Vísir - 15.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÖ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. jRitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. ^Gengið inn frá Ingólfsstrætr). Bímar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 YcrS 2 krónur á mánuði. Lansasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Umturnun". Alþýðblaðinu sagðist svo frá á laugardaginn, að sænski verk- fræðingurinn, sem fenginn var til þess að alhuga Aætlanir bæj- orverkfræðinganna um hitaveit- niia frá Reykjum, hafi „um- turnað" þeim áætlunum svo gersamlega, að hann áætli síof n- kostnað hitaveitunnar 2,6 milj. kr. hærri en bæjarverkfræðing- arnir, miðað við það vatnsmagn, sem nú er fyrir hendi. Bæjar- verkfræðirigarnir hafa áætlað stofnkostnaðinn 3,5 milj., en sænski verkfræðingurinn 6,1 milj. Og til þess að færa mönn- um heim sanninn um þetta, birtir blaðið samanburð á áætl- ununum, lið fyrir Iið. En um það er ekkert að villast, að blað- ið sleppir vísvitandi að geta þess, að sú áætlun bæjarverk- fræðinganna, sem það tekur til samanburður, er um hitaveitu fyrir rúmlega HÁLFAN bæinn, en áætlun sænska verkfræðings- ins um hitaveitu fyrir ALLAN bæinn innan Hringbrautar! í áætlunum bæjarverkfræð- inganna var gert ráð fyrir því, að byrjað yrði á hitaveitunni með því að virkja það vatns- magn, sem nú er fyrir hendi á Reykjum (168 lítra á sek.), og fullnægja með þvi hitaþörfinni, eins og hún gæti mest orðið (í 15. st. frosti), í rúmlega hálf- um bænum, eins og hann er nú. Síðan átti að auka virkjunina, svo að hún nægði öllum bæn- um, þegar nægilegt vatnsmagn væri fengið til þess. í fyrstu virkjun áttí ekki að leggja nema eina vatnsæð til bæjarins frá Reykjum og götukerfi að eins i hálfan bæinn. Og það er þessi virkjun, sem bæjarverkfræðing- arnir áætluðu að mundi kosta 3,5 milj. krónur. Hinsvegar var sá möguleiki fyrir hendi og var vakið máls á honum á fundi í Verkfræð- ingafélaginu, er þar var rætt um skýrslu og tillögur bæjarverk- fræðinganna, að nota þetta sama vatnsmagn til upphitunar á öllum bænum, þó að með þvi yrði ekki fullnægt hitaþörfinni í meira frosti en 8 st. En það var þá upplýst, að á undanförnu 5 ára tímabili hefði meira frost en 8 st. aðeins komið fyrir í 20 sólarhringa alls, eða sem svarar 4 sólarhringa á ári. Jafnframt var þá einnig gert ráð fyrir því, að í meiri frostum yrði að nota kol til þess að fullnægja hita- þörfinni til þess ítrasta. Og upp frá þessu var gert ráð fyrir því, að virkjuninni yrði hagað þann- ig, eða að hitaveitan yrði gerð fyrir allan bæinn i fyrstu virkj- un. En á þetta hefir sænski verkfræðingurinn fallist, og um þá virkjun er áætlun hans gerð, en ekki um virkjun fyrir hálfan bæinn. Hitaveitusérfræðingur AI- þýðublaðsins, Emil Jónsson, nú vitamálastjóri, áfellist bæjar- verkfræðingana mjög fyrir það, að þeir vildu ekki láta sér nægja eina vatnsæð til bæjarins frá Reykjum, og taldi að engin þörf væri á að hafa þær tvær, og að eins til kostnaðarauka, enda myndi það vera neyðarúrræði, sem að eins væri gripið til af því, að vatn væri ekki nægilegt á Reykjum nú, og því ráðgert að virkja í tvennu lagi. Og auð- vitað gerði s;á „visi maður" ekki ráð fyrir því, að frá Krýsivík þyrfli að leggja nema eina æð. Þessu hefir nú sænski verkfræð- ingurinn „umturnað" algerlega fyrir Emil, og telur „það tæp- ast verjandí, að treysta á að eins eina lögn" frá Reykjum, og hvað þá frá Krýsivík! — En af þessu leiðir, að í áætlun hans er gert ráð fyrir tvöfaldri lögn frá Reykjum að Öskjuhlíð, og er á- ætlunarverð hans þá einnig að sjálfsögðu tvöfalt. Höfðu bæjar- verkfræðingarnir áætlað verð á einfaldri lögn 905 þúsund krón- ur, en sænski verkfræðingurinn áætlar verð tvöfaldrar lagnar 1830 þús., og munar þannig 925 þús. á þeim lið áætlunarinnar. Bæjarkerfið í rúmlega hálfan bæinn áætluðu bæjarverkfræð- ingarnir 1218 þús. krónur. Sænski verkfræðingurinn áætl- ar bæjarkerfi í allan bæinn 1995 þús. kr. Þannig er mismunurinn á þessum tveim liðum áætlananna samtals um 1700 þús. kr. Þar við bætist varahitamiðstöð um 456 þús. og hækkun á verk- fræðistörfum og ófyrirséðum útgjöldum, er stafar af heildar- hækkun kostnaðaráætlunarinn- ar 283 þús. kr. En allur þessi mismunur stafar af því, að á- ætlun bæjarverkfræðinganna, sem Alþýðublaðið notar í þess- um samanburði, er um hitaveitu fyrir rúmlega HÁLFAN (eða 60%) af bænum, en áætlun sænska verkfræðingsins um hitaveitu fyrir ALLAN bæinn. Bæjarverkfræðingarnir gerðu hinsvegar einnig áætlun um hitaveitu fyi'ir allan bæinn, þar sem gert er ráð fyrir tvöfaldri vatnsæð frá Reykjum að Öskju- hlið og fullkomnu bæjarkerfi. Ef sú áætlun er borin saman við áætlun sænska verkfræðingsins, sem réttara væri, þá kemur það einnig í ljós, að áætlun hans er í rauninni staðfesting á áætlun- iíffi þeírra. Það fer þannig f jarri því, að sænski verkfi'æðingurính hafi „umturnað" áætlunum bæjar- verkfræðinganna, þó að Alþýðu- blaðið reyni að umturna sann- leikanum þannig, að svo megi virðast! Áfengislagahrot íara mjög í vðxt. Á árunum 1926—1930 hefir tala ákærðra fyrir lögreglubrot riumið samtals 5.688, en á ár- unum 1931—35 hafa þau verið 8.714. Þar af hafa brotin verið 7.147 í Reykjavík en 1.567 utan Reykjavikur- Nálega helmingur ' allra kærðra lögreglubrota þessi ár, bæði í Reykjavík og utan Reykjavíkur hefir verið brot gegn áfengislöggjöfinni, þar af 314 ölvun á almannafæri. Hefir þessum brotum mikið fjölgað síðustu 5 árin frá næstu 5 ár- unum á undan (urri 45 %). Næst áfengisbrotunum kemurj röskun á almennri reglu og öryggi, sem er um Y^ allra ákærðra brota 1931—35 og hafa nálega tífald- ast frá næstu 5 árum á undan. En þar næst koma brot á bif- IMééí uekja mili ÓeiFdii* og liaiidtökup £ Efri-Scl&lesiu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. eræf ingar þær, sem nú standa f yrir dyrum í Þýska- landi, vekja mikla athygli um alla álfuna, og er talsverður uggur í mónnum víða, einkum í Frákklandi. Yfirleitt finst mönnum það gagnrýningarefni víðast hvar, hversu heræfingarnar verða í stórum stíl, en þær hafa verið mjög vandlega undirbúnar að undanförnu. En sökum þess, hversu stórf eldar og víðtækar heræf ing- arnar verða, mun uggur og ótti grípa um sig í álfunni og framtíðarhorfurnar verða ótryggari. Daily Telegraph kemst svo að orði, að enginn véfengi rétt Þjóðverja til þess að æf a her sinn, en vegna þeirrar æsingar, sem ríkjandi sé í álfunni, hefði verið heppi- legra, ef heræf ingarnar hef ði verið minna áberandi og ekki eins víðtækar og í ráði er, en við æf ingarnar hef ir herinn sama rétt og á styrjaldartímum, og getur tekið hvað sem er til sinna nota og látið borgara og bændur aðstoða sig eftir þörfum. Þjóðverjara halda áfram að auka víggirðingar sínar í Vestur-Þýskalandi af miklum krafti. Fregnir frá Varsjá, birtar í Lundúnablöðum, skýra frá því, að a. m. k. 500 þýskir verkamenn hafi verið handteknir í Efri-Schlesíu, þar sem Hitler er með leynd að koma upp öf Iugum víggirðingum. Handtökurnar fóru fram eftir að slegið hafði í bar- daga milli Gestapo-manna (pólitísku leynilögreglunn- ar) og verkamanna og námumanna, en námumenn voru sakaðir um að hafa dreift and-nazistiskum flug ritum út um Efri-Schlesíu. í flugritunum var farið hörðum orðum um nazista, fyrir vígbúnaðaráform þeirra, og verkamenn hvattir til þess að neita að vinna að þeim. United Press. Síldveiðarnar Afgreiðsla hjá síldarverksmiðjum rík- isins gengnr ágætlega og aðeins 5 skip bíða eftir lðndun. Samkvæmt fregnum frá Djúpavik í morgun kom Garð- ar í gær með 2000 mál og Hanries ráðherra með 1700 mál, sem voru losuð í nótt. — I nótt komu Huginn III. með 332 tn. í salt og 400 mál, línuv. Freyja með 180 tn. og 400 mál, Huginn II. með 500 mál og Málmey með 300 tn. Karlsefni var að koma með mikinn afla. Afli er heldur tregari, enda. kaldara í bili og torfurnar gisn- ari. Veiðin aðallega á Húnaflóa og Skagafirði. Verksmiðjan á Djúpavík hef- ir nú fengið um 100-000 mál og 7000 tn. í salt. Frá Hesteyri er símað, að Snorri goði hafi komið þangað á laugardag með 2292 mál. Til Hjalteyrar komu á laugard. Þorfinnur með 1421 mál, Kross- tindur 632, Arinbjörn hersir 1804, Skallagrímur 1341, l.v. reiðalöggjöfinni og öðrum lög- um og reglum um umferð, um % af brotunum 1931—35. Hef- ir þeim brotum í heild ekki fjölgað frá næstu 5 árunum á undan, en þungamiðja þeirra flust yfir á bifreiðarnar. (Hagtíðindi). Huginn 1240, Garðar 711, Gull- foss 1247. Alls um 8400 mál. I gær komu Krosstindur með 616, Hjalteyrin með 1178, Ólaf- ur Bjarnason með 1339 og Fjölnir með 856 mál. Til Hjalteyrar eru komin 152 þúsund mál og til Hesteyrar 25^2 þús. mál, eða samt. í báð- ar verksmiðjurnar svipað og í fyrra. . . o < Einkaskeyti til Vísis. Sigulfirði á laugardag. Þessi skip komu í gær og i nótt>Gulltoppur/Hafaldan með 300 mál, Skagfirðingur 850, Erlingur 2. 400, Njáll 600, Har- aldur 500, Hermóður 550, OIiv- ette 500, Eggert 250, ,Óðinn 200, Harpa 150, Þórir 400, Kári 500, Auðbjörn 400, Gulltoppur 600, Björn Austræni 300, Björn 550, Ágústa 400, Kristján X. 100, Frigg 150, Geiri 450, Gunnbjöm 600, Jón Þorláksson 800, Höfr- ungur 540, Anna/Einar Þveræ- ingur 550, Karl/Svanur 200, Hringur 850. Hjá Ríkisverksmiðjunum bíða nú 35 sldp með samtals 17000 mál. Allar þrær eru fullar og þurfa sldpin að bíða 2—3 sólar- hringa eftir löndun. Mörg skip hafa fengið síld í morgun og WILHELM KEITEL yfirhershöfðingi þýska hersins, er tók við stöðu von Blom- bergs, er hann féll i ónáð hjd Hitler, er talinn andvígur hin- um róttækari öflum innan naz- istaflokksins. Hefir heyrst, að Hitler vilji taka von Blomberg í sátt að nýju, gegn því, að hann slíti samvistum við konu þd, sem hann gekk að eiga, en hún er af borgaralegum sett- um, og bendir það í þá átt, að. nazistar séu ekki alls kostar ánægðir með Keitel og yfir- stjórn hans á hermálunum. Manntjón Rnssa og Japana. London í morgun- Samkvæmt hálfopinberri til- kynningu, sem birt var í morg- un, féllu 236 Rússar í bardög- unum um Chankufeng, en 611 særð.ust. Af Japönum féllu 600 menn, segir í hinni rúss- nesku tilkynningu, en 2500 særðust. (Samkvæmt japanskri tilkynningu, sem birt var fyrir nokkuru, var manntjón Rússa miklum mun meira en Japana). United Press. Wembley snnd^ métiin fokið. Sundmeistaramót Evrópu í Wembley, London, lauk á laug- ardaginn. í þeim sundum, sem Island tók þátt í, tóku þátt að eins 9 þjóðir af 28, sem lofað höfðu þátttöku og var því kepn- in afar-hörð. íslendingar kom- ust ekki í úrslitakepni, en Ingi Sveinsson, sem tók þátt í auka- kepni, varð þar þriðji, á undan Hollendingnum Gerkens. INGI SVEINSSON. Að eins einn Norðurlanda- maður komst i úrslitakepni i áð- urnefndum sundum, þ. e. Svíinn Björn Borg. Islendingarnir fengu ágætar viðtökur. Sundráð Reykjavíkur. (Samkv. símskeyti frá Erlingi Pálss^aii.) Reykjavíkur-mótið liefst í kveld. eru sum á leiðinni með full- fermi. Þráinn. Siglufirði í morgun. I gærkveldi var mikil síld á Haganesvík og komu mörg skip þaðan í nótt með síld til söltun- ar og i morgun hafa komið nokkur skip fullfermd þaðan með bræðslusild og fleiri vænt- anleg. Sögðu sjómenn svartan sjó þar af síld, en gisnar torf- urnar við Tjörnes. Hefir einnig frétst af allmikilli síld í morg- un. Veður er alls staðar gott. Löndun gengur vel í Rikis- verksmiðjunum og biðu kl. 10 í morgun aðeins 5 skip löndunar. Síðan á laugardag hafa eftirtalin skip lagt upp þar: Kristján X. 100 mál, Frigg, Akranesi, 150, Geir 450, Gunnbjörn 600, Jón Þorláksson 800, Höfrungur 540, Ai-thur og Fanney 400, Karl og Svanur 200, Gulltoppur, Vest- mannaeyjum, 300, Hringur 850, Gyllir og Fylkir 400, Ægir og Muninn 250, Eldborg 600, Anna og Einar 550, Unnur 350, Guide Me 400, Valbjörn 400, Harpa 200, Freyja 400, Frigg og Lagar- foss 80, Vébjörn 200, Gotta 600, Hafalda 400, Bjarnarey 650, Eggert200, Geir goði550, Nanna 500, Snorri 400, Gyllir og Fylk- ir 250. Þessi síld er að mestu leyti veidd á Skagafirði og á Haganesvík og sumpart við Tjörnes. — Þráinn. Fyrsti leikurinn í Reykjavik- urkepninni verður í kveld og hefst kl. 7V2< Eru það Fram og Valur, sem keppa í kveld og verður þetta vafalaust spema- andi og f jörugur Ieikur, þvi að eins og menn muna sigraði Val- ur á vítaspyrnu er þessi félög keptu á Islandsmótinu í vor. Kapplíðin verða í kveld svo sem hér segir: Valur: Hermann Hermanns- son, Frímann Helgason, Grim- ar Jónsson, Hrólfur Benedikts- son, Jóhannes Bergsteinsson, Guðmundur Sigurðsson, Ellert Sölvason, Egill Kristbjörnsson, Björgúlfur Baldursson, Þórar- inn Þorkelsson og Magnús Bergsteinsson. Fram: Þráinn Sigurðsson, Ólafur Þorvarðsson, Ragnar Jónsson, Sæmundur Gislason, Sigurður Halldórsson, Lúðvig Þorgeirsson, Jón Sigurðss., Jör- gensen, Jón Magnússon, Högni Ágústsson og Haukur Antonsen» K. R. er Reykjavíkurmeistari frá í fyrra. Dómari verður Guðjón Ein- arsson. M.s. Dronning Alexandrine fer norður og vestur i kveld. Meðal farþega verða: Sigríðui* Pálsdóttir, Eiríkur Ehíksson, Steingr. Björnsson og frú, Soff- ía Torfason, Sigurbjörg Krist- insdótth", Rebeldca Jónsdóttir, Anna Flygenring, Þór. Egilsson og frú o. m. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.