Vísir - 23.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1938, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Eitstjóri: Eristján Guðlaugssón. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgrciðsla: Hverfisgötu 12. '(Gengið inn frá Ingólfsstræti'). SÍMar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuSi. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. „Velvild“ Framsóknar. forystugrein, sem birtist í dagblaði Framsóknar- flokksins á laugardaginn, var fundið mjög að því, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði gert hitaveitumálið, eða reynt að gera það að „flokksmáli“ sínu og talið alla „andstæðinga sína fjandmenn liitaveitunnar“. Og blaðið lætur það í veðri vaka, að það og Framsóknarflokkurinn telji j>að „nauðsynlegt og sjálf- sagt“, að allir taki nú liöndum saman um að hrinda málinu í framkvæmd. — En hverju eiga menn að trúa, og til hvers má treysta framsóknarmönnum i þessu efni? Þegar hitaveitumálið var fyrst tekið upp, á þeim grund- velli, sem unnið hefir verið að þvi síðustu árin, og nú er komið að því að hrinda því í fram- kvæmd, þá átti það þegar að mæta fullum fjandskap eða al- gerðu áhugaleysi af hálfu and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni. Af því leiddi það að sjálfsögðu, að Sjálfstæð- isflokkurinn varð að fara með það sem flokksmál sitt og gat engrar samvinnu leitað um það við andstöðuflokkana. Fullum fjandskap átti hita- veitan að mæta af Iiálfu Alþýðu- flokksins, eða meiri liluta hans í bæjarstjórninni, undir foi-ystu Sigurðar Jónassonar, sem þá var einn af bæjarfulltrúum þess flokks, þó að hann eigi nú sæti í bæjarstjórninni, í forföllum Jónasar Jónssonar, sem vara- bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins. Ekki urðu þó allir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins jafn berir að fjandskapnum gegn málinu. Hinsvegar beitti blað flokksins sér mjög á móti því, undir þvi yfirskyni, að rannsaka þyrfti öll jarðhita- svæði í nágrenni Reykjavíkur, áður en ákvörðun væri tekin um kaupin á hitaréttindunum á Reykjum, þar sem þegar þótti sýnt, að nægilegt mundi af heitu vaíni til þess að hita upp bæinn. Ræjarfulltrúar Framsóknar- flokksins virtust einnig vera frekar andvígir málinu, eða þá að minsta kosti gersamlega áhugalausir um ]>að. En blöð þess flokks tóku afstöðu til málsins af svipuðum heilindum og hlað Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn átti þvi ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að láta andstæðing- ana vefja málið og tefja, með allskonar útúrdúrum og vífi- lengjum, eða þá að fara sinu fram hvað sem þeir segðu, og þann kostinn kaus hann. Nú er það sýnt, að hitaveita frá Reykjum muni vera stór- kostlega arðvænlegt fyrirtæki, þó að enn þá sé ekki fyrir hendi nægilegt heitt vatnsmagn til þess að hita upp allan hæinn. Og þegar svo er komið, láta blöð andstæðinganna i veðri vaka, og þó ekki nema i öðru orðinu, að „nauðsynlegt og sjálfsagt“ sé að allir taki höndum saman um að hrinda málinu i framkvæmd hið allra braðasta. Hinsvegar hefir þó því verið lýst yfir í bæjarstjórninni af hálfu Al- þýðuflokksins, að liann vilji ekkert annað en fresta fram- kvæmdum um óákveðinn iíma, ef til vill árum saman, þar til fullkomin rannsókn hafi' verið gerð á öllum hugsanlegum og óhugsanlegum liitaveitusvæð- um hér nærlendis, og jafnvel þó að allfjærlendis megi telja í samanburði við Reyki í Mos- fellssveit. — En hver er þá af- staða Framsóknarflokksins, sem s. 1. laugardag lætur dag- blað sitt lýsa yfir þvi, að „nauð- synlegt og sjálfsagt“ sé að allir taki höndum saman i hitaveitu- málinu, en birtir svo á sunnu- dag 6—7 dálka grein eftir Sig- urð Jónasson, svo þrungna af fjandskap til málsins og fulla af blekkingum, að enguni væri til þess trúandi, að geta ærst svo gegn hitaveitunni, öðrum en einmitt þessum fyrrverandi bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, sem frá upphafi hefir beitt sér gegn málinu af allri sinni getu? í niðurlagi gi-einar sinnar á laugardaginn segir dagblað Framsóknarflokksins: „Það er áreiðanlega ekki rétt leið lil „að sameina kraftana“, ef taka á öllum velviljuðum leiðrétting- um og ábendingum á slikan hátt“ (sem Sjólfstæðisflokkur- inn hafi igert). -— Ef blaðið at- hugaði nú vandlega hinar vel- viljuðu „leiðréttingar“ og á- bendingar Sigurðar Jónassonar, i grein hans í sunnudagsblaði þess, þá skildist því ef til vill, að mönnum gæti orðið það á, að efast um heilindi Framsóknar- flokksins og þess sjálfs í hita- veitumálinu, og jafnvel að taka „velviljann“ sem fullkominn fjandskap. Og ekki verður annað sagt en að Framsóknarflokknum hljóti að minsta kosti að vera „furðu mislagðar hendur“ um að sýna „velvilja“ sinn til hitaveitumáls- ins í verkinu, úr því að hann hefir falið Sigurði Jónassyni að túlka afstöðu sína til þess í bæjarstjórninni og fara þar með atkvæði flokksins um það. REYKJAVlKURMÓTIÐ. K R. og Valisr í kvðld. Leikurinn, sem frestað var á sunnudag, fer fram í kvöld kl. 6.45- Leikur þessi er liklegur til að verða einna mes't „spenn- andi“ leikur sumarsins, þvi K. R. og Valur eiga nú „óuppgerða reikninga“ i 1. fl. fyrir langan tíma, þar eð tveir seinustu leik- ir þeirra liafa endað með jafn- tefli, og það jafn spennandi jafntefli og markafjöldinn, í bæði skiftin 4:4 (!!), gefur til kynna. Ef Valur vinnur, þá eiga þeir Valsmenn, með 4 stigum, langmestar sigurlíkur á mótinu, ef K. R. vinnur, eru öll félögin jöfn, með 2 stig, svo að þá verð- ur harður aðgangur í þeim 2 leikjum, sem eftir eru. En kann- ske þeir fresti uppgjörinu og láti það einu sinni enn verða jafntefli, og þá geta þeir varla staðið sig við minna en ein 8:8! ÞjóOverjar bera fram tillfigur um lofthernaðarsamn- ing milli Evripuríkjanna. Arásip veFÖa ek:ki gerdai? á óvíggiptai? borgip, og lofíHoti þjóðanna takmapkaður. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Að undanförnu hafa iðulega komið fram tilgátur um það, að Þjóðverjar myndi stinga upp á því við Breta, að gerður yrði sáttmáli til þess að takmarka vígbúnað'í lofti. Var sagt, að Göring væri þessu fylgjandi og fleiri valdamiklir nasistar, og hefði ^koðun þeirra sveigst í þessa átt, eftir að vígbúnaður Breta í lofti fór að vaxa svo hraðfara sem verið hefir í seinni tíð. Orðrómur um þetta komst á kreik á ný, er kunnugt varð um það, að breska stjórnin ætlaði að njóta aðstoðar Nuffields lávarðs til þess að auka loft- flotann gífurlega. Var alment talið, er búist var við Wiedemann kapteini, trúnaðarmanni Hitlers, til Lon- don öðru sinni, þótt ekki yrði af því, að hann mundi ræða slíka takmörkun vígbúnaðar í lofti við bresku stjórnina fyrir hönd Hitlers. Var, að sögn, jafnvel í ráði, að Göring færi til London þessara erinda jafnframt. Nú skýrir stjórnmálafregnritari Daily Express frá því, að tilraun verði bráðlega gerð til þess að ná sam- komulagi um sáttmála viðvíkjandi löfthernaði, í því skyni að banna loftárásir á óvíggirtar borgir. Sildveiðin 20. ágúst. Samtals Bræðslus. ' tunnur. hektol. Vestfirðir og Strandir................. 19-438 221.988 Siglufj., Skagaströnd, Sauðárkr., Hofsós 149.707 541.445 Eyjafj., Húsavík, Raufarliöfn.......... 21.363 521.754 Austfirðir ............................ — 17..839 Sunnlendingafjórðungur ............... 486 516 Samtals 20- ág. 1938 190.994 1.303.242 Samtals 21. ág. 1937 179.436 1.784.526 Samtals 22. ág. 1936 158.243 1.049.592 Síldveiði í bræðslu 20. ágúst 1938. Verksmiðjur. Hektol. Sólbakki ........................................... 7.039 Hesteyrarverksmiðjan ............................ 43.736 Djúpavíkurverksmiðjan ............................ 171.213 Ríkisverksmiðjurnar, Siglufirði................... 471.849 Rauðka, Siglufirði............................. 54.099 Grána, Siglufirði ................................. 15.497 Hjalteyrarverksmiðjan ............................. 270196 Dagverðareyrarverksmiðjan ......................... 73.530 Krossanesverksmiðjan ............................. 128.173 Húsavíkurverksmiðjan .............................. 10.214 Raufarhafnarverksmiðjan ........................... 39.641 Seyðisfjarðarverksmiðjan .......................... 10.434 Norðf jarðarverksmiðjan .......................... 7.405 Akranessverksmiðjan .................................. 516 Hefir Hitler þegar borið fram bráðabirgðatillögur um þetta efni við tvo erlenda valda- og virðingamenn, er gist hafa Þýskaland, þá Italo Balbo flugmarskálk og Vuillemin, yfirmann franska flughersins. Daily Express segir, að þýska stjórnin hafi þegar lát- ið þreifa fyrir sér í London um undirtektir bresku stjórnarinnar. NJ tiíltegund. Engin girskifting, engar bremsnr. Bygging sú, sem hér er sýnd að ofan verður til sýnis á heimssýningunni i New York, en hún er bygð að fullu og öllu úr gleri, en þrjár glerverksmiðjur annast bygg- inguna. Turn byggingarinnar verður 108 fela hár, bygður úr bláum glerplötum 13.000 ferfet af glersteini mun þurfa í byggingu þessa að þvi er áætlað er. London, 22. ág. FÚ. Horthy flotaforingi, ríkisstjóri Ungverjalands, mun í dag fara til Helgolands með Ilitler. Það, sem eftir er tíma þess,sem liann dvelur í Þýskalandi, mun hann taka þátt í ýmsum opinherum samkvæmum. Blaðið segir, að samkomulagsumleitanirnar mundu fara þannig fram, að fyrst verði rætt um samkomulag um að gera ekki árásir úr lofti á óvíggirtar borgir, en í öðru lagi að takmarka flugherina við þær tölur sem nú eru gefnar upp. Loks segir blaðið, að Wiedemann, eða einhver ann- ar trúnaðarmaður Hitlers sé væntanlegur til London innan skamms til þess að gera nýjar tilraunir til að bæta sambúð Breta og Þjóðverja. United Press. Hryðjuverkin í Palestina. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Blaðið „Palestine Post“ í Jerusalem skýrir frá því, að frá 1.—21. ágúst hafi 15 Bretar, þar af 13 hermenn og tveir lögregluþjónar verið drepn- ir, 41 Gyðingur, 110 Arabar og 1 maður frá Malta. Særst hafa í bardögum 26 Bretar, 86 Gyðingar og 71 Arabi. United Press. London 23. ágúst. FjÚ. Sir William Beveridge flutti í ræðu í gær á fundi breska vís- indafélagsins í Cambridge. Var hann þeirrar skoðunar, að ný kreppa væri fyrir höndum, því eini munurinn á þvi sem nú er, frá því sem var, væri víg- búnaðarkapphlaupið. Eitt af því, sem merkilegast gerðist á fundinum í gær var það, að sýnd var ný tegund af bifreið, sem hefir engar „gíra“ skiftingar og engar bremsur, en er að öllu leyti stjórnað að því er hraða snertir með einum linappi sem stígið er á. Upp- fyndingamaðurinn er ítali, sem dvalið hefir i Englandi árum saman- Hann sagði í gær, að hann mundi ekki leyfa að nokk- urt einstakt land eða félag fengi einkarétt á þessari uppfyndingu lieldur væri það ætlan sín að gefa öllum þjóðum kost á að hagnýta sér hana. London, 22. ág. FÚ. í dag er fyrsti heimsóknar- dagur Ilorthy, rikisstjói’a Ung- verjalands, í Þýskalandi, og ern í fylgd með honum fox-sætisx’áð- Heimssýniogin i New York. Horthy. lierra landsins og fleiri, ráðheri’- ar. Flolasýning fór fram i Kiel, hinum ungversku gestum til iieiðurs og var Ilitler og aðrir helslu menn Þýskalands við- staddir. Hleypt var af stokkun- mn nýju beitiskipi, sem hlaut nafnið „Prins Eugéne“ — eftir hinum fræga prins Eugéne af Savoy, sem mjög kom við sögu Austurríkis á sínum tíma, en liann var fæddur 1663 og and- aðist 1736.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.