Vísir - 05.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 05.09.1938, Blaðsíða 3
VISIR 250 fátækum börn- um og mæðrum boðið í berjaför. VISIR gengst fyrir ókeypis skemti- ferð fyrir þa, sem eiga lítils úrkostar að komast út úr bcenum. Nú er kominn sá tími árs, er berin verða fullþroskuð og fjöldi manna leitar út úr bæn- um í berjaleit, sér til liressingar og ánægju. En þó munu þau vera mörg börnin, sem ekki verða þessarar ánægju aðnjót- andi, vegna þess, að efnalegar ástæður heimilanna leyfa ekki að varið sé peningum í langar bifreiðaferðir. En öll börn lang- ar til að fara í berjamó. Slíkar ferðir eru þeirra skemtiferðir, auk þess sem þær geta orðið heimilunum til nytja í ávaxta- og grænmetisleysinu hér. Vísir ákvað því að beita sér fyrir því, að 250 fátæk börn og og mæður þeirra gæti fengið ó- keypis skemtiferð í berjaleit í þessai-i viku, og gæti verið heil- an dag úti í ilmandi fjallanátt- úrunni, sem nú er að byrja að taka á sig haustlitina. Blaðið snéri sér til bif- reiðastöðvar Steindórs um lán á hinum stóru fólks- flutningabifreiðum (stöðv- arinnar og bauð eigandinn þegar í stað að lána bif- reiðarnar ókeypis í þessu skyni. Er blaðið mjög þakldátt eigandanum fyrir þessa rausn, sem gerir kleift að koma skenitiferð- inni í framkvæmd. Farið verður næstkomandi fimtudag k. 9 árdegis, ef veður leyfir og verður lagt upp frá Bifreiðastöð Steindórs. Farið verður i 10—15 stórum bílum upp á Mosfellsheiði, inn í Bola- bás (við Þingvelli) og ef til vill viðar. Hópnum verður slcift í smærri liópa, svo að ekki verði allir á sama staðnum, og verður því breytt eftir því sem hagan- legast þykir, með tilliti til berja- leitarinnar. Um kvöldið kl. 5 eiga svo allir bílarnir að hittast í Valhöll á Þingvöllum og verður þátttakendum veitt þar mjólk, kaffi og kökur, eftir því sem hver óskar. Að þvx loknu verður haldið heimleiðis. Bílarnir fylgja hópunum all- an daginn, svo að þátttakendur geta leitað hælis í þeim, ef veð- ur skyldi breytast og regn kem- ur. Allir verða að hafa með sér ilát fyrir sig og nesti sem svar- ar einni máltíð. Kl. 6 síðd. á laugardag lagði Gullfoss liéðan úr höfn áleiðis Lil Bíldudals. Fóru með honum liéðan um 250 fai-þegar og var svo á skipað, að alt far- þegarúm var upptekið og hafði lestin verið tekin til af- nota fyrir þá, en auk þess fengu farþegar rúm hjá öllum yfir- mönnum skipsins og hásetum. Ferðin vestur gekk að óskum og bar ekkert sérstakt til tiðinda. Skemtunin að Bíldudal hófst í gær kl. 1 e. h. og hélt Gísli Jónsson fyrslu ræðuna og rakti þar i meginatriðum þær fram- kvæmdir, sem hann hefir beitt sér fyrir þar á staðnum. Þá tók til máls Jón Bjamason, oddviti hreppsins, og þakkaði Gisla framkvæmdir hans fyrir hönd hi-eppsins, en síra Jón Jakobs- son talaði fyrir hönd vei-kalýðs- Öllum fátækum börnum og mæðrum þeirra er hér með boð- ið, meðan rúm leyfir, að taka þátt í berjaför þessari. Engin í- hlutun verður um það af blaðs- ins hálfu hverjir taka þátt í för- inni, en blaðið væntir þess hins- vegar, að hún geti orðið til þess að veita þeim hressingu og á- nægju, sem þörf hafa fyrir það og ekki eiga jafnan heiman- gengt af efnalegum ástæðum. Hinsvegar væntir blaðið að boð þetta verði þegið með sömu á- nægju og það er veitt af þeim aðilum, sem að þvi standa. Farmiðar verða afhentir á af- greiðslu Vísis í dag og á morg- un, gegn því, að upp séu gefin nöfn þeirra, sem óska að taka þátt í förinni. 700 manns sóttu liana* félagsins og flutti þakkir frá þvi fyrir framkvæmdirnar og atvinnuaukninguna, sem sigldi i kjölfar þeirra. Milli ræðanna lék lúðrasveitin. Að lokum flutti Sigfús Elíasson tvö kvæði, sem liann liafði orkt í tilefni dags- ins. Ræðuhöldum var lokið kl. 3 síðd. og lýsti þá Gísli Jónsson yfir þvi, að menn mættu skoða öll þau mannvirki, sem liann liefði reist á staðnum og voru mönnum sýndar verksmiðjurn- ar og skýrt fyrir þeim hvernig allri tilhögun væri hagað. Leist öllum nijög vel á þessar fram- kvæmdir og létu hið besta af. Kl. 4 síðd. hófst síðan liér- aðsmót sjálfstæðismanna. Flutti Gunnar Thoroddsen fyrstu ræð- una, en þvi næst töluðu þeir: Gísli Jónsson, Árni Jónsson frá Múla, Elís Jónsson frá Hvestu og Jóhann G. Möller. Pétm' Jónsson söngvari söng nokkur lög og Lúðrasveit Reykjavíkur Iék á milli ræðanna. Er ræðu- liöldunum var lokið var dans stiginn til ld. 9, en þá lagði Gull- foss af stað suður. Héraðsmenn héldu liinsvegar áfram skemt- uninni og var dansað til mið- nættis, og höfðu allir skemt sér liið besta er lialdið var lieim- leiðis. Fjölmenni var mikið á skemtuninni. Yar talið að um 300 manns hefðu komið úr Reykjavík, hátt á annað hundr- að frá Patreksfirði og fjöldi fólks frá Bíldudal og öllum nærsveitum. Gullfoss kom hingað til bæj- arins kl. YT/z í dag. Elinr í heyl að Bjarma- landl. Kl. 6.45 í morgun var slökkvi- liðið kvatt að Bjarmalandi, en þar hafði kviknað í heyi í hlöðu. Eldur var ekki orðinn magnað- ur, en þó liafði kviknað í hurð og 'kössum út frá heyinu. Var þegar hafið að rífa heyið út úr lilöðunni og var því lialdið á- fram, eftir að slökkviliðið snéri lieim aftur um kl. l/z- í gærlcvöldi var slökkviliðið kvatt út tvisvar sinnum. Var það í fyrra skiftið kallað að Bergþórugötu 20, en þar reynd- ist enginn eldur. í síðara skiftið var kallað að Garðastræti 43. Hafði þar kviknað smávegis út frá miðstöð. Fyrirlestrar Halldórs Hermannssonar nm Tínlandsferðir. Prófessor Halldór Hermanns- son flytur á vegum liáskólans 3 íyrirlestra um Vínlandsferð- irnar og samband þeirra við fund Ameríku á 15. öld. Fyrir lestrarnir ræða í fyrsta lagi um ferðir norrænna manna vestur um haf og landafundi þeirra þar, heimildirnar fyrir þessum ferðum og áreiðanleik 'þeirra, og hvar vænta megi, að lönd þau, er fundin voru, hafi legið. Þair næst um það, hvort frá- Breskur togari siglir á bát í róðri og brýtur hann. Hásetarnip björguðust nauöulega. Norðfirði í morgun. M.b. Þór NK. 32 fór í gær- kvöldi í fiskiróður. Lagði hann línur sínar 26 sjómílur frá Norðfjarðarhorni og var því lokið kl. 2. Þá var lagst við ljós- bauju og vaktir settar. Kl. 2.30 sigldi óltunnur grænn togari á bátinn og braut framstefni hans svo, að hann klofnaði frá byrð- ing niður að sjólínu. Togarinn sigldi strax frá bátnum og gaf þá fyrst hljóðmerki en sinti ekki köllun né merkjum skipverja. Númer togarans náðist ekki sökum náttmyrkurs og þoku, en vegna þess, að sléttur var sjór, björ|guðust skipverjar á bátnum í land með hægri ferð. Báts- höfnin álítur togarann enskan, enda eru enskir togarar kunnir hér eystra fyrir ógætilega sigl- ingu á bátamiðum. Kosningarnar í Neskaepshð. Mikið, er nú talað um hinar væntanlegu bæjarstjórnarkosn- ingar. Héðinn Valdimarsson liefir dvalið hér til eflingar sam- fylkingarinnar og er sagt að hann verði hér fram yfir kosn- ingar. — Jónas Guðmundssois er einnig væntanlegur hingað til gagnbaráttu. — Hér eru gefim út 3 f jölrituð blöð fyrir kosning- arnar. Heitir blað Sjálfstæðis- manna: Norðfirðingur, jafnað- aimanna: Hamar og sameíning- armanna: Árblik. Togarinn Brimir kom hér í gær með 700 mál síldar. Hanm. er nú hættur veiðum. Fréttaritari- sagnir um þessar ferðir hafi borist lil útlanda og hvort þær liafi haft nokkur áhrif á seinni tima menn, einkum Christófer Columbus og John Cabot. Sýnd- ar verða skuggamyndir af gömlum kortum til skýringar. Fyrirlestrarnir verða fluttir i Oddfellowhúsinu 5., 7. og 9. sept. kl. 8, og er öllum heimill aðgangur. HáskólafyrÍF- lestur á Þýska. Vísir hefir fyrir nokkuru birt viðtal við prófessor W. H. Vogt frá Kielarháskóla, sem hér hefir dvalið undanfarið, fyrst austur við Lagarfljót og síðan hér í bæ og í nærsveitum. Hann fer ut- an næstkomandi fimtudag, en flytur á rnorgun (þriðjudag) kl. 8 í Oddfellowhúsinu einn fyrir- lestur sem gestur háskólans, og nefnir liann „Heilig Schicksal und Óðinn. Betrachtungen zur Geschichte der nordgermanisch- en Reiigiositat“.. Verður fyrlr- lestur þessi um örlagatrú og ÓS- instrú í norrænum bókmenfum, eins og Eddukvæði og aðrar heimildir skýra frá, en prófil Vogt hefir um langt skeið og þó einkum á síðustu 12 árurn rannsakað þessi efni itarlega og samið mörg merkileg rit og rit- gerðir um átrúnað Germana. Má þar einkum nefna rit hans: Stilgeschichte der eddischen Wissenscliichtung. I. Der Kult- redner, er kom út í Breslau 1927 og síðustu ritgerð lians, er ný- lega kom út i Archiv fiir Reli- gionswissenschaft og nefnísír Religöse Bindungen irn Spatger- manentum. í ritum þessum rek- ur liann ekki að eins eðli átrún- aðarins, heldur reynir að sýna fram á, hver varanleg gildi á- trúnaður fomgermana liafi. Próf. Vogt er vel að sér í ís- lensku og hefir eins og kunnugt er þýtt npkkrar Islendingasög- ur á þýsku, auk annara ritstarfa í íslenskum fræðum, og má þvi vænta mjög fróðlegs fyrirlest- urs um þessi efni. , Er kantonu fyrirfcomnlaDlO, sem ráðsert er að koaa á f Tékkoslóvakii, lyrirloði less, að um Baadariki Evropi ratisl? Grein sú, sem hér fer á eftir, er útdráttur úr grein eftir amerískan blaðamann, sem telur víða í Evi'ópu skilyrði til þess að koma á stað þjóðernislegum deilum, en ófriðarhættuna telur hann ekki líða hjá fyrr en hinar þjóðernislegu ýfingar hætti og þjóðirnar komist á það menningarstig, að búa í sátt og sam- lyndi, og hver þjóð eða þjóðernislegur minnihluti sé frjáls að viðhalda sínum einkennum og halda trygð við sitt. Drepur hann á til samanburðar hversu ástatt er í Ameríku. En eitt hið merkasta, sem á döfinni er, telur hann tillöguna um að leysa vandamál Tékkóslóvaltíu með því að koma þar á kantónu- fyrirkomulagi að svissneskri fyrirmynd. Fyrir skömniu — eða þar til Austurríki var sameinað Þýska- landi — voru 28 sjálfstæð riki i Evrópu. Þettavar kent í skólun- um — en ef til vill ekki gerð nákvæmleg grein fyrir því, að í Þýskalandi til dæmis eru fjölda margir borgarar, sem ekki eru Þjóðverjar. Já, auðvit- að, segjum við hér vestra, það er svo sem vitað mál. Eru ekki Italir, írar, Þjóðverjar, Tékkar, Svíar, Litháar, Grikkir, Pól- verjar og Gyðingar i New York — og fjölda mörgum öðrum borgum og sveitum Bandaríkj- anna? Og er elcki i rauninni svipaða sögu að segja í Lond- on? Þar eru fjölda margir ann- ara þjóða menn — i tugþús- unda tali. Vitanlega. Og hverju máli skiftir það í rauninni? En gerum ráð fyrir, að er- lendra þjóða menn hefði búið öldum, saman i Bandarikjunum og mann fram af manni gert alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að halda þjóðareinkennum sínum. Geium ráð fyrir, að þeir hefði forðast annara þjóða menn sem mest, haldið fast við sínar venjur og siði og sitt tungumál. Mundi það hafa skift miklu máli? En hvað sem um það má segja er víst, að það er einmitt þetta, sem liefir skift miklu máli í Evrópu og gerir enn í dag víðast hvar, og það er undirrót mestu erfiðleikanna, sem við er að stríða, þeim erfiðleikunum, sem framar öðrum leiða til styrjalda. Við skulum nú líta í kring- um okkur i Evi-ópu — á þessu sviði. Athugum fjrrst hvar menn af þjóðverskum ættum eru fjöl- mennir utan Stór-Þýskalands. I iSudetenhéruðunum í Tékkósló- vakiu, i Suður-Tyrol i Italíu og í öllum Dónár-og Balkanríkjun- um, nema Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi og Albaníu eru fjöl- mennar þýskar „nýlendur". I kringum Budapest eru fjölda mörg þorp og smábæir, þer sem eingöngu þýskir menn búa, og slík þorp eru mörg í norðvestur- liluta Júgóslavíu og alla leið til Svartahafs,en strjálli og strjálli. Þjóðverjar eru líka margir í Póllandi (Efri Sclilesíu). Þar til fyrir fáum árum var þýsk „ný- lenda“ við Volgu, en flúttust flestir aftur til Þýskalands. í Lettlandi, Lithauen, Eistlandi og viðar eru þýsldr þjóðernis- minnihlutar. Þessir eru í raun- inni Þjóðverjar enn i dag, af þvi að þeir hafa haldið siðum sínum og tungu og aldrei blandast þeim þjóðum, sem fyrir voru, erþeirlitu niður á. Margt fleira er atliugunarvert er um þetta er rætt, svo sem að Prússar eru upphaflega af Slövum komnir, en Búlgarar ekki, heldur voru þeir mjög skyldir Magyörum, sem bygðu Ungvei-jaland. Mik- ill liluti Gyðinga svo kallaðra i Póllandi, Rússlandi, Rúmeníu og Ungverjalandi eru komnir af Tataraþjóðflokki, sem snerist til Júðatrúar fyrir þúsund árum. Annað mikilvægt atriði er, að þjóðum álfunnar eru Þjóðverj- ar yngstir sem stórþjóð. Fyrir þrem öldum, eftir þrjátíu ára stríðið, var Þýskaland ótal smá- ríki, um 300 talsins. Á dögum Napoleons 39. Bismark fækkaði þeimniður i 26, en flest þeirra liéldust sem smáríki innan þýska ríldsins, þar til Hitler kom til valda og afmáði öll mörk milli þýskra rikja og klykti út með því, að sameina Austurriki Þýskalandi. Það er mikilvægasta spurn- ingin, sem nú verður að svara, hvort Þjóðverjum verður látið haldast uppi að þenja út ríkið, uns það nær yfir öll þau svæði álfunnar, sem Þjóðverjar utan Þýskalands eru fjölmennastir. Þjóðverjar róa að þvi öllum ár- um, að Þjóðverjar utan Þýska- lands líti á það sem ættjörð sína —og þaðan að eins geti þeir vænst verndar. En það eru ekki Þjóðverjar einir, sem eiga fjölmenna hópa af sinni þjóð i öðrum löndum. Þjóðflutningar liafa iðulega átt sér stað í álfunni og ein afleið- mg þeirra er sú, að í mörgum löndum er að finna bæi og sveit- ir, sem bygðar eru annara þjóða mönnum — sem hafa haldið trygð við sína siði og sitt mál, öld fram af öld í sumum til- fellum. Magyarar eru ekki að eins í Ungverjalandi, en líka í Transylvaniu, þar sem þeir kallast Székely. Þeir halda því fram, að þeir hafi lagt undir sig Transylvaniu á undan Rú- menum. Székely Magyarar, img- verskir Magjrarar, Rúmenar og Þjóðverjar, upphaflega frá Sax- landi, búa í sama landínu, ers blandast ekki saraan. Þeir bvggja ekki hús sin á sama hátfc, tala ólík tungumál, og trúar- lirögð þeirra eru ekki hin sömtt.. Milli þeirra rikir tortrygni og rígur. Ungverskir Magyarar era einnig bæði í Tékkóslóvakíu og; Júgóslaviu. Og i Ungverjalandi, Italíu og Austurriki eru Iands- hlutar, þar sem Slovenar erm mjög fjölmennir. Það eru Slo- vakar i Mið-Ungverjalandi og Suður-Þýskalandi. Það era fjölda margir Rúmenar í Jugo- slavíu og Albaniu (kallaðir Vlaclis). Og loks mætti npfnm Makedoníumenn, sem. Júgóslav'- ar kalla Serba, Grikkir Grikkja og Búlgarar Biilgara. Klyklcjuna svo út með þvi að geta þess, að> utan Tékkóslóvakíu eru 300.000 Tékkar og Slóvakar, en i Sax- landi og alla leið til Berlín era þorp liér og þar, bygð aðallegat af Lusatian Serbum, sem Iialdá; siðum og miáli sínu og hafa gert í tugi alda, þrált fyrir það, aS alt í kringum }>á er og hefir verið töluð þýsk tunga. Nið'urL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.