Vísir - 20.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR Súdetar taka tilboði Pragstjórnarinn- ar viðvíkjandi embættaveitingum, es krefjast viðtækari tilsiakana. — Ekkert felleaðar safflkomalag I bráðina. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti'). Sf nr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dýpra - - og dýpra! Á bæjarstjórnarfundinum i fyrradag átti AlþýÖuflokkurinn aðeins einn fulltrúa. Þeir eru að vísu þrir talsins, fulltrúar flokksins i bæjarstjórninni, en á þessum fundi voru tvö sætin auð. Fyrir nokkurum árum var Alþýðuflokkurinn í svo miklum uppgangi hér i bténum, að bjartsýnir menn innan flokks- ins munu hafa gert sér allvisSar vonir um það, að ekki mundi líða á löngu áður en flokkur- inn næði meirihluta i bæjar- stjóminni. En nú er jæssu svo baslarlega við snúið, að miklu meiri likur virðast til þess, að flokkurinn muni „þurkast út“ úr bæjarstjóm, áður en langir tímar líða. Bæjarstjómarfundurinn i fyrradag, sem skipaður var að- eins einum fulltrúa af hálfu flokksins, var þannig „talandi tákn“ þess gengis, sem flokkur- inn á að fagna í bænum- En þessi eini! fulltrúi flokksins, sem fundinn sat, og lýsti þar afstöðu floklcsins til stærsta velferðar- máls bæjarfélagsins, sem nú er á dagskrá, bar þvi með ræðum sínum „talandi“ vilni, hvað ófarnaði flokksins veldur. Alþýðuflokkurinn er að „ganga af sér dauðum“ með andstöðu sinni gegn hitaveit- unni. Flokkurinn hefir frá upp- hafi barist á móti hitaveitumál- inu. Hann hefir að visu borið þvi við, að málið væri ekki nægilega rannsakað, en öllum almenningi er það ljóst, að það er ekkert annað en fyrirsláttur. Það er öllum ljóst, að þegar byrja átti rannsóknina á jarð- hitasvæðunum í námunda bæj- arins, þá varð að byrja á ein- hverjum einum stað. Það hefði verið óviðráðanlegt, og alt of mikið færst í fang, að rannsaka marga staði samtímis. En-*ið því mátti hinsvegar búast, að rannsóknimar tæki langan tíma, og jafnvel að svo kynni að fara, að viðar yrði að leita fyrir sér en þar sem fyrst var boríð niður. Jarðhitasvæðið á Reykjum var næst bænum og þar þóttu einnig mestar hkur til að nægilegt væri af heitu vatni i jörðu, og þvi vaú byrjað á rannsóknunum þar. En sá á- rangur hefir orðið af þeim rannsóknum að nú er þar fyrir hendi nægilegt heitt vatn til þess að liita upp allan bæinn, innan Hringbrautar, þegar frost er ekki meira en 8 st- En svæði þetta er hvergi nærri fullrann- sakað og mildar líkur til þess taldar, að þar sé enn gnægð af heitu vatni í jörðu. Það liafa verið færðar sönn- ur á það, að liitaveita frá Reykj- um, með því valni em nú er fyrir hendi, sé mjög arðvænlegt l’yrirtæki. Miðað við núverandi kolaverð ætti hún að gefa af sér nálega 20% í ágóða á ári, eða borga stofnkostnað sinn með vöxtum á 5 árum. Að 5 árum liðnum væri hún orðin skuldlaus eign bæjarins og gæfi bænum þá talsvert á aðra mil- jón kr. i hreinar tekjur. En þeirri uppliæð tapar bærinn á hverju ári, sem það dregst að hitaveitunni verði komið i framkvæmd. Alþýðuflokkurinn vill lála fresfa framkvæmd hitaveitunn- ar um óákveðinn tima. Hann vill láta rannsaka hitasvæðin í Henglinum og Krýsivík, áður en nokkuð verði aðhafst um að koma liitaveitunni frá Reykjum í framkvæmd. En slík rann- sókn gæti staðið yfir í mörg ár- En meðan.á henni stæði, færi heita vatnið á Reykjum til ónýt- is og með þvi yrði „kastað í sjó- inn“ 1 %—1% miljón króna á liverju ári. Ilinsvegar eru allar líkur til þess, að að lokinni ransókn á jarðhitasvæðum i Henglinum og Krýsivík yrði aft- ur liorfið að því, að leggja Hita- veituna frá Reykjum. — Ef það væri þá eklci orðið um seinan. Alþýðuflolclcurinn héfir „elck- ert lært og engu gleymt“ í hita- veitumálinu. En hann má þó vita það, að utan allra þrengstu „lclíku“ ráðamanna flolcksins fylgir honum ekki einn einasti Reykvikingur að þvi að drepa þvi máli á dreif eða fresta framkvæmd þess. Og um það ætti hann að geta sannfærst af tvennu. Annars vegar af því, hvaða afstöðu keppinautur hans um fylgi „alþýðunnar“, komm- únistaflokkurinn, hefir tekið til málsins. Hinsvegar af þvi, live litlu sjálfstæðismenn láta sig skifta buslugang Alþýðublaðs- ins þessa dagana, og „umturn- un“ þess á öllum staðreyndum, er málið snerta. Þvi meira af því tagi, því belra fyrir alla and- stæðinga Alþýðufloklcsins- Tbor Thors alþm., framkv.stj. hjá Sölusam- bandi islenslcra fiskframleið- enda, fer utan á Dettifossi í kvöld. Fer hann i fisksöluer- indum til Bandaríkjanna og víð- ar. Mun hann i þessari ferð sinni kynna sér margt sem fisk- sölumálum við kemur o. fl. — Tlior Thors ráðgerir að fara til Newfoundlands i þessari ferð sinni- KappreiOar is. Fákur efnir til kappreiða á skeiðvellinum við Elliðaár á morgun- Fjölda margir nýir gæðingar verða reyndir, úr ýmsum sveitum lands, og má búast við, að margt manna verði viðstatt kappreiðarnar. Vepkfallið 1 Mapseille. London 20. ágúst. FÍJ. Hafnarverkamenn í Marseill- es hafa hafnað málamiðlunar- tillögum þeim er verkamálaráð- herra Frakklands hafði sett fram. Samkvæmt tillögunum EINKASKEYTI TIL YÍSIS. átti að greiða hækkað kaup fyr- ir sunnudagavinnu og yfir- vinnu. Ennfremur var því lofað að frekari kauphækkanir skyldu ræddar, þegar vinna væri, hafin á ný. — Tvö liundruð lögreglumenn voru kallaðir á vettvang i París í gær til þess að koma i veg fyr- ir uppþot í stóru verslunarhúsi, þar sem nokkrir af starfsmönn- unum hugðust að koma á slcyndivei'kfalli. London, í morgun. Kendrick- málid. Sir Neville Henderson krefst þess, að þýska stjórnin Iáti rannsaka málið tafarlaust. London 19. ágúst. F|Ú. Þýski utanríkismálai-áðherr- ann hefir lofað Sir Neville Henderson, breska sendiheran- um í Berlín, að rannsakað verði til hlítar hverjar séu orsakir þess, að Kendrick, Breti sá sem þýska leynilögreglan hefir handtekið, hefir verið settur í fangelsi. Henderson var falið að tilkynna þýsku stjórninni, að breska stjórnin liti mjög alvar- legum augum á þetta mál og yrði hún að krefjast þess, að málið yrði rannsalcað tafarlaust. DOUGLAS HYDE fyrsti forseli fríríkisins Eire, er 78 ára að aldri, og var prófess- or við háskólann í Dublin. Er hann einhver mcrkasti fræði- maður hins keltneska kgn- stofns og frægur rithöfundur og skáld. Douglas Ilgde v'ar kosinn forseti einróma, bæði af fylgjendum De Valera og Cosgrave’s, en flokkar þeirra liafa um langa liríð háð mjög harðvítuga baráttu, og sýnir samkomulag þeirra um forsetaefnið einna tjósast hvers álits forsetinn nýtur. Dr. Hyde er mótmælenda- trúar, og faðir Iians var rekt- or í Frenchpark í Roscommon greifadæmi, og þar býr forset- inn ásamt dætrum sínum. Dr. Iiyde er mjög yfirlætislaús maður og berst elcki á, og hef- ir stundað skáldskap sinn og vísindaiðkanir án þess að um hann stæði styr í pólitísku lífi. LADY CHAMBERLAIN mágkona Neville Cliamberlain forsætisráðherra Breta, er tal- in hafa undirbúið baksamn- inga Breta og ltala, áður en endanlega var gengið að samn- Bllslys við Tangufljót. KI. 1 í dag hringdi hrepp- stjórinn í Biskupstungum til lögreglunnar og bað um aðstoð, þar eð bílslys hefði orðið þar fyrir austan við brúna yfir Tungufljót. Brá Sveinn Sæmundsson þeg- ar við og fór austur á slysstað- inn og litlu síðar fór kafari austur, því að bíllinn fór á kaf í ána, en hún er hyldjúp á þessum stað og straumþungi mikill. Hreppstjórinn ætlaði sjálfur að útvega lækni, en þó mun annar hafa farið héðan austur. Vísir átti tal við símstöðina á Torfastöðum og fékk þar nánari frásögn af slysi þessu, en það vildi þannig til: Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason hafð farið að Geysi ásamt konu sinn, Guð- rúnu Lárusdóttur, alþm. og tveimur dætrum þeirra hjóna. Var bifreiðin á leið frá Geysi, og ætlaði yfir brúna, en vegur- inn er þar mjög brattur ofan að brúnni og árbakkinn hár. Fór bifreiðin fram af árbakkanum og á kaf í ána, og það með mjög skjótum svifum. — Sigur- björn Á. Gíslason mun hafa set- ið við hlið bifreiðastjórans, og tókst þeim báðum að bjarga sér upp úr ánni, en svo hörmulega tókst til, að mæðgurnar drukn- uðu allar og varð engri hjálp við komið. Símastöðin vissi ekki nánar um slys þetta, en skýrði hinsvegar frá því, að Sigur- björn og bifreiðastjórinn hefðu farið heim að Vatnsleysu, og mundu því ekki hafa slasast al- varlega. Bifreiðinni hefir ekki verið náð enn upp úr ánni og sér ekk- ert á hana. ingaborðinu, og hafi hún þann- ig átt sinn drjúga þátt í því að Antliony Eden varð að láta af störfum innan ráðuneytis- ins, og víkja sæti fyrir Halifax lávarði, sem er mjög vinveitt- ur ÞjóðVerjum. Fréttaritari United Press í Prag símar, að í rauninni sé ekki um teljandi árangur að ræða enn sem komið er, af samkomulagsumleitunum Tékka og Súdeta, enda þótt segja megi að tilslakanir Tékka um að veita Súdetum greiðari aðgang að ýmsum stöð- um og embættum, hafi haft á hrif, sem telja verður til bóta. Umræðufundir hafa staðið yfir daglega að undanförnu og hafa fulltrúar Súdeta og Pragstjórnar- innar ræðst við og Runciman lávarður hefir margsinn- is rætt við fulltrúa hvors deiluaðila um sig. Fulltrúar Súdeta komu saman á fund í gærkveldi og var hann haldinn fyrir luktum dyrum. Á fundinum var aðeins samþykt að taka tilboði Pragstjórnarinnar viðvíkjandi stöðu- og embættaveitingum. Óvíst er enn hvort hinn ráðgerði viðræðufundur Hodza forsætisráðherra, og Kundt, leiðtoga Súdetaji þingi, fer fram í dag, eins og ráðgert var. Orðrómur um, að Runciman hafi lagt fyrir Hodza ákveðnar tillögur til lausnar deilunni, er ósannur. Runciman lét aðeins í Ijós sína persónulegu skoðun á því, sem gera þyrfti, til þess að samkomuluagsumleit- unum yrði haldið áfram með árangri. Vegna þess, hversu nú horfir, er ekki búist við, að verulegur árangur verði af samkomulagsumleitunum naístu daga, en fundahöld verði tíð og unnið verði að undirbúningi frekari samkomulagsumleitana, m. ö. o. ekki verði unt að ganga að samningaborðinu til fulln- aðarsamninga fyrr en frekari tilraunir hafi verið gerð- ar til þess að brúa djúpið milli Tékka og Súdeta. United Press. ■ London 19. ágúst. FÚ. Téklcneska stjórnin hefir tek- ið ákvörðun, sem menn gera sér vonir um, að muni hafa góð áhrif á lausn deilumála Tékka og Súdeta. Hodza forsætisráð- herra heimsótti Runciman lá- varð í dag og tilkynti honum, að tékkneska tjómin mundi íallast á að slcipa Súdeta í ýms embætti, sem nú eru skipuð téklcneskum mönnum, en það liefir verið Súdetum mikið óán- nægjuefni, að þeir hafa ekki haft jafnan rétt á við Tékka í þessum efnum. Yfirstjóm hér- aðsmála verður þegar falin Sú- detum í Falknov og Asch, þar sem Henleinlireyfingin á upp- tök sín, en bráðlega verður Sú- detum falin yfirstjóm héraðs- mála í þremur öðrum héruðum. Einnig verður þeim falið að gegna póstmeistarastörfum, en Súdetar hafa lcvartað mjög yfir þeim óþægindum, sem það hafi bakað þeim, að tékkneskir póst- meistarar og póstmenn i hérað- um þeirra hafa elcki skilið nema tékknesku. Einnig munu Súdet- ar fá störf við tékknesku járn- brautirnar og á fleiri sviðum. Leiðtogar Súdeta líta á þessar tilslakanir af hálfu Téklca sem upphaf frekari tilslakana, en leiðtogar Tékka segja hinsveg- ar, að þeir liafi með þessu lagt fram mjög 1 mikinn skerf til lausnar deilumálunum í heild- LIÐSKÖNNUN í PARlS. 50.0000 frakkneskir hermenn tóku þátt í hersýningunni í París, er Georg VI. Bretalconungur var þar í heimsókn sinni. Hér sjást nolckurir flokkar í hinni miklu hergöngu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.