Vísir - 06.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 06.09.1938, Blaðsíða 3
VlSIR EiiriyrkjBSýnjngii Opin í dag frá kl. 10-10. Hijtímleikar í dag kl. 5-6 og eftir 8. Kvikmpdin sýnd kl 2, 4,5,8 og 9. SíHft.sti daguFl Verkefni fyrir málfræðinga. Fyrir skömmu var eg staddur niður við Lækjartorg. Þá kall- aði drenghnokki í mig og sagði: „Heyrðu manni! Hvenær keyr- ir strætóið í Sundliöllina?“ Eg sagðist vonast til þess, að það kæmi aldrei fyrir. Rétt í þessu gengu tvær stúlkur fram hjá mér, og eg gat ekki komist lijá þvi að heyra nokkuð af því, sem þar bar iá góma. Ef þær kynnu að lesa þessar hugleið- ingar, get eg huggað þær með því, að það eina, sem eg tók eft- ir var það, að önnur þeirra sagði: „Oj, barasta að nokkur stúlka geti litið við svoleiðis draugapúkó.“ Þessi tilgreindu orð og orða- tiltæki heyrast öll oft í daglegu tali manna hér í hænum, en þó verður ekki sagt, að daglegt tal í Reykjavík sé þessu líkt. En hvað getur orðið, þegar fram líða stundir? Þvi er eklci að neita, að tilfinning manna fyrir móðurmálinu er ekki slík, sem hún hefir verið stundum áður. Margar málleysur hafa komist inn í daglegt tal hér í bæ, og engar líkur eru til annars en að þeim f jölgi, ef elckert er að gert. Hér verður ekki frekar rakið hvernig Reykjavíkurmálið er í dag, eða hverja þýðingu það hefir, að halda íslenskunni hreinni. í þessu sambandi er vert að geta þess, að móðurmálinu liefir áður verið hætta húin. Fyrir liálfri öld var ekki bjart um að litast fyrir þá, sem vildu veg og gengi islenskrar tungu. Kemur þetta greinilega fram í ritgerð- um, sem til eru frá þessum tíma. Þar er saga móðurmálsins talin lirein raunasaga, og virðast greinarhöfundarnir vantrúaðir á það, að takast megi að liefja málið upp úr þeirri niðurlæg- ingu, sem það var komið í. Það má með sanni segja, að sú bar- átta, sem á þessum tímum var liáð fyrir hreinsun málsins, snérist raunverulega um það, hvort mál það, sem hér yrði talað í framtíðinni, yrði eins- konar dönsk mállýska eða ekki. En hverskonar mál var þá talað hér í bænum á þessum tíma? Menn munu kannast við stælingu Jóns Thoroddsens á Reykjavíkurmálinu í Pilti og stúlku. Þar kemur m. a. þetta fyrir: „Þú mátt þó, — þú verður þó, — að lieyra þá historíu. Þenk hara! Möller er forlofað- ur! Það kann þó aldrei vera mögulegt? Jú það skal þó vera aldeilis víst. Eg heyrði það fortalt hos Larsen í gaar, —• í gær. Og með hverri? Ó, það er fortreffeligt! Með henni Sigriði Bjarnadatter. Nei virkilega- Nú kann eg ekki annað en stúðsa! Eg kann þó aldrei forstilla mér, að það geti hangið rétt saman“. Islenskt mál var á margan hátt fótum troðið á þessum tírna. Áln-ifa frá dönskunni gætti sífelt meir og rneir. Um tíma leit helst út fyrir að úr því yrði að lokum einskonar færeyska. Á þessuni tima var hér meir um Dani, en nú er. Má t. d. benda á dönsku kaupmennina. Þessir menn lærðu því sem næst emgir islensku til hlítar, heldur notuðust við dönskuna, eða töluðu að öðrum kosti eins- konar málleysu, sem var af- bökuð danska, og oft-má heyra hjá Döhum hér á landi enn þann dag í dag. En það, sem máli skiftir er það, að íslend- ingar lærðu þessa málleysu af þeim, einkum þeir, sem í hæj- unum bjuggu. Yegur Dana var einnig á þess- um tímum meir en nú er. Það, sem danskt var, var í heiðri haft meðal alls almennings. Þess voru dæmi, að íslenskar fjölskyldur töluðu sín á milli dönsku. íslensk börn voru jafn- vel fermd á dönsku og lærðu danskt kver. Það var því eðli- legt, að allur ahnenningur reyndi að bera fyrir sig dönsk eða hálfdönsk orðatiltæki, þótt það færist ekki altaf sem best úr liendi, samanber t- d. bónd- ann, sem sagði um alla þá hluti, sem honum þótti sérstaklega á- gætir, að þeir væru „alveg desperat“. En það var (eirikum eitt, sem islenskunni stóð hætta af, en það var það, að lagamálið var danska, og embættismennirnir skrifuðu bréf sín á dönsku.Þetta hafði sín víðtæku áhrif. Ilrepp stjórarnir tóku upp á þvi að „meðdeila“ liver öðrum, svo og hreppsbúum, „þénustusamlega til velþóknanlegrar eftirrétting- ar og erklæringar, það, sem hans velvirðugheit, herra sýslu- maðurinn, í þókamlegu bréfi af gærs Dato, þóknaðist að be- fala þeim og bjóða, ífylgi af náðugri Resolution og befaling þess mjög háa amts af 12 síð- astliðins“. Jtín Jtínsson lækmr sjötngur. Þetta sýnir, að dönskublend- ingurinn hafði náð talsverðri útbreiðslu, jafnvel meðal al- mennings, og liefði vafalaust orðið ríkjandi liér á landi, ef enginn hefði risið gegn því. En hvemig er viðhorfið í dag? Nú er lagamálið ekld lengur danskt, og ekki skrifaæmbætt- ismennirnír bréf sín á dönsku. Ekld tala heldur íslendingar dönsku sin á milli, né láta ferma börn sín á dönsku- Þó er mikið um erlend orð í kaupstaðar- málinu, og allskonar orðskrípi smeygja sér inn í málið. Yæri ekki ástæða til þess að málfræð- ingar vorír tíndu eitthvað sam- axj. af þeim, og bentu á betra heiti. Vísir væri fús til að birta eitthvað af þvi tagi. Lj. Jón Jónsson læknir nú til heimilis að Ingólfsstræti 9 hér í bænum á sjötugsafmæli i dag, §n þrátt fyrir þennan árafjölda, sem liann á að baki er hann si- starfandi og léttur í lund, en þó bilaður að heilsu. Hann átti 50 ára stúdentsafmæli nú i j sumar og varð þannig stúdent i árið 1888. Gekk liann á lækna- I # f skólann hér i Reykjavik, en siglir síðan til Danmerkur og dvelur á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn árið 1892—3 og kynnir sér einnig tannlækn- ingar, en það ár var hann sett- ur læknir í Fljótsdalsliéraði og þjónaði því i tvö ár. Þá fór hann utan til Eng- lands og Danmerkur og er heim kom úr þeirri ferð fékk liann veitingu fyrir Vopnafjarð- arhéraði, en þaðan flutti hann 111 Blönduóss og gegndi þar héraðslæknisstörfum þar til er Bjarni í Hðlmi látinn. Bjarni Runólfsson, rafmagns- meistari og óðalsbóndi að Hólmi, andaðist að heimili sínu i fyrradag. Bjarni Runólfsson var fædd- ur að Hólmi í Landbroti 10. apríl 1891. Hann er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir at- orku sína og hagsýni. — Hann bjó um margra ára skeið rausn- arbúi á eignarjörð sinni Hólmi. Kunnastur er Bjarni fyrir það, að hann liefir um margra ára skeið unnið að þvi, að reisa raf- magnsstöðvar víðsv. um land- ið — alls á annað hundrað stöðvar, og hefir hann smiðað flestar túrbínurnar sjálfur. — Hann hafði komið sér upp á Hólmi fullkomnu nýtísku smíðaverkstæði ásamt raf- magnsstöð, sem hann fyrir fá- um dögum liafði lokið við að stækka. — Árið 1936 reisti hann á eigin spítur frystihús að Hólmi og nú i sumar var hann langt kominn að stækka frysti- húsið. í sambandi við frystihús þetta fór fram sauðfjárslátrun að Hólmi siðastliðið haust, og var kjötið fryst þar og flutt frosið til Reykjavíkur. Bjarni liafði í undirbúningi margar rafmagnsstöðvar, sem hann ætlaði að reisa í haust. — Hann var fyrsti maður i Vest- ur-Skaftafellssýslu, sem keypti þangað vörubifreið og notaði hana til vöruflutninga. Aðfaranótt 1. þ. m. fékk hann heilablóðfall og' dró það hann til dauða að morgni þ. 4. þessa mánaðar. FÚ. hann lét af emhætti vegna heilsubilunar laust eftir 1920. Hefir hann lagt stund á tann- lælcningar upp frá þvi, hér i bænum og víðar. Á háskólaárum sínum kyntist Jón læknir prófessor Jensen við danska landbúnaðarháskólann og lærði af honum að útbúa og fara með bóluefni gegn bráða- pest, og veitti hann bændum leiðbeiningar i því og undirbjó þannig starfsemi dýralækna á því sviði. Síðari árin hefir Jón læknir lagt stund á margskonar fræði- mensku og ritað margt, eink- um greinar um þá menn, sem liann hefir kynst á lifsleiðinni. Ni'Surl. Það er svipaða sögu að segja í Póllandi, eins og annarsstaðar. Þar eru fjölda margir Þjóðverj- ar og Gyðingar —- og utan Pól- lands fjölda margir Pólverjar, í Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og viðar. Pólverj ar eru 750,000 talsíns í snðausturhluta Þýska- lands og um 100.000 í Tékkósló- vakíu. Gg þá má ekki gleymya Hvít-Rússum í Póllandi. Þeir búa flestir á svæði sem er land- fræðileg heild (lilutí af Póllandi og Rússlandi) og vildu gjaman stofna sérstakt ríki, ef Pólverjar og Rússar stæði ekki i vegí fyrir framgangi slila-ar hugmyndar, Ukrainíumenn vildi líka gjarm an slofna eigið píki, en Jand þeirra skiftist milli Rússa, Pól- verja, Tékka og Rúmena. í lok styrjaldarinnar vildi Pilsudski koma á fót sterlcu slavnesku ríki eða ríkjasambandi, þar sem IIvít-Rússar og Ukrainiumenn liefði full þjóðarréttindi. Hver veit nema sá draumur rætist síðar. Svíar eru fjölmennir i Finn- landi. Lappar eru í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Rússlandi. I Svisslandi eru franskir, italskir og þýskir Svisslendingar og út- lendingar í tugþúsundatali. Og hvað sem um menn af þjóð- verskum stofni í öðrum löndum er að segja, er víst, að þýsku Svisslendingarnir liirða ekki nm, að Jandshluti þeirra verði hluti Stór-Þýskalands. I Belgíu búa Vallónar, sem tala frönsku, og Flæmingjar, sem tala flæmsku, og svo er dálítið af Þjóðverjum í Eupen-Malmedy, sem Belgía fékk eftir heims- styrjöldina. Baskar eru iá Frakklandi og Spáni. Og á Bret- landseyjum eru Englendingar, Walesbúar, Skotar og írar — alt þjóðir, sem eru að mörgu ólíkar, þótt hinsvegar sé margt líkt með skyldum. Á Bretlandi er ekld verið að reyna að draga úr því, að þessar þjóðir fari sínar götur, leggi rækt við margt úr sínni gömlu menningu og ástundi að varðveita þjóðar- einkenni sín — en þar er þrosk- inn kominn á svo hátt stig, að ekki er lagt stund á að spana eina þjóðina upp móti annari. Svisslendingar una vel sínum hag, og kjósa engar breytingar, þótt ei sé þeir af sama stofni, og þótt ýfingar sé noklcurar milli Vallóna og Flæmingja i Belgiu á stundum, vilja báðir sjálfstæði Belgíu og líta á hana sem sitt föðurland. Skilyrði eru í rauninni víða i álfunni til þess að koma af stað þjóðernislegum deilum, sem með nægilega sterlcum undir- róðri og æsingum gæti orðið eins .alvarlegur og í Tékkósló- vakíu. Evrópumenn liafa oft tal- að af fyrirlitningu mikilli um Ámeriku sem landið, þar sem allra þjóða menn liafa safnast saman — og líkt amerisku þjóð- inni við einskonar hrærigraut, Oig vel má vera, að sérkennin máist af þegar i öðrum og þriðja ættlið oft og tíðum, en þau lialdast lika oft mann fram af manni, án þess nokkur merki sjáist um afmáun þeirra og þarf ekki annað en nefna Frakkana, sem byggja mikinn liluta af Canada og halda trygð enn í dag við siði og mál. En Evrópa hefir vissulega víða sinn „hrærigraut“, þótt méð nokkuð öðrum liætti sé, línur allar skarpari og þó alls ekki skýr- ari en milli til dæmis breksra og franskra Kanadamanna. Og hvað sem um menningu Vest- manna má segja í samanburði við menningu liins gamla heims, verður ekki um það deilt, að i Vesturálfu eru hvergi víggirt landamæri, og er það ekki litill Veðrið í morgun. 1 Reykjavík io stig, heitast í gær 16 stig, kaldast í nótt 7 stig. Úr- koma í gær og nótt 2,4 mm. Sól- skin i gær 7.6 stundir. — Yfirlit: Grunn lægð fyrir suðaustan ísland og önnur um 1200 km. suðvestur af Reykjanesi á hreyfingu í norð- austur. — Horfur: Suðvesturland : Bjartviðri í dag, en þyknar upp með suðaustanátt þegar liður á nótt- ina. Norðurland: Hægviðri. Víðast úrkomulaust og léttskýjað. Norð- austurland: Austan gola. Þokuloft og dálítil rigning. Dánarfregn. Priorissan á St. Jósefsspítalanum, Maria Victoria, lést í fyrrinótt. — Fékk hún heilablóðfall fyrir viku síðan. Hún var rúmlega áttræð að aldri. Knattspyrna. 1 gær keptu með sér i knatt- spyrnu starfsmenn Málarans og Hörpu og starfsmenn Skúla Jó- hannssonar & Co. og Friðriks Ber- telsen. Sigruðu hinir fyrnefndu með sex mörkum gegn tveim. menningarvottur, og bæði í Canada og Bandarikjunum er talið óliug'sandi, að nokkuru sinni geti til þess komið, að styrjöld verði háð til þess að út- kljá deilumál. Landamæri Ev- rópu verða sennilega aldrei á- kveðín svo að öllum líki, og fyrr en þjóðernismeirihlutarnir við- urkenna réttindi þjóðernis- minnihlutanna og þjóðernis- minnihlutarnir einnig réttindi þjóðernisminnihlutanna verða liarðar deilur liáðar. Og meðan róið er að þvi öllum árum að kynda undir elda óánægjunnar, sem kannske er réttmæt að ein- liverju leyti, fer ófriðarliættan ekki lijá igarði. En eitt af því allra merkilegasta, sem kannske er að gerast, er það, að lcomið verði á svipuðu fyrirkomulagi í Tékkóslóvakiu og svo vel hefir gefist i Svisslandi. Ef friður helst og slíkt fyrirkomulag reynist eins vel Tékkóslóvakíu og Sviss — er þá fjarstæða að ætla, að sá draumur rætist, að slíku fyrirkomulagi verði komið á fyrir alla Evrópu? Rætist draumurinn um Bandaríki Evrópu? 250 kjósendur af rúmlega 300, sem eru á kjör- skrá í Hofsprestakalli í Suður- Múlasýslu, hafa skorað á séra.Pét- ur T. Oddsson, að takast á hendur prestsskap í prestakallinu, þó a5 kosning hafi or'ði'Ö ógild. (F.Ú.)- Vélbátarnir Reynir og Vfðír i EskifirÖi komu heim af síld- vei'Öum í gær og höfö'u veítt 3000’ mál og tunnur. Hásetahlutir að frá- dregnum kostnaöi eru um 400 kr. 1 gær var talin allmikil síld í Eski- firÖi, en frernur gisin. Aflast hafa í Iandnætur innarlega í firðinum, siðustu tvo sólarhringa, um 200- tunnur. ByrjaÖ er að frysta síld þessa til beitu. Eins og stendur er' góöur afli á smábáta, er ganga frá útnesjum. Ráðleggingárstöð Líknar fyrir barnshafandi konur er opin fyrsta mi'ðvikudag í hverjum mán- uði í Templarasundi 3. Vorboðinn. Börnin, sem hafa verið á veguni félagsins, óskast sótt hjá Likn, Templarasundi 3, kl. 6 á morgun. Sáttaumleitan. 1 morgun mætti útvárpsstjörf £- samt ritstjóra Vísis fyrir sátta^ nefnd, en engár sættir ur'ðu, endá kvaðst útvarþsstjórinn engin bo'5 hafa að bjóða, þótt hann hefði stefnt málinu fyrir sáttanefnd. — Ver'ður málinu þvi væntanlega haldið áfram fyrir dómstólum. Höfnin. Lyra kom i nótt. Nova fer í dag vestur og norður um land til Nor- egs. Vitabáturinn Hermóður kom í nótt. Súðin fór i Slipp, til botns- hreinsunar. Gulltoppur kom af sild- veiðuin i dag. Farþegar með Gullfossi vestur og norðirr í gær: Maria Maack, Jóhann Möller og frú, Þór- unn Sigurðardóttir m. þam, Geir Zoéga, Sigm. Símonarson, Guðlaug- ur Sigurðsson, Þorv. Benjamíns- son, Rósa Bjarnadóttir, Ágústa Hermannsdóttir, Markúsína Krist- jánsdöttir, Geirþrúður Guðjóns- dóttir, Karólína Jóhannsdóttir„Miss. Flynn, Gunnar Sigurjónsson, Jóib St. Halldórsson, Eyjólfur Daviðs- son, Mr. Moorat, Mr. Johnstone, Hansina Jónsdóttir m. bam, Krist- in Daviðsdóttir, Ólöf Ólafsdóttin. Til Hafnarfjarðar koniu af síldveiðum frá Norður— landi,. á. laugardág, botnvörpungur- inn Haukanes og sama dag komu. af karfaveiðum frá Vesturlandí botnvörpungarnir Mai og Sviði. 1 gær koniu af síldveiðum Rán, Jún£ og Surprise og í mórgun botnvörp- ungurinn Garðar. 'Eru þá oll. botn- vörpuskipin, sem verið hafa a'ð veiðum við Norður- og Vesturland. komin heim til Hafnarfjarðar.. Útvarpið í kvöld. 18.00 Endurvarp frá norrænts tónlistarhátiðinni í Káupmanna- höfn: Sænsk tónlist. 20.15 Erindir Alþjóðaiðnsýningin í Berlíii (ITelgi Herm. Eiriksson skólastj.). 20:45 Hljómplötur: a) Symfónia nr; 5 eftir Beethoven. b) Symfónía nr. 3 eftir Brahms. HITT 0 G ÞETTI Pappírsiðnaðurinn er meðr stærstu iðngreinum Bandai’íkj-» anna. Hvað verðmæti snertn? eru að eins sex iðngreinir fram- Til þess að þekja enskarsi þumlung (2.54 sm.) þarf ap leggja 333 mannshár hvert vi?& annars hbð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.