Vísir - 03.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitetjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti'). Blmar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/t. Kommúnismi. p ysteirm Jónsson landbúnaðar- ráðherra komst svo að orði í ræðu sinni i gær, er hann opn- aði sýningu Hins ísl. garðyrkju- félags, að það væri mikið um atvinnuleysi í landinu — eða að minsta kosti væri talað mikið um atvinnuleysi. Virtist því sem ráðherrann vildi draga það nokkuð í efa, að um hábjarg- ræðistímann gengju mörg hundruð heimilisfeður með hendur í vösum og hefðust ekki að, enda mun Framsókn hafa gefið gullnari loforð en svo fyr- ir hverjar kosningar, að slíkt neyðarástand ætti að geta átt sér stað. En hvað veldur því, að ráðherrann dregur úr fyrri ummælum sínum um atvinnu- leysið, og gefur til kynna, — svona undir rós, — að atvinnu- leysið sé nú ekki eins mikið og' orð sé á gert. Efast hann um að atvinnuleysisskýrslur þær, sem fyrir liggja, séu réttar, eða telur ráðherrann að allir þeir mörgu atvinnuleylsingjar, sem látið hafa skrá sig, hafi ekki skráð sig með rétlu? Ef gengið er út frá þvi, að þessi ummæli ráðherrans hafi stafað af afsakanlegri blygðun- arsemi vegna gefinna loforða, en ekki af liinu, að ráðherrann sé sjálfur orðinn einn af hinum einangi-uðu liálaunamönnum Framsóknarflokksins, sem eng- in mök hafa við sveltandi at- vinnuleysingja, mætti færa slík ummæh ráðherrans til betri vegar og leggja þau ráðherran- um ekki út til lasts. Því er nú ver, að allur al- menningur i landinu verður að horfast í augu við vaxandi at- vinnuleysi, og meðan álögurn- ar þyngjast og ófrelsið eykst, teigir sultarvofan arma sína yfir þjóðfélagið og livetur til þeirra hluta, sem miður fara. Nýja dagblaðið skrifar um það i gær, að blöð Sjálfstæðis- flokksins eigi það aðaláhuga- mál, að efla gengi kommúnist- anna hér í landi, til þess eins, að nasismanum verði brautin greiðari. Nú er það að visu svo, að ekki er mikið mark á blað- inu takandi síðan heittelskaður lærifaðir ritstjórans fór úr landi og ritstjórinn tók að út- þynna áður skrifaðar greinar af lionum, en að þessu sinni virð- ist þó ekki úr vegi að henda rit- sljóranum á aðra og meiri hættu en þá, sem frá hlöðum Sjálfstæðisflokksins stafar, — en það er hættan sem stafar af liungurvofunni, sem framsókn leiðir vitandi vits lengra og lengra inn í Iandið. Framsókn má vera það Ijóst að hún getur aldrei þvegið hend- ur sinar með því, að skella skuldinni á ímyndaða andstæð- inga og imyndaðar orsakir. All- ir Islendingar vilja bægja hung- urvofunni frá dyrum, og all- flestir Isleúdingar vilja gera það með þvi að bægja Framsóknar- flokknum frá völdum. Sjálfstæðisflokkurinn liefir enga ást á kommúnistum og nasistum, og ef vilji framsóknar væri einlægur, gæti ílokkurinn leilað lil Sjálfstæðisflokksins til þess að haldá kommúnistunum niðri, en það á ekki að gera með öfgum fjandskaparins heldur með hinu, að gefa öllum mönnum kost á atvinnu með viðreisn atvinnuveganna, og þá er grundvellinuin fyrir illgresi konnnúnismans kipt í burtu. Sjálfsblekking er ill i hverri mynd sem hún kemur fram. Hún er ill fyrir hvern þann ein- stakling, sem af lienni er liald- inn en þó er liún öllu verst er liún hitnar ó öðrum og einkum ef hún bitnar á heilu þjóðfélagi. Framsókn hefir gengið upp i þeirri dul, að frá henni mætti frelsis vænta, eða svo hefir hún látið. Frelsið er breytt í ófrelsi, bjargálna búskapur í neyðará- stand, réttur í órétt, rangar or- sakir raktar til ástandsins, og rugl er á öllum hugtökum lijá þeim, sem með völdin fara. Þessvegna er það, sem þjóðin krefst nýrrar stefnu, nýrra stjórnarhátta, nýs framtaks sem skapar nýjar vonir og nýja möguleika, en . þá hverfur kommúnisminn i kolsvarta gleymsku með sjúklingum s j áif sblekkingarinnar. Sílðveiðis á Qríms- eyjarsnídi. Reknetabátap afla ágæfilega. I gær fengu nokkur skip sæmileg köst á Grímseyjar- sundi, og voru þar á meðal Sæ- björn með 150 tunnur, Jón Þor- láksson með 3—400 tn., Kol- brún 200 tn. og Súla 1—200 tn. Annars hefir verið mjög litið um snurpinótasíld nú upp á siðkastið, og liafa margir skip- stjórar það á orði, að þeir muni hætta sildveiðum upp úr helg- inni, ef veiðin glæðist ekki, sem þó eru talin lítil likindi til, með því að síldin er að ganga til hafs. Margir hátar stunda rekneta- veiðar og afla ágætlega. Róa þeir þetta 2—3 klst. til hafs og liafa sumir fengið fullfermi, og reknetaveiðin virðist vera að aukast. Verksmiðjurnar á Siglufirði eru langt komnar með að vinna úr síldinni, en þó hefir Gránu- verksmiðjan alt að 3—4 vikna bræðslu. Veður er ágætt nyrðra, logn og hlýindi, en skýjað. Sjómenn hafa yfirleitt haft góðar tekjur i sumar og næg vinna liefir verið í landi frá þvi er söltun liófst fyrir alvöru. Eiði. Skemtun veröur haldin aS EiSi á morgun og hefst hún kl. 3V2 e- h. RæSumenn verSa Valtýr Stef- ánsson ritstjóri ug GuSmundur Ás- björnsson, forseti bæjarstjórnar. Ennfremur leikur lúSraflokkur og glímuflokkur úr Ármanni sýnir glímu. Dans verSur á palli og spil- ar Bemburgs-hljómsveitin. NotiS tækifæriS og fariS aS EiSi, meSan því verSur enn viS komiS. Ákvardanir þær, sem teknar vopu á fundinum eru ekki kunnar, EINKASKEYTI TIL VlSIS. Frakkar bjðða ðt varaliði vegna heræfinganna i Þýskalandi. London, í morgun. að hefir verið opinberlega tilkynt í Berlín, að þýska stjórnin hafi fullvissað bresku stjórn- ina um það, að hún myndi engar skyndi- ákvarðanir taka að óathuguðu máli í sambandi við deilur ÍSudeten-Þjóðverja og Tékka, eða sem komið gætu í veg fyrir að þær yrðu leystar á friðsamlegum grundvelli. Henlein og Hitler ríkiskanslari sátu á fundi í dag í Berchtesgaden og lagði Henlein fram skýrslu sína um ástandið og viðhorfin í Tékkoslovaltiu, en ekk- ert liggur fyrir um það hvað þeim hafi farið á milli að öðru leyti. Á fundinum sátu einnig aðrir helstu leið- togar nasista, Von Ribbentrop, Göring, Göbbels og Hess. Henlein fór frá Berchtesgaden í bifreið kl. 4.30 í gær áleiðis til Múnchen, en þar dvelur hann ef til vill í nótt, en ef hann heldur áfram ferð sinni ætti hann að geta komist til Asch eða Prag á miðnætti í nótt. Talið er fullvíst, að Henlein hafi farið á fund Hitl- ers samkvæmt tillögum og beiðni Runcimans, með því að horfurnar hafi verið orðnar það alvarlegar, að ef síðasta boði Prag-stjórnarinnar hefði ekki verið sint af Sudeten-Þjóðverjum, hefði friðsamleg lausn á mál- unum verið lítt hugsanleg. Bíða menn um alla heim með mikilli eftirvæntingu eftir öruggum fréttum af fundi þeirra Henleins og Hitlers, en ekkert er hægt að fullyrða um að hvaða niðurstöðu þeir hafa komist. — Hitler mun halda kyrru fyrir í Berchtesgaden yfir helgina, en þá hefst þing nasistaflokksins í Nurnberg, en þar er búist við að hann geri grein fyrir stefnu þeirri, sem hann hefir tekið upp í öllum þessum deilumálum, hvort sem friður helst eða ófriður skellur á. Samkvæmt áreiðanlegum opinberum heimildum, áttu þeir von Ribbentrop og Henderson sendiherra Breta í Berlín fund með sér á fimtudaginn var og ræddu viðhorfið til deilumálanna, og gerði Henderson nákvæma grein fyrir afstöðu Breta til þeirra og stefnu þeirri, sem þeir hefðu ákveðið að fylgja, og er talið að hann hafi fullyrt að Bretar myndu láta til sín taka um þetta mál og halda fast á því og vera viðbúnir ef í odda skærist. Von Ribbentrop lýsti því næst yfir því að við- ræðunum loknum, að hann myndi sjálfur skýra Hitler frá, hvað þeim hefði farið á milli, og myndi hann skýra viðhorf Breta á fundinum í Berchtesgaden. United Press. aðeins Loftur- Gyðingaofsóknir á Ítalín. EINIÍASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Franska stjórnin kom saman á fund í morgun til þess að ræða alþjóðamálefni og meðal annars deilurnar í Mið-Evrópu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir franska stjórnin tilkynt bresku stjórninni að hún muni bjóða út varaliði og hafa það til taks til styrktar hinum fasta her, af þeim sökum að Þjóðverjar höfðu ákveðið að halda áfram heræfingum sínum, og láta þær standa yfir lengur, en uphaflega hafði verið gert ráð fyrir. — Hinsvegar lýsti franska stjórnin einnig yfir því, að hún myndi senda alt varalið heim að nýju strax er Þjóðverjar hefðu hætt heræfingum sínum og hefðu sent varalið sitt heim. i Franska stjórnin mun einnig hafa rætt um vinnudeil- ur þær, sem nú fara /mjög í vöxt í landinu og ráðstaf- anir sem þyrfti að gera til þess að kveða þær niður. Hefir Daladier látið þessi mál mjög til sín taka, og er þess vænst að honum takist að ráða fram úr þeim, en eins og ástandið er nú gæti það mjög veikt aðstöðu stjórnarinnar, ef verkföllin Oslo, 2. sept. Nýjar fregnir liafa borist í dag' frá ýmsum hlutum Noregs um tjón af völdum flóða. Feikna úrkoma er enn á ýms- um stöðum. Miklar skemdir liafa orðið á járnbrautum og símalínum. Sumstaðar hefir vatnselgurinn sópað burt hús- um, kornuppskera hefir eyði- lagst og á nokkrum stöðum er alt á floti í heilum bygðarlög- um. Enn verður ekki sagt live tjónið verður mikið, en menn óttast, að það muni nema milj- ónum. Einna verst er ástatt í Vaagamobygð og í Guðbrands- dal. Þar hafa 200 manns neyðst til þess að flytja frá heimilum sínum og sefur fólkið undir beru lofti. Úrkoman nemur 130 m.m. seinustu dægur á sumum breiðast út. 1 United Press. stöðum, eða álíka og misseris meðal úrkoma. Vatnavextirnir virðast nú liafa náð hámarki. — Rikis járnbrautastj órnin segir, að ógerlegt sé að segja hvenær Dofrabrautin verði fær aftur.—* NRP—FB. Fjðrir Jspanskir flota- foringjar farast i flugsiysi. Oslo, 2. sept. Japanska flotamálaráðuneyt- ið tilkynnir, að ein af flugvéluni japanska flotans hafi hrapað til jai’ðar við Anking í Kína og Kato vara-aðmíráll og 3 aðrir háttsettir flotaforingjar farist. NRP—FB. Strandferðaskipin. Esja fór í strandferð í gær- kveldi vestur mn land. SúSin er væntanleg úr strandferö í kvöld eSa nótt. Oslo, 2. sept. Talið er, að um 10.000 Gyð- ingar verði að fara frá ítalíu innan misseris vegna þeirrar á- kvörðunar ítölsku stjórnarinn- ar, að Gyðingar, sem sest hafa að á Ítalíu frá 1919 skuli sviftir horgararéttindum og verða að fara úr landi. NRP—FB. Franco hefir tekiS á flriíja imodrað f)ás- tmd fanga. Oslo, 2. sept. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu hefir Franco tekið 210.113 fanga frá byrjun borgarastyrj- aldarinnar. Þar af hafa síðar 134.320 verið látnir lausir. Hafa þeim verið fengið ýms störf í hendur. Hinir eru í fangabúð- um. NRP—FB. HAU STI4ERÆFINGARNAR I ÞÝSKALANDI, sem svo mjög hefir verið um rætt í skeytum að undanförnu, standa enn yfir, og mun þeim ekki, verða lokið fyrr en síðari liluta september. Myndin hér að ofan er tekin i Schlesiu, frá heræfingunum þar, er hermenn eru að leggja bráðabirgðabrú yfir fljót, að morgni dags. «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.