipinu lieiti — en það er nefnt eftir liinu fræga skipi Mauretania, sem um mörg ár liafði „bláa bandið“, þ. e. hafði met í siglingum yfir Norður-Atlantshaf, en Mauretania var orðin gamalt slcip og var tekið úr notkun fyrir 1—2 árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.