Vísir - 25.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitstjóri: Eristján Guðlaugsson. Bkrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti'). Binar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Yer8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Um bjána. A lþýðublaðið hefir gerst mjög ■“ áliyggjufult út af forystu- grein þeirri um: „Námsför Finns Jónssonar“, sem birtist í blaði Framsóknarflokksins í fyrradag. „Námsför“ þessa fór Finnur til nágrannalandanna og átti þar tal við leiðtoga socialista í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi um stjórnmálasamvinnu verka- manna og bænda í þeim lönd- um. Hefir Finnur verið að segja frá þessum viðtölum sínum í Alþýðublaðinu undanfarnadaga og reynt að gera þá frásögn sem lærdómsríkasta um það tvent: hversu ómetanlega blessunar- ríka ávöxlu stjórnmálasam- vinna verkamanna og bænda á Norðurlöndum hafi borið fyrir alla alþýðu landanna, og í ann- an stað hversu fráleitt það sé talið af socialistum á Norður- löndum að hafa nokkurt sam- neyti við kommúnista. Tilgang- ur Finns og Alþýðublaðsins, með þessum skrifum, er auð- vitað sá, að leiða íslenska „al- þýðu“ „í allan sannleikann“ um það, hvað lienni henti best, en það sé að afneita kommúnist- um og öllu þeirra athæfi og varpa öllum áliyggjum sínum upp á forráðamenn Alþýðu- flokksins og samvinnu þeirra við framsóknarmenn. I gf-ein sinni, um „Námsför Finns Jónssonar", er Tímadag- blaðið nú svo hlálegt að fara að stríða Finni með þvi, að þó að hann kunni að vísu hafa lært nokkuð í þessari ferð sinni um það, „hvað til hans friðar heyri“ og flokks hans, þá eigi hann þó mikið ólært i þvi efni. Og blaðið segir, að ef samvinna socialista við bændur hér á landi eigi að geta „blessast“ eins vel og í nágrannalöndunum, þá verði sú samvinna að byggjast á sama grundvelli, og socialistar hér, eins ! og fldkksbræður þeirra á Norðurlöndum, að leggja „socialismann“ „á liill- una“, og hælta þeirri yfirhoðs- samkepni við kommúnista, sem þeir hafa lagt svo mikla stund á að undanförnu. IÞetta skrif Tímadagblaðsins segir Alþýðublaðið í gær að sé mjög í anda Jónasar Jónsson- ar „í seinni tíð“, og þjóni þeim tilgangi lians, „að spilla sam- vinnu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins“, og und- irbúa þannig jarðveginn fyrir „bandalag Framsóknar við í- lialdið“. En það sé líka „býsna bjánalegt skrif“, því að social- istar á Norðurlöndum liafi eng- an veginn „lagt socialismann á hilluna“, heldur standi þeir allir „föstum fótum“ á grundvelli lians, alveg nákvæmlega eins og socialistar hér á landi. En ef Framsóknarmenn séu svo gírugir í samvinnu við „i- haldið“, sem af þessu mætti ráða, þá segir Alþbl., að þeiin mundi þó ráðlegra að glöggva sig á þvi, livaða skilyrði þeim hafi verið sett fyrir slíkri sam- vinnu. Þvi liafi nýlega verið lýst yfir af liálfu sjálfstæðis- manna að samvinna við fram- sóknarmenn geti því að eins lcomið til mála, að Framsóknar- flokkm'inn bætti mjög ráð sitt, að hann „viðurkenni vanmátt sinn, mistölc sín, rangindi og tuddaskap og biðji þjóðina vel- virðingar á svikunum“. Hins- vegar skilst mönnum að Fram- sóknarflokkurinn þurfi ekkert að vinna til þess að samvinna við Alþýðuflokkinn haldist annað en leyfa það, að hann „standi fastur á fótum á grund- velli socialismans eins og social- istar á Norðurlöndum. Alþýðu- flokkurinn hefir ná tvívegis sagt slitið samvinnunni við Framsóknarflokkinn, fyrir þá sök, að hann hafi ekki fengið framgengt stefnumálum sín- um, sem liann telur að liafi ver- ið grundvallarskilyrði fyrir samvinnunni af sinni hálfu, en Framsóknarflokkurinn „svik- ist“ um að uppfylla. Og er það þá ekki að vonum, að honum sárni það, og þyki sér litill sómi sýndur fyrir undirlægjuhátt sinn gagnvart Framsóknar- flokknum, ef Framsóknarflokk- urinn skyldi nú ekki lengur vilja þiggja stuðning hans án nokkurra skilyrða og án þess á nokkurn hátt að bæta fyrir svik sín við liann, en kysi heldur „bandalag við íhaldið“, með þeim afarkostum, sem fyrr seg- ir, og Alþýðublaðið vill ekki draga fjöður yfir hversu auð- mýkjandi væru fyrir liann? En Alþýðuflokkurinn þarf ekkert að óttast í þessu efni. Og Tímadagblaðið hefir þegar bætt fyrir þetta „býsna bjána- lega skrif“ sitt í fyrradag, með öðru enn bjánalegra skrifi i gær, um þá blessunaiTÍku á- vexti, sem samvinna „verlca- manna og bænda“ hafi borið liér á landi. Þar segir meðal annars, að „sjómenn séu þess vafalaust minnugir“, að á stjórnartímabili sjálfstæðis- manna „frá 1924—27“ hafi ver- ið „margsinnis liafnað kröfum þeirra um 8 klst. hvíldartíma á togurunum“! Þá hafi „bændum verið neitað um allan stuðning“ og allur gróði sjávarútvegsins runnið til „milliliðanna“! En um þetta skýtur þó nokkuð skökku við. Á árunum 1924:— 27 var aldrei „hafnað“ lcröfum sjómanna um 8 klst. hvíldar- tíma á togurum, því að lög höfðu verið sett um þann hvíld- artíma áður (1921?) og hefir aldrei verið liróflað við þeirri lagasetningu síðan. Og á árun- um 1924—27 voru stórar fjár- fúlgur greiddar úr ríkissjóði til stuðnings landbúnaðinum, skv. jarðræktarlögunum frá 1923, og þær teknar af gróða sjávarút- vegsins, auk þess sem sérstak- ur skattur var lagður á sjávar- útveginn til Ræktunarsjóðs, fyrir atbeina útvegsmanna. Og til þess að koma því til leiðar þurfti enga „samvinnu verka- manna og bænda“. Og þó að ritstjóri Tímadag- blaðsins sé ungur, þá mun liann þó vera eldri en 12—14 ára, og jafnvel svo gamall, að liann gæti munað hverju fram fór í stjórnmálum landsins á þessum árum. — En það varð með ein- hverjum hætti að „gera gott“ úr „bjánaskap“ blaðsins í fyrradag og þá hefir ekki þótt í það liorf- Englendingar standa við hlið Frakka ef tii styrjaldar dregnr í Evrópn. Bresku i!áöhei»i*ai?niis sátu á fundi í gær og ræddu um þessi mál og tillögup Runei- man’s lávarðSe EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Stjórnmálafréttaritari Lundúnadagblaðsins Daily Mail, sem oft hefir birt fregnir um það, sem er í bígerð eða í þann veginn að gerast á sviði alþjóðastjórnmála, gerir að umtalsefni í morgun við- ræður bresku ráðherranna í gær. En áður en Chamber- lain forsætisráðherra lagði af stað frá London í gær í sumarleyfi, ræddi hann við Sir John Simon fjármála- ráðherra og Halifax lávarð, utanríkismálaráðherra. Opinber tilkynning um þessar viðræður hefír ekki ver- ið birt, en að þeim loknum fór Chamberlain upp í sveit. Stjórnmálafréttaritari Daily Mail segir, að Chamberlain, Simon og Halifax hafi tekið ákvörð- un um það á fundinum, að skýra frönsku stjórn- inni frá því innan fárra daga, að Bretar muni standa við hlið Frakka, ef þeir lendi í styrjöld, vegna samningsskuldbindinga sinna gagnvart Tékkóslóvakíu. Breska stjórnin hefir komist á þá skoðun að undan- förnu, segir Daily Mail, að sá tími sé kominn, er eitt- hvað verði að gera til þess að draga úr hinum miklu stjórnmálaæsingum á meginlandi álfunnar. Hafa bresku ráðherrarnir að undanförnu haft vaxandi á- hyggjur af horfunum á meginlandinu. Tilgangurinn með fundinum í gær var að ræða um hvaða leið væri best að fara, til þess að öllum þjóðum álfunnar mætti verða fyllilega ljóst hver er afstaða Breta. Daily Express gefur hið sama í skyn, þessum málum viðkomandi og Daily Mail, og eykur það trú manna á, að fréttin hafi við full rök að styðjast. Blöðin gefa í skyn, að Ashton Gwatkin, aðstoðarmað- ur Runcimans Iávarðs í Prag, hafi í gærkveldi gert Halifax lávarði ítarlega grein fyrir málamiðlunartillög- um þeim, sem Runciman lávarður áformar að leggja fyrir báða deiluaðila í Tékkóslóvakíu innan skamms. United Press. Hið kunna breska vikurit Time & Tide gerði fyrir skemstu að umtalsefni það hlutverk, sem Runciman lávarði hefði verið falið að inna af höndum í Prag. Hverju nafni sem menn vilja nefna þetta hlutverk Runcimans lávarðs, segir vikuritið, er óger- legt að segja að hann sé þar í einkaerindum eða upp á eijgin spýtur, enda þótt hann sé ekki sendur þangað sem opinber er- indreki bresku stjórnarinnar. Ferð hans til Tékkóslóvakiu þýðir, að breska stjórnin lætur sig varða þau deilumál, sem þart eru á döfinni, og þess vegna hef- ir hún komið því svo fyrir, að hann fór þangað sem meðal- göngumaður — í alvarlegasta deilumálinu, sem upp hefir komið eftir heimsstyrjöldina. Með Runciman eru tveir.menn, miklum hæfileikum gæddir, Mr. Stopford og Mr. Ashton-Gwta- kin, og af starfsemi þessara manna getur ekki nema gott eitt leitt, hvort sem miðlunar- tilraunir þeirra ná fullum ár- angri eða ekki. Að minsta kosti er dvöl Runcimans lávarðs í andi, þó að nokkuð væri farið á snið við staðreyndirnar. Og svo virðist fyrir að þakka, að blaðið eigi ráð á bjánum „til skiftanna“. Prag örugt merki þess — og það mun ekki hafa farið fram hjá Hitler — að Stóra-Bretland ekki síður en Frakkland hefir mikinn áhuga fyrir því, að deilumálið verði leitt til lykta friðsamlega — svo og að Stóra- Bretland hefir áhuga fyrir því, að Tékkóslóvakía verði áfram sjálfstætt ríki. Time & Tide segir, að það hafi verið Halifax lávarður, sem átti hugmyndina að því, að Run- ciman vár sendur til Prag, og hann hafi framkvæmt hug- myndina eins og slyngur stjórn- málamaður einn gæti gert. Því að ef Runciman hefði verið sendur sem opinber erindreki bresku stjórnarinnar hefði það vafalaust sætt mótspyrnu, og ef til vill komið af stað þeim erf- iðleikum, sem hann á að gera tilraun !til að afstýra, en það var skýrt tekið fram af stjórninni, að hann færi þangað aðeins til þess að gera tilraun til að að- stoða við lausn deilumálanna og mótspyrnan gegn för hans varð engin. Tékkóslóvakía og Þjóðverjar sættu sig við hana. Jafnvel þótt árangurinn verði ekki annar en sá, að samkomu- Jagsumleitanirnar haldi áfram milli Tékka og Súdeta — þó ekki væri nema að bráðabirgða- samkomulag næðist, stæði ekki nema til næsta vors, má vera, að það sé það sama, og að friðinum í álfunni hafi verið Hér er of mikiEt rígur milli knattspyrnufélaganna. Viðtal við þjálfara Fram, P. Petersen. Tíðindamaður Vísis hafði í gær tal af Peter Petersen, þjálf- ara Fram, en hann fer utan í kveld með Lyru. Hefir Petersen verið hér í f jóra mánuði og kent öllum aldursflokkum Fram. Hefir hann getið sér vinsældir allra, er hann hefir umgengist hér. — Finst yður ekki liafa orðið góður árangur af kenslu yðar? —■ Þegar eg atliuga alla þá erfiðleika, sem eg liefi orðið að yfirstíga, eins og allir aðrir, er koma til annars lands og ætla að kenna mönnum, sem þeir þekkja alls ekki, þá er eg á- nægður með árangurinn. —- Hvað álítið þér um leikni fslendinga, samanborið við knattspyrnumenn annara þjóða? — íslendingar geta fyllilega staðið jafnfætis öðrum þjóðum. En til þess verða þeir auðvitað, að leggja mikla rækt við æfing- arnar og kasta ekki til þeirra liöndunum. Á það skilyrði ekki síður við aðrar þjóðir en þá. Auk þess á að byrja að kenna drengjunum sem yngstum, og liefir það allsstaðar komið í ljós, að það hefir hinn besta ár- angur. Litlu drengirnir eru lieldur ekki síður áliugasamir en þeir eldri. Á fyrstu æfingu minni í yngsta flokki komu 6— 7 drengir, en á þá síðustu 48. — Hvernig haga dönsk félög æfingum sínum á vetrum? — Þá er æfð leikfimi innan- húss, en jafnskjótt og fært er eru haldnar hlaupaæfingar á þjóðvegunum. Þó verða menn að gæta hófs í þessu sem öðru, til þess að ofæfa sig ekki eða þess háttar. — Hvað ér besta félagið hérna að yðar áliti? — Valur, enda hafa Valsmenn notið ágætrar tilsagnar svo lengi. En Fram á lítð eftir til þess að ná þeim og hefir fullan liug og dug til þess. — Hvert er álit yðar á iþróttalifi okkar? — Eg hefi auðvitað kynst knattspyrnumönnum best og næstum einvörðungu, en það sem að er, er rigurinn á milli félaganna. Félögin vilja verða sigurvegarar, hvert í sínum flokki, hugsa heldur minna um það, að sá er leikur best, sýnir mesta leikni og kunnáttu, hann á að sigra, enda þótt hamingjan hossi lionum ekki altaf. Félögin munu einnig sjá það, að þegar raunverulegur íþróttamanns- andi verður yfirsterkari, þá verða leiltirnir skemtilegri fyrir alla, sem hlut eiga að máli, og framfarirnar verða stórstígari. bjargað. Menn segja, að vonin um það sé veik, að málamiðlun Runcimans lávarðs beri árang- ur, en undir þessari veiku von er það komið hvort styrjöld geisar eða friður ríkir á megin- landi álfunnar, þegar yfirstand- andi ár kveður og nýtt gengur í garð. PETER A. PETERSEN. — Grasvellir? — Þið verðið að keppa að þvi að fá grasvelli bið fyrsta. Þið eigið fremur, að fresta því um nokkurn tíma, að Iáta smíða dýr búningsherbergi fyrir íþróttabverfið nýja og láta grasvellina sitja fyrir. Það spar- ar kostnaðinn, sem fer í síl'elda sléttun malarvalla, eftir hvern leik, slit á knöttum o. þ. h. Svo er eitt ennþá og skal eg segja frá einu dæmi: Drengur í 3. fl. datt á malarvellinum og flagn- aði af honum skinnið eftir öllu öðru lærinu. Hann lá í rúminu um 3 vikur og eg sá hann ekki framar. Hefir honum auðvitað verið bönnuð frekari knatt- spyrnuiðkun eftir þetta. Slík slys sem þessi lienda aldrei á grasvelli. Að lokum vil eg biðja Vísi að færa öllum vinum mínum og kunningjum liérna, kveðju mína og þakka þeim fyrir sam- verustundirnar. REYKJAVlKURMÓTIÐ. Fram og K. R. keppa í kvöld kl. 6,30. Þessi leilcur er á pappírnum næst seinasti leilcur Knatt- spyrnumóts Reykjvíkur, en mótið gelur orðið óútkljáð á tvo vegu, eftir þá leiki. Valur og Fram geta þurft að keppa annan leik, ef Fram viimur K. R. og Valur og Víldngur gera jafntefli; ef hinsvegar Víkingm* vinnur Val og Fram K. R., þá verða Víkingur og Fram að keppa aflur. Aulc þess geta Fram og Víkingur orðið ein efst með 4 stig og Valur með 4 eða 5 stig. Sem sagt, mótið er eins spennandi og það getur orðið, því að K. R. þarf að þvo af sér mistök undanfarinna leika og gefur því engan liögg- stað á sér í kvelcl, — en Fram kveður í kveld liinn áhugasama þjálfara sinn og vill þá sjálfagt sýna honum eftir getu þakk- læti fyrir vel unnið starf, með því að standa sig á móti K. R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.