Vísir - 23.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.09.1938, Blaðsíða 3
3 Föstudaginn 23. séptember 1938. VlSIR BREYTINGARNAR Á FRÖNSKU STJ(ÓRNINNI. Tveir franskir ráðlierrar sögðu af sér nýlega, en það varð stjórninni ekki að falli, eins og menn þó bjuggust við í svip, e i nokkurn beyg liefir þetta vakið um að Daladier sé ekki eins traustur í sessi og bann liefir verið talinn. Hér sést annar ráðlierrann, sem baðst lausnar, Frossard, er bann var að koma úr kveðjubeimsókn frá Lebrun, ríkisforseta. — Skortur á byggingarefni til nýbygginga í Reykjavík, en íxti nm land er víöast nóg byggingarefni fyris? bendi. Kröfap nm réttlátari ntblutun Mikii óánægja er ríkjandi meðal verkamanna og iðnaðarmanna út af því, hve skarðan hlut bygg'ingaiðnaðurinn hér í bænum ber frá borði, að því er innflutning á byggingarvörum snertir. Iðnaðarmenn og verkamenn hafa lagt mikla áherslu á það, að leyfður væri innflutningur á nægilegu efni,svo að atvinna þeirra þjnTti ekki að stöðvast, en afleiðing þess, að byggingaiðnaður- inn stöðvast á þessum tíma árs, er atvinnuleysi fjölda manna um margra mánaða skeið, manna, sem hafa fjölda fólks á framfæri sínu. — Það hefir verið föst venja, að byrja nýbygg- ingar að hausti, þannig, að steypuvinnu gæti verið lokið áður en frost koma, en innivinnan að vetrinum og húsin höfð íbúð- arhæf að vorinu. Úthlutun á innflutningsleyf- um til liyggingaiðnaðarins fer fram þrisvar á ári og reynslan segir, að við þriðju úthlutun verði Reykjavík æ harðar úti með hverju ári. Þrátt fyrir liarða sókn iðnaðarmanná og verkamanna fékst að eins inn- flutningsleyfi fyrir nokk- urum hluta þess, sem leyfð- ur var við þessa sömu út- hlutun í fyrra. Tók innflutn- ingsnefnd fullnaðarákvörðun um þetta á fundi sínum fyrir tæpum hálfum mánuði. En þótt Reykjavik verði svo hart úti sem reynd her vitni, er ekki að sjá, að neinn skortur liafi verið hyggingarefna út um land, fvrr en ef til vill i sumar, og þó að eíns á nokkrum stöðum. — Kaup- félagið fyrir austan fjall liefir nýlega fengið skip með timbur- farm — og hafði fengið annan farín liyggingarefna fyrir eigi löngu síðan — og mun kaupfé- lag þetta liafa nægar birgðir af byggingarvörum, timbri, þak- ijárni o. fl., fram á næsta ár, en liér er ekki hæg að fullgera hús- in, vegna skorts á byggingar- efni. Hér í Reykjavík er viðbúið að byggingaiðnaður, sem þarf að fá efni á þessum tíma árs, stöðvist í heilt misseri, því að mikið af því, sem unnið er að, þarf að ljúka við áður en frost koma. Yfirleitt er skortur hér á nauðsynlegustu byggingavörum tií viðhalds og nýbygginga. Þess verður að krefjast mjög eindregið, að byggingariðnaður- inn í Reykjavík verði ekki harð- ar úti en aðrir, sem þurfa á inn- flutningsvörum að lialda til starfsemi sinnar. Innflutningshömlurnar mega ekki koma harðar niður á versl- unar-, iðnaðar- og verkamanna- stéttunum en öðrum. Síðan farið var að beita inn- flutningshöftunum í þeirri mynd, sem nú er, hefir í hvert einasta sinn (að einu ári und- anteknu) verið reynt að svíkja Reylcjavík í seinustu úthlutun, að því er byggingarefnainn- flutning snertir. Og það verður ekki nógsam- lega vitt, hversu kaupfélögum er ívilnað, jafnframt því, sem þrengt er kosti allra þeirra, sem þurfa á byggingarvörum í Reykjavík að halda og eiga at- vinnu sína undir því komna, að byggingarefni sé fáanlegt til við- halds og nýbygginga. Frá Vestmannaeyjmn Fréttaritari Vísis í Vest- mannaeyjum skýrði blaðinu svo frá í gær að flestir bátar þaðan væru nú komnir heim frá síld- veiðunum og hefir afkoma bát- anna yfirleitt verið góð, með þvi að bátarnir eru smáir, en slutt hefir verið á mið að þessu sinni og þeir átt auðvelt með sjósókn. Olíuskip er nú í Eyjum með farm til samlags útgerðar- manna, bæði hráolíu og ljósoliu, og kolaskip kom í (gær til Helgn Benediktssonar kaupmanns. DíWntoa Nobels- Terðlanaanna. Fleiri Þjóðverjar liafa fengið Nobelsverðlaunin, en menn nokkurar annara þjóða. Þrjátiu Þjóðverjar hafa fengið verð- launin fvrir vísindastarfsemi, fimm fyrir bókmentir og tveir fyrir friðarstarfsemi. • England er næst í röðinni með samtals 23% verðlaun, Frakkland þriðja með 20% og Bandaríkin fjórða með 18 verð- laun. Fimta sætið skipar Svi- þjóð með 10% verðlaun, Sviss- land skipar það sjötta með 7 verðlaun. Holland liefir fengið sex verðlaun, en Danir og Aust- urríkismenn eru jafnir með 5% verðlaun hvor. Belgíumenn, Norðmenn og ítalir hafa unnið fjögur og liálf verðlaun, Ind- verjar, Pólverjar, Rússar og Spánverjar tvenn hver. Kan- adamenn, írar, Ungverjar og Argentínumenn liafa fengið ein verðlaun. Þá voru ein verð- laun talin „alheimsleg“ og hefir því alls verið úthlutað 160 verð- launum. Yar byrjað að úthluta verð- laununum árið 1901 og hefði þeim verið úthlutað árlega myndi þau nú vera orðin 185 að tölu. Frakkar eru að eins fremstir í bókmentum og friðarstarf- semi, en á visindasviðinu eru Þjóðverjar svo langt á undan, að þeir liafa þar fleiri verðlaun einir, en tvær næstu þjóðir samanlagt. Sé atliuguð liundraðstala verðlauna hvers lands á 10 ára fresti, sést að hundraðstaía Þjóðverja er altaf sú sama, hundraðstala Frakka fer mink- andi, en Iiundraðstala Banda- ríkjanna vex óðum. Gaiteysingi gefur stór- fé til klausterstofnnnar I ágústmánuði lést á Java sir Walter William Strickland, 87 ára að aldri. Hann lét svo um mælt í erfðaskrá sinni, að nota skyldi 50 þús. sterlingspund til þess að stofna munkaklaustur fyrir Buddhatrúarmenn á eyj- unni Ceylon. Lögfræðingur hans lét svo um mælt við Lundúnablaðið Daily Express: „I síðasta bréfinu, sem sir Walter skrifaði mér, sagði hann að hann ætlaði að gefa 50 þús. sterlingsp. til stofnunar Budd- ha-munkaklausturs. Sir Walter skrifaði mér einnig, að hann ætlaði að gefa 90 þús. stpd. til þess að vinna gegn hernaðar- sinnum heimsins. Hann var ekki Buddhatrúar, hann var guðleysingi. Hann studdi socialista með fjárfram- lögum, en var anarkisti. Hann gaf Sun-Yat-Sen 10 þús. stpd. til þess að hjálpa hon- um til þess að hefja uppreist- ina gegn kínverska keisaranum. Þeirri uppreist lauk á þann veg, að Sun-Yat-Sen varð forseti Kínaveldis. Tekjur sir Walters námu 10 þús. stpd. á ári, en hann eyddi aldrei meira en 200 stpd. í eigin þarfir á ári. Hann var hreykinn af því, að hann ferðaðist altaf á briðja farrými og dvaldi í hin- um ódýrustu gistihúsum. Þegar hann erfði aðalsnafn- bót sína bjó hann þrjá daga á sveitasetrinu, er henni fylgdi, en kom þar aldrei síðan. Árið 1923 afsalaði hann sér nafnbótinni og gerðist tékkó- slóvakiskur þegn. Síðustu tíu árin bjó hann á Java og aldi þar upp tvo mexikanska drengi. Hafði áður tekið tvo indverska drengi sér í sonar stað, en þeir létust. Sir Walter var hámentaður og málamaður mikill. Hann þýddi mikið af austurlenskum þjóðsögum. HiMiiiif r finna. Elli- og örorkutryggingar eru lögboðnar í Finnlandi frá næstu áramótum. Gjaldskyldualdur er 17 (18)—55 ára í fyrstu, en færist á 10 árum upp i 65 ár. Auk þess leggja ríki og bæir fram styrk. Hluti af bagnaði áfengiseinkasölu rennur til trygginganna. Vinnu- veitendur skulu sjálfir gjalda ið- gjald fyrir ]?á, sem hjá þeim vinna, en draga annað iögjald frá kaupi þeirra og standa skil á i'ðgjaldinu tvöföldu til tryggingasjóðs. Mun þetta a. n. 1. miðað við slysahættu verkamanna. Lægsta iðgjald á einstakling er 50 finsk mörk, en hámark iðgjalds 500 mörk á ári. — Markið gildir tæpa 10 aura íslenzka. — Gjaldiö er ekki miSað við nef hvert, heldur eingöngu lagt á þá, sem hafa skattskyldar tekjur, — 1% af skatttekjunum næstu 5 ár, en úr því 2%, og veröur lágmark iö- gjalds þá 75 mörk, en hámarkiö 1000 mörk. Undantekningar eru uokkrar og ívilnað t. d. hjónum við þröngan kost. Innheimta er í höndum bæjar- og sveitarstjórna og yfirleitt sameinuð útsvarsinn- heimtu (Vinnuveitendur greiða þó á sérstakan hátt). Réttur til ellilauna fæst við 65 ára aldur, þó því aðeins, að mað- urinn sé þá búinn að vera tryggð- ur í 10 ár. Full ellilaun verður m. ö. o. byrjaö að greiða 1. jan. 1949. En öryrkjalaun skal greiða þeim, sem búinn er að vera tryggður 3 ár og verður öryrki að meira eða minna leyti, án þess að örorkan sé sjálfskaparvíti. Sé hún það eða stafi af glæp, fær hinn tryggði aðeins endurgreidd iðgjöld sín. Dánarbætur eru í flestum tilfellum greiddar ómögum, ef þeir voru á framfæri hins tryggða og hann deyr fyrir 65 ára aldur. —- Skipu- lag þessara trygginga er að ýmsu leyti ólíkt því, sem er á öðrum Norðurlöndum. , vf .• Herbert von Dirksen. Herbert von Dirksen er einn af kuntlustu stjórnnlála- mönnum Þýskalands og var hann kunnur orðinn sem stjórnmálamáður áður en názistar náðu völdunum í sinar liendur. En reyndin hefir orðið sú, síðan er nazistar urðu öllu ráðandi í Þýskalandi, að nýir meiln hafa verið settir til þess að gegna flestum mikilsverðum embættum, menn, sem ánnaðhvort aðhyltust stefnu þeirra þegar í uppliafi, eða fljóU lega, og einn þeirra reyndu embættismanna hins „gamla“ Þýskalands, sem ekki datt upp fyrir við liina gagngeru breyt- ingu, sem varð í Þýskalandi, við valdatöku nazista, var Herhert von Dirksen. Það er sagt, að liann hafi átt mikinn þátt i, að Hitler tók þá stefnu í utanríkismálum, sein reyndin varð, og in. a. átti Dirksen mikinn þátt i því, að Þjóðverjar, Italir og Japanir urðu samherjar í andkommúnistiskri haráltu og gerðu með sér sáttmála í þvi skyni. Það er sagt, að von Dirksen beri iá sér mörg einkenni stjórn- málamanna af „gamla skólan- um“. Faðir lians var stjórnmála- maður og setti liann til menta með það fyrir auguni, að hann gengi sömu braut. En Herliert von Dirkens kom tiltöluléga seint fram á sjónarsviðið sem stjórnmálafulltrúi, eða ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina. Hann var fæddur i Berlín 2. april 1882. Þegar hann liafði tekið lögfræðipróf gerðist hann embættismaður í Prússlandi, en fanst snennna starfssvið sitt of þröiigt, og breylti því til. Ferð- aðist liann mikið um nokkur ár, kom til ýmissa landa í öll- um heimsálfum, en einkanlega lagði hann stund á að kynna sér sem best Afríkunýlendur Þjóð- verja og alt, sem þær varðaði. Á þessum árum jók liann mjög tungumálakunnáttu sína. En liann er sagður framúrskarandi málamaður. Þegar heimsstyrjöldin hraust út fór liann til vigvalla í ridd- araliðsdeild, en var brátt flutt- ur til Belgíu, er Þjóðverjar liöfðu hertekið hana og hafði þar embætti é liendi það sem eftir var styrjaldarinnar. Síðar dvaldist liann um skeið í Haag. Árið 1918 gerðist liann full- trúi Þýskalands erlendis, í Danzig, Varsjá og Kiev, en milli þess dvaldist liann í Berlín og starfaði í utanríkismálaráðu- neytinu. Árið 1918 varð liann sendi- herra í Moskva og var þar þangað til í seplember 1933. Hafði hann þar erfiðu lilut- verki að gegna síðari hluta þessa tímabils, vegna afgtöðu nasista til konmiúnista og hinna áköfu árása þeirra á kommún- ismann. Þar næst var Dirksen sendur til Tokio og átti niikinn þátt í aukinni stjórnmálalegri sam- vinnu Þjóðverja og Japana, og ennfremur, að nánari samvinna var tekin upp við Itali. Árang- urinn varð andkommúnistiski sáttmálinn sem gerður var árið 1936. Einnig, að Þjóðverjar við- urkendu Mansjúkóríkið. Dirksen var vinsæll með af- brigðum í Tokio. Hann átti mestan þátt i því, að dr. Oscar Trautmann, sendiherra Þjóð- verja í Nanking, gerði tilraunir til þess að komast að hvort ger- legt væri að ná samkomulagi milli Japana og Kínverja — samkomulagi, sem leiddi til þess að styrjöldin í Kina liætti —- en þessar tilraunir báru ekki árangur og er þó talið, að Jap- anir liefði fegnir viljað, að Dirksen og Trautmann liefði getað komið þessu til leiðar. En skilmálar Japana voru með öllu óaðgengilegir í augum Kínverja. Heilsu Dirlísens fór hrakandi í Tokio og honum liafði verið ráðlagt að fara lieim, en liann dró það, vegna þess liversu al- varleg mál voru á döfinni þar eystra. Þegar Joachim von Ribben- trop varð utanríkismálaráð- herra fékk Dirksen lausn frá stöðu sinni (febr. 1938). Á ferðalaginu heim til Þýskalands og er þangað kom lirestist liann hrátt og þegar í april var liann skipaður til þess að gegna mik- ilvægasta sendiherraembætti Þýskalands — sendilierraem- bættinu í London. Það þarf ekki að fjöl,y»ða iwn hvei-su mikilvægt embætti það er, sem liann gegnir. Ekki sist, eins og nú horfir, er ófriðar- blika er stöðugt á lofti. — Von Dirksen fór til Þýskalands fyr- ir nokkuru, í sumarleyfi að sagt var, en vafalaust aðallega til þess að ræða við Ribbentrop og Hitler um stefnu Breta í al- þjóðamálum, vegna Tékkó- slóvakíu. Og þegar Chamberla- in fór liin frægu flugferð sína til Þýskalands, til þess að liitta Hitler í Berchtesgaden, var von Dirksen einn þeirra embættis- manna, sem tóku á móti lion- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.