Vísir - 01.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 01.09.1938, Blaðsíða 3
V I S I R Gagnfræðaskoli Reykvíkinga á 10 ára starfsafmæli í haust. i ráði er að gera verulegar breytingar á rekstri skólans í saiuliamli við afmælið. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var stofnaður hinn 1. október 1928 og fer því senn að líða að þvi að hann eigi 10 ára afmæli. Frá upphafi hefir prófessor dr. Ágúst H. Bjarnason veitt skól- anum forstöðu og undir handleiðslu hans hefir skólinn efist og dafnað svo sem best má verða. Vísir snéri sér til prófessors- ins og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar um rekstur skólans og fyrirætlanir. HVAÐ BER ^GÖMA Útvarpsstöðin aukin. Þegar skólinn var stofnaður voru helst horfur á því, að loka ætti hinurn alm. mentaskóla í Reykjavik að miklu leyti fyrir Reykvikingum, en áður höfðu skilyrði til inntöku í lærdóms- deild skólans verið þyngd stór- lega, þanng t. d. að krafist var að nemendur fengju að meðal- tali lágmarkseinkunn 5,67, en áður hafði hún verið 4,25. Árið 1928 var því næst ákveðið að hleypa skyldi að eins 25 nem- endum í 1. hekk gagnfræða- deildar, en undir inntökupróf í skólann gengu þá venjulega urn eða yfir eitt hundrað unglingar. Þegar svo var komið málurn tóku nokkrir Reykvíkingar sig til, undir forystu Péturs Hall- dói’ssonar núv. horgarstjóra og stofnuðu fullkominn gagn- fræðaskóla, sem svaraði að öllu leyti til gagnfræðadeildar mentaskólans, og var þetta gert i þeim tilgangi, að greiða fyrir inntöku fyrir hörn Reylcvík- inga og annara í lærdómsdeild Mentaskólans. Gekií framan af á ýrnsu um að fá gagnfræðaprófsréttindi til handa gagnfræðaskóla þessum, þrátt fyrir það, að þar væri kent alt liið sama og í gagnfræða- deild mentaskólans, valin sömu verkefni til prófsins og sömu prófdómendur hafðir, en að lokurn hafðist það þó í gegn, og er gagnfræðaskólinn nú aðnjót- andi þessara réttinda. Alls liafa 307 nemendur stað- ist gagnfræðapróf skólans, en af þeim hóp hafa 195 þótt tæk- ir í læi’dómsdeild mentaskól- ans en ekki liggja fullar upp- lýsingar fyrir um hve margir hafa lialdið þar áfram námi sinu. Nokkrir nemendur skól- ans hafa farið til útlanda og lagt stund á margvíslegt nám, t. d. fai'ið á húnaðarskóla, tekniska skóla, verslunarskóla o. fl., og sýnir þetta að námið hefir orð- ið öllum þessum mönnum að miklu gagni og kornið að til- ætluðum notum. Skólinn hefir haft aðsetur í húsakynnum Iðnskólans, en húsrúmið hefir verið svo tak- markað, að ekki hefir verið unt að taka nema 130—140 nem- endur í skólann á ári hverju, þótt umsóknir hafi míklu fleiri legið fyrir. Fyrir röskum tveimur árum var sett ný reglugerð fyrir hinn alm. mentaskóla í Reykjavík og var þá gagnfræðanámið stytt, þannig að það er nú 2 ár í stað þríggja, en nemendanna vegna varð gagnfræðaskólinn einnig að taka upp þennan sið. Var þetta gagnfræðapróf haldið í skólanum í fyrsta sinni í vor og útslcrifuðust þá 44 nemendur, þannig að alls hafa 351 nemandi lokið gagnfræðaprófi við skól- ann. Þessi breyting á gagn- fræðaskólanum hefir síst bætt aðstöðu lians, og liafa forráða- menn skólans í hyggju að hreyta fyrirkomulagi hans nú á 10 ára afmælinu, þannig að hann verði gerður að 4 ára miðskóla, en það á að svara til Ohherrealschule, sem Þjóð- verjar nefna svo, og þeir telja hliðstæðan 4 ára mentaskóla, en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi hefir slikum skólum einnig verið komið á fót, og þykja þeir hafa gefist prýðilega, enda liefir þessurn málum verið komið i fast horf með lagasetn- ingu í þeim löndum. En hvernig er nú umhorfs hjá oss? Þar má segja, að alt sé nokkuð á ringulreið með framhaldsmentunina. Með stofnun hinna tveggja ára gagn- fræðaskóla og héraðsskólanna 1929 og 30 var séð nokkuð fyrir liinni lægri alþýðumentun, en hæði lög og reglugerðir skól- anna þó svo óákveðnar, að hver slcóli gat farið nokkumveginn eftir sínu höfði bæði um kenslu og prófla-öfur. Aftur á móti virtist stefnt í rétta átt með hráðahirgðareglugerð hins alm. Mentaskóla i Reykjavik 9. sept. 1904, þar sem gerð voru ráð fyrir 3 ára gagnfræðadeild og 3 ára lærdómsdeild með ákveðn- urn nárns- og prófkröfum. Þó var þegar hent á það þá, að ef til vill mætti nægjast með 2 ára gagnfræðadeild, ef 3. bekkur yrði notaður sem undirhúnings- bekkur undir lærdómsdeild, þannig að þar væri kend bæði stærðfræði og latína, en svo skift upp úr þeim hekk þannig, að þeir, sem hæfastir hefðu reynst fyrir stærðfræði, færu í stærðfræðideild, en hinir, sem latinunámið virtist liggja betur fyrir, færu upp í máladeild. En þessu var ekki sint þá, og því var ekki sint nú, er gagnfræða- deildinni, nú fyrir 2 árum, var slcift i 2 ársbekki og lærdóms- deild í 4. Eftir hinni nýju skip- an er meira að segja dregið úr stærðfræðnáminu í 3. bekk og ekki byrjað á latínunni fyrri en í 4. helck (2. hekkur lærdóms- deildar), svo að maður sér ekki til hvers 3. bekkurinn (nú 1. bekkur lærdómsdeildar) helst er notaður, nema ef vera skyldi til áframhaldandi gagnfræða- náms, sem þó átti að vera lokið. En miklu verra er þó það, að menn hafa ekki enn séð nauð- syn þess, nema þá í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga, að kenna tvær höfuðtungur, ensku og þýsku, eins og það þó er nauð- synlegt til þess að kornast á framhaldsskóla erlendis. Þvi hafa þó nokkrir nemendur, sem ætluðu að stunda framhalds- nám erlendis, orðið að taka. próf við vorn skóla, af því að próf frá öðrum skólum með einu höfuðmáli var þeim gagns- laust. Yfirleitt gá menn ekki að þvi, að aultín menning, og þá einkum fjölhreytt horgai’menn- ing, krefst fjölbreyttrar og aulc- innar undirbúningsmentunar, og þá einkum þar, sem fjöl- hreyttir atvinnuvegir eru að myndast, eins og nú hjá oss hér í Reykjavík. Því er frekar þörf á að auka gagnfræðanámið en að rýra það. Og því er það, að i ráði er að skeyta enn einum hekk við Gagnfræðaskóla Reyk- vikinga, til þess að kenna þar ýmsar kjörgreinar og lialda þannig sem flestum leiðum opnum fyrir þá nemendur, sem þaðan koma, til framhaldsnáms bæði utan lands og innan. Rétt- ast væri, að skifta þá lika um nafn á skólanum og nefna hann Miðskóla Reykjavíkur. Hér fara á eftir tillögur um skifting kenslunnar, námsgrein- ir og kenslustundir. Gagnfræðadeild: íslenska 1. bekkur 2. bekku* 4 st. Danska .. 4 — 4 Enslca .. 5 — 5 — Stærðfræði .. .. 5 — 5 — Eðlisfræði ... .. 0 — 3 — Landafræði .. .. 3 — 2 Nátlúrufræði . .. 4 — 3 — Sagnfræði ... .. 3 — 3 — Kristinfræði .. .. 1 — 1 — Teiknun ...... .. 2 — 2 — Skrift .. 1 — 0 — Leikf. & sund .. 3 — 3 — Alls á viku 36 st. 35 st. Miðdeild: 3. bekkur 4. bekkur Kjörgr. íslenska .. . 4 st. 3 st. Danska .... 3 — 2 — Enska 4 — 4 — Þýska 4 — 4 — Latína 0 — 5 — 1. Stærðfræði . 6 — 3 — 2. Eðlisfræði . . 2 — 2 — Náttúrufræði 2 — 2 — Sagnfræði . . 2 — 2 — Félagsfræði 1 — 1 — Bókfærsla . . 2 — 4 — 3. Bréfaskriftir 1 — 1 — 4. Vélritun ... . 2 — 0 — 5. Leikf. & sund 3 — 3 — Alls á viku 36 st. 36 st. Eins og sjá má af ofan- greindri töflu, verður að mestu leyti að sníða 2 fyrstu bekkina eftir gagnfræðadeild Mentaskól- ans í Reykjavik, eins og liún er nú, svo að þeir, sem í lærdóms- deild vilja komast, geti haldið áfrarn námi að afloknu gagn- fræðaprófi. Siðan þykir rétt, skv. reynslu nágrannaþjóðanna, að bæta við 2 bekkjum, svo- nefndri miðdeild, þar sem gagin- fræðin og tungumálin eru kend áfram, en auk þess bætt við 4 til 5 kjörgreinum, aðallega i 4. bekk, til undirbúníngs undir áframhaldandi nám. Fyrsta kjörgreinin yrði þá Iatína, 5 slundir vikulega, til undirbún- ings undir 5. bekki mentaskól- anna. Önnur kjörgreinin yrði aukið stærðfræðinám, 6 og 3 stundir, til undirbúnings undir allskonar tekniskt nám erlend- is. Þriðja og fjórða kjörgrein yrðu bókfærsla og bréfaskriftir, 6 og 2 stundir, til undirbúnings undir verslunarskólanám liér- Iendis og erlendis, og svo ef til vill 5. kjörgreinin vélritun, sem þó ju’ði látin sitja á hakanum af því, að liana má læra alstaðar. En með þessu skipulagi niyndi skólinn geta fullnægt flestum þörfum bæjarbúa og annara Iandsmanna, en þó einkum þeirra, er hafa hug á því að koma börnum sínum vel til manns, svo að þau geti siðar skipað ábyrgðarmiklar stöður á sem flestum sviðum þjóðfé- lagsins og aflað sér framhalds- mentunar erlendis. Ekki væri nema sanngjarnt, að þeir, sem veldu sér einliverja aðalkjörgrein, t. d. latínju, stærðfræði eða hókfærslu, borguðu svo sem 50 kr. í auka- gjald á ári fyrir þann aukna kostnað, er sérkenslan hefir í för með sér, svo að skólagjald þeirra yrði þá samtals 200 kr. á ári. Með þessu skipulagi ætti skól- inn að geta orðið hinum upp- vaxandi æskulýð þæjarins liin mesta hjálparhella, geta veitt alla þá undirbúningsmentun, er nú þykir nauðsynleg hverjum sæmilega starfhæfum manni og orðið nýr, en þó nauðsynlegur liður í skólakerfi voru. Á fyrsta landsfundi stúdenta í vor sem leið, var samþvkt til- laga þess efnis, að ekki bæri að takmarka aðganginn að gagn- fræða- og stúdentaprófum hér á landi. Eg get skilið fyrri lið tillögunnar um gagnfræðanám- ið og þó þvi að eins, að það verði bætt og aukið að veruleg- um mun. En eg fæ ekki séð að nokkurt vit sé í seinni lið henn- ar, eins og nú er ástatt hjá oss, þar sem tala stúderandi manna er orðin þetta frá 320—340, eða þrisvar sinnurn meiri en þyrfti að vera (1 %o) til þess að full- nægja emhættismanna- og starfsmannaþörf landsins, og stúdentaviðkoman nú er 60—70 manns á ári. Er fyrirsjáanlegt, að með þessu áframhaldi fer að myndast hér svonefnt menta- manna-proletariat, og er ekki örgrant um, að það sé þegar farið að láta á sér bóla bæði í einu og öðru. En það, sem að mínu viti, nú er mest nauðsyn á, einkum eftir að margskonar iðnaður og nýjar atvinnugrein- ar eru farnar að myndast í land- inu, er mentuð millistétt, sem ekki keppir alla leið til stú- dentsprófs, en lætur sér nægja góða miðskólamentun með tveim höfuðtungum, ensku og þýsku. Memi frá slíkum skólum geta farið til framlialdsnáms, hvert sem þeir vilja á Norður- löndum, svo og til Englands og Þýskalands, og numið þar það, sem þá lielst fýsir. En að vera að hvetja menn til að halda á- fram námi alla leið til stúdents- prófs, tel eg hið rnesta óráð, eins og nú standa sakir, nema menn séu sérstaldega vel gefnir eða hneigðir fyrir eitthvað sér- stakt háskólanám. Viðurhluta- mikið tel eg og, að vera að gefa út einskonar falsvixla á liáskól- ann hér um nýjar deildir, sem hoiium er ekki sjálfrátt um að stofna, svo sem kennaradeild, atvinnudeild og viðskiftadeild. Frv. um kennaradeild hefir nú að vísu legið fyrir tveim þing- um, en verið sest á það og svæft í bæði skiftin. Atvinnudeildar- liúsí hefir og verið komið upp á háskólans kostnað, en deildin sjálf ér ekki enn orðin að kennsludeild og henni hefir ekld enn verið skipað undir valdsvið háskólans, en falin umsjá nefndar, sem ekld mun hafa alt of mikið vit eða liug á að gera hana að kensludeild. Oig loks eru nú einhverir tilhurðir um að stofna einhverskonar „við- skiftadeild“ utan háskólans, í hinu takmarkaða húsrúmi Mentaskólans, þótt ekki liafi liann rúm til að liýsa tvo fyrstu bekki. Alt er þetta meira og nxinna fálm út í loftið og óvist hvernig úr rætist. Mundi nú ekki nær að hyggja að þróun þeirri á atvinnuvegun- um, sem er að fara fram fyrir sjónum vorum og eru og verða afl þeirra liluta, sem gera skal? Og myndi ekki nær fyrir Reyk j avíkurbæ að stofna til myndarlegs og góðs miðskóla, er Iegði undirstöðuna að fjöl- Herra ritstj. Yms blöð hafa af talsverðum fjálgleik sagt frá hinni mildu viðbót, sem gerð hefir verið, nú á þessum tímum, á útvarps- stöðinni hér. Það er ekki nema gott og blessað, að fá eina af mestu út- varpsstöðvum heimsins, en er ekki einmitt þessi stækkun út- varpsstöðvarinnar nú ágætt dæmi um fyrirhyggjuleysi og vítavert gáleysi þeirra, er með fjármál okkar íslendinga fara? Á þeirn timum, þegar fjár- hagsástæður vorar eru svo bág- bornar, að verslanir þær er rík- ið sjálft rekur, ganga á undan einkafyrirtækjum með vanskil gagnvart erlendum lánardi’otn- um, vegna fátæktar, er oss, borgurum ríkisins, sagt, að eytt hafi verið nær rniljón krónurn, þar af meirihluta í erlendum gjaldeyri, í þetta verk, sem við öll vitum, að vel gat beðið betri tima. Oss er sagt, að þetta sé gert vegna Austfirðinga, sein stund- um heyri óglögt til stöðvarinn- ar. — Eg var staddur á Hallorms- stað og Egilsstöðum fyrir 3 ár- um. Iilustaði eg þar á útvarp héðan nokkur kvöld, einnig á jarðarför eins mikilsmetins stjórnmálamanns, og heyrðist sæmilega, og engu ver en oft hér í Reykjavik. Annarsstaðar á landinu, og það mjög víða, hefi eg lilustað á útvarpið, og lieyrt ágætlega, yfirleitt betur en hér, enda eru vélatruflanir liér í Reykjavík alveg óþolandi. Gamla útvarpsstöðin hefði vel getað dugað fyrst um sinn. Það er óafsakanlegt að leggja i þennan kostnað á vandræða- timum, en það er alveg beint áframhald af stefnu hinnar fyr- irhyggjulausu stjórnar „vinstri“ flokkanna. — Ú tvarpið á að bera sig fjárhagslega, greiða xíkinu 5% af stofnkostnaði og að minsta kosti 50 þús. kr. af- borgun árl. Á þessum tímum er þetta vægasta krafa, sem unt ei’ að gera til þessarar stofnimar. breyttara nánxi upprennandi æskulýðs ? Svo er ástatt unx Gagnfræða- skólann nú, að 54 af þeim, er luku inntökuprófi við Menla- skólann i vor, eða 4 fleiri en unt er að lxýsa, hafa sótt um inn- töku í báða I. bekki skólans; i II. bekkjunum verða þeir, sem luku I. bekkjar prófi skólans í vor, unx 40 talsins, að viðbætt- unx nokkrum utanskóla nem- endunx; en unx III. bekk hafa þegar sótt 12 manns, auk þeirra, senx enn kunna að vilja halda á- franx í skólanum, eftir að hafa lokið liinu nxinna gagnfræða- prófi. Unx IV. bekk er enn alt í óvissu, því að hann verður tæp- ast starfræktur nenxa í hann konxi minst 15 nemendur með gagnfi-æðaprófi hinu nxeira (þriðja bekkjar prófi), sem, eins og auðsldlið er, er hin eðli- lega undii’staða IV. bekkjar. Hefi eg svo ekki fleira að segja um þetta mál að sinni, en vona, að Gagnfræðaskóli Reyk- vikinga geti enn senx fyr leyst nokkuð úr skólavandræðum vorum. Vér þolum ekki Iengur óhófs- eyðslu undanfarinna ára, véx?, krefjumst lækkandi skatta og gætni i hvívetna. — Það lxefir verið saimað, að reksturskostn- aður útvarpsins er óhóflega hár — og þessu þarf tafar- laust að kippa i lag. 21. ág. 1938. Skattþegn. Bcbíqp fréttír Veðrið í morgun. Mestur hiti í nxorgun 11 stig, á Fagurhólsmýri; nxinstur 4 st., á Siglunesi. — 1 Reykjavík var 8 st. hiti í morgun, mestur í gær 11 st. Sólskin 13.4 st. — Yfirlit: Grunn lægð fyrir vestan Island. — Horf- ur: Sunnanlands og vestan: Sunn- an gola. SumstaÖar súld eða rign- ing. Skipafregnir. Gullfoss er í Reykjavík. GoÖafoss kom til Siglufjarðar á hádegi. Sel- foss er á leið til Leith frá Atxt- werpen. Lagarfoss er viÖ NorSur- land. Brúarfoss fer frá Grimsby í dag áleiðis til Kaupmannahafnar. Dettifoss er á leiÖ til Hull frá Ham- borg. UJVI.F. Velvakandi fer berjaferð næstk. sunnudag. Uppl. hjá ferðanefnd félagsins. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn kl. 5 í dag. Á dag- skrá eru sjö mál. Geir kom af veiðunx í morgun, og fer í dag áleiðis til Þýskalands. Strandferðaskipin. Súðin var á Skagaströnd í gær. Esja fer í strandferð vestur um land annað kvöld. Að Lágafelli verður nxessað næstkonxandí sunnudag 4. sept. kl. 12.45. (Bama- guðsþjónusta). Síra Hálfdan Helga- son.; Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hanna Björnsdóttir, Braga- götu 26 A, og Sigfús Sigurðsson, trésnxiður, Bragagötu 33 A.. Árni Friðriksson Ixefir starfað í Siglufirði nærrí tvo mánuði, með aðstoðarmanní, við sildarrannsóknir í hinni nýju rann- sóknastofu, sem komið hefir vérið upp í sumar, nxeð styrk síldarverk- snxiðja ríkisins, síldarútvegsnefnd- ar, fiskimálanefndar, verksnxiðjanna i Djúpuvík, Hjalteyri og Dagver-S- areyri. — Rannsóknum er nú. að verða lokið. Rannsakaðar hafa ver- ið um 6000 síldar, taldir hryggjar- litSir í 4500 og rannsökuð áta í rúnxlega 2500 síldarnxögum. Auk þess hafa varðskipin stöðugt safn- að svifi og hafa mi fengist urn 200 sýnishorn allan tímann, yfir svæð- ið frá Horni að vestan til Seyðis- fjarðar að austan. — Frani að 20. júlí var átaix í minna lagi — frá 5 til 5% teningssentimetri í maga — enda veiðin þá nxjög lítil. Síð- ustu daga júlímánaðar óx átumagn- ið langt yfir meðallag — upp í 9 teningssentimetra — og hélst nálægt því frarn yfir 20. ágúst, en fór þá nxjög minkandi, og er nú langt undir meðallagi — eða 4% teníngs- sentimetri í nxaga — enda er veið- in rnjög þverrandi. — Síldin í sum- ar var óvenjumögur og innyflafita nxeð minsta nxóti. Ennfrenxur var kynþroska skemra á veg konxið en dæmi erh til undanfarin ár á samá tíma. — Meðan aflatregða var í júlímánuði, var síldin í stærsta lagi, og er það aftur nú, síðan átumagn-. ið minkaði. — FÚ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.