Vísir - 08.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 08.09.1938, Blaðsíða 2
VÍSiR Breska verkalýBsþingið krefst þess að ríkisstjórn- in taki ákveðna afstððn gapvart Þjóðverjnm, - - ásamt Frdkkum og Rússum. ----------------——— Telup þingið ad heimsófpiðup sé yfirvofandi og nauðsyn toeri til að kalla toreska þingið sam^ an nú þegar. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Síðustu miðlunartillögum stjórnarinnar í Prag hefir verið vel tekið af foringjum Sudeten- Þjóðverja, og má ætla að með þeim sé grund- völlurinn lagður að frekari samningaumleitunum, en þó hefir slitnað upp úr samkomulagsumleitunum í bili vegna nýrra ófyrirsjáanlegra orsaka. Nokkurar óeirðir hafa orðið í Tékkóslóvakíu, sem valdið hafa miklum æsingum meðal Súdeten-Þjóðverja og einnig í Þýskalandi sjálfu. Morgunblöðin í Berlín ráðast á stjórnina í Prag með mjög hörðum orðum og fullyrða, að hún hafi enga stjórn á lögregluliði ríkisins og ekki heldur á þeim herdeildum, sem settar hafa ver- ið í Sudeten-héruðin lögregluliðinu til hjálpar, og segir United Press að ástandið sé nú þannig að það sé sam- bærilegt við æsingarnar sem urðu í maímánuði síðast- liðnum, er Tékkar sendu herlið inn í Sudeten-héruðin og höfðu það að yfirskyni, að þýski herinn héldi æfing- ar við landamærin, en þá munaði minstu að til ófriðar drægi milli þessara tveggja þjóða. Þetta alvarlega ástand hefir haft þær afleiðingar í för með sér, að slitnað hefir í bili upp úr öllum samn- ingaumleitunum. Þing bresku verkalýðsfélaganna, sem nú stendur yfir í Blakpool í Englandi hefir lýst yfir megnri vanþóknun sinni á framferði þýskra stjórnarvalda og blaða, og krefst þess að breska þingið komi saman til fundahalda nú þegar og taki upp ákveðna afstöðu til þessara deilu- mála allra. Samþykt þessi var gerð á sameiginlegum fundi allsherjarráðs verkalýðsfélaganna, þingi verka- lýðsfélaganna og framkvæmdastjórnar verkalýðs- flokksins og þingflokks verkalýðsfélaganna. Fullyrða þessir aðilar í ályktunum sínum að eins og sakir standi sé ekki annað sjáanlegt, en að heimsstyrj- öld standi fyrir dyrum, en ríkisstjórn Bretlands verði af þeim sökum að taka það ákveðna afstöðu til deilu- málanna, að Þjóðverjar verði ekki í nokkurum vafa um, að Bretar munu standa við hlið Frakka og Rússa gegn Þjóðverjum, ef til þess kæmi að þeir fari með ófrið á hendur Tékkóslóvökum. Morgunblöðin í London ráðast yfirleitt öll á þá uppá- stungu sem kom fram í Times í gær, og var þess efnis, að Súdetum væri heimilað að ráða því sjálfir með þjóð- aratkvæðagreiðslu, hvort þeir sameinuðust Þýskalandi eða ekki og News Chronicle tekur svo djúpt í árinni, að slíkar uppástungur á jafn alvarlegum tímamótum og þessum, sé stórfeldasta eyðileggingarstarf, sem nokk- urt blað geti unnið, ef það vilji teljast ábyrgt orða sinna. United Press. HALIFAX LÁVARÐUR OG VON RIBBENTROP. Frá því er Halifax lávarður varð utanríkisráðherra Breta, liefir verið tekin upp vinsamleg stefna gaglnvart Þjóðverjum, þótt það liafi mætt mikilli andúð i Bretlandi og fullyrða megi, að stjórnin liafi tapað fylgi vegna þeirrar afstöðu sinnar. At- burðir næstu daga munu n'áða úrslitum í því efni hvort Bretar sameinast Frökkum og Rússum í liarðri andstöðu gegn Þjóð- verjum. StórfeW ávísanasvik uppvís ordin* Sakbopningap hata játað sekt sína. Rannsóknarlögreglan fékk i fyrradag til meðferðar að upp, lýsa ávísanafölsunarmál, en lögreglunni hafði þá borist kæra frá bönkunum yfir því, að falsaðar ávísanir hefði borist til þeirra. Rannsóknum rannsóknarlögreglunnar var lokið i gærkveldi og tók Ragnar Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, við málinu í morgun. Vísir hefir átí tal við Svein Sæmundsson, yfirlögregluþjón, og segir hann gang málsins þennan í höfuðatriðum: VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Pappír og sement. Húer svo komið hér í bænum, ** að flestar tegundir bygging- arvöru, eru gersamlega ófáan- legar. Hvað sem í boði er, fæst nú ekki einn poki af sementi, ekki plata af þakjárni, ekki meter af gólfdúk í neinni versl- un bæjarins. Shkt neyðarástand hefir ekki verið hér í áratugi. Húsin standa hálfsmiðuð. Engin tajk eru að fiuHjgetra þau, því að flest vantar, smátt og stórt, sem til þess þarf. Mönnum verður á að spyrja, hvort þetta sé eðlilegt, að slík þurð, svo gersamleg þurð, sé á nauðsynlegasta byggingarefni, eða hvort hér sé að koma í ljós árangur þeirrar skipulagningar, sem ræður hvað flutt er til landsins og hverir flytja það. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, þegar hið opinbera tek- ur sér fyrir hendur að verða for- sjón allra landsmanna og skipa fyrir hvernig þeir eigi að sitja og standa. Slík skipulagning cndar jafnan á einn veg. Hún endar þannig, að þeir, sem að henni standa, vita að lokum hvorki upp né niður i þvi, sem þeir eru að fást við. Þannig er það með stjómina og stefnu hennar í fjármálunum og inn- flutningnum, En verst er þó, þegar sam fara glundroðanum og ráðleys- inu er feimnislaus hlutdrægni. Eitt af slikum dæmum var gert að umtalsefni í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, þar sem skýrt var frá, að fyrirtæki þriggja vel þektra framsóknar- manna, Pappírspokagerðinni, hefði verið veitt innflutnings- leyfi á umbúðapappír, sem það hefir aldrei verslað með áður, meðan öllum öðrum er synjað um vöruna. Engin úthlutun Iiafði farið fram á pappír til liinna reglulegu innflytjenda frá 1. mai til 1. september og mönnum var tilkynt þetta i sumar, að svona mundi verða, að úthlutun fyrir þetta tímabil mundi falla niður. En þetta bann náði ekki til hins áður nefnda fyrirtækis. Ef til vill á- litur innflutningsnefnd, að alt megi bjóða kaupmönnunum, og að hið áður nefnda fyrirtæki muni' hvort sem er ekki kafna i vinsældum þeirra. Fyrirtækið hefir nú fengið algerða einka- sölu á pappírspokum í landinu, enda má það glögt sjá á farar- tæki forstjórans. Þetta ofangreinda dæmi sýnir átakanlega hversu skifting inn- flutningsins fer hrapallega úr hendi. Þessu eina fyrirtæki er veittur pappír, sem það hefir ekki áður verslað með, fyrir 8 —10 þúsund krónur, meðan synjað er um innflutning á sementi til áð fullgera hús, sem eru nær fullsmíðuð. Þetta leyfi er veitt meðan ekki fæst linole- um á gólf, ekki járnplata á þak og jafnvel ekki skrúfur til að festa lamir á glugga, svo að liús- in þurfi ekki að vera opin fyrir veðri og vindi. Hið umrædda pappírsleyfi er ef til vill ekki stórvægilegt í öllum innflutningi landsins, en það gefur góða mynd af því ástandi, sem nú ríkir hér í inn- flutningsmálunum. Berjaferðin. Þótt veðrið væri ekki eins gott og á liefði verið kosið fóru um 200 manns, börn og full- orðnir, i berjaferð þá, sem Vísir og Steindór Einarsson bifreiða- eigandi efndu til. Var lagt af stað í morgun kl. 9 frá bifreiða- stöð Steindórs og haldið áleiðis lil Þingvalla. Þrátt fyrir það, að vindur kunni að verða hvass í dag, eru hlýindi í veðri, og alt verður gert sem unt er, til þess að láta börnunum liða vel og gera þeim daginn ánægjulegan. Hersteinn Pálsson blaðamaður fór í ferð- ina fyrir hönd Vísis. 1 sex vikur hefir „ósýnilegur“ maður tafið fyrir því í blökku- mannahverfi New York-borgar, Haarlem, að hægt sé að hrinda því í framkvæmd, að uppræta fátækrahverfið hjá húsi, sem hann á. Maður þessi heitir Langley Collyer, otg hann harðneitar að koma út á götuna til þess að semja um söluna, því að eng- um hleypir hann inn. Collyer, sem talar betur forn- grísku en ensku, á helminginn af öllu landi, sem liggur að hin- um dýrmætu uppfyllingum New York. Hann fer aldrei út úr húsi sínu meðan dagur er á lofti, en um nætur fer hann á stjá og kaupir lóðir o. þ. i|. Hann hefir þá venju, að kaupa altaf, selja aldrei. Husið, sem hann býr í við Upper Fifth- avenue, virðist vera mannlaust. Rúðurnar eru brotnar, sorp- haugar eru á lóðinni, dyrnar eru festar aftur með vír — en samt hefir hann búið í því í 29 ár. — Enginn sími er í húsinu né rafmagnsljós eða útvarp. En í bókaherberginu eru 25 þús. bindi og stóreflis slagharpa í hverju hinna 17 herbergja húss- ins. 1 kjallaranum stendur gömul flugvél, sem ekki hefir verið hreyfð síðan hún var flutt þangað fyrir 20 árum. Jafnvel lögfræðingur Colly- ers, John Vandewater, getur ekki komist í samband við hann. í sex mánuði hefir hann verið að reyna að tilkynna hon- um, að hann hafi erft fé eftir frænku sína. Hann hefir sent bréf, símskeyti, jafnvel stefnu- votta, en árangurslaust. Er jafnvel hætta á því, að maðurinn, sem ætlaði að ryðja fátækrahverfinu á brott, verði að hætta við alt saman. aðeins Loftur= London 8. sept. FÚ. I gærkvöldi hitti einn af leið- togum Súdeta Hodza að máli. Forsætisráðherrann lofaði að láta rannsaka óeirðirnar og að hinum seku skyldi verða refs- að. Ennfremur skyldi verða séð um, að slíkir atburðir kæmu ekki fyrir aftur. Henlein er farin frá Niirnberg samkvæmt tilmælum Hitlers og ætlar að rannsaka atvik þau, er gerðust í gær. Meðal þess, sem olli samnings- slitunum, telja Súdetar það, að tékknesk lögregla hafi mis- þyrmt tveimur þingmönnum Súdeta. Eiga þeir að hafa verið barðir með svipu og sparkað í þá. — Tékkneskur tollvörður, sem skaut á fimm menn, er þeir voru að fara inn yfir tékknesk landamæri, skýrir frá þvi, að fimm-menningarnir hafi hlaup- ist á brott en fleygt frá sér v bögglum, sem meðal annars I fúndust í skammbyssur og skot- l’æri. Þá gerðist það einnig í gær- kveldi, að Súdeli nokkur, sem dæmdur hafði verið i fangelsi fyrir njósnir, stökk út úr járn- brautarlest og beið bana, þegar verið var að fara með hann í fangelsi. Þá er og sagt að lolc- um, að þýsk flugvél liafi farið inn yfir tékknesku landamærin á mánudaginn var og að fimm þýskar flugvélar hafi flogið yfir suðvestur Bæheim í gær. Þýsku blöðin gagnrýna mjög í gærdag síðustu tillögur tékk- nesku stjórnarinnar og segja m. a. að tillögurnar séu ekkert ann- að en áróður, sem eigi að blekkja Bretland og Frakkland, en skuldbindi tékknesku stjórn- in ákaflega reið yfir atburðum séu ekkert annað en tilraun til þess, að fresta lausninni á mál- um Súdeta. Þá eru þýsku blöð- iná kaflega beisk yfir atburðum þeim, sem gerðust í Tékkósló- Þ. 6. þ. m. barst lögreglunni kæra frá bönkunum yfir því, að þeim hefði borist falsaðar á- vísanir. Með bréfi Landsbank- ans fylgdi ávísun að uppliæð 1384 kr. útgefin af Stefáni Bergmann í Keflavík og keypti útbú Landsbankans á Selfossi hana þ. 19. ágúst, en ávísunin barst ekki Landsbankanum fyrr en þetta. Kom í ljós í Landsbankanum, að reiknings- númerið var ekki til og nafn 'Stefáns falsað. Útvegsbankan- um hafði borist frá Þorsteini Þorsteinssyni í Keflavik ávísun að upphæð 400 kr., útgefin af Stefáni Þorlákssyni Reykjahhð, en sú ávísun reyndist einnig fölsuð. Hafði ávísun þessi verið seld i Keflavik 31. ágúst, en 1400 kr. ávísun var sama dag boðii! sparisjóðnum i Keflavík, en hún var ekki keypt. Það kom fram, að ávísanir þessar voru gefnar út á eyðu- blöð úr tékkheftum, sem þeir Brynjólfur Einarsson og Finn- bogi Eyjólfsson bílstjórar höfðu fengið fyrir 5—6 árum, en að eins notað fyrsta árið. Útbú bankanna gátu engar upplýs- ingar gefið um þá, sem seldu á- vísanirnar. Rannsóknarlögreglunni þótti strax ástæða til að athuga hvort maður að nafni Carl Cliristen- sen væri við þetta mál riðinn, vakíu í gær og telja þá „gífur- legt hneyksli“. Hefir þýska stjórnin sent tékknesku stjórn- inni mótmælaskjal út af þess- um atburðum. þvi að Finnbogi upplýsti, að hann byggist við, að tékklieftið liefði orðið eftir, er Nýja bif- reiðastöðin sameinaðist Bif- reiðastöðinni Geysi, en húsnæð- ið hafði Carl Cliristensen tekið á leigu. Hann hafði það þó ekki nema 4—5 daga. Var lögregl- unni tilkynt, að hann liefði stol- ið selskinni, og vegna þess máls var henni kunugt um, að Carl Christensen liafði haft húsnæði það, sem Nýja bílstöðin liafði. fyrst eftir flutninginn. Lögreglan komst nú að því,. að Carl Christensen og einhverj- ir með honum væri í bílferða- lagi um landið. Höfðu þeir kom- ið í Borgarnes þennan dag, 6. sept. BíII þeiri*a liafði hilað og sendu þeir hann á Laxfossi suður, en leigðu sér bíl til Reykjavíkur. Var Christensen handtekinn í gærmorgun. Þrír menn voru í ferðalaginu með honum. Fór dagurinn í gær í íramlialdsrannsókn. Barst þá Útvegsbankanum ný ávísun frá útibúi sínu á Akur- eyri og var hún útgefin af Ragnari Jónssyni og var stimpl- að jdir nafninu pr. Smjörlíkis- gerðin h.f. Ávísun þessi var að upphæð 1897 kr. Ávisunina greiddi úthúið 5. sept. Rannsókn málsins mátti heita lokið seint í gærkveldi, og höfðu viðkomandi menn játað. Carl Christensen hafði skrifað allar ávísanirnar og búið til stimpilinn í samráði við tvo þeirra, sem voru með honum i ferðalaginu, Þórarin Eyjólfs- son, Hverfisgötu 98 og Magnús Jónsson, verkamann, Miðstræti Frh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.