Vísir - 15.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vanræksla Eimskipa- féiagsins. fj ví var haldið fram hér í blað- * inu fyrir nokkru, að afskifti Pálma Loftssonar af skipasölu og skipakaupum rikisins hefðu verið með þeim hætti, að full ástæða væri til fyrir stjórnar- völdin að gjalda varhuga við loftköstulum hans og áætlun- um, með því að reynsla sú, sem fyrir lægi, sannaði að áætlanir hans stæðust ekki reynsluna, hvort sem þetta stafaði af fljót- ræði eða hinu, að þessi maður legði það i vana sinn, að gylla hlutina fyrir mönnum, lítt vit- andi á þessu sviði, sem hefðu þó úrskurðarvald málanna í sín- um höndum. Þvi var einnig haldið fram, að ef ríkið réðist nú í byggingu nýs skips, sem ætlað væri til farþegaflutninga milli landa, og einnig til strand- ferða, hlyti hyggingarkostnað- ur þess að fara verulega fram úr áætlun Pálma Loftssonar, nema því að eins, að skipið yrði ófullkomið viðrini, og ef tekið yrði tillit til fjárhagslegrar af- komu, myndi skipið reynast lítt hentugt til strandferðanna. Þessu svarar Nýja-dagblaðið svo, að skipið komist hiklaust inn á allar hafnir, sem skip Skipaútgerðarinnar komi nú við á“, og Súðin, hið aldraða skip, sanni getu Pálma og hug- kvæmni. Það er ekki auðgert að ræða málefnin við þessa ut- angáttamenn, og hvað kemur það máliiiu við, hvort skipin fljóti inn á allar hafnir, þegar iætt er um, að rekstur skipsins í strandferðum muni ekki bera sig, og hvað sannar það um hæfileika Pálma, þótt skipið geti „flotið inn á allar hafnir“ hér við land? Hitt er alhyglisvert, að Nýja- dagblaðið reynir ótilhvatt af andstæðingablöðunum, að læða þvi inn hjá mönnum, að með byggingu hins nýja skips og far- þegaflutningi milli landa fari ríkið ekki inn á svið Eimskipa- félags fslands, né leggi stein í götu þess, enda hafi Eimskipa- félagið aldrei hugsað neitt um farþegaflutninga milli landa, né „skipulagt“ dvöl farþega hér á landi. „Félagið hefir aldrei lát- ið sig skifta þessa hlið ferða- mannaflutninganna“, . . .segir blaðið og skáletrar. Það hefir verið látið heita svo til þessa, að „Statourist“ — Ferðamannaskrifstofa rikisins, hefSi alla umsjón með ferða- mönnum hér í landi, en for- dæmið að þeirri starfsemi hefir verið sótt til Rússlands, sem er eina landið í Evrópu, er þann- ig hefir skipulagt ferðamanna- flutninga, en nú bregður skyndi- lega svo við, að Nýja-dagblaðið er farið að þakka þetta Pálma Loftssyni og Skipaútgerð ríkis- ins. Hér skín þvi berlega í hlekkingarnar, en lofinu er hag- rætt svona sitt á livað, eftir því sem hentar liverju sinni, og að þessu sinni virðist Pálma verið þakkað það, sem liann hefir ekki unnið til, og virðist þá sem Nýja-dagblaðinu hafi ekki þótt af veita, að punta nokkuð upp á liann á kostnað „Statourist“. En úr því að blaðið gerir sér leik að því, að bera vísvitandi fram slíkar blekkingar, er ekki úr vegi að beina þeirri fyrir- spum til blaðsins, í hverju Eim- skipafélagið hafi vanrækt skyldu sína á undanförnum ár- um, að öðru leyti en því, að það hefir ekki skipulagt flutninga þessa ferðafólks á landi, og er aðstandendum hlaðsins ókunn- ugt um, að Eimskipafélagið lief- ir í ráði að hyggja nýtt og full- komið farþegaskip til milli- landaferða ? Þá virðist það algerlega ó- þarft hjá blaðinu, er það hefir í liótunum við Eimskipafélagið, af þeim sökum, að blöðin ræða um ráðstafanir Pálma Loftsson- ar, og þessir menn mega vita það, að þeim þýðir ekki öllu lengur að beita hótunum við þjóðina í heild. Hefir rikis- stjórnin búið þannig í haginn fyrir almenning á þeim tímum, sem nú fara í hönd, að hún geti truflað eða eyðilagt siglingar til Iandsins um skamma eða langa hríð? Og hvað segir sveltandi almenningur við slíkum liótun- um? Greipar reiði almennings geta verið liarðar, er liann grípur í taumana. Maður verðup fypip bíl. í gærkveldi varð hílslys á Laugaveginum, rétt fyrir inn- an Hringbrautina. Var þar mað- ur á gangi og varð fyrir bíl. Þegar Vísir átti i morgun tal við Svein Sæmundsson, yfirlög- regluþjón, var málið ekki að fullu rannsakað. Maðurinn, sem fyrir slysinu varð, heitir Jón Sveinsson, og á heima á Bárugötu 4. Skrámað- ist hann á höfði og var fluttur á Landspítalann, en meiðslin munu ekki hættuleg. Norðmenn kanpa flng- vélar af Itölnm. Oslo 14. sept. Norðmenn hafa keypt fjórar nýjar Caproni-árásarflugvélar af ítölum og eru tólf foringjar úr norska flughernum famir af stað til Ítalíu að sækja þær. Hver flugvél hefir þriggja manna áhöfn og getur flutt sprengikúlur, sem vega 7—800 kg. (NRP—FB). Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykjaness, Olfuss og Flóapóstar. Þrastalundur. Laugar- vatn. Breiðafjarðarpóstur. Bílpóst- ur að norðan. Dalapóstur. Barða- strandarpóstur. Laxfoss til Borgar- ness. Þingvellir. P'ljótshlíðarpóstur. Esja austur um til Siglufj. — Mos- fellssveitar, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar. Þrastalundur. Laugarvatn. Þingvellir. Laxfoss frá Borgarnesi. Þykkvabæjarpóstur. Bílpóstur að norðan. Breiðafjarð- arpóstur. Strandasýslupðstur. Kirkjubæjarklausturpóstur. Brúar- foss frá Leith og KhÖfn. ðai verði irlðo Iiiéq íkveiio. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Hin opinbera tilkynning, sem gefin var út í London í gærkveldi, þess efnis, að Neville Chamberlain áformaði að fara til Þýskalands, vakti fádæma athygli. Lagði Chamberlain það til í boð- um, sem hann sendi Hitler, að þeir hittust, og kvaðst reiðubúinn til þess að fljúga til Þýskalands í dag, til fundar við Hitler, til viðræðna um hinar alvarlegu deilur, sem nú eru á döfinni. Kvaðst Hitler fús til að ræða við Chamberlain. Lagði Chamberlain af stað frá Heston- flugstöðinni áleiðis til Miinchen kl. 8.35 í morgun. Þessari mikilvægUi ákvörðun Chamberlains, sem hefir vakið alheimsathygli, er einróma fagnað í Lund- únadagblöðunum í morgun. Times segir að öllum muni finnast, sem létt sé af þungri byrði, við að fá þessi tíðindi og hljóti fögnuður allra að verða mikill, vegna þess, að vonir þeirra um að friður haldist muni fá nýtt líf. Blaðið segir, að þeir muni verða sárfáir, sem telji þetta miður farið eða fordæmi ákvörðun Chamberlain — eða þeir fáu, sem hafi fengið þá flugu í höfuðið, að ekki megi hafa neitt saman við einræðisríkin að sælda og taka beri upp einskonar bannfæringarafstöðu gagn- vart þeim. Fregnin um flugferð Chamberlains hefir vakið gíf- urlega athygli meðal stjórnmálamanna í Rómaborg. Er talið þar, vegna ákvörðunar hans um að ræða við Hitler persónulega, að styrjaldarhættan sé miklu meiri en nokkurn gruni. Nú sé hinsvegar von um, að sá árangur verði af för Chamberlains, að friður haldist. Fregnir frá Prag herma, að stjórnmálamenn í Prag hafi látið í ljós ánægju sína yfir því, að forsætisráðherra Bretlands taki sér ferð á hendur til þess persónulega að gera grein fyrir skoðunum sínum við Hitler. En því er ekki að leyna, segja fregnir frá Prag, að þótt sumir stjómmálamenn hafi koni t svo að orði, sem að franian greinir, bíða stjórnmálamenn þar og allur almenningur milli vonar og ótta, þess sem gerast mun. Meðal sumra tékkneskra stjórnmálamanna er ótti ríkj- andi um það, að Hitler muni hafa tekið ákvörðun um að fara- sínu fram, þrátt fyrir bresk, frönsk og rússnesk áhrif á gang málsins — og sé því með öllu vafasamt um árangurinn af ferð Chamberlains. En um heim allan gera menn sér yfirleitt vonir um, að förin beri árangur og því verði af- stýrt, að til nýrrar heimsstyrj- aldar komi. United Press. Ráðherrafundir stóðu yfir allan daginn í London í gær og. þar til í gærkveldi, að Cham- berlain tók ákvörðun sína um að fljúga til Þýskalands. Nýir og alvarlegir árekstrar hafa orðið í Súdetahéruðunum. Súd- etar hafa ráðist á opinberar hyggingar, en verið hraktir það- an eða umkringdir. í Karlsbad eru hrynvarðar hifreiðar hafðar til taks á götunum. — í Frakk- landi hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess að kalla 2 miljónir manna í herinn, en vonað, að ekki muni til þess koma. Mynd- un þjóðstjórnar í Frakklandi er enn til umræðu. Athyglisvert er, að sum þýsk blöð, sem út komu síðdegis í gær, gera sér von um friðsamlega lausn deil- unnar, ennfremur að aðstoðar- menn Runcimans hafa átt tal við leiðtoga Súdeta. — Súdetar liafa flutt bækistöð sína til Asch við landamæri Þýska- lands. Bresk og frönsk blöð í gær töldu, að ógerlegt hefði ver- ið fyrir Prag-stjórnina að fallast á úrslitakröfur Súdeta. (Samkv. FÚ.) London í dag. FÚ. í Þýskalandi sýnast menn yfirleitt vera á þeirri skoðun að Chamberlain og Hitler muni takast að finna einhverja lausn. Morgunblöðin í Þýskalandi birta fregnina um för Chamber- lains á fyrstu síðu og hirta myndir af lionum. Talsmaður utanríkismála- ráðuneytisins í Berlín segir, að • stjórnin vænti sér mikils af komu Chamberlains. í Prag liefir fréttunum verið tekið ró- lega, en þó er þar ríkjandi sú skoðun að alt samkomulag sem verða kunni milli Hitlers og Chamberlains verði gert |á kostnað Tékkóslóvaldu. Daladier forsætisráðlierra Frakklands, skýrir frá því að för Chamberlains á fund Hitlers hafi verið ráðin eftir stöðugar ÞJÓÐVERJAR, ÍTALIR, SPÁNVERJAR. Mynd sú, sem hér er birt að ofan, gefur i rauninni glögga hugmynd um ástandið i Evrópu, og innhyrðis afstöðu ríkjanna. Myndin er tekin í Róm, þegar Mussolini tók á móti hertoganum af Saxe-Coburg, sem er foringi uppgjafahermanna í Þýskalandi, (en hann er annar frá vinstri), Nicholas Franco, bróðir Francos hershöfðingja, gengur þarna einnig í fremstu röð, en er ekki í einkennisbúningi, og lengst til liægri er Chiano greifi, tengdasonur Mussolinis. umræður milli frönsku og bresku stjórnanna. Kvaðst hann sjálfur liafa átt viðtal viðCham- berlain, með það fyrir augum að finna einhverja sérstaka leið sem fara mætti til þess að greiða fram úr hinu hættulega ástandi. MacKenzie King forsætisráð- herra Canada, hefir sent Cham- berlain skeyti, þar sem liann þakkar honurn fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Lyonb, forsætisráðherra Ástralíu, liefir einnig látið I ljósi ánægju sina með þessa ákvörðun Chamber- lains. Roosevelt Bandaríkjaforseti er farinn frá Rochester í Minne- sota. Sagði hann blaðamönnum að hann mundi fara beina leið til Washington, en ekki til Hyde Park, eins og upprunalega hafði verið ætlað. Sendiherra Breta í Róm heimsótti Ciano greifa i gærdag. Fór hann ekki með neinn sér- takan boðskap af hálfu bresku stjórnarinnar, en þeir ræddust við um ástandið yfir höfuð. Grein hefir komið út í ítölsku blaði, sem talið er að sé skrifuð af Mussolini sjálfum. Er hún í bréfsformi til Runcimans lá- varðar og segir þar að þjóðar- atkvæðagreiðsla ætti að fara fram meðal allra minnihlut- anna í Tékkóslóvakíu. I óeirðunum í Tékkóslóvakíu undanfarna daga hefir 21 mað- ur verið drepinn og 75 særðir. Fjöldi af Súdetum hefir verið liandtekinn. í þýskri frétt segir að 3000 Súdetar hafi leitað hæl- is í Þýskalandi. Tíðindamaður sem ferðast hefir fná Eger til Karlsbad segir að þar sé alt rólegt, en að fjöldí flutningavagna með hermönn- um hafi sést á vegunum. Á þessari leið var hann 9 sinnum stöðvaður af hermönnum og þegar hann kom til Karlsbad var leitað á honum, hvort hann hefði nokkur vopn. Embættis- menn tékknesku stjórnarmnar segjast hafa fundið vopn falin í kirkju einni, þar á meðal 9 kassa af sprengiefni með þýsku vörumerki á. Oslo 14. sept. Þótt Pragstjórnin hafnaði úr- slitakröfum Sudeta lýsti hún sig fúsa til þess að ræða við leiðtoga þeirra um hvernig halda skyldi uppi lögum og reglu í Sudetahéruðunum. Nokkurir franskir foringjar úr herforingjaráðinu flugu í gær til London til þess að ráðg- ast við breslcu herstjómina. Samkvæmt skeytum til Mor- genhladet eru kaupsýslumenn frá Norðurlöndum, sem búsett- ir eru í París, farnir að gera ráðstafanir til þess að senda fjölskyldur sínar til Norður- landa. Fregnir frá Prag skýra frá því, að feikna mikið herlið sé á leiðinni frá ýmsum stöðum Tékkóslóvakíu til landamær- anna. Gengið í dag. Sterlingspund ., Dollar .......... roo ríkismörk .. — fr. frankar . — belgur------ — sv. frankar . — finsk mörk . — gyllini..... — tékkósl. krónur — sænskar krónvír — norskar krónur — danskar krónur kr. 22.15 — 4.62% — 185.26 — 12.56 — 78.I7 — 104-37 — 9-93 — 248.89 — 16.28 — 114-36 — 111.44 — 100.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.