Vísir - 22.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 22.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Bitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötn 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstrœti). Sfi > a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan fa/f. Goðsvarið. Alþýðublaðið hefir þau um- “ mæli eftir þessum eina bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins, sem sat síðasta bæjarstjórnarfund, að liann sé „sannfærður um, að ástæðan fyrir því, að við höfum fengið neitun fyrir láni til hita- veitunnar bæði í Englandi og í Svíþjóð“, sé sú, „að fjármála- og verkfræðingafirmum liafi ekki litist á áællanir þær, sem fyrir hafi legið.“ Það hefði nú farið vel á því, aðbæjarfulltrúinn hefði um leið skýrt frá þvi, livað liann væri „sannfærður um“ að liefði vald- ið því, að við höfum einnig feng- ið „neitun fyrir láni“ handa rík- issjóði, „bæði í Englandi og í Svíþjóð“, alveg í sömu and- ránni. Og af þvi að Alþýðublað- ið á svo greiðan aðgang að þéss- ari „véfrétt“, þá er þess að vænta, að það afli sér hið bráð- asta vitneskju um „sannfær- ingu“ hennar í því efni. Það var svo um „véfréttirn- ar“ til forna, að svör þeirra við spurningum, sem fyrir þær voru lagðar, voru oft hinar kynleg- ustu og virtust jafnvel, í fljótu bragði, ýmist út í hött eða auð- sæ vitleysa. Hinsvegar var það ekki að ástæðulausu, að slík svör véfréttanna voru kölluð „goðsvör“. Og þó að í fljótu bragði virðist einnig sem eitt- hvað hljóti að vera „bogið við“ þetta sannfæringar-goðsvar Al- þýðuvéfréttarinnar, þá væri það nærri því að vonum, að „trúað- ar“ flokks-sálir þæltust mega treysta þvi, eins og um raun- verulegt „goðsvar“ væri að ræða, þó að þær skilji það ekki og það beri þess augljós merki, að það sé lielber vitleysa. Og hvers vegna skyldi fjár- mála- og verkfræðingafirmum ekki hafa „litist á áætlanir þær, sem fyrir Iiágu“ um hitaveit- una? Bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins, þessum, sem „goðsvarið“ gaf, er kunnugt uin það, að „fjármálafirmað“ enska, sem til mála kom að gengist fyrir lán- veitingu til hitaveitunnar í Eng- landi, hafði látið „verkfræðinga- firma“ sem það er í samvinnu við, kynna sér allan undirbún- ing liitaveitunnar og gagnrýna áætlanir þær, sem um hana höfðu verið gerðar, með þeim árangri, að það taldi fyrirtækið hið álitlegasta og kvaðst fyrir sitt leyti reiðubúið að leggja fram fé lil þess. En lántakan strandaði á afstöðu enskra stjórnarvalda. Ef þessu „fjár- málafirma“ hefði „ekki litist á áætlanir þær, sem fyrir lágu“, hvers vegna „í ósköpunum“ skyldi það þá ekki hafa látið það uppi sem „ástæðu fyrir því“, að það ekki gæti lánað fé til þess? Heldur „véfrétt“ Al- þýðuflokksins, að það hafi ekki haft kjark til þess, ekki þorað það, af því að það liafi lialdið að borgarstjórinn-okkar yrði þá svo reiður við sig? Eða livers vegna hefði það ekki átt að segja eins og var? Sænski bankinn, sem til mála kom að beitti sér fyrir lánveit- ingunni, lét verkfræðilegan trúnaðarmann sinn rannsaka allar áætlanir um hitaveituna og fékk umsögn lians um fyrirtæk- ið. Að dómi þessa trúnaðar- manns bankans er fyi'irtækið ennþá glæsilegra en gert var ráð fyrir í áætlunum bæjarverk- fræðinganna. Ef þessum sænska sórfræðingi hefði nú ekki „litist á“ fyrirtælcið, skyldi maður þó ætla að hann hefði látið það koma alveg ótvírætt frarn í skýrslu sinni til bankans? En það er alveg þveröfugt. Öll skýrslan ber þess vott, að hann telur fyrirlækið hið álitlegasta. En „véfréttin“ heldur ef til vill að liann hafi ekki þorað annað en að fara lofsamlegum orðum um það af því að hann hafi átt reiði okkar yfir höfði sér, og heldur en að verða fyrir þeim ósköpum, hafi hann kosið að „svíkja lánardrottinn sinn“, bankann, sem hann var trúnað- armaður fwir ? Það er nú ekki um það að villast, að það er eitthvað meira en lítið „bogið við“ „véfréttina“ og goðsvar hennar. — En það er líka auðvitað, og þótt goð- svörin gömlu virtust oft og ein- att vera út í hött eða helber vit- lejrsa, þá leiðir að vísu ekki að sjálfsögðu af því, að allar vit- leysur séu goðsvör. Slidveiðarnar EINKASKEYTI TIL V í S I S. Siglufirði í morgun. Undanfarna daga liefir verið ófært veður til síldveiða, en í dag er veðrið sæmilegt og bjart til hafsins. Þó er austankaldi og nokkur sjór, en í gærkveldi og í nótt fengu nokkur skip síld á Skagafirði, en munu þó ekki hafa fylt sig. Engar fréttir hafa borist ann- arstaðar frá um síldveiðar. Þráinn. Laugardag s.l. komu til Hjalt- eyrar Þorfinnur með 646 mál, Belgaum með 456 og Huginn með 385. Til Hesteyrar kom Snorri goði á laugardag með 1868 mál og í gær Arinbjöm hersir með 1066 og Gyllir með 1058. Synt yfip Oddeyrarál Pétur Eiriksson synti yfir Oddeyrarál 18. þ. m. á 18. mín. 33 sek., en vegalengdin er 850 metrar. Ýmsir aðrir hafa synt yfir Oddeyrarár, en allir verið lengur á leiðinni en Pétur. Allir syntu bringusund, neina Pétur, sem synti skriðsund. Baret hann nokkuð af leið vegna straums og varð að synda móti straum síð- asta spölinn. (Samkv. FÚ.). fJELAGSPRENTStllÐiUNNAR ÖCSTlP Franco hafnar tillögum bresku stjórnarinnar um brottflutning sjálfboðaiiða frá Spáni. Nýp þáttup hefst 1 stypjöldinni á Spáni, sem kann að hafa ó- fyripsjáanlegap aileiðingap. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Það er nú kunnugt orðið, að Franco hefir raunveru- lega hafnað tillögum bresku stjórnarinnar um brottflutning erlendra sjálfboðaliða frá Spáni, en þessar tillögur tók hlutleysisnefndin til meðferðar, og náðist að lokum samkomulag um þær. Voru þær svo sendar Franco og spænsku stjórninni, er félst á tillög- urnar í höfuðatriðum, en um 6 vikna dráttur varð á svari Franco’s, og var það loks komið til London í heild s.l. laugardag. Var þegar tekið til á laugardag að þýða það, en jafnframt var boðað, að Plymouth lávarður, formaður hlutleysisnefndarinnar, kæmi til London í dag. ' Þeir menn í hlutleysisnefndinni, sem United Press hefir átt tal við, líta svo á, að áform Breta um brott- flutning sjálfboðaliðanna sé í rauninni úr sögunni, þar sem Franco hafi hafnað nærri öllum mikilvægustu til- lögunum. Það er ekki búist við, að hlutleysisnefndin fallist á neinar af gagntillögum Francos. Fullvíst má telja, að það muni verða að minsta kosti sex mánaða verk, að koma því til leiðar, að nýtt sam- komulag næðist. Alment er nú litið svo á, að engar ráðagerðir um brottflutning sjálfboðaliða frá Spáni muni nokkuru sinni koma til framkvæmda. Ein af afleiðingum þess, að Franco hefir hafnað til- Jögunum, verður að líkindum sú, að það mun dragast um ófyrirsjáanlega langan tíma, að bresk-ítalska sam- komulagið komi til framkvæmda. t. Svar Franco’s var birt í gærkveldi. I því kveðst hann fallast á brottflutning sjálfboðaliða í grundvallaratrið- um, en setur fram gagntillögur, sem hlutleysisnefndin mun ekki geta gengið að, og krefst þess, að fá styrjald- arréttindi skilyrðislaust, áður en brottflutningurinn kemur til framkvæmda, — en með þessu er talið, að brottflutnigstillögurnar sé úr sögunni, því að í raun og veru hafi Franco hafnað þeim. United Press. Ciano svarar fypipspupn. London 22. ágúst. FÚ. Utanrikismálaráðherra Ítalíu hefir svai'að fyrirspumum breskú stjórnarinnar um það, hvort ítalir væm að senda Fran- co aukið lijálparlið. Sagði Cia- no greifi að fyrir þessu væri enginn fótur og ef að Bretar væm að svipast um eftir er- lendri íhlutun um Spánarstyrj- öldina, stæði þeim næst að líta til Frakklands. Kendrlck Iðtinn Inns. London 22. ágúst. FÚ. Mr. Kendrick, Iireski maður- inn, sem tekinn var fastur af þýsku leynlögreglunni, er hann var á leið til Englands frá Vín, hefir nú verið látinn laus, en jafnframt visað á brott úr þýsk- mn löndum. Hann er nú í Buda- pest. Þýsk yfirvöld telja að liann hafi gert sig sekan um njósnir . Fyrstn hygðar islemt- Inga f Amerlkn minst 20. ágúst. FÚ. Félag nokkurt sem lieitir „The Pioneer Daughters of Utali“ og félag íslendinga þar liafa reist minnisvarða í Span- ish Fork í Utah um fyrstu bygð íslenskra manna í Bandaríkjun- um. Fmmbyggjarnir voru nokkrir íslendingar sem komu frá íslandi til Spanisli Fork á árunum 1855—1857. Afhjúpun þessa minnisvarða fór fram að kvöldi hins fyrsta þessa mánað- ar og daginn eftir héldu íslend- ingar þar þjóðhátíðardag sinn að Arrowhead Resort, sem er í grend við Spanish Fork. aðeins Loftur. jRefsing aastnrrískn ráðberranna. Kalundborg, 23. ág. FÚ. í gær var birt í Þýskalandi tilskipun þar sem ákveðið er að skipaður verði sérstakur dóm- stóll lil þess að rannsaka sakar- giftir á hendur ráðlierrum síð- ustu austurrísku stjórnai'innar og sérstaldega með tilliti til þess hvórt þeir hafi framið þjóð- fjandsamlegt athæfi. Dómstóll- inn hefir einnig umboð til að dæma þá. Hann verður útnefnd- ur af ríkiskansíaranum og inn- anrikismálaráðherranum. Nánapi frásögn. — TilraimiF til þess að ná upp bílnum hófust í mopgun, Kl. 7 i morgun fór Ingólfur Þorsteinsson lögregluþj. austur að Tungufljótsbrú. Var kafari í fylgd með honum og verður nú gerð tilraun til þess að ná upp bílnum, sem hrapaði 13 metra af veginum og niður i ána. Liggur bíllinn þar í stór- grýti á 4 metra dýpi. Þegar bíll- inn hefir náðst upp mun vænt- anlega auðveldara að gera sér ljóari grein fyrir orsök slyssins, þótt hinsvegar megi þegar full- víst telja, að Iiremsur Inlsins liafi bilað. Bilstjórinn, Arnold Petersen, varð þess var á föstudag s l., að bremsurnar voru í ólagi, en áð- ur en lagt var af stað i Geysis- förina, prófaði hann þær og lierti á þeim og virtust þær þá verka sæmilega. Einnig prófaði hann þær eftir að hann fór frá Geysi og verkuðu þær þá vel öðru megin. Þess er hér að geta, að áður en bíllinn kom að þeim stað, er hið hörmu- lega slys varð, hafði verið ekið yfir tvær lækjarspræn- ur, og við það, munu brems- urnar hafa blotnað og þar af leiðandi ekki verkað í brattanum við fljótið. Fólkið, sem i bílnum var, fór austur í skemtiferð. Bílstjóri var Arnold Petersen, danskur mað- ur, sem unnið hefir í liálft fjórða ár á Elliheimilinu. Hefir hann haft ökuskírteini í liálft tólfta ár og ekið bíl í viðlögum. Hitt fólkið var Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol., frú Guð- rún Lárusdóttir alþm., frú Guð- rún Valgerður og Sigrún Krist- ín dætur þeirra. Sátu þær mæðg- urnar í aftursætinu, en Sigur- björn Ástvaldur fram í lijá bíl- stjóranum. Slysið varð um kl. 12V2 og vissu þau, sem í biln- um voru, ekki fyrr, er þau voru að koma að Tungufljótsbrúnni, en bíllinn hrapar niður brekku að ánni, en brekkan er brött og um 13 metrar. Hefir bíllinn steypst kollhnýs fram í fljótið. Sigurbjörn Ástvaldur, sem sat i framsætinu, mun hafa gert til- raun til að opna bílinn, og hann og bílstjórinn losnuðu úr hon- um. Mun Sigurbjöm Ástvaldur hafa verið að druknun kominn, er Arnold Petersen náði í liann, en Petersen var of máttfarinn til að geta gert frekari tilraunir til hjörgunar. Voru þeir illa á sig komnir, er vegavinnumenn, er þarna voru skamt frá og lieyrt liöfðu neyðarópin, komu á vettvang. Var farið með þá Sigurbjörn Ástvald og Petersen í tjöld þeirra og þeim veitt að- lilynning. Ráðstafanir voru þeg- ar gerðar til þess að ná í lækni og gera lögreglunni í Reykjavík aðvart. Frekara var ekki hægt að háfast að, fyrr en hjálp bæri að. — Yfirmaður rannsóknarlögregl- unnar, Sveinn Sæmundsson, fór austur í fyrradag, og gerði liann ráðstafanir til að fá kafara aust- ur. Gísli Pálsson Iæknir var í fylgd með Sveini Sæmundssyni. Fór Ársæll Jónasson kafari aust- ur og með nauðsynlegan útbún- að. Klukkan undir hálf átta var byrjað að ná upp líkunum og náðust þau öll, en frestað var tilraunum að ná upp bílnum þar til í dag. Voru líkin lögð í kistur og voru þær settar á bíl til flutnings suður. Skoðuðu lækn- ar líkin jafnóðum og þau voru borin á land. Synir þein-a frú Guðrúnar heitinnar og Sigurbjörns Ást- valdar, Gisli og Halldór, fóru austur, og Pétur Lárusson full- trúi Alþingis og frú hans. Einar Kristjánsson auglýsingastjóri, sem var kvæntur Guðrúnu Val- gerði, sótti lík konu sinnar. —• Hafði liann orðið fyrir öðru þungu áfalli þennan sama dag, þvi að systir lians andaðist á laugardagsmorgun á sjúkrahúsi. Er þungur harmur að mörg- um kveðinn við þetta hörmu- lega slys. Frú Guörúnar Lárus- dóttur minst í Danmörku. Einkaskeyti frá Kaupm.höfn 21- ágúst. FÚ. National Tidende í Kaup- mannahöfn birtir í dag mynd af frú Guðrúnu Lárusdóttur og flytur langa og ítarlega minn- ingargrein um hana. Segir blað- ið meðal annars, að liið hörmu- lega bilslys hafi vakið sterka sorg og samúð ekki einungis á íslandi, heldm’ og muni fjöldi manna í Danmörku harma sár- an fráfall Guðrúnar og dætra hennar. Þá segir blaðið enn- fremur, að frú Guðrún hafi ver- ið álirifarík kona i íslenskum stjómmálum. Þjóðkunn fyrir ýmsa menningarstarfsemi og fjöllesinn rithöfundur. Þá rekur blaðið ritliöfundastarf liennar, ræðir um trúaráhuga liennar til mannúðar- og félagsmála. Politiken ritar einnig ítarlega um frú Guðrúnu, rithöfundar- störf liennar og stjórnmála- starfsemi. í miðdegisfréttum danska út- varpsins segir frá liinu hörmu- lega slysi og skýrt ítarlega frá stjórnmála-, félagsmála- og rit- höfundastörfum frú Guðrúnar- REYKJAVlKURMÖTIÐ. K.R. og Valup kl. 6,45 á morgun. Leilmum í I. flokks mótinu, sem fara átti fram í gær milll K. R. og Vals var frestað vegna hins sorglega slyss við Tungu- fljót, er frú Guðrún Lárusdóttir og tvær dætur liennar drukn- uðu. Lárus, sonur hennar, er form. Knattspyrnuráðs Reykja- viluir. Leikurinn fer fram á morgun: og hefst kl- 6% stundvíslega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.