Vísir - 27.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 27.08.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti). Sf M*r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuSi. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Gagnrýni. öigurður Jónasson birtir í ® gær í Tímadagblaðinu 6 dálka viðbót við „lönguvitleysu“ sína í sama blaði s. 1. sunnu- dag um „Hitaveitu Reykjavík- ur“. Þessi síðari kafli „löngu- vitleysunnar“ fjallar aðallega um notkun rafmagns til liúsa- hitunar, og tekst höf. af „brjóst- viti“ sinu, að kollvarpa öllum niðurstöðum verkfræðinga um það efni. Sigurður virðist vera þess al- veg fullviss „i lijarta sínu“, að hann hafi miklu meira vit og þekkingu á verkfræðilegum efnum en lærðir verkfræðingar, jafnvel þó að um viðurkenda afburðamenn á þvi sviði sé að ræða. Það er þvi engin von til þess, að hann geti látið sér skilj- ast það, að skrif hans um slík efni séu ekki talin svaraverð. Hann segir í Tímadagblaðinu í gær, að hann hafi í „fyrri grein“ sinni sýnt frarn á, „að niður- stöður sænska verkfræðingsins, sem áttu að sýna stórgróða á hitaveitunni bygðust á alveg röngum forsendum“. Og „þess- ari grein, sem birtist fyrir 5 dögum“, segir hann, að blað bæjarstjórnarmeirililutans hafi „ekki gert tilraun til að svara með rökum“! En auðvitað kem- ur honum ekki til hugar, að „þessi grein“ hans hafi borið vanþekkingu hans á því sem hún fjallaði um, svo glögt vitni, að það hafi ekki þótt taka því, að „svara“ henni. Sænski verkfræðingurinn, sem Sigurður þykist hafa „sýnt fram á“, að hafi bygt niður- stöður sínar „á alveg röngum forsendum“, er viðurkendur sérfræðingur um þau efni, sem hann átti hér að fjalla um, og nýtur óskoraðs trausts í Svíþjóð sem afburðamaður á því sviði, enda var hann fenginn til þess að gagnrýna áætlanirnar um hitaveituna að ráði banka þess, sem rtáðgert var að útvegaði lánið til fyrirtækisins og var trúnaðarmaður hans og tók laun fyrir starf sitt frá honum. Hinsvegar er Sigurður allsendis ófróður um þessi efni og brestur öll skilyrði til þess að geta gagn- rýnt niðurstöður verkfræðing- anna. Þessu til sönnunar nægir að vekja athygli á því, að sam- anburður Sigurðar á afkomu hitaveitunnar frá Reykjum, er bygður á „alveg röngum for- sendum“, en einmitt á þeim samanburði reisir Sigurður staðhæfingar sinar. Hitaveitan frá Laugunum er gerð tilþessað fullnægja hitaþörfinni í mestu frostum, en áætlanir sænska verkfræðingsins um hitaveituna frá Reykjum eru bygðar á því, að að eins sé fullnægt hitaþörf- inni í alt að 8 st. frosti. Þannig verður nýting hitans í Reykja- veitimni að jafnaði alt að þvi tvöföld í samanburði við Laugaveituna. En þar við bæt- ist, að verðlagið á hitaveitunni frá Reykjum er í áætlunum verkfræðinganna miðað við alt annað og hærra kolaverð en verðlag Laugaveitunnar. Og þannig verður þessi safhanburð- ur Sigurðar eintóm vitleysa og niðurstöðurnar eftir því. í framlialdi langloku sinnar i Tímadagblaðinu í gær tekst Sigurði þó engu betur. í henni byggir hann allar staðhæfingar sínar um yfirburði rafmagnsins sem hitagjafa á því, að hitaþörf bæjarins verði fullnægt með nýrri 32 þús. kilovatta raf- magnsaflstöð (Irafoss og Kistu- foss). í Tímariti verlífræðinga- félagsins befir binsvegar verið sýnt fram á það, að til þess að jafngilda 280 sek. lítra bita- veitu, sem talið hefir verið að mundi fullnægja liitaþörf bæj- arins i mestu frostum, þyrfti 60 þús. kw. rafmagnsaflstöð, eða nálega tvöfalda aflslöð Sigurð- ar. Hinsvegar mundi 280 sek. lííra hitaveita kosta að eins 7—8 milj. króna, en hálft jafn- gildi hennar af rafmagni, sam- kvæmt útreikningum Sigurðar, 14 miljónir! En samkvæml þessu yrði kostnaðurinn við rafmagnsupphitunina alt að því fjórfaldur, samanborið við hita- veituna frá Reykjum. Þrátt fyrir þetta efast Sigurð- ur ekkert um það, að auðveld- ara verði að fá lán til rafmagns- virkjunar en til hitaveitu. Og mætti að visu svo vera, ef við væri að eiga fjármálamenn með svipaðri þekkingu á fjármálum eins og Sigurður Jónasson befir til að bera í verkfræðilegum efnum. Ildveiðarnar. Sigulfirði 26. ág. I gær og í nótt komu þessi skip með síld í bræðslu: Hringur 150 mál, Bjarnarey 200, Ófeigur/ ,Óðinn 350, Grótta 150, Mars 300, Gunnar Páls 150, Fylkir 300, Geir goði 300, Huginn I. 300, Haraldur 250, Snorri 200, Kári 300, Harpa 200, Jökull 400, Venus 350, Keilir 250, Eldborg 1000, Hermóður 170, Bragi 100, iStathav 100, Björn austrænil50, Gulltopiiur 550, Rifsnes 200, Eggert/Ingólfur250, Hilmir 100, Hrönn 600, Frigg/Lagarfoss 150, Höfrungur 400, Gotta 350, Kristján 100, Drífa 200, Grótta 450, Stella 250, Sjöfn 300, Er- lingur I. 300, Þórir 250, Björn 500, Njáll 300, Þór/Kristjana 100, Skagfirðingur 450, Vébjöm 400, Nanna 200, Árni Árnason 100, Mars 250, Bjarnarey 100 og Sæborg 300 mál. — I gær var saltað á öllum stöðvumi hér samtals um 9000 tunnur. — Síldin veiddist að mestu leyti út af Siglufirði. I morgun er lítil veiði. Þó hafa nolckur skip fengið góð köst, en frétst liefir til síldar við Gjögur og vestan- verða Sléttu og mörg skip á leiðinni austur. — Þráinn. Allgott veiðiveður var í gær, en síldin er stygg og torfumar þunnar. Var þvi lítið um skipa- komur til Siglufjarðar í gær, en síðasta sólarhringinn höfðu rlk- isverksmiðjurnar tekið við um II þús. mála síldar. Ilinsvegar var söltun hin mesta sem sögur fara af, á þessu sumri a. m. k. Á Siglufirði vora saltaðar rúml. 14.800 tunnur. — Matjesverkun nam 3738 heil- tunnum og 5547 hálftunnum. í morgun lönduðu á Djúpa- vík togararnir Tryggvi gamli Allar Evröpoþjóðir bíða með efUrvæntiiign eftir ræðn Sir John Simon, sem hann heldur i kvðld. Bresku FáðheFFapniF kall- aðip ái fund snemma á inánudagsmorgun. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Talið er að mikill órói sé ríkjandi í London hjá stjórnmálamönnum og þá ekki síst í utanrík- ismálaráðuneytinu vegna deilu Sudeten-Þjóð- verja og tékknesku stjórnarinnar, og um allan heim bíða menn með eftirvæntingu eftir ræðu Sir John Si- mon f jármálaráðherra, sem hann ætlar að halda í Lan- ark í kvöld. Það þykir einnig bera vott um að breska ríkisstjórnin sé við öllu búin og telji þess þörf að vera örugglega á verði, að Chamberlain forsætisráðherra, Sir John Simon og Halifax lávarður utanríkismálaráðherra hafa ákveðið að koma saman á fund í London snemma á mánudagsmorgun, en eins og getið hefir verið um, æjlaði Chamberlain til Skotlands þegar upp úr helginni. Á ráðherrafundinum verða Mið-Evrópumálin rædd og búist er við að ráðherrarnir muni ef til vill lialda áfram umræðum sínum á þriðjudaginn, en talið er að umræðurnar muni fyrst og fremst snúast um það, að breska stjórnin hefir hvað eftir annað á „diplomatisk- an“ hátt, Iagt fast að þýsku stjórninni um, að hún hlut- aðist til um að þýsk blöð létu af hinum hörðu árásum, sem þau hafa að undanförnu haldið uppi á hendur Tékkóslóvökum í sambandi við deilumál Sudeten-Þjóð- verja, en þrátt fyrir allar tilraunir bresku stjórnarinn- ar í þessu efni, hefir síst dregið úr árásum blaðanna. Torveldar þetta framferði blaðanna til mikilla muna allar samningaumleitanir, sem Runciman lávarður hef- ir með höndum, en ef umleitanir hans mishepnast með öllu er viðhorfið talið mjög ískyggilegt, enda óvíst til hvers það kunni að Ieiða. United Press. Japanir hefja sókn áleidís til Hankow. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Fregnir, sem borist hafa frá Shanghai, skýra frá því að sókn Japana áleiðis til Manchang frá Shaio sem er vestanvert við Kuling sé nú hafin og er barist af mik- illi grimd á þessum vígstöðvum og er beitt öllum nútíma hern- aðartækjum af beggja hálfu. Þá hafa Japanir einnig hafið grimmilega sókn áleiðis til Han- kow og hófst hún við sólarupprás í morgun. United Press. London 26. ág. FfJ. Breski sendiherrann í Shang- bai hefir lagt fram mötmæli við japönsku stjórnina móti til- raun hennar til þess að koma í veg fyrii* fréttaflutning, bæði til borgarinnar og frá henni. Segir sendiherrann að breska stjórn- in viðurkenni alls ekki rétt Jap- ana til þess að gera slíkar ráð- stafanir, þegar fréttirnar eru frá breskum þegnum eða til þeirra. Þessi mótmæli eru fram komin eftir að japanska stjórnin hafði látið gera tilraun til að stinga undir stól öllum fréttum) um á- rás japanskra flugvéla á kín- versku farþegaflugvélina á mið- vikudaginn var. 1500 mál og Hannes ráðherra um 1000 mál. Á Hjalteyri lönduðu í gær: Gulltoppur 1748 mál. Belgaum 1963 og Egill Skallagrímsson 470 mál. í morgun lönduðu eða voru að landa Jón Stefánsson með 80 mál, Iv. Iluginn 300, Þorfinnur 1100 og Huginn I. ca 600 mál. Snorri goðij er á leið til Hest- eyrar með fullfermi, en Arin- björn hersir hafði í gær fengið 1100 og Gyllir 1400—1500 mál. Daladier lieflp leyst verk- fallid í Marseille* EmKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Daladier og stjórn hans hefir nú tekist að jafna deilur hafnarverkamanna í Marseille og atvinnurekendanna, og bar stjórnin fram miðlunartillögu, sem báðir aðilat hafa gengið að. Við lausn þessa alvarlega deilumáls hefir stjórninni tekist að styrkja aðstöðu sína til mikilla muna, og er talið að hún muni nú vera örugg í sessi þrátt fyrir það, að tillögur Daladiers hafa mætt allverulegri mótspyrnu. United Press. London 26. ág. FtJ. Daladier forsætisráðherra Frakka fékk í dag fullkomna traustsyfirlýsingu frá þing- mannaflokki þeim, er styðm- liann, og höfðu allir þingmenn undirritað. I ræðu, sem Daladi- er hélt í dag, talaði hann aðal- lega um hinn gífurlega hernað- arlega undirbúning í Þýslca- landi og að þar væru tvær milj. manna stöðugt að verki að auka og bæta víggirðingar landsins, og þessir menn ynnu frá 60—* 70 klukkustundir á viku. Af[ þessu leiðir það, sagði hann, að lengja verður vinnuvikuna í Frakklandi a. m. k. um 4 st. á! viku og tjáir ekki að horfa í þo að þá vinnu verði að greiða með yfirvinnukaupi. Síra Gunnar Jóhannesson: Aldrei er svo bjart yfir öðlingmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú. Aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Japanska stjórnin hefir svar- áð þvi, að hún áskilji sér rétt til þess að stinga undir stól öll- um fregnum sem henni sýnist, nema opinberum tilkynningum. Kínverska sendiráðið í Lond- on hefir enn lagt fram mótmæli við breska utanríkismálaráðu- neytið, vegna eiturgasnotkunar Japana í Kína. Japanska stjórn- in svaraði í gær fyrra mótmæla- skjali Kínverja og neitar hún þar með ölhi að hafa nokkum- tíma notað eiturgas, en sakar hinsvegar Kínverja um að hafa gert það, og ennfremur að hafa notað kóleru-sýkla til þess að koma upp drepsótt í liði and- stæðinganna. Kínverska stjómin neitar þvi enn á ný, að nokkur fótur sé fyrir því, að Japanir hafi tekið Juichang, en segir hinsvegar að liæðir nokkurar í nánd við borg- ina bafi nú upp á síðkastið ým- ist verið í höndum Kínverja eða Japana. Hernaðarleg þýðing þessarar borgar liggur i þvi, að sá, sem hana Iiefir í höndum, ræður yfir tveimur skipatorfær- um, sem komið hefir verið fyrir í Yangtse-fljóti á þessuni slóð- um. Það voru góðir gestir, sem komu til mín að Skarði föstu- daginn 19. þ. m., Sigurbjörn Á. Gíslason, frú Guðrún Lárusdótt- ir og dætur þeirra tvær vora þar á ferð og sóttu mig heim. Það er jafnan unaðslegt, þegar trú systkini fiá að ræðast við. Þó viðdvöl þeirra væri stutt, hefi eg fáum gestum fagnað meir í lijarta en þeim. Þar sem eldur kristinnar trúar logar, er gott að vera. Þá finst manni samveran ávalt of stutt. Þá þyk- ir manni ávalt of snemma lagt af stað. Svo var og að þessu sinni. Við hjónin þráðum návist þessa fólks enn lengur. En —■ ! af stað var haldið kl. 8 síðdegis, og það var hinsta för móður og dætra. Að kvöldi næsta dags ; barst okkur hin harmþrungna fregn. j Glöð og reif dvöldust þau ! bjónin frá Ási örstutta stund á , heimili minu siðasta kvöldið, — þessir baráttumenn í þjónustu ; Krists. Djarfhuga og trúarsterk j stóðu þau hlið við hhð og and- æfðu straumi og vindi vantrúar- innar. Til hinsta augnabliks var frú Guðrún trú Frelsara sínum og Drottni. Ilið siðasta kvöld var hún jafn fús að fylgja hon- um sem hið fyrsta, eftir að liún meðtók hann í hjarta sér. En nú hefir margur spurt: Hvers vegna? Menn standa og stara magnþrota og ráðvana. Iíaldrifjuð skynsemi spyr, en finnur ekkert svar — nema í Orði Guðs. Og Orð Guðs segir: Devi ekki hveitikornið, verður það einsamalt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt. Frú Guðrún og dætur! Eg þakka ykkur kvöldið kyrlá La heima í Skarði, hinsta kvöldið liér. Eg finn vaknandi og vax- andi lif, helgað náð Guðs, bjarma yfir burtför ykkar. Þá birtir í hjörtum hinna syrgj- andi ástvina. Jarðarförin frá Ási fer fram i dag. í dag verður Guðrún Lárus- dóttir borin til grafar ásamt tveimur dætrurn sínum, sem orðið hafa henni samferða, einnig í dauðann. Verða þær fjórar kisturnar, sem bornar verða frá Ási í dag. Þungur liarmur er ástvinun- um kveðinn og allir Reykvík- ingar og allur landslýður mundi vilja rétta þeim liuggandi hönd og græða bin djúpu sár. Jarðarförin hefst með hús- kveðju að Ási kl. 2 e. h., en hana flytur Þorteinn Briem prófast- ur. — í kirkjunni flytja ræður Frið- rik Hallgrimsson prófastur, síra Friðrik Friðriksson og síra Sig- urður Pálsson i Hraungerði. —< Kista frú Guðrúnar verður borin inn í kirkjuna af þingfor- setum og þingmönnum, en út úr kirkjunni bera prestar. Verð- ur kistan því næst borin í Al- þingishúsið af miðstjórn og þingmönnum Sj álfstæðisflokks- ins. Sönginn í kirkjunni annast söngflokkur dómkirkjunnar, en heima og í kirkjugarði syngur tiu manna sveit úr karlakórnum Fóstbræðrum. Lúðrasveit leikur sorgarlög i viðhafnarsskyni og gengur á undan hlífylgdinni, en jarðsett verður í gamla kirkju- garðinum. Athöfninni í kirkju verður út- varpað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.