Vísir - 29.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. AfgreiSsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti-). Blnar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Meiningar- munur. DLÖÐ stjórnarflokkanna hafa U verið að jagast um það undanfarna daga, hvað það sé, sem flokkunum beri á milli i stjórnmálunum, og hvers verði helst að gæta, svo að samkomu- lag þeirra og samvinna fari ekki út um þúfur. Tilefnið til þessara hugleið- inga hlaðanna voru skrif Finns Jónssonar í Alþýðublaðinu um „samvinnu bænda og verka- manna“ á Norðurlöndum og af- stöðu socialistaflokka þeirra landa til kommúnista. Höfuðtil- gangur Finns, með þeim skrif- um, mun hafa verið sá, að reyna að snúa þeim flokks- mönnum Alþýðuflokksins, sem Héðinn Valdimarsson hefir leitt út á þá glapstigu, að vilja sam- einast kommúnistum, fná villu þeirra vegar, með því að Iáta hina stærstu spámenn socialism- ans í þremur nágrannalöndun- um „vitna“ annarsvegar um dásemdir samvinnu sinnar við bændaflokkana, og hinsvegar um óbeit sína á kommúnisman- um og öllu lians athæfi. Og hvað þurfti þá líka frekar vitna við til þess að allir mættu sjá, að heill „alþýðunnar“ liér á landi mundi best borgið með því, að fela hana forsjá þeirra Finns og félaga hans í samvinnu við Framsóknarflokkinn. Með þessu mun nú Finnur hafa þóst vera að vinna Fram- sóknarflokknum gagn jöfnum höndum og Alþýðuflokknum, því að báða flokkana varðar það miklu, og nálega jafnmiklu, að hlutur Alþýðuflokksins verði sem bestur í skiftunum við Héðin og kommúnista. Það var því að vonum, að Finnur og Al- þýðubl. brygðist ekki sem best við, þegar Tímadagblaðið greip þetta tækifæri til þess að leggja socialistum lífsreglurnar um það, hvernig þeim bæri að haga sér, ef þeir vildu framvegis fá að vera í samvinnu við Fram- sóknarflokkinn um stjórn landsins. Og því fremur var það að vonum sem socialistum voru í lífsreglunum settir svo harðir kostir, að ekki verður betur séð en að þess sé krafist, að þeir gangi alveg af trúnni á social- ismanum og leggi hann „á hill- una“, eins og Tímadagblaðið segir, og raunar alveg réttilega, að socialistar á Norðurlöndum hafi gert. En með þessum hætti er hinu bitra vopni, sem Finnur og félagar hans væntu sér svo mikils af, í viðureigninni við kommúnista, alveg snúið gegn þeim sjálfum. Því að socialistar vilja þeir allir vera! En svo mjög sem þeir hafa þykst af þessu, Finnur og félag- ar hans i Alþýðufl., þá er það óneitanlega dálítið hjákát- legt, hvernig þeir að öðru leyti hafa brugðist við þessari áskor- un Tímadagblaðsins, um að leggja socialismann „á hilluna" og hætta að gera „stórfeldar“ og „heimskulegar“ „þjóðnýtingar- kröfur, og yfirleitt að „hafna úrlausnum socialismans“, eins og socialistar á Norðurlöndum hafi gert. Þeir segja, að socialistum á Norðurlöndum liafi „í fyrsta lagi“ aldrei dottið í hug að „hafna úrlausnum socialism- ans“, og það liafi þeim heldur ekki dottið í hug sjálfum. En hinsvegar liafi þeir „i öðru lagi“ aldrei haldið fram nokkurum slikum „úrlausnum“, né heldur gert nokkurar „þjóðnýtingar- kröfur“. — Og hvað ættu þeir þá svo sem að geta „lagt á liill- una“ af því tagi? Hinsvegar spyrja þeir, hvað Framsóknarmenn meini með orðinu þjóðnýting, hvort það sé t. d. ríkiseinkasala, ríkisverk- smiðjur o. s. frv.? Þetta segja þeir, að aldrei liafi tekist að fá Framsóknarmenn til að út- skýra! En til þess liggja góð og gild rök. Framsóknarmenn eru, án þess að vita það, meiri socialistar en socialistar gerast víðast hvar, og framkvæma socialismann og úrlausnir lians í ýmsum greinum, sem social- ista á Norðurlöndum gæti ekki dreymt um að framkvæma! Bil m fit ai veoiiii Um hádegisbilið í gær valt bifreið út af veginum rétt ofan við Lágafell og skemdist hún mikið bæði á lilið og að ofan, en farþegar þeir, sem í bifreið- inni voru, munu hafa sloppið við meiðsli. Fullar upplýsingar um það hvernig þetta vildi til liggja ekki fyrir, en menn á Lágafelli töldu að bifreiðinni myndi liafa verið ekið út af til þess að forð- ast árekstur, en vegurinn er á þessum slóðum mjórri en æski- legt væri. Bifreiðin var flutt til Reykja- víkur síðdegis 1 gær og var henni komið til viðgerðar á bif- reiðaverkstæði. Tvelr nnjlingspiltar handteknlr fyrlr rabarharaþj 6fnaQ. Að undanförnu hafa verið mikil brögð að þjófnaði úr görðum hér í bænum. Þjófn- aður úr görðum vex að jafn- aði, þegar kemur fram á sum- ar, en að þessu sinni munu ó- vanalega mikil brögð að slíku hnupli, og er í seinni tið eink- um stolið rabarbara. Síðast- liðna nótt handsamaði lögregl- an tvo unglingspilta, sem höfðu hnuplað um 50 pundum af rabarbara, m. a. úr garði Ólafs Thors alþm. Piltarnir höfðu verið við vín. Ekið út af í Svínahrauni. Bílnum R-385 var ekið út af veginum neðarlega í Svínahrauni í gær. Mun bifreiðin hafa veriÖ á lelð til Reykjavíkur, er vinstra framhjóliÖ hrotnaði undan henni, en við það mun hún hafa kastast út af veginum. Sendiherra Breta i Þýskaiandi hefir verifl kvaddur tfi London vegna deilumála Þjóðverja og Tékka. Runciman og Henlein ræðast við. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Sir Neville Henderson, sendiherra Breta í Þýska- landi, er kominn til London frá Berlín, til þess að ræða við stjórnina, en á ráðuneytisfundi, sem kemur saman á morgun, verður rætt um Tékkó- slóvakíu. Er alment álitið, að horfurnar hafi aldrei ver- ið ískyggilegri en nú. Kemur það mjög Ijóst fram í Lundúnadagblöðunum í morgun, að það er uggur í þeim út af því, að stjórninni hefir þótt nauðsyn til bera, að kveðja heim sendiherra sinn frá Þýskalandi, til þess að fá munnlega skýrslu hans og álit, varðandi þau al- vörumál, sem nú eru á döfinni. Engum vafa er það bundið, að breska stjórnin mun beita sér til hins ítrasta til þess að varðveita friðinn. Hafa komið fram tilgátur um, að Sir Neville Hend- erson eigi nú að fá það hlutverk að hvetja Þjóðverja til þess að taka þá stefnu, er leiði til friðsamlegrar lausnar deilumálsins. Daily Telegraph lítur svo á, að ef seinasta boð stjórn- arinnar í Prag leiðir ekki til samkomulags, sé í raun- inni öll von úti um friðsamlega Iausn deilunnar. En samkvæmt þessu boði Tékka vilja þeir hefja nýjar samkomulagsumleitanir á alveg nýjum grundvelli. Times kemst svo að orði í morgun, að þótt Súdetar hafi látið í Ijós meiri sáttfýsi en áður, hafi þeir í raun og veru með fáar tillögur komið, sem hægt væri að nota sem stoðir undir fullnaðarsamkomulag. Nú væri það orðið hið mesta efa- og alvörumál hver tilgangur þeirra væri. Frá Prag er símað, að þeir Runciman lávarður og Henlein, leiðtogi Súdeta, hafi í gær ræðst við í Roten- haus-kastala. Opinber tilkynning hefir ekki verið gefin út um viðræður þessar, en talið er víst, að Runciman hafi lagt allfast að Henlein, að slaka eitthvað til, þar sem ella væri vonlítið um samkomulag. Einkanlega hafði Runciman reynt að fá hann til þess að slaka eitt- hvað til á kröfum þeim, sem hann bar fram í ræðu sinni í Karlsbad, en þá setti Henlein fram höfuðskil- yrði, átta að tölu, fyrir því, að Súdetar féllist á sam- komulag um lausn deilumálsins. En sum þessara skil- yrða voru, frá sjónarmiði Tékka séð, algerlega óað- gengileg. United Press. Meistaramitil f gær. Meistaramót í. S. í. hófst í gær kl. 2 á íþróttavellinum. Yar kept í átta greinum og urðu úr- slit þau, sem hér segir: 100 m. hlaup. Meislari: Sveinn Ingvarsson (K.R.) 11,0 sek. Baldur Möller (Á) 11,6 og Jóhann Bernhard (K.R.) 11,8 sek. Kúluvarp. Meistari: Kristján Vattnes (K. R.) 13,00 m. Jens Magnússon (Á) 12,31 og Sig. Finnsson (K. R.) 12.19 m. Þrístökk. Meistari: Sig. Norðdal (Á) 12,94 m. Guðjón Sigurjónsson (F.H.) 12,91 og Georg L. Sveinsson (K.R.) 12,69 m. 1500 m. hlaup. Meistari: Sverrir Jóhannesson (K.R.) 4:19,2. Ólafur Símonar- son (Á) 4:21,5 og Sigurgeir Ár- sælsson (Á) 4:22.6. Kringlukast. Meistari: Kristján Vattnes 37,49 m. Ólafur Guðmundsson (Í.R.) 36.45 og Jens Magnússon (Á) 33.86 m. Stangarstökk. Meistari: Karl Vilmundarson (Á) 3.30 m. Hallsteinn Hinriks- son (F.H.) 3,20 og Ól. Erlends- son (K.V.) 3,00 m. 10 km. hlaup. Meistari: Bjarni Bjarnason (K.V.) 36:39,1. Magnús Guð- bjöi-nsson (K.R.) 37:22.8 og Steingr Atlason (F.H.) 37:43,7. 400 m hlaup. Meistari: Sveinn Ingvarsson 52,7 sek. Baldur Möller 53,6 og Sveinn Magnússon (F.H.) 60,9. sek. Sleggjukast. Áður liafði verið kept i sleggjukasti. Þar varð meistari Vilhj. Guðmundsson (K.R.) 34,49 m. Annar varð Óskar Sæmundsson (K.R.) á 27,71 m. Mótið heldur áfram í kvöld og verður þá kept í 200, 800 og 5000 m. hlaupum, 110 m. grindahlaupi, liástökki, lang- stölcki og spjótkasti. Hefst mót- ið kl. 6V2. '~$2m$ÖES> aðeins Loftur. HERMÁLARÁÐHERRA TÉIÍKA, Josef Machnik, er títt nefndur í blöðum og tímaritum á síð- ari tímum, vegna þess, hversu liætt er við að Evrópustyrjöld brjótist út, vegna Tékkóslóvakíu. Her Tékka er prýðilega út- búinn og æfður og á Josef Machnik manna mestan þátt í því. Myndin hér að ofan var tekin í Zbroo, er Machnik var að aflienda tékkneskum íþróttamanni verðlaun. Bresk farþegaflugvél ferst f Ástralíu. Tveip menn biðu bana, en sjö særðust alvarlega. EINKASKEYTI TIL YlSIS. London, í morgun. Stór, bresk farþegaflugvél fórst í morgun skamt frá Innisfail-flugvelli í Queensland, Ástralíu. Tveir menn biðu bana, en sjö særðust. Flug- mennirnir ætluðu að lenda á Innisfail-flugvelli, en er þeir voru í þann veginn að lenda komu þeiraugaádrátt- arvél framundan, á akri rétt við flugvellina, og beygðu til hliðar, en við það mistu þeir stjórn á flugvélinni, sem kom niður á akrinum og mölbrotnaði. Flestir þeirra sjö, sem komust lífs af, meiddust mjög alvarlega. United Press. T Sáttakæra í máli Jónasar Þorbergssonar núverandi útvarps- stjóra var birt ritstjóra Vísis um hádegisbilið í dag. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir fengið frá góðum heimildum, hefir útvarsstjórinn ákveðið að fresta, eða láta falla niður með öllu, málsókn á hendur Jórunni Jónsdóttur til þess að ekki verði unt að nota þær upplýsingar, sem kynnu að fást í því máli í meiðyrðamálinu gegn Vísi. Liggur því ekki annað fyrir, en að Vísir verður að taka að sér hlutverk forsætisráðherra og reyna að upplýsa málið, svo sem frekast verða f öng á. Hinsvegar verður það að teljast ósæmileg framkoma frá hendi útvarpsstjórans að láta bæði málin ekki fylgjast að, með því að málskjöl og upplýsingar, sem fyrir kunna að liggja í málinu gegn Jórunni Jónsdóttur hefðu orðið sönnunargögn í hendi rit- stjóra Vísis í meiðyrðamálinu. Útvarpsstjórinn mun hafa í hyggju að liggja undir hinum þungu ásökunum Alþýðublaðsins hér eftir sem hingað til. Vikið verður nánar að sáttakæru útvarpsstjórans hér í blað- inu á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.