Vísir - 09.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.09.1938, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 9. sept. 1938, VÍSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingóifsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ýmist með - - eða á móti. að hefir lengi verið deilt um það, hvort stjórnarflokk- arnir, Framsóknarflokkurinn og Alþýðnflokkurinn væru hitaveitumálinu fylgjandi eða andvígir því. Sjálfstæðismönn- um hefir virst þeir vera and- vígir málinu. Blöð sjálfstæðis- manna hafa jafnvel borið þeim það ,á brýn, að þeir væri málinu beinlínis f jandsamlegir og gerðu alt, sem í þeirra valdi stæði til þess, að spilla fyrir því. Hins- vegar hafa blöð þessara flokka sjálfra jafnan tekið því mjög fjarri, að þessu væri þannig varið, þó að þau hafi jöfnum höndum reynt af fremsta megni að gera alt sem tortryggilegast, sem aðliafst hefir verið í mál- inu. Þegar ákveðið var að kaupa jarðhitaréttindin á Reykjum og hefja þar rannsóknir með jarð- borunum, í því skyni að gengið yrði úr skugga um það, hvort þar væri nægilega mikið af nægilega heitu vatni fáanlegt til þess að hitaveita þaðan gæti borgað sig, þá risu bæjarfull- trúar þessara flokka öndverðir gegn því, að það yrði gert. Sum- ir þeirra tjáðu sig þá þegar al- gerlega andvíga liitaveitu, af því að óhugsandi væri, að shkt fyrirtæki gæti borgað sig og það væri jafnvel óframkvæmanlegt. Aðrir tóku þá þegar upp hina bardagaaðferðina, að reyna að finna sem flesfa annmarka á jarðhitasvæðinu á Reykjum og halda fram öðrum jarðhita- svæðum sem miklu líklegri til þess að hafa góð hitaveituskil- yrði að bjóða. Bráðlega drógu hinir yfirlýstu andstæðingar hitaveitumálsins sig þó í hlé. Hinir, sem „heimtuðu“, að horfið yrði frá Reykjaveitunni, hertu hinsvegar róðurinn því meira, og að sjálfsögðu þóttust þeir gera það af einskærum áhuga fyrir því, að takast mætti að finna þá lausn iá þessu „þjóðþrifamáli“, sem heppileg- ust væri og happadrýgst. Og þannig „stendur“ málið nú. Nú „fyrirfinst“ ekki nokkur maður, sem er „á móti“ hita- veitumálinu. Allir eru „með“ því. Jafnvel varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem áður var yfirlýstur andstæðingur málsins og nýlega lýsti því yfir á bæjarstjórnarfundi, að hita- veitan frá Reykjum væri nú' „dautt mál“, og taldi það ó- hugsandi, að ríkisstjórnin mundi veita ríkisábyrgð fyrir láni til hennar, hann er nú orð- inn alt að því „með“ einhverri annari hitaveitu. Og af Iiálfu Al- þýðuflokksins, sem á síðasta þingi krafðist rannsóknar á öðrum hitaveitusvæðum, áður en ábyrgð yrði veitt fyrir láni til hitaveitu frá Reykjum, er þvi nú lýst yfir, að hann muni sam- þykkja lántöku til Reykjaveit- unnar nú þegar, ef slíkt lán reynist fáanlegt. En samtímis fer blað flokksins hamförum gegn hitaveitunni frá Reykj um og telur allar áætlanir um liana „fals og blekkingar“! Ummæli þau, sem varabæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins hefir liaft um hitaveitumálið á bæjarstjórnarfundum, liafa ver- ið skilin þannig, að þau mörk- uðu ekki að eins afstöðu hans sjálfs til málsins, lieldur einnig Framsóknarflokksins. En það verður nú að geta þess, að dag- blað flokksins hefir í rauninni látið það alveg ótvirætt á sér skilja, að flokkurinn væri alt annars sinnis í málinu en vara- bæjarfulltrúi lians. í forystu- grein blaðsins s. 1. þriðjudag er það talin hin mesta „f jarstæða“, að flokkurinn sé nú orðinn and- vígur hitaveitunni frá Reykjum og „segi það beint út (fyrir munn varabæjarfulltrúa síns), að hætta eigi við“ hana. Blaðið staðfestir þau ummæli borgar- stjóra, á síðasta bæjarstjórnar- fundi, að ríkisstjórnin sé mál- inu „velviljuð“ og bendir enn- fremur iá það að Framsóknar- flokkurinn hafi á síðasta þingi samþykt ríkisábyrgðina fyrir láni til hitaveitunnar, án þess að honum hefði gefist þess kostur að athuga nokkuð undirbúning málsins, og megi nærri geta, livort hann hefði gert það, ef hann „hefði“ verið andvígur málinu. í næsta tölubl. blaðsins birtist svo að visu grein eftir varabæjarfulltrúa flokksins, þar sem staðhæft er, að varabæjar- fulltrúinn hafi sýnt fram á það neð „óyggjandi“ rökum, að „ár- legt tjón af slíkri veitu“ „ætti ekki að geta orðið minna en 250 —400 þús. krónur“! Hefði nú víst mátt ætla, að þessi „upp- götvun“ varaliæjarfulltrúans liefði getað breytt nokkuð af- stöðu flokksins til málsins, og það jafnvel svo, að hann teldi nú að rétt væri að „hætta“ al- veg við það. En ef svo er ekki, þá er það sýnt, að reikningslist bæjarfulltrúans og „sérþekk- ing“ i hitaveitumálinu muni ekki þykja „upp á marga fiska“ i flokki hans, og verður það að vísu ekki talið flokknum til vansa. Að öllu þessu athuguðu er það líka sýnt, að það er engan veginn auðvelt að átta sig á þvi, liver afstaða stjórnarflokkanna til hitaveitumálsins muni vera í raun og veru, þó að þeir láti það i veðri vaka, að þeir vilji þvi alt hið besta. En því fer mjög fjarri, að „áhugi“ þeiiTa fyrir því, að rannsakaðir verði „allir möguleikar“, sanni nokk- uð um áhuga þeirra fyrir mál- inu. Það er svo alþekt aðferð, til þess að koma þörfu máli fyr- ir kattarnef, að berjast af eld- móði einmitt gegn þeirri lausn þess, sem í upphafi hefir verið ráðgerð, og benda á ýmsar aðr- ar, sém heppilegri mundu reyn- ast, jafnvel þvert ofan í tillögur allra, sem vit hafa á. Bátnr lendip í hpakningi. Fyrra sunnudag fór vélbátur- inn Keilir frá Keflavík í veiðiför með dragnót upp í Mýrabugt, en á mánudagskvöld bilaði vél- in og reyndist dexel vélarinnar sprungið inn. Lagðist báturinn þá við akkeri og lá þannig í 6 sólarhringa og náði hvorki sam- Frakkar og Bretar ern við öllu bún- ir, ef ófriður kynni að brjótast út. Breski flotinn að heræfingnm í Norðnrsjó og franski flotinn bíður átekta í Brest. EINKASKEYTI tlL VlSIS. London, í morgun. Það hefir vakið mikla athygli, og þykir einhver augljósasti vottur þess hversu breska stjórnin telur horfurnar í álfunni ískyggilegar, að Chamberlain forsætisráðherra ráðgaðist við Sir Thom- as Inskip landvarnaráðherra og Kingsley Wood flug- málaráðherra, skömmu eftir komu sína til London í gær. Ennfremur ræddi Chamberlain við Sir John Si- mon, Halifax lávarð og fleiri ráðherra. Voru stöðug fundahöld í nr. 10 Downing Street í allan gærdag og var ákveðið að halda stjórnarfund næstkomandi mánu- dag kl. 11 árdegis. Á fundi sínum með Sir Thomas Inskip og Kingsley Wood mun Chamberlain hafa rætt um viðbúnað, ef til styrjaldar kæmi. En víðtækari varúðarráðstafanir er um rætt og munu verða teknar ákvarðanir um þær fyrir stjórnarfundinn á mánudaginn. Stjórnmálafréttaritari Daily Telegraph ætlar, að gild- ar ástæður séu til að ætla, að franska stjórnin sé þeirr- ar skoðunar, að hyggilegast væri að Bretar gerði aukn- ar varúðarráðstafanir, aðallega sjóhernaðarlegar. Þess- ari skoðun sinni mun franska stjórnin hafa gert bresku stjórninni grein fyrir og lagt að henni að vera við öllu búin, svo að hægt verði að hafa flotann til með litlum fyrirvara. Eins og kunnugt er hefir Norðursjávarflota- deild Bretlands nú byrjað flotaæfingar og hefir bæki- stöðvar í Invergordon og Scapa Flow í Skotlandi fram í október og er sú deild heimaflotans vitanlega til alls búin, en ætlað er, að aðrar flotadeildir verði hafðar til taks. En Frakkar hafa einnig gert miklar varúðarráðstafanir. Miklir herliðsflutningar eru sagðir eiga sér stað til landa- mæranna. Maginotlínan er nú mönnuð sem á styrjaldar- tíma og í öllum setuliðsborgum er krökt af hermönnum. En hinar hernaðarlegu varúðarráðstafanir eru ekki allar landhernaðarlegs eðlis. Frakkar ætla að hafa flota sinn til taks eins og Bretar sinn, enda yrði víðtæk samvinna með franska og breska flotanum, ef til styrjaldar kæmi. Frekari sáttaamleitanir milli Tékka og Sndeta reyndar," Jegar mesta æsiogln hefir hjaðnað. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Seinustu fregnir herma að allar líkur sé til að Súdetar muni fallast á seinustu tillögur stjórn- arinnar í Prag, sem grundvöll að reglubundn- um samningaumleitunum, sem æsingarnar út af atburð- inum í Mavrisch-Ostrau eru hjaðnaðar, en þær leiddu til þess að samkomulagsumleitunum var slitið af Sú- detum vegna þess að tékknesk lögregla misþyrmdi, að því er þeir halda fram, tveimur þingmönnum þeirra. Hinsvegar/er því ekki að leyna, að mikið djúp er enn milli Tékka og Súdeta, sem brúa þarf, áður en fulln- aðarsamkomulag næst. Mun tékkneska stjórnin ekki fallast á allar Karlsbadkröfurnar, sem Súdetar segja nú lágmarkskröfur sínar, en Tékkar segjast alls ekki slaka frekar til. United Press. Sudetar ásaka tékkneksu yf- irvöldin um illa meðferð á föng- um og telja að hvorki forsætis- ráðherrann né innam*íkismála- ráðherrann hafi fult vald yfir hinum ýmsu embættismönnum, sem þeir eigi að stjórna, né lög- reglu og lier. Þess vegna sé ó- mögulegt að halda lengur á- fram samningum við slíka stjórn. Tékkneska stjórnin hefir lát- ið fara fram rannsókn á um- kvörtunarefnum Sudeta yfir illri meðferð 82 fanga, en þeir voru teknir höndum fyi*ir það, að þeir höfðu ólögleg vopn í fórum sinum. Stjórnin viður- kennir, að nokkuð sé liæft í þvi, að aðbúð á föngunum hafi ekki verið svo góð sem skyldi, meðal annars hafi þeir ekki fengið nægilegt að borða. Hodza for- sætisráðherra hefir tilkynt Kundt og öðrum leiðtogum Sud- eta, að hann hafi þegar vikið frá störfum lögregluforingja þeim, sem um þetta mál átti að sjá og aðstoðarmönnum hans og að þeim muni verða refsað fyrip framferði sitt, eftir ströngustu ákvæðum laganna. Þá koma fregnir um nýja á- rekstra frá Tékkoslóvakíu, í Krumlov fór fram kröfuganga, þar sem krafist var sameining- ar við Þýskaland og á öðrum stað varð árekstur milli Tékka og Sudeta af svipuðu tilefni. VÍGGIRÐINGUM ÞJÓÐVERJA VII) RÍN HRAÐAÐ. London 9. sept. EÚ. í fregn frá Köln er sagt, að vinnan að því að efla víggirð- ingar Þýskalands í nágrenni við borgina, sé nú rekin áfram með óhemju krafti. Bændur í nágrenninu fá ekki að ferðast um nema með sérstöku vega- bréfi og hafa verið látnir vinna þagnareið. Heimferðarleyfi allra franskra sjóliða í Atlantshafsflotanum hafa verið afturkölluð og þeir, sem voru í leyfi, hafa fengið fyrirskipanir um að hverfa til Brest þegar í stað, þar sem 62 frönsk herskip bíða reið.ubúin og láta úr höfn þegar í stað, ef kallið kemur. Vinna við lierskip þau, sem Frakkar eiga í smíðum í lier- skipasmíðastöðinni í Brest, hefir stöðvast í bili, vegna þess undii*- búnings, sem fram hefir farið til þess að liafa Atlantshafsflot- ann til. United Press. bandi við land né önnur skip, og er þó ekki nema 2x/2 míla til lands og talsverð bygð. — Bát- urinn dró upp neyðarflagg og þeytti þokulúður á daginn, en kynti bál um, nætur, en alt kom fyrir ekki. Þann 5. þ. m. gekk vindur til austurs og gat þá bát- urinn bjargað sér á seglum út úr skerjunum og komist á 24 stundum til Keflavíkur. Fjór- ir menn voru á bátnum, og var allur matur þrotinn og valn al- veg að þrjóta. FÚ. 4oM> aðeisss Loftur, Fegurðarsamkepnin í Kaupmannahöfn. Úrskuröur fellur í dag. Mynd þessi er af fríðleiksmeyjum þeim, sem keppa um titilinn „Fegurðardrotning Evrópu“. Kepnin fer fram í Oddfellowliöllinni. Meyjarnar liafa ferðast víða um Danmörku og er í för með þeim franskur fegurðarsértræðingur, sem hefir haft eftirlit með hegðan þeirra og liátt- um öllum. Frá vinstri efst: Keppendur frá Ungverjalandi, Spáni, Belgíu, Grikklandi, Sviss, en í neðri röð frá Rússlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi. —- Finska mærin er uppá- liald allra og talin einna líldegastur sigurvegari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.