Vísir - 31.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1938, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN. VÍSIR H/F. Xitstjóri: Eristján Guðlaugsson. Bkrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti-). gfna r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dótnur almennings. T hinu furðulega skrifi Nýja ■*’ dagblaðsins, s. 1. sunnudag, um „svik borgarstjórans“ í hitaveitumálinu og siðgæðis- brot útvarpsstjórans í „Jórunn- armálinu“, sem blaðið kallar svo, er skýrt svo frá, að blöð Sjálfstæðisflokksins hafi gefið útvarpsstjóranum það að sök, að bann „bafi gefið umræddri stúlku loforð um stöðu til þess að hún yrði „góða stúlkan“ lians, en þessu lofox-ði hafi hann brugðist og fyrir það eigi hann að sæta harðri refsingu“. Og Ixlaðið hefir svo um mælt, að jafnvel þó að þessar sakargiftir á hendur útvarpsstjórans væru réttar, þá muni öllum Ijóst, að þær séu „næsta lítilfjöi’legar“ Ef það væri nú svo, eins og blaðið virðist telja að ekki sé fyrir synjandi, að útvarpsstjói’- inn hefði „gefið umræddri stúlku lofoi’ð um stöðu „til þess að hún yrði „góða stúlkan“ hans“, þá gæti að sjálfsögðu ekki verið um það að ræða, að hann hefði svikið það loforð, nema stúlkan hefði uppfylt það skilyrði, sem fyrir því var sett, að verða „góða stúlkan“ lians. En með því nú að aldrei kom til þess, þá kemur heldur ekki til mála, að útvai’psstjórinn eigi að „sæta harðri refsingu“ fyrir það, að hann hafi ekki uppfylt gefið loforð eða gerðan samn- íng! Og það er þá einnig full- kominn misskilningur, að það sé höfuðsökin á hendur útvarps- stjóranum, að hann liafi svikið loforð sitt. Heldur er það hitt, að hann hafi gefið loforðið um stöðuna með því skilyrði að stúlkan yrði „góða stúlkan“ hans. í umsögn sinni til ráðuneytis- ins, um „kæru“ stúlkunnai*, komst útvarpsstjórinn að orði eitthvað á þá leið, að hann hefði aldrei orðið fyrir svó mann- skemmandi áburði, sem í kær- unni fælist. Og svo virðist, sem hann hafi litið svo á, að það eitt, að hann hefði gefið nokkurt til- efni til sliks- áburðar, væri svo mannskemmandi fyrir sig, að hann gæti ekki látið því órnót- mælt, og fann hann sig þvi til- knúinn að lýsa því yfir, að stúlkan hlyti að hafa gert það af ásettu náði gegn betri vitund að gefa sér slíkt að sök. Af þessu má öllum vera það ljóst, að útvarpsstjórinn muni ekki alllitlu „vandari að vii’ð- ingu sinni“, en höfundur grein- arinnar i Nýja dagblaðinu, sem telur „sakirnar“ á hendur hon- um „næsta lítilfjörlegar“, Og hvaða hugmyndir, sem menn kunna að gera sér um siðgæðis- þroska útvarpsstjórans, þá virðist líka augljóst, að mál- svarar hans hljóti að standa honum mjög að baki í því efni. í umræddri grein Nýja dag- blaðsins er að lokum látið svo um mælt, að þetta siðferðilega lxneykslismál útvarpsstjórans eigi að verða „dómstólamál“, og segir blaðið, að „þar“ upplýsist um „sekt lians eða sakleysi“. En livað getur í rauninni verið um slíkt að ræða, ef „sakirnar“ eru, eins og blaðið segir „næsta lítilfjörlegar“? Því hefir líka margsinnis verið lýst yfir af hálfu yfirboðara útvai’psstjór- ans, að liann geti ekki orðið fundinn sekur uxn nokkuð það, er varði við „lög“. Og til þessa „dómstólamáls“ er líka stofnað með þeim hætti, að með öllu móti er gert sem erfiðast fyrir að leiða sannleikann í Ijós, ef í rauninni væri nokkuð að upp- lýsa í því efni. Hinsvegar er sannleikurinn sá, að málið er þegar fyllilega upplýst, og það er þegar fallinn í því sá dómur, sem ekki verður hrundið, liver sem kunna að verða úrslit meið- yrðamáls útvarpsstjórans gegn ritstjóra Vísis. Og forsendur þess dóms er að finna í máls- vörn þeiri’a siðferðilegu fávita, sem haldið hafa uppi vöi’num fyrir útvai’psstjórann í mál- gagni ríkisstjórilarinnar. ilstaraitii tfknr i kvöld Mettilpaunip. í gærkveldi var kejxt í 4x100 m. boðhlaupi og 10 km. kapp- göngu. Úrslit urðu þessi: 4X100 m. boðhlaup. Meistari: Sveit K. R. á 47.4 sek. 2. sveit Ármanns 48.1 sek, og 3. sveit F. H. 48.8 sek. 10 km. kappganga. Meistari: Haukur Einarsson (K.R.) 54:59.0. 2. Magnús Guð- björnsson (K.R.) 72:17.7. Mótinu lýknr í kvöld, en ekki á morgun, eins og Morgunblað- ið og Þjóðviljinn sögðu i morg- un. — Verður þá kept í 1000 m. boðhlaupi og fimtarþraut. — Verður vafalaust skemtileg kepni í síðustu greininni, en þar keppa þrír: Jóh. Bernhai’d, Anton B. Björnsson og Ólafur Guðmundsson. Þá verða gerðar tilraunir til að setja ný met í minsta kosti tveim greinum, kúluvarpi og kringlukasti og jafnvel fleirum. Og að lokum lýkur Hafnar- fjaiðarlilaupinu á vellinum, meðan mótið fer fram. Sildarganpn færist í vestor. Frá Hjalteyri var símað í gær, að veðurhorfur væri góð- ar. — I morgun lönduðu þessi skip: Jökull 618 mál, Ólafur Bjarnason 441, Fróði 582 og Ármann 35. Til Hjalteyrar hafa borist tæp 200.000 mál frá byrjun síld- arvertíðar. Tíu stiga hiti var á Djúpuvík í morgun og bjartviðri. — Tog- ararnir, sent voru að veiðum við Rauðunúpa og Sléttu, eru að færa sig vestur aftur. L.v. Málmey kom tvívegis til Djúpu- víkur í gær, með samtals 400 mál. Garðar kom inn í morgun með 100 mál. hafnaO seinasta til- LOFTÁRÁS Á BARGELONA. Sudeten-Þjöðverjar bafa boði Prag-stjörnarinnar. Runeiman feynii* enn að midla málum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lundúnablöðin í morgun eru nokkru vonbetri í dag um, að deilurnar í Tékkóslóvakíu leiði ekki til styrjaldar, enda þótt þau öll játi, að stórkostleg hætta sé enn á ferðum. Til dæmis um í hvaða tón Lundúnablöðin í morgun ræða horfurnar má vitna í Daily Telegraph, sem segir, að það, sem hafi áunnist sé það, að með því að ræða málin fyrir opnum tjöldum, án þess að gera minstu til- raun til þess að leyna hver hætta er á ferðum, hafi verið vakinn almennur áhugi í flestum löndum heims fyrir því, að málefni Tékkóslóvakíu verði leyst friðsamlega. Um allan heim hafa menn nú áhuga fyrir hvernig deil- an verður leyst. Bendir blaðið á í þessu sambandi, að menn geri sér ljóst, að deilumálin sé í rauninni innan- ríkismál, og ekki geti komið til mála, að beitt sé þving- un eða valdi frá öðrum þjóðum í þessu máli. Daily Mail og Daily Express krefjast þess þó, að Tékkar slaki eins mikið til og þeim sé með nokkuru móti auðið. Frá Prag hafa hinsvegar borist tíðindi, sem sýna, að horfurnar eru jafn ískyggilegar og áður. Leiðtogar Súdeta hafa ákveðið að hafna seinustu tillögum Pragstjórnarinnar, en það hefir verið látið í veðri vaka, að þær væri seinustu boð Pragstjórnarinnar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum gerir Runciman lávarður nú alt, sem í hans valdi stendur, til þess að fá framkvæmdastjórn Súdetaflokksins til þess að breyta fyrrnefndri ákvörðun. Skelfing, örvænting og söknuðnr sldn út úr andlitssvip þess- ara kvenna, en myndin er tekin meðan loftárás stóð yfir á Barcelona. ítalskar flugvélar frá Palma og Majoi’ka gerðu á- rásina, en að lxenni lokinni lágu 200 lík á götum Barcelona. Sir Neville Henderson, sendi- hex’ra Bi-eta í Berlín, flýgur þangað í dag frá London með fullkomna vitneskju um á- kvai’ðanir þær, sem breska stjórnin hefir tekið með tillit til Tékkóslóvakíu. Ýmsar róstur hafa orðið í Hlýnandi veduFfap. Osló, 30. ágúst. Hinn kunni vísindamaður Hoel docent, sem er nýkominn til Noregs frá Svalbarða hefir í viðtali við Moi'genbladet gefið ýmsar atliyglisverðar upplýs- ingar um veðurfar, ísalög o. fl. norður þar, samkvæmt rann- sóknum sem gerðar hafa verið, sumar í flugferðum. Þannig segir Hoel að ísbreiðurnar fyrir norðan og austan Svalbax’ða hafi minkað gríðarlega í seinni tíð og liin samfasía ísbreiða á þessum slóðum sé sennilega um 500.000 ferkílómetrum minni að flatarmáli en fyrir nokkur- um árum, og yfirleitt sjáist United Press. Tékkóslóvakíu og liefir mest lcveðið að þeim í Irbisov, þar sem lögreglan var kölluð á vettvang til þess að kveða nið- ur barsmíðar á gildaskála ein- um. Stöðvaði lögreglan þegar ólætin, en 12 menn höfðu þá hlotið meiðsli. — FÚ. þess mörg merki, að veðrátta sé hlýnandi, eins og rannsólcnir ýmsar sanni. Jaðrar jökulíssins eru nú viða 20—30 kílómetrum ofar en fyrir 20—30 árum, en hafísinn reki ekki nándar nærri eins langt suður á bóginn og fyrrum. Rannsóknir víða um heim sýni hlýnandi loftslag og hraðari loftstramna og stormar á sumrum sé tíðari en áður. — NRP.-FB. Eiði. Sjálfstæðisfélögin halda fjöl- breytta skemtun að Eiði næstkom- andi sunnudag. aðeins Loftup, Seinasta búk Ernest Lewis Umsögn Times um óvanalega bólt um ís- land. Síðastliðið ár lést í Englandi ungur breskur rithöfundur, Ernest Wesey, tuttugu og níu ára að aldri. Rithöfundur þessi kom til íslands og skrifaði bók um ferð sína lxingað, og, var liennar vinsamlega getið í Times fyrir skömmu, en bók þessari fylgdu minningarorð um höf- undinn, sem birti bækur sínar undir nafninu Ernest Lewis. Höfundurinn fei’ðaðist um noi’ðvestui'liluta Islands til þess að veiða fálka til þess að flytja til Bretlands og venja þar til veiða. Bókin nefnist In Search of the Gyr-Falcon. An account of a trip to North-west Iceland. By Ernest Lewis. Bókin kom út hjá Constable og kostar 12 s. 6 d. — Minningarorðin, skrifuð af föður lians, leiða í ljós, að Ern- est Wesey hefir vei’ið óvanalega þrekmikill og djarfhuga maður. Hann hafði enga löngun til þess að verða rithöfundur, en ýms atvilc urðu þess valdandi, að hann fór út á þá braut. Veiði- skapur og náttúi’ufræðileg efni voru lians aðaláliugamál. — Þegar Wesey var tólf ára varð hann fyi’ir slysi og misti annað augað og á unglingsárum lenti liann i bifreiðarslysi, með þeirri afleiðingu, að það varð að taka af honum vinstri handlegginn. í minningarorðunum er lýst hversu þetta varð til þess að skerpa áhuga hans fyrir nátt- úrufræðilegum athugunum og tók hann nú til að skrifa um at- huganir sínar, þar senx honum virtist sú leið helst opin, að ger- ast rithöfundur. Bækur lians vöktu athygli og hann átti við vaxaxidi gengi að búa. Framan xiefnd bók lians var hin síðasta, senx frá hans liendi kom. — Frásögnin af hinu ævintýralega fei-ðalagi hans til íslands, segir Times, er blátt áfram og djarf- leg’. Höfundurinn hefir oi’ðið mikið að leggja á sig í þessu ferðalagi —■ og að eins á einum eða tveimur stöðunx eru menn óbeint nxintir á það, að lxöfund- urinn hafði mist annað augað og annan liandlegginn, en þó liættir liann á það að síga á bergsillu i taug, til þess að ná fálkaunga úr hi'eiðri. — Sex fálka fór hann með til Islay. ■— Lesandinn er þakklátur fyrir, að Ernest Wesey tókst að sigr- ast í baráttunni við örlögin. Það var hið mikla afx-ek hans, segir Times. (FB). Knattspyrnan i Englandi. Nú, þegar knattspyrnan hjá okkur er að syngja sín síðustu vers, er hún aftur að hefjast í Englandi, eftir að hafa legið niðri síðan í byrjun maí-mán- aðar. League-kepnin byrjaði sl. laugardag og fóru leikar sem hér segir í 1. deild: Ai’senal—Portsmouth .... 2: ö Birmingham—Sunderland 1: 2 Blackpool—Evei'ton ....0:2 Bolton—Charlton ........ 2:1 Brentfoi'd—Huddersfield . 2:1 Derby County—Wolver- liampton ............. 2: 2 Grimsby—Aston Villa .... 1:2 Leeds—Preston ...........2:1 Leicestei’—Stoke City .... '2: 2 Liverpool—Chelsea ...... 2:1 Middlesbrough—Manch. United ............... 3:1 Eins og menn muna, voru tvö félög flutt niður úr 1. deild í vor, en það voru Manchester City og West Bx’omwich Albion. í þeirra stað komu 2 efstu fé- lögin xir 2. deild, Aston Villa og Mancliester United, senx bæði liafa áður átt heima í 1. deild. Ekki er liægt að segja fyrirfram livaða félög vei’ða að víkja næst, en Bæði Manch. City og West Bromwich vilja ólm konxa til baka, og liafa bæði liafið göng- una í 2. deild með stórsigri. En gangan er löng og erfið og sam- kepnin afar liörð, svo best er að biða og sjá hvernig gengur. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregnir frá Neapel herma, að eldsumbrot séu í Vesúvíusi og hafi menn í nálægum þorpum og bæjum verið mjög óttaslegnir. Miklum bjarma sló á himin alla síðastliðna nótt. Ekkert tjón hefir orðið af völdum eldsumbrotunum, enda nærólg- andi hraunleðjan ekki upp á gígbarmana enn sem komið er. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.