Vísir - 10.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 10.08.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Utvarpsstjórahneykslið er augna- Miksmynd af réttarfarsmálunum, og forsætisráðherrann ætti að segja af sér. Vísir hefir þrávegis vakið athygli á því að framkoma forsæt- isráðherra, Hermanns Jónassonar, í útvarpssstjóramálinu væri með þeim hætti, að stórlega væri misboðið þeim virðingarsess, sem hann skipar í augum þjóðarinnar. En þó keyrir um þver- bak þegar hann, eða málgagn hans, Nýja-dagblaðið, tekur til varna í málinu í gær, og reynir að þvo af honum svarta blett- inn með hreinum og fáránlegum blekkingum. Vísir gat þess í gær að hann myndi gera blekkingum þessum nokkur skil. — BROT ÚTVTRPSSTJÓRANS OG LAGALEG SKYLDA RÁBHERRANS. Forsætisráðherrann hefur grein sína á því, að nú hafi út- varpsstjóri tilkynnt, að hann muni höfða meiðyrðamál gegn Jórunni Jónsdóttur og öllum megi vera ljóst, nema ritstjói*a Vísis, að það skifti engu máli, hvort forsætisráðherrann hlut- ist til um að opinber rannsókn verði látin fram fara, eða að útvarpsstjórinn fari i eirikamál, 9imeð því að niðurstaðan jVerður hin sama, hvor leiðin sem valin er", en hefði hann hlutast til um sakamálsrannsókn, væri um leið tekin fyrirfram afstaða til máls- ins frá hans hendi. Áður en vikið verður sér- staklega að þessum fullyrðing- um forsætisráðherra, mun Visir rekja að nokkru hvort ástæða sé til opinberrar rannsóknar, og ef svo er ekki, hvort telja má að einkamál sé eðlileg lausn þessara kærumála. Kemur þá fyrst til álita hvað i kærunni felst og hvort málið sé þar skýrt til fullnustu. Eins og getið hefir verið um i Vísi, og með skirskotun til bréfs Jór- unnar Jónsdóttur til forsætis- ráðherra, dags. 30. júní sl., hvatti ráðherrann hana til að gefa skýrslu um deilumál henn- og útvarpsstjóra, og lofaði að rétta hlut hennar, þannig að hún yrði engum órétti beitt frá hendi útvarpsstjórans. Kæra þessi virðist síst ber- orð, en þó skín i gegn um hana að útvarpsstjóri hefir viljað láta stúlkuna fá góða stöðu innan útvarpsins gegn þvi, að hún greiddi úr fyrir honum á ann- an hátt, og i lok skýrslunnar segir svo: „Einna verstan tel eg þó morgunheimsóknir hans (þ. e. útvarpsstjórans), þar sem hann gerir mér um það leyti, sem hann er að hrekja mig frá starfi, með því að þá mátti ætla að eg væri veikust fyrir og kynni að fást til fylgilags við hann." Hér er það greinilega fram tekið, hvað hefir vakað fyrir útvarpsstjóranum, en lýsingin á „tejaiik" hans í þessum málum er hvergi gefin með svo berum orðum í skýrslunni, og virðist því nokkuð undandregið af við- skiftum hans og stúlkunnar. Þá ber þess að gæta, að hér á í hlut yfirboðari og undirgef- in, en það hefir til þessa þótt vafasamt atferli hér i landi, er yfirboðari beitir aðstöðu sinni sér til framdráttar í þessu efni, og alment mun litið svo á, að taka beri hart á slíku atferli. Það þrerit, að skýrslan er ó- fullkomin og að hér á í hlut yf - irboðari og undirgefinn, — og yfirboðarinn er auk þess em- bættismaður, — gefur ástæðu lil frekari rannsókna, ef réttlætið á að vera trygt, og þótt ráðherr- ann hafi ekki fundið sérstaka grein í hegningarlögum, sem brot þetta mætti heimfæra und- ir, mætti benda honum t. d. á 186. gr. hegningarlaganna, sem hér getur komið til greina, en hún er svohljóðandi: „Hver, sem með sauruglegu athæfi særir blygðunarsemi manna, eða er til almenns hneykslis, skal sæta fangelsi við, vatn og brauð eða betrunarhússvinnu." Mætti emxfremur vekja athygli ráðherrans á 13. kap- hegning- arlaganna, sem hljóðar um af- brot í embættisfærslu. Hér að framan hefir verið sýnt fram á, að full ástæða er til opinberrar rannsóknar, mið- að við skýrslu þá eina, sem fyr- ir liggur, en getur ráðherrann ekki hugsað sér þann mögu- leika, að útvarpsstjórinn hafi reynt að beita aðstöðu sinni við- ar en hjá þessari stúlku, og gæti ekki farið svo, að opinber rann- sókn málsins leiddi slíkt i ljós? Eins og málið liggur fyrir, er það ekki upplýst til fulls og það verður aldrei upplýst til fulls, nema með opinberri rannsókn, en fram á það verður sýnt síðar. EINKAMÁL EÐA OPINBER RANNSÓKN. Eins og getið var um hér að framan, getur ráðherrann þess i grein sinni, að enginn eðlis- munur sé á einkamáli og opin- berri rannsókn, hvað niðurstöðu snertir i þessu: efni, en með því að hlutast til um opinbera rann- sókn hefði liann tekið fyrir- fram-afstöðu. Allt er þetta þvættingur, sem löglærðum manni er fylhlega ósamboðinn, og sannar það eitt, að ráðherr- ann hefir þegar tekið fyrirfram- afstöðu, til þess að bjarga lrin- um brotlega flokksbróður sín- um og uppáhalds embættis- manni. Sá er meðal annars munur einkamála og opinberra mála, að i einkamáli er það stefnandi, sem ræður málssviðinu, þ. e. a. s. markar nakvæmlega i sátta- kæru og stefnu atriði þau, sem hann i þessu tilfelli telur meið- andi fyrir sig, og um þau at- riði ein snýst málið, enda gætir dómarinn þess, að menn blandi þar ekki öðrum, atriðum inn i- Við opinbera rannsókn hefir dómarinn lrinsvegar óbundnar hendur, en honum ber skylda til' að upplýsa málið í öllum at- riðum, jafnvel þótt að eins um grun sé að ræða — og getur beint rannsókninni að fleiri brotum, en hún beindist upp- haflega að, en aðilar málsins ráða þar engu um. 1 einkamáli má þegar i upp- hafi málsins taka aðilaskýrslu og myndi því útvarpsstjórinn sjálfur verða að leysa frá skjóð- unni, ef hann vildi bjarga máli sínu, en hann getur einnig tek- ið upp á því, að mæta alls ekki HERMANN JÓNASSON. fyrir réttinum, eða mæta og þegja, og er ekki unt að beita öðrum refsiaðgerðum við hann en sektum, sem óverulega þýð- ingu hafa, en i opinberu máli verður hann að svara þeim spurningum, sem fyrir hann eru lagðar, en þrjóskist hanri við og rieiti að svara, getur dómarinn úrskurðað hann i varðhald, þar til honum liðkast um málbeinið. Vitni, sem mæta i einkamáli, geta þrjóskast við að svara, og borið aðstöðu sinni við, og feng- ið úrskurð dómara fyrir þvi, að þeim beri ekki skylda til að svara spurningum, sem þeim kemur illa, t. d. vegna stöðu þeirra, og við útivist vitna liggja að eins sektir. Hinsyegar getur dómari i opinberu máli þving- að vitni til að mæta með lög- regluvaldi og leysa úr spurn- ingum á sama hátt og aðila máls, og oft er það svo i opin- beru máli, að ekki er hægt að segja um með vissu hver er að- ili og hver vitni, fyr en málið er upplýst. Slík vitni getur dóm- arinn einnig úrskurðað í varð- hald upp á vatn og brauð, þar til þau svara spurningum. Þá má geta þess, að í einka- málum öllum er mikill seina- gangur, og stefnandi getur dreg- ið málið von úr viti, án þess að unt sé að koma i veg fyrir það, en í opinberu máh ber rann- sóknardómaranum skylda til lögum samkvæmt að hraða gangi málsins svo sem frekast má verða. Við einkamál öll er verulegur kostnaður, bæði réttargjöld og þóknun til málfærslumanna, en í þessu máli, sem hér um ræðir, yrði kostnaðurinn óhemju mik- ill, vegna allra þeirra vitna, sem nauðsyn ber til að leidd verði, svo og úrskurði um vitnaskyldu þeirra o. fl. o- fl., en allan þenn- an kostnað verða aðilar að greiða. Allan kostnað í opinberu máli greiðir ríkið sjálft, en sak- araðilar þurfa engin gjöld að greiða meðan á rannsókn stend- ur. — Af öllu þessu Ieiðir það, að oft og einatt er engin leið til að afla nauðsynlegra gagna ogupp- lýsinga í einkamáli, en dómur- inn byggist á því einu, sem fyrir lijggur upplýst í málinu, og þarf því ekki að vera réttur, þótt hann sé það samkvæmt upplýs. ingum þeim, sem fram hafa komið. Þótt dómarinn viti bet- ur, verður hann að dæma eftir þeim einum upplýsingum, sem fyrir liggja í málinu. . Af öllu þessu er auðsætt, að ráðhei*rann, eða málgagn hans, talar gegn betri vitund; er hann telur rétt stúlkunnar að fullu trygðan með niðurstöðu einka- máls. Viðvíkjandi þeirri fullyrðingu ráðheri-ans, að hann hefði tekið fyrirframafstöðu til málsins, ef han hefði fyrirskipað opinbera rannsókn, er því að svara, að það er með öllu rangt. Opinber rannsókn getur bæði leitt til sýknu og sektar, og til máls- höfðunar kemur aldrei, leiði málshöfðunin sýknu aðila í Ijós. Sé það svo,að saklaus mað- ur sé grunaður um glæp er hon- um beinn greiði ger, ef opinber ransókn er látin fram fara, með því að þá fær hann fulla upp- reist, en liggur ella undir grun. Hér er því að eins um kattar- þvott að ræða og leiðinlega neyðarvörn frá hendi ráðherr- ans, og ber honum bæði laga- leg en þó aðallega siðferðileg skylda til að taka mál þetta öðrum tökum, en hann hefir gert- VIRÐING STOFNUNARINNAR. Þegar þess er gætt, að út- varpið er ein af aðalmenningar- stofnununum þjóðarinnar, og ekki lrin þýðingarminsta, ber einnig að hafa það hugfast, að þar á að þróast memring, en eklri siðleysi, hvorki i verald- legu né andlegu lífi. Allir þekkja það andlega, en fáa hefir grunað að þar væru slík umbrot í veraldlega lífinu og nú er upplýst. Þann blett, sem fallið hefir á útvarpsstjórann verður hann að hreinsa af sér, en vikja ella úr stöðu sinni; en útvarpsstjórinn getur ekki krafist lrins, að hann fái fulla uppreist þótt sekur sé, og síst má ráðherrann ganga gegn gefnum loforðum' og gegn skráðum og óskráðum siðalög- málum þjóðarinnar, til þess eins, að bera rétt kærandans of- urliði. Af framanrituðu geta menn hinsvegar gert sér fulla grein fyrir því, að það er engum heigl- um hent að sækja rétt sinn i hendur Framsóknar. Hér á i hlut ung stúlka, — 17- ára, — umkomulaus og vinaf á,enda ný- flutt til bæjarins. Hún verður fyrir óvenjulegri áreitni af þeim manni, sem trúað er fyrir henni og er hrakin af honum úr einni stöðu í aðra og að lokum hrakin með öllu úr þjónustunni, með því að hún hefir hugrekki til að standa gegn áreitnimri. Myndi f orsætisráðherrann sætta sig við slikt framferði, ef dóttir hans ætti í hlut annarsvegar og ein- hver góður sjálfstæðismaður lrinsvegar? Vísir hefir búist við að riddaramenska ráðherrans gæti ekki latið svo lágt, sem raun er á orðin, og að hann gengi þannig gegri gefnum lof- (orðum stúlkunni til handa og skráðum og óskráðum lögum. Nú hefir bæst einn þáttur í þennan leik, sem sýnir enn bet- ur hve stúlkunni er gert ógreitt íyrir og hún afflutt i augum al- mennings. Við útvarpið hefir starfað maður að nafni Jón Ey- þórsson, — litill fyi-irhyggju- maður og nasbráður. Hefir hann verið; notaður til að flytjá súmarþætti í útvarpinu, og tek- ist það svo einstaklega ólánlega, að sliks munu engin dæmi, enda hefir) hann notað öll tæki- ifæri til að rægja andstæðinga framsóknar og getið sér lrið besta orð hjá þeim flokki fyrir það, hve prýðilega honum hefir tekist við að misbjóða almenn- ingi. Jón þessi var nú i fyrradag notaður til að skýra frá máli út- varpsstjórans i útvarpinu og gerði hann það á hinn lúaleg- asta hátt, með þvi að hann las upp kafla úr bréfi útvarpsstjór- ans, þar sem hann meðal ann- ars vikur að geðbrestum kær- andans, og fengu hlustendur þannig með öllu ranga hug- mynd um malið. Var hér um ósæmilegan róg að ræða, en HappcLpæ Háskól& Island Sjötti dráttur fór fram i dag og komu upp þessi númer. (Birt án ábyrgðar). 27 . . 100 7217 . . 100 12807 . 100 19032 . . 10© 73 . . 200 7222 . 100 12958 . 200 19169 . . 100 109 . . 100 7416 . 100 13006 . 100 19252 . 100O 175 . . 100 7505 . 100 13098 . 100 19230 . . 200> 186 . . 100 7551 . . 100 13117 . 100 19283 . . 100 285 . . 100 7566 . , 100 13140 . 100 19341 . . 100 441 . . 100 7701 . . 100 13285 . . 100 19366 . . 10O 586 . .100 7812 . . 100 13396 . . 100 19367 . . 100 739 . .] 100 7911 . . 100 13427 . . 200 19450 . . 100 814 . .; 100 8089 . . 100 13446 . . 100 19563 . . 10O 848 . . 100 8132 . . 100 13582 . . 100 19632 . . 100 849 . . 100 8160 . . 100 13618 . . 100 19636 . . 100 960 . . 100 8180 . . 100 13729 . . 200 19670 . . ÍOO 1097 . . 100 8212 . . 200 13761 . . 200 19782 . . 100 1258 . . 100 8234 . . 100 13840 . . 100 19783 . . 500' 1468 . . 200 8239 . . 100 13925 . . 100 19840 . . 100 1526 . . 100 8333 . . 100 13956 . . 100 19942 . . lOfr 1629 . . 100 8340 . . 100 13998 . . 200 19988 . . 100 1878 . . 100 8380 . . 100 14015 . . 100 20010 . . 10O 1822 . . 100 8431 . . 100 14022 . . 100 20057 . . 100 1886 . . 100 8447 . . 100 14378 . . 100 20146 . .: íoo 1997 . . 100 8467 . . 100 14436 . . 100 20227 . . 200 2014 . . 200 8493 . . 100 14480 . . 100 20229 . .: 500 2048 . . 100 8494 . . 100 14587 . . 100 20307 . . 10O 2129 . . 100 '8501 . . 100 14602 . . 200 20451 . . 100 2182 . .j 100 8677 . .: 100 14634 . . 100 20541 . .; 200 2320 . . 100 8717 . ;, 100 14756 . . 100 20737 . . 100 2354 . . 100 8796 . . 100 14758 . . 100 20852 . . 100 2446 . . 200 8801 . . 100 14853 . . 100 20986 . . 200 2490 . . 100 8844 . . 100 14940 . . 100 20990 . . 100 2496 . . 100 8878 . . 200 14975 . .; 100 21000 . . 100 2528 . . 200 8906 . . 200 15067 . . 100 21025 . . 100 2573 . . 100 8937 . . 100 15176 . . 200 21037 . . 100 2600 . . 100 8952 . . 100 15179 . . 100 21110 . . 100 2628 . . 100 8987 . . 100 15282 . . 200 21161 . . 500 2642 . . 100 8997 . . 100 15289 . . 100 21225 . .; 100 2780 . . 100 9020 . . 100 15344 . . 100 21298 . . 100 2854 . . 100 9052 . . 100 15647 . . 100 21337 . . 100 2898 . . 100 9085 . . 100 15511 . . 100 21386 . . 200 2946 . . 100 9104 . . 100 15727 . . 100 21421 . . 100 3217 . . 500 9145 . . 100 16034 . . 200 21487 . . 100 3343 . . 100 9368 . 5000 16038 . . 100 21509 . . 100 3529 2000 9402 . . 100 16044 . . 200 21525 . . 100 3740 . 100 9462 . . 100 16049 . . 200 21601 . 100 3890 . 100 9491 . . 100 16074 . 1000 21713 1000 3948 . 100 9527 . . 100 16077 . . 100 21832 . 100 4045 .. 100 9528 . . 100 16082 . . 100 21934 . 100 4098 . 100 9681 . . 100 16128 . . 100 22201 .. 100 4115 .. 100 9702 . . 100 16136 . . 100 22343 .. 100 4133 .. 100 9780 . . 100 16234 . . 500 22573 .. 100 4205 .. 100 9798 . 100 16291 . 500 22759 .. 100 4213 . 100 9873 . 100 16385 . 100 22888 .. 100 4223 .. 100 10169 . 200 16401 . 100 22916 . . 100 4299 .. 100 10306 . 100 16648 .100 22951 .. 100 4401 .. 200 10355 . 100 16716 .. 100 22969 .. 200 4434 .:; íoo 10327 . 100 16736 .. 100 23021 .. 100 4355 .. 100 10391 .. 100 16752 .. 100 23085 .. 100 4508 15.000 10586 .. 100 16757 .. 100 23116 . .; 200 4781 .. 100 10624 .. 100 16779 .. 100 23233 .. 500 4906 .. 100 10861 .. 100 16892 .. 100 23265 .: 100 4967 ..100 10883 .. 200 16921 .. 100 23304 .. 100. 5115 .. 100 10899 .. 100 16935 .. 100 23411 .. 100 5255 .. 500 11007 .. 200 16987 .. 100 23413 .. 100 5286 .. 100 11081 .. 100 17009 .. 100 23429 .. 100 5350 .. 100 11284 .. 200 17298 .... 100 | 23433 . 2000 5530 .. 200 11214 .. 200 17330 .... 100 23455 .. 100 5549 .. 100 11304 .. 100 17398 .. 200 23553 .. 100 5567 .. 100 11311 .. 100 17414 .. 200 23556 .. 100 5708 .. 100 11361 .. 100 17578 .. 100 23704 .r löO' 5739 .. 500 11428 .. 100 17835 .. 200 23754 .. 100 5779 .. 200 11552 .. 100 17858 .. 100 23995 .. 100 5857 .. 100 11588 .. 100 17966 .. 100 24036 .. 100' 6238 .. 100 11634 .. 100 18117 .. 100 1 24072 .. 100 6289 .. 200 11695 .. 100 18204 .. 100 | 24075 .. 100 6457 .. 100 11788 .. 100 18362 .. 500 24159 .. 200 6520 .. 100 11819 .. 100 18376 .. 100 1 24305 .. 100 6523 .. 100 11875 .. 100 18448 .. 100 24372 .. 100 6600 .. 100 11936 .. 100 18606 .. 100 24439 ... 100 6667 .. 100 11939 .. 100 18680 .. 100 24520 .. 100) 6894 .. 100 12043 .. 100 18724 .. 100 24543 .. 100 6940 .. 100 12305 .. 100 18781 .. 100 24584 .. 100 7002 .. 100 12378 .. 100 18821 .. 100 24661 .. 100 7063 .. 100 12494 .. 100 18864 .. 100 24731 .. 100 7091 .. 100 12515 .. 100 18897 .. 100 24782 .. 100 7105 .. 100 12603 .. 100 18913 .. 100 24835 .. 500^ 7131 .. 100 12637 .. 100 18946 .. 100 24839 .. 200 7155 .. 100 12701 .. 100 18983 .. 100 25000 2000: 7162 .. 100 12729 .. 100 ( sýnir hinsvegar, að framsókn telur mikils við þurfa, er flokk- úririn beitir slikum aðferðum til að níðast á stúlkunni. NÍÐURLAGSORÐ. Visir hefir að þessu sinrri gert grein þeirri, er Nýja dagblaði^ flutti í gær full skil, og þótfl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.