Vísir - 23.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1938, Blaðsíða 2
VIS IR Föstudagrinn 23. september 1938. 1 DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí mar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Frjáls þjóð. OENN líður að því, að hið " unga íslenska riki geti haldið 20 ára afmæli sitt hátið- legt, og væri full ástæða til að vekja athygli annara þjóða á þeim viðburði, eftir þvi sem frekast er unt við að koma. Á siðasta þingi bar Thor Thors alþingismaður fram tillögu þess efnis.að rikisstjórninni væri fal- ið að annast undirbúning há- tiðahalda i þessu sambandi, og mun nefnd verða skipuð í mál- ið til þess að hafa það verkefni með höndum. Rikisstjórnin mun nú fyrst hafa hugsað sér til hreyfings i þessu máli, en óhætt mun að fullyrða, að i eindaga sé kom- ið, með þvi að einir tveir mán- uðir eru til stefnu, og er hætt við að ekki sé unt að koma miklu i verk á þeim tima, eða að um stórfengleg hátiðahöld geti verið að ræða. Þess má heldur ekki vænta, eins og hag ríkisins er nú kom- ið, að mikið verði lagt i kostnað vegna slíkra hátíðahalda, en hitt væri meira um vert, að þjóðin í heild gerði sér fulla grein fyrir ástandinu innan hennar vébanda, og horfið yrði að nýjum ráðum og nýrri stefnu til þess að rétta við hag hennar um ókomna framtíð. Til þess að slík sinnaskifti ge;ti átt sér stað verður þjóðin að hverfa frá þeirri sjálfsblekk- ingu að ástandið sé viðunandi eða jafnvel ágættj en sumir for- ráðamenn hennar hafa viljað halda þvi fram. Sannleikurinn er sá, að ástandið er með öllu óviðunandi, og er þar stjórnar- völdunum að verulegu leyti um að kenna. Undanfarin ár hefir verið unnið markvist að því, að eyðileggja atvinnugreinir og heilar stéttir innan þjóðfélags- ins, en á sama tíma hefir skatta- áþjánin þyngst frá ári til árs. Hitt er þó öllu verst, að hlutur stjórnargæðinganna hefir verið dreginn fram á kostnað annara og fullkomið misrétti hefir rikt i landinu. Hefir þessa gætt eink- anlega í verslunarmálum, og þótt svo sé látið heita, að slik- um aðgerðum só beitt til þess að rétta hag neytendanna gegn kaupmannaokrinu, verður ekki séð að slíkar fullyrðingar hafi við rök að styðjast. Ef um það væri að ræða, að hagur neyt- endanna væri sérstaklega bor- inn fyrir brjósti, ætti það eink- um að koma fram á verðlagi nauðsynjavara, en það verður ekki séð að neytendafélög hafi ódýrari vörur að "bjóða, en kaupmenn, og verðlagið i land- inu er altof hátt. Þegar kaupmannaverslun og verslun neytendafélaga eru bornar saman ber sérstaklega að geta þess, að kaupmenn fá nú sáralítinn innflutning miðað við það, sem áður var, en þetta litla vörumagn verður að standa undir öllum rekstrarkostnaði, en úr þeim kostnaði er ekki unt að draga nema að óverulegu leyti þótt innflutningur kaup- mannanna minki frá ári til árs. Kaupfélögin fá hinsvegar rifleg vöruleyfi, og þar er ekki skor- ið við neglur, eins og sést m. a. á þvi, að hið nýja kaupfélag hér í bænum stofnar nýjar deildir og opnar nýjar búðir með ári hverju. Rekstrarkostn- aður kaupfélaganna er að engu leyti meiri en kaupmanna, nema síður sé, og ætti hið mikla vörumagn þeirra, sem ber uppi kostnaðinn, að stuðla að lækkuðu vöruverði. Raunin er þó sú að kaupmennirnir hafa reynst fyllilega samkepnisfærir að þessu leyti, þrátt fyrir hina erfiðu aðstöðu og órétt þann, sem þeir hafa verið beittir með úthlutun innflutningsleyfa. Þótt mikið hafi verið gert að því á undanförnum árum, að rægja kaupmannaverslun og afflytja hana fyrir almenningi, hefir reynslan sannað að enginn vinningur gæti þjóðinni verið að því að eyðileggja þessa stétt manna, og hún talai' um það skýru máli, að hagsmunir kaup- manna og almennings fara saman. Einokun i hverri mynd sem er, mun reynast almenn- ingi óhentug að öllu leyti, en frjáls verslun er undirstaða vel- megunar almennings. Misrétti leiðir til ófarnaðar, en jafnrétti tryggir ró og frið í landinu, en þess þarfnast atvinnuvegir vor- ir framar öllu öðru. Stefna ráðandi flokka hefir verið sú, að knýja alt í bönd ó- frelsis og beita höftum og ein- okunum á öllum sviðum, en það hefir leitt til hrynjandi þjóðar- hags. Enn er tími til þess að snúa við á óheillabrautinni og mundu þess allir óska, að þjóðin bæri gæfu til að hefjast handa i al- hhða viðreisnarbaráttu á 20 ára afmæli sjálfstæðis hennar, og segja mætti þá, að hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi. Ifl í lí íslandsforin rædd. Stokkhólmi 23. sept. FB. 1 Stokkhólmi koma saman í dag fulltrúar frá Norðurlöndum í tugatali, til þess að ganga frá áætlun um átjánda norræna lögfræðingamótið, sem haldið verður á íslandi 1940. Forseti umræðufundarins verður Birger Ekeberg, forseti Hæstaréttar í Sviþjóð. Af Is- lendingum sækja fundinn Einar Arnórsson og Gissur Bergsteins- son hæstaréttardómarar. Ferðin til Islands er ráðgerð á sænska stórskipinu Grips- holm. Sennilega verður mótinu slitið á Þingvöllum og ætla menn, að Þingvallafundur mótsins muni draga enn fleiri þátttakendur til mótsins en ella myndi. Helge Wedin. WJfii'Jtin* aðeins Loftur* CWerii oo Gera meun sév góðar vonir um &rangur vidræðanna í dag>. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum eru horf- urnar um árangurinn af viðræðum Hitlers og Chamberlains yfirleitt taldar góðar, þótt enn verði eigi með neinni vissu sagt um endanleg úrslit. Breskir stjórnmálamenn, sefm höfðu áhyggjur af því, að samkomulagsumleitanir Hitlers og Chamber- lains mundu fara út um þúfur, lögðu hina mestu á- herslu á það, að Chamberlain tæki fyrst fyrir í viðræðu sinni við Hitler, að fara fram á að fá itarlegar skýr- ingar á afstöðu Þ jóðver ja til ýmissa vandamála annara en deilunni um Súdeta, t. d. afstöðu þeirra til krafa Pólverja og Ungverja. Ennfremur mun Chamberlain hafa leitað upplýsinga um hvort Þjóðverjar væri reiðuhúnir til þess að kveðja heim her sinn frá landamærunum og loks hverjar ástæður lægi til grund- vallar hinum svæsnu árásum Þjóðverja i garð Tékka. Að því er United Press hefir fregnað voru þeir Chamberlain og Hitler búnir að ræða þessi aíriði ítarlegaj í gærkvöldi, á þann hátt, að góðar vonir eru ríkjandi um árangurinn af framhaldsumræðunum í dag. — Lundúnadagblöðin i morgun ræða hversu mikilvægur sé við- ræðufundur Chamberlains og Hitlers. Undir árangri fundarins sé það komið hvort friður helst eða ekki. Times segir, að framtíð Evrópu sé undir ráðstefnunni komin. Daily Telegraph og Daily Herald vara Chamberlain við frek- ari tilslökunum i garð Hitlers. Frekari tilslakanir til handa Þjóðverjum væri óverjandi, segja þessi blöð. United Press. ]u Syrovy, forsæ Rikisstjórn Tékkoslóvakiu baðst lausnar i gær, eins og frá var sagt í Vísi i gær. Gerði hún það í tvennu augnamiði, til þess að gera öllum ljóst, að hún hefði verið knúin gegn vilja sínum til þess að fallast á tillögur Breta og Frakka, og gæti hún því ekki verið við völd lengur, — og í öðru lagi til þess að unt væri að koma á laggirnar sterkari stjórn, þjóðstjórn, með þátttöku hersins, og er það yfirhershöfð- inginn Jan Syrovy, sem verður forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar. Hann nýtur mikillar hylli Tékka, — hann er þjóð- hetja þeirra, frá því Tékkar börðust í heimsstyrjöldinni og vonir þeirra um eigið ríki höfðu ekki ræst. Jan Syrovy er talinn ágætur herforingi og komst of t i hann krappan í bardögunum og særðist hvað eftir annað. Syrovy er það eigi hvað minst að þakka, hve vel her Tékka er orðinn skipulagður. í fréttum útvarpsins segir, að i ráðuneyti Syrovy hershöfð- ingja sé Kamil Krof ta utanrikis- málaráðherra, en engir aðrir ráðherrar úr hinni fráfarandi stjórn eiga þar sæti. Syrovy forsætisnáðherra á- varpaði í gærkveldi mikinn mannfjölda, er saman hafði JAN SYROVY. safnast og bað menn vera rólega og fara til heimkynna sinna. — „Herinn er viðbúinn, landa- mæranna er stranglega gætt og þér getið treyst hreysti her- manna vorra." Fyrir forgðnga Vlsfs os I.R.R. fer boðhlaopskeppni væntan^ ega íram í næsta mánnði. Boðhlaupsdagur Vísis verður haldinn i næsta mánuði, komi ekki alveg ófyrirsjáanleg óhöpp fyrir, er hindri að kepnin megi fram fara. Var haldinn f undur um málið í gærkvöldi í skrifstofu I. S. 1. fyrir forgöngu Vísis. Voru þar FÁRVIÐRI í BANDARÍKJUNUM. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Ógurlegt fárviðri hefir geis- að á austurströnd Bandaríkj- anna, einkanlega í Nýja Eng- lands-ríkjunum. Fór hvirfil- bylur yfir þessi ríki og lagði marga bæi í rústir, einkum smábæi á ströndinni. Fólk hefir orðið að flýja heimili sín í tugþúsunda tali. Mann- tjón er gífurlegt og er þegar kunnugt, að 413 manns hafi farist. Mikið eignatjón hefir orðið af völdum stormsins og flóða. United Press. Síídvéíðarna I Siglufirði var í dag blíð- viðri og veiðiveður ágætt. Afar miklar síldartorfur voru rétt utan við f jarðarmynnið og Iangt út bæði austan og vestan f jarð- arins. Þorskafli var heldur treg- ari en áður, þvi að þorskurinn eltir síldina upp um sjó. í nótt voru saltaðar á Siglufirði 1341 tunna síldar — meirihlutinn venjuleg saltsíld. Saltaðar voru 530 tunnur af herpinótasíld. — Auk þeirra tveggja skipa, Dag- nýjar og Valbjörns, sem sagt var frá í fréttum í gærkvöldi, hefir vélsldpið Höskuldur I stundað herpinótaveiði frá Siglufirði að staðaldri, siðan flotinn hætti. Hefir hann síðan veitt um 1000 tunnur síldar til söltunar og talsvert til bræðslu. I Svend Aggerholm væntaniegur tii Reykjavik:ui». Þektur danskur leikhússtjóri, Svend Aggerholm fer bráðlega til Reykjavíkur og mun halda þar fyrirlestra og lesa upp úr dönskum bókmentum. I októ- bermánuði mun hann ásamt konu sinni, leikkonunni Ellen Aggerholm og íslenskum leikur- um sýna enskan leik á leiksviði i Reykjavík. (FÚ.) Undanfarna daga hafa vélbátarn- ir Ingólfur og Eggert lagt inn síld til frystingar í sama íshús, um 300 tunnur alls. — Togarinn Súrprise fór á ísfiskveioar í gær. VitaÖ er um, a<5 þessir togarar séu nú þeg- ar lagðir af staíS með ísfiskafla sinn til Þýskalands: Sviði, Maí Júní, GarÖar og Rán. — FisktökuskipiÖ Eikhaug hlóÖ fisk til útflutnings í HafnarfirtSi í dag. (FÚ.). viðstaddir fulltrúar frá þrení knattspyrnufélaganna og auk þess Iþróttaráði Reykjavíkrav skólastjóri Iðnskólans og full- trúar frá rektor Mentaskólans, skólastjórum Gagnfræðaskól- anna og Iþróttafélagi Háskól- ans. Voru allir fundarmenn sam- mála um það, að hér væri mjög þarft nýmæli og skemtileg iá ferðinni sem bæri að hrinda í framkvæmd hið fyrsta, en smá- vægilegur ágreiningur varð um það, hver tími árs væri heppi- legastur fyrir slíkan boðhlaups- dag, sem þennan. Var kosin nefnd i málið og eiga sæti í henni: Helgi Jónas- son frá Brennu, fyrir hönd Iþróttaráðs Reykjavikur, Jón Magnússon (Fram) f. h. knatt- spyrnumanna, Benedikt Jakobs- son f. h. skólanna, Garðar S. Gíslason þjálfari og Hersteinn Pálsson, blaðamaður. Mun nefndin ganga frá á- kvörðunum um tilhögun dags- ins nú um helgina og skila áliti á mánudag. Fyrsta leikritið sera LeikfélagiS sýnir í hanst. Fyrsta leikrit Leikfélagsins á þessu leikári verður gamanleik- ur eftir H. F. Maltby. íslenskt nafn á leiknum hefir enn ekki verið ákveðið. Þeir sem leika í þessum gam- anleik eru: Brynjólfur Jóhann- esson, Gunnþ. Halldórsdóttir, Alfr. Andrésson, Arndís Björns- dóttir, Valur Gislason, Alda Möller, Jón Aðils og Indriði Waage, en hann er einnig leið- beinandi. Vísir áttí stutt viðtal við rit^ ara L. R., Brynjólf Jóhannesson, i morgun og spurði hann um frekara leikritaval í vetur. Kvað hann engin leikrit hafa enn verið lákveðin, önnur en það fyrsta, heldur yrði þess beðið, að Ragnar Kvaran kæmi heim* Annars kvað Brynjólfur fé- lagið hafa úr nógu að velja, en auk þess væri ekki að vita nema Ragnar rækist á eitthvað er-1 lendis, er honum litist svo á, að síðan yrði sýnt hér. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur dansleik að Hótel Borg í kvöld kl. 9, en ágóSa af dansleikn- um ver'Öur variÖ til þess að efla félagiÖ og hrinda hinum mikilvægu áhugamálum 1 þess í framkvæmd. Kvennadeild félagsins hefir starf- a?S meÖ miklum áhuga og dugnaði og aflaS félaginu verulegs fjár, og má þess vænta, að menn og konur noti hú hið ágæta tækifæri til þess að styrkja gott málefni og njóta góðrar skemtunar. AðgöngumiÖar verða seldir í Veiðarfæraverslun- unum Geysi, VerSandi, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn, ef einhverjir miðar eru óseldir. Skemtunin hefst kl. 9-1 kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.