Vísir - 15.08.1938, Blaðsíða 3
VlSIR
Témskáldið I
próf. Bjarni Þorsteinsson 1
S2B
fyrv. prestur að Hvanneyri á Sigluiirði.
Þessi þjóðkunni mentaþulur
og snillingur lést á Landakots-
spítala 3. þ. m. 76 ára gamall úr
ellihrumleik og æðakölkun.
Hann er f æddur að Mel í Hraun-
hreppi i Mýrasýslu 14. okt.
1861 og kominn af bændafólki
í báðar ættir. Foreldrar hans,
Þorsteinn Helgason og Guðný
Bjarnadóttir, fluttust til Reykja-
víkur fyrir aldamótin, til þess
að auðveldara yrði að svala
mentaþrá barnanna, en þau
voru mentafús og likleg til
þroska. Árið 1877 kom séra
Bjarni i lærða skólann, og varð
úr því að sjá sjálfum sér far-
borða að mestu leyti. í skóla
skaraði hann fram úr i latínú.
Stúdent varð hann 1883 með
besta vitnisburði. Honum lék
hugur á að fara utan og stunda
latínunám og músík. En fá-
tæktin kyrkti allar þær vonir
hans.^Fór hann þá á prestaskól-
ann og lauk prófi 1888 og varð
sama ár prestur á Siglufirði. Er
það i fnásögur færandi, að eng-
inn einn prestur hefir þjónað
þeim söfnuði lengur síðan á
16. öld, en séra Bjarni hafði ver-
ið prestur safnaðarins samfleytt
í 47 ár, en lét af embætti vorið
1935.
Séra Bjarni er kunnastur
þjóðinni fyrir starf sitt i þágu
sönglistarinnar. I bókinni
„Starfsárin I" minnist höfund-
ur, séra FriðrikFriðriksson, for-
stjóri „K. F. Ú. M." á það, er
hann á ferð sinni um Sviþjóð
um aldamótin síðustu hitti tón-
skáldið og stúdentaskáldið
Gunnar Wemierberg. Honum
farast orð þannig: „Við áttum
langt samtal um ísland. Wenn-
erberg spurði mig eftir séra
Bjarna Þorsteinssyni á Sígju-
firði, og kvaðst mjög dást að
hátíðasöngvum hans og lögum
yfirleitt. Hann sagði, að sig
undraði það, að slikur maður
væri látinn sitja i fámenni úti á
landskjálka, i staðinn fyrir að
veita honum fé til að búa í
Reykjavík, til þess að hann geti
farið utan, er hann vildi."
Hínn frægi höfundur að
„Gluntarne" og „Hör oss Svea"
hafði þessa skoðun á séra
Bjarna. Slík viðurkenning frá
jafn merku tónskáldi og manni
er þung á metunum.
Hátíðasöngvarnir eða „ís-
lenskur Hátíðasöngur" eru
fyrstu frumsömdu tónlögin,
sem birtust eftir séra Bjarna á
prenti, og voru útgefin í Kaup-
mannahofn árið 1899. Samtímis
komu út 6 frumsamin sönglög
eftir hann, þar á meðal vinsæl-
ustu lögin hans eins og „Syst-
kinin, „Kirkjuhvoll" o. fl. Há-
ííðasöngvarnir eru enn sungnir
í kirkjum landsins á helgum
hátíðum, þar sem tök eru á að
syngja þá. Hljómarnir eru fagr-
ir og hátíðlegir. I þeim ér lyft-
ing og hátiðleiki, sem einmitt á
við á stórhátiðum kirkjunnar.
Reynslan í hálfan fjórða tug iára
hefir sýnt, að hátíðasöngvarnir
eru að skapi islensku þjóðarinn-
ar og eru þeir i fullu gildi emi i
dag.
Merkasta afrek séra Bjarna
er safn hans „Islensk þjóðlög".
Þetta er yfirgripsmikið verk
(nærri 1000 bls. með inngangi)
og hefir hann starfað að því i
25 ár (frá 1880—1905). Með
þessu verki hefir hann unnið ís-
lensku þjóðinni mikið gagn og
hefir hann reist sér með þvi ó-
brotgjarnan minnisvarða.
Hugur hans hneigðist snemma
í þá átt, að gefa íslenskum lög-
um gaum og læra þau. Á upp-
vaxtarárum hans fóru sönglaga-
hefti Jónasar Helgasonar að
koma út. Hami tók ef tir því, að
þar var undarlega fátt af ís-
lenskum lögum, sem hann hafði
lært heima i sveitinni. Hann
spurði einn og annan, hverju
þessu mundi sæta, og fékk ým-
isleg svör. Einn sagði: „Þetta
eru innlend lög og hvergi til á
nótum." Annar sagði: „Það er
ómögulegt að gefa slík lög út,
þvi það syngur þau hver upp a
sinn máta". Þriðji sagði: „Það
væri fallegt fyrirtæki, eða hitt
þó heldur, að fara að prenta
bannsett tvísöngsgaulið þeirra
gömlu karlanna." En hjá hon-
úm vaknaði löngum og styrktist
að mun, að kynna sér betur
þessi uppáhaldslög eldri mann-
anna, og færa þau i letur og
varðveita þau frá gleymsku og
glötun. Þegar i skóla byrjaði
hann að skrifa lista yfir þau
gömlu lög og innlend, sem hann
þá kunni, og síðan að safna
þeim. Hann hélt áfram að
safna ísl. þjóðlögum eftir að
hann var orðinn prestur á
Siglufirði árið 1888. Hann
komst brátt að þvi, að gömul
ísl. þjóðlög voru ekki að eins til
í minni eldra f ólks, heldur einn-
ig var á stöku stað i landinu dá-
lítið af skrifuðum þjóðlögum
frá eldri tímum, svo og i hand-
ritum á söfnum i Kaupmanna-
höfn. Árið 1895 sótti hann um
styrk til Alþingis til þess að
halda áfram að safna isl. þjóð-
lögum hér innanlands og fara
til Kaupmannahaf nar i þeim er-
indum, en fékk enga áheyrn,
enda var sú skoðun ahnenn, „að
hér væri ekki um auðugan garð
að gresja hjá oss Islendingum
að því er þjóðlög snertir", eins
og Ólafur Davíðsson kemst að
orði í bók sinni „Islenskar
skemtanir". Ennfremur höfðu
margir þá skoðun, að isl. þjóð-
lög væru eMci þess verð, að
þeim værí safnað, og því síður
að þau væru gefin út; þau væru
svo léleg og ljót, að þau væru
þjóðinni til minkunnar. —
Þetta var ekkí efnilegt. Hann
sendi þá próf. J. P. Hartmann,
tónskáldinu fræga, nokkur vel
valin sýnishorn af ísl. þjóðlög-
um og skýrði honum um leið
frá úrslitunum á þingi. Hart-
mann gamli hafði fullan skiln-
ing á mikilvægi málsins. Fyrir
hans atbeina og góð meðmæli
fékk hann þá nokkurn styrk hjá
kirkju- og kenslumálaráðuneyt-
inu danska, sem var bundinn
því skilyrði, að Alþingi veitti
1000 kr. styrk á móti. Þetta
marðist í gegn á þinginu. Fór
hann þá utan og rannsakaði
handrit á söfnum í Kaupmanna-
höfn, aðallega á safni Árna
Magnússonar. Siðan fékk hann
nokkurn styrk í 4 ár (1901—
1904) úr Carlsbergssjóði. Loks
veitti Alþingi honum 1000 kr.
utanfararstyrk árið 1904 og gat
hann þá dvalið lengri tíma ytra
en áður. Séra Bjarni þakkar
Hartmann gamla það mest, að
hann nokkurntíma fékk nokk-
urn styrk til þess að safna þjóð-
lögum, og þá einnig það, að
þetta verk varð nokkurn tíma
til og eins stórt og það er.
Eins og gefur að skilja, þá er
hægt að benda á ýmsa galla á
þessu stórvirki höfundarins, t.
d. leikur vafi á, hvort sum lögin
i bókinni séu islensk að upp-
runa o. fl. En það rýrir ekki
stærð verksins og gildi þess.
Þegar á það er litið, að eftir
miðja 19. öld, og laust áður en
séraBjarni tók að safnaísl.þjóð-
lögum, höfðu að eins verið gef-
in út 16 íslensk þjóðlög — og
allir voru það útlendingar, sem
það höfðu gert — þá getur hver
maður sagt sér sjálfur, hve mik-
ill sá þjóðarauður er, sem hann
með safni sinu hefir varðveitt
friá gleymsku og glötun, en í þvi
eru um 500 þjóðlög, sem hann
hefir skrifað niður eftir ýmsu
fólki, og flest þeirra voru að
falla i gleymsku og urðu a'ð
þoka fyrir erlendum lögum,
sem þá voru að ryðja sér til
rúms hér á landi og unga kyn-
slóðin gleypti við. Þjóðlögin eru
sum þegar orðin undirstaða nú-
tíðar listaverka.
Eins og kunnugt er, þá hefir
séra Bjarni ekki að eins lagt
mikinn skerf til íslensks kirkju-
söngs með hátíðasöngvunum,
heldur einnig með útgáf u sálma-
söngbókarinnar, sem við hann
er kend. Hún kom fyrst út ár-
ið 1903. Var henni vel tekið og
seldist brátt upp. Viðbætir við
hana kom út árið 1912- I hoii-
um eru 85 sálmalög, sem ekki
höfðu verið notuð i islenskum
kirkjusöng. Er þetta mikil við-
bót, og reyndist góð og þörf við-
bót því mörg lögin eru nú í
miklu uppáhaldi. Eg nefni að
eins eitt þeirra: „A hendur fel
þú honum". Sáhnasöngbókin
var gefin' út í einni bók árið
1926. Það hefir verið bent á
það, að hann hafi tekið í sálma-
söngbókina einstaka lag, sem
ekki er með kirkjulegum blæ,
eins og „Meðal leiðanna lágu",
eftir Kuhlau, „Guð allur heim-
ur, eins i lágu og háu", eftir
Mendelsohn, og „Hátt eg kalla",
eftir Weber. Öll þessi lög eru
gullfalleg og eftir fræga höf-
unda, og mun það hafa freistað
hans að taka þau i bókina, þótt
ekki sé i þeim sálmatónn. Sams-
konar mótbára kom einig fram
á sínum tíma gegn laginu „í
dag er glatt i döprum hjörtum"
eftir Mozart, sem uppháflega er
morgunsöngur í óperu.
Næst er að mimiast á frum-
samin lög eftir hann, en fyrir
þau er hann þektastur hjá þjóð-
inni. Um hátíðasöngvana hefir
verið talað hér að framan. Eins
og flest önnur isl. tónskáld hefir
hann nær eingöngu samið söng-
lög. Að undantekinni einni præ-
ludíu hefi eg ekki séð annað
eftir hann en lög fyrir einsöng,
tvær raddir eða kór. Lögin hans
eru vinsæl og mikið sungjn. Eg
nefni nokkur þeirra: „Systkin-
in", „Kirkjuhvoll", „Taktu sorg
mína", „Vor og haust" (1 fögr-
um lundi) „Gissur ríður góðum
fáki", „Sólsetursljóð", „Burni-
rótin", „Islandsvísur" (Eg vil
elska mitt land), „Sveitin mín".
Áhrifa rómantísku tónlistar-
stefnunnar gætir í lögum hans.
Það er i anda hennar að leggja
mikla rækt við hljómfegurð og
þýðleik laganna. Undir áhrifum
þessarar stefnu eru reyndar
flest ísl. tónskáld, einnig þau
yngri.
Það væri ástæða til að minn-
ast hér á ættfræðinginn, latínu-
manninn og latínusfeáldið, for-
ystumanninn i sveitamálum og
sóknarprestinn. Hann hefir
samið mikið ættfræðisrit: Ætt-
arskrá, svo og „Aldarminningu
Siglufjarðar 1918", en þar er
getið allra bænda og húsráðenda
á Siglufirði um hundrað ára
skeið.
Árið 1892 gekk séra Bjarni
að eiga Sigríði Blöndal, dóttur
Lárusar Blöndal, sýslumanns
Húnvetninga. Var hún mjög
sönghneigð og söng kvenna
best, enda var margt um af-
burða söngfólk í þeirri ætt.
Eignuðust þau hjón 5 börn, sem
öll eru á lífi. Lárus stýrimann,
Láru, konu Gísla Lárussonar
símritara á Seyðisfirði, Ásgeir
rafmagnsfræðing, Bentein,
fiskikaupmann í Hafnarfirði, og
Emelíu konu Steingríms
Björnssonar skrifstofumanns i
Reykjavík.
Eg þekkti ekki síra Bjarna
Þorsteinsson nema i sjón. Mað-
urinn var glæsilegur og gáf uleg-
ur og hygg eg að hverjum
manni hafi verið sjáanlegt, sem
hann leit, að þar fór maður,
sem var vel á sig kominn bæði
til sálar og líkama. Mér hefir
verið sagt, að hann hafi alla tíð
verið góður ræðumaður, stund-
um frábær. Ræður hans hafi
ævinlega verið rökfastar og
strangtrúarlegs efnis. Og tækis-
færisræður hans hafi oft verið
snjallar, en gersamlega lausar
við alla tilgerðar viðkvæmni.
En þrátt fyrir það, hafi undar-
lega hlýr ylur lagst fná orðum
hans. Sérstaklega hafi oft kent
mikillar hlýju i fermingarræð-
um hans. Vinur hans einn, sem
hefir þekt hann allan þann
tíma, er hann var prestur á
Siglufirði, hefir lýst honum
þannig: „Það mætti ætla, að
mér væri léttur leikur að lýsa
þessum manni. En svo er ekki,
þótt kynning okkar sé orðin
þetta löng. Maðurinn var sem
sé allra manna dulastur i skapi,
og hans insta eðli var flestum,
nema hans allra nánustu, sem
lokuð bók; — skapgerð hans
var sem skáldverk, sem lesand-
inn verður að draga út úr álykt-
anir sínar um eiginleika og
hvatir persónanna, af orðum
þeiiTa og atþöfnum, til þess að
skapa sér skoðun um þær. .."
Það hefir nú verið sýnt hér
að framan, hversu mikilvægt
starf síra Bjarni hefir unnið isl.
tónlist með þjóðlagasafni sínu
og fróðlegum ritgerðum og
hversu mikið gagn hann hefir
unnið kirkjusöng vorum með
hátíðasöngvum sínum 6g
sálmabókum. Hátíðasöngvarnir
hans hafa varpað birtu yfir
guðsþjónusturnar og framsam-
in sönglög hans flutt yl og gleði
inn á heimilin. Heiður hans
verður ekki minni við það,
hversu örðug aðstaða hans hef-
ir verið til þess að geta orðið
sönglistinni að þvi liði, sem
raun ber vitni. Starf hans í
þágu sönglistarinnar hefir hann
orðið að vinna í hjáverkum.
Ennfremur veit eg ekki annað
en að hann hafi af eigin ramm-
leik orðið að af la sér hinnar við-
tæku þekkingar sinnar á tón-
listinni. Hann er sjálfmentað
tónskáld. Síra Bjarni er einn af
merkismönnum þessa lands.
Mestan og bestan orðstir hefir
hann áunnið sér hjá öldum og
óbornum með sínu langa og al-
varlega starfi fyrir sönglistina
hér á landi.
Baldur Andrésson.
Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og
jai'ðarför
Jóns Sturlaugssonar,
hafnsögumanns.
Vilborg Hannesdóttir, börn og tengdabörn.
Vilborg Jönsdóttir,
verslunarmær andaðist að heimili sínu, Aðalstræti 16,
laugardaginn 13. þ. m.
Pétur Halldórsson.
Við þökkum innilega auðsýnda vináttu og hluttekningu
við andlát og jarðarf ör konunnar minnar, móður og tengda-
móður,
Ásdísap G. Þópðardóttur.
Alexander E. Valentínusson,
börn og tenguabörn.
Fimtugur i dagf:
Jös Bjartarson
kaupmaðar.
Jón Hjartarson kaupmaður
er fimtugur i dag, góður dreng-
ur og vinsæll.
Jón er, eins og allir innfædd-
ir Beykvíkingar vita, sonur
heiðurshjónanna Hjartar Jóns-
sonar, sægarps frá Steinum ]á
Bráðræðisholti, og konu hans,
Margrétar Sveinsdóttur, sem
ættuð, er af Kjalarnesi, en flutt-
ist ung hingað.
Jón Hjartarson gerðist ungur
verslunarmaður og vann um
langt árabil hjá Gunnari heitn-
um Þorbjarnarsyni, og fór orð
af þvi, hversu lipur afgreiðslu-
maður Jón þótti þegar ungur
piltur, en lipurð og kurteisi hef-
ir ávalt einkent Jón, og enn í
dag er hann jafnlipur af-
greiðslumaður sem tvitugur
unglingur. — Aflaði Jón sér
margra viðskiftavina og hefir
hann ávalt þótt sanngjarn, lip-
ur og góður viðskiftis, jafnt af
innlendum sem erlendum við-
skiftavinum, en erlend skip
hafa mörg birgt sig upp af
nauðsynjavörum hjá Jóni
Hjartarsyni, og hefir hann not-
ið óskoraðs trausts erlendra
sjómanna, er við hann hafa
skift.
Eftir andlát Gunnars heitins
Þorbjarnarsonar keypti Jón
Hjartarson verslunina og rak
um mörg ár, uns hann seldi
hana, og gerðist starfsmaður
við Nýlenduverslunina Jez Zim-
sen.
Hinir mörgu viðskiftavinir
Jóns Hjartarsonar og allir, sem
reynt hafa. vináttu hans og
drengskap, óska honum til ham-
ingju á fimtugsafmælinu í dag.
Færeyjaföi*
K.R.fypognil?
Eg las ferðasögu V. S- V. í
Alþýðublaðinu í gær (Sunnu-
dagsblaðinu) um Færeyjaför s.l.
en frásögnin er ekki allskostar
rétt, þar sem segir, að K.
R. hafi farið til Færeyja áð-
ur, en það er ekki rétt.
Árið 1930 fór úrvalslið Is-
lendinga til Færeyja undir
stjórn núverandi form. K. R.,
Erlendar Péturssonar, en í
þeirri för tóku þátt 8 K-R.-ing-
ar, 5 Valsmenn og 2 Vikingar,
ásamt Axel Andrésssyni dóm-
ara. Þetta var sigurför íslend-
inganna, þvi að við unnum alla
Snndmöt Norð-
landingafjðrðungs,
Islanðsmet í 200 metrt
bringnsnndi kvenna.
Einkaskeyti til Vísís.
Akureyri 14. ágúst.
Sundmót Norðlendingafjórð-í
ungs var háð i sundlaug Akur-
eyrar í gærkveldi og gærdag. —
Þátttakendur voru Sundfélagjði
Grettir og Iþróttafélagið Þoiv
Fljótastar urðu í hundrað
metra bringusundi kvenna:.
Steinunn Jóhannesdóttir (Þór)'
1 mín. 40,6 sek. Ólöf Thorla-
cius (Grettir) 1 mín. 50 sek.
50 metra baksund karla: Jó-
hannes Snorrason (Gretti) 42
sek. Jónas Einarsson (Gretti)
44.8 sek. Magnús Guðmundssoii
(Þór) 44,8 sek,
50 mtr. frjáls aðferð drengja
innan 4 ára: Sveinbjörn Björns-
son (Þór) 50 sek. Hreinn Ósk-
arsson (Þór) 58.8 sek.
100 metra frjáls aðferð karla:
Jónas Einarsson (Gretti) 1 mín»
11.6 sek. Magnús Guðmundssoi%
(Þór) 1 mih. 16.1 sek.
200 metra bringusund karlaí
Kári Sigurjónsson (Þór) 3 mín,
22.6 sek. Jóhannes Snorrasoií
(Gretti) 3 min. 23.6 sek-
100 mtr. frjáls aðferð drengja
innan 17 ára: Sigurður Eiríks-
son (Gretti) 1 mín. 4;8 sek^
Kristján Hallgi-imsson (GreltiX;
1 mín. 37.2 sek. j
200 mtr. bringusund kvennar,
Steinunn Jóhamiesdóttir (Þór)
13 ára kepti ein og setti íslands-
met, 3 mín. 33.4 sek.
Boðsund 4x50 metra: A-sveif
Grettis 2 mín. 22 sek. B-sveit
Þórs 2 min. 31.3 sek. A-sveit
Þórs forfölluð.
Mótinu lýkur næsta sunnu^-
dag.
Jakob~
leikina þrjá, með 5—0, 1—0 og
2—0. Eftir ferðina gaf K.R.R.
út ferðasögu, „Færeyjaför is-
lenskra knattspyrnumanna'%
samda af Erlendi Péturssyni, og
vil eg benda V. S. V. á að kynns^
sér hana.
Einn af seytjám
adelits Loftuir,