Vísir


Vísir - 23.09.1938, Qupperneq 5

Vísir - 23.09.1938, Qupperneq 5
Föstudaginn 23. september 1938. VlSIR GRÆNMETI. Frli. af 4. síðu. inn með VÍ-V2 pd. af(púður)- sykri, 3-4 negulnöglum, nokkr- um kanelstöngum og 6-8 lár- berjablöðum. Er það freyðir eru asíurnar setlar í og þegar það sýður er þessu helt á krukk- ur og stykki breitt yfir. Eftir nokkra daga er leginum helt af ogsoðinn þangað til hann freyð- ir og hefir jafnast. Þá er legin- um helt lieitum yfir asiurnar. Bundið yfir krukkurnar daginn eftir. Edikið. Yilji rnenn kosta upp á það, má nota gott sultuedik við seinni suðuna, en það er dýrt og venjuleg edikssýra gerir sama gagn. Það er að minsta kosti alveg óþarft, að nota ann- að en þynta edikssýru við fyrri suðuna. Edikssýra er venjulega blönduð með vatni þannig, að á móti einum hlut edilcssýru eru settir sex hlutar vatns. Flóra. Blómin piýða heimilið. FLÓ R A Austurstræti 7. — Sími 2039. Hálsbindi eða s 1 a u f a 5 er ávalt kærkomin gjöf. Fæst i öllum helstu versl- m unum bæjarins. Hálsbindagerðln JACO 5 Dömurí Hárgreiðslnstofan TJARNARGÖTU 11, ijýður yður tvennskonar PERMANENT, annað sérstaklega fyrir óþjált hár. ÚvlðjatnaBlegt við hverskonar hrein- gerningar. Aðeins 45 aura pakkinn. 5 Pétur Sigurðsson: “Kírkjan °g kreppan“. Fyrir nokkru kom út rit eftir séra Björn O.Björnsson, er heit- ír: „Kirkjan og kreppan“. Um vit þetta hefir verið ótrúlega hljótt, og er sennilega engum öðrum en útgefanda og höfund- inum um að kenna, því að ritið gefur síst áslæðu til þess, að það gleymist mönnum. Einlivern- tíma befðu menn hrópað, ýmist hrifnir eða reiðir: „Heyrið hvað þessi segir“. Eg liefi nú lokið við að lesa ritið í annað sinn og vil gjarnan vekja atliygli manna á þvi. Öll þjóðin þyrfti að lesa það. Vill kannske einhver vel dómbær maður taka sér fyrir hendur að lesa það, og segja svo, að þar sé með órétt mál farið? En treysti menn sér ekki til að af- sanna það, sein þar er sagt, ætti þjóðin að tileinka sér þann boð- skap, er ritið flytur, sem er hvorki einhliða eða óaðgengileg- ur. Ætti eg að segja eitthvað um ritið í örfáum orum, þá yrði það þetta: Séra Björn O. Björnsson flyt- ur boðskap sinn með spámann- legum myndugleik, af hinni ýtr- ' uslu ln-einskilni og bróðitrlegri góðvild. Þar er margt það sagt, sem að eins spámannalega vaxn- ir menn segja hispurslaust. Höf- undurinn gengur beint fráman að stjórn landsins, þjóðinni sjálfri, flokkum, rilstjórum, kirkju og prestum og segir: „Þú ert maðurinn‘í. BoðskapUr haiis er liin megnasta ádeila, flutt af kristilegu hóglæti, en mikilli hreinskilni. Þar er enginn mannamuriur gerður. Við hálf \ata, eyðslusama, sundurlynda og andlega hálfvolga þjóð segir hanii: „Sá, sem ekki riennir að trúa á guð, verður að knékrjúpa síld.“ " Hvar er sú þjóð stödd, sem einróma segir, af innri sannfær- HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ .... Skæri má skerpa með því, að nudda þeim eftir gleri. .... Bakpokinn særir ykkur ekki eins í axlirnar, ef þið fóðr- ið böndin með margföldu efni, — helst samskonar og er i blúss- unni eða jakkanum, sem þið notið í ferðalögin. .... Hnífa, sem ryðlilcttir Iiafa fallið á, má hreinsa með blelcstroklcðri, þannig að ekkert sjái á þeim, en til þess að lcoma í veg fyrir að þeir ryðgi er best að bera á þá vaseliii og láta þá ei liggja saman i hrúgu, lieldur innvafða i baðmullardulu. Hnífa má fægja með hrárri kartöflu, eða með fægidufti, en þá verður að gæta þess, að strjúká liníf- ana frá bakka til eggjar, en ekki eftir blaðinu endilöngu. Af hníf- unum iriá svo strjúka með blaðapappír og því næst ineð baðmullardulu. .... Drykkjarvatn fyrir sjúk- linga þarf að sjóða, en kæla það síðan og blanda það ineð á- vaxtasafa. Sódavatn og áir er einnig gott. .... Ef matarbiti hrekkur of- an í hálsinn og menn fá hósta- kviðu, er gott að rétta aðra liendina upp í loftið, og losnar þá bitinn. ingu: „Ef að síldin bregst núna, þá er úti um alt“, — úli um alt. Erindin i þessu rjti séra Björns O. Björnssonar eru eng- inn „vehneinandi kjaftavaðall“, eins og það, er tískuskáldin ætla olckur mörgum að fara með, sem prédikum. Það er ekki tal út í bláinn um alt og ekki neitt. Nei, þar eru málin rædd: Sið- ferði þjóðarinnar, spilling í stjórnmálum, viðskiftmn og at- vinnulífi og lifnaðarliáttum manna. Þar er hrópandans rödd, er flytur heilli þjóð tímabæra viðvörun og hvatningu. Og séra B. 0. B. gengur ekki fram lijá sinni eigin stétt. Við liana er Iiann kröfuharður, og segir: „Takið yður jafnvel svipu í liönd, þar sem ekki dugar ann- að, og rekið burt úr helgidóm- uin heilbrigðs félagslífs naut og sauði lrins pólitíska flokka- drátlar og hinnar pólitísku sér- drægni.“ En ósómanum, sem liann vill að sópað sé burt, lýsir hann á þessa leið: „Þá eru útúrsnúningar, rang- færslur og lireint og beint rang- hermi svo algengt í íslenskum Stjórmriálaumræðum, að nærri því verður að segja, að menh víli ekkert fyrir sér i því efni. Menn, sem að öðru leyti virðast heiðursmenn, sem lcallað er, blikria livorki né blária fyrir því, að standa frammi fyrir sæg af vitriilm og hafa rangt eftir það, seiri fýn-i ræðumaður sagði, til þess að reyna að búa sér til þægilega höggstaði á andstæð- inginn. —- Dylgjur, sem ætlað er það hlutverk, að úthreiða lýgi á áhættulítinn hátt, eru og tkki lítið notaðar í stjórnmála- umræðunum. — Frásagnir blað- anna af stjórnmálafundrim, þar sem hver flokkur urii sig telur sig hafa verið í meiri hluta og öll frásögn um það, er gerist, eftir því, eru frá sagnfræðilegu sjónarmiði gapastokkur, sem þessi áhrifamikli, í reyndinni mikilsvirti mannflokkur ís- lensku þjóðarinnar hefir sett sjálfan sig i frammi fyrir öllum seinni kynslóðum — sett sjálfan sig i og — þvi miður — alla lrina islensku þjóð með sér. Því þetta og alt liitt, allan siðmenn- ingarlegan og siðferðilegan ó- þverra stjórnmálaumræðanna liður þjóðin, þó é. t. v. verði ekki sagt að hún liafi leyft hann. Eg segi þjóðin — en kirkj- an — kirkjari — íslériská kirkj- an — verður sagt, að hún standi með hreinan skjöld frammi fyr- ir dómstóli sögunnar — að eg nefni ekki æðri dómstól?“ Ekkert nema lrið bölþrungna kæruleysi, sem alla viðvörun og allar áeggjanir stenst, og sem alt ilt hefir í för með sér, getur gcngið framlijá l>eim hoðskap, er séra B. O. B. flytur þjóð sinni. Ýmsir lcunna að ætla, að milli kirkju og fjárhagskreppu sé lítið samband. Svo er þó ekki. 1 orðsins víðtækustu merkingu er kirkjan hið trúarlega og and- lega líf þjóðarinnar, og saga mannkynsins sýnir öllu fremur, að þá kreppir jafnan að þjóð- um, þegar andleg menning þeirra og trúarlíf er í niður- níðslu og ekki nægilega þrótt- mikið til þess að skapa frjóan og framsækinn hugsunarhátt. Þegar trúarlífið og lrin andlega menning þjóðanna megnar ekki að vekja imyndunarafl manna og auðugt hugsjónalíf, þannig að menn verði skygnir á hin dýpri rök tilverunnar — verði sjáendur og spámenn sinna þjóða, þá kemur kreppa, hnign- un og hrun. — „Lýðurinn ferst, þar sem engar vitranir eru“. Þetta er hinn miskunnarlausi dómur sögunnar, og sú þjóð er illa upplýst og ranglega kölluð menluð þjóð, sem eklci hefir komið auga á slík sannindi. En gefi þjóðir eklci gaum orðum sjáenda sinna og vitranamanna, þá er það ljósasti vottur þess, að þær eru heillum horfnar og í hættu staddar. Séra B. O. Björnsson líkist spámönnum fyrri tíma í því, að telja höfuðböl þjóðarinnar frá- hvarf frá hinum æðstu verð- mætum lífsins, fráhvarf frá liin- um andlegu lieilsubrunnum, sem eru fjörgjafar framfara og varnalegrar menningar, og und- irrót gæfu og gengis með hverri þjóð. Þegar þjóðir hætti að leggja alúðarfulla rækt við trúna á lífið og nrikinn tilgang þess, þá sé skamt til þeirrar auðmýkingar, er engin síldar- vertíð, liversu góð sem hún kann að vera, megnar að reisa rönd við. — Hinar undirstrik- uðu setningar í sögu þjóðanna eru þessar: Hnignandi andleg menning og trúarlif — ki’eppa. Fjörugt og þróttmikið hug- sjóna- og trúarlif — góðir tím- ar og sigursælar þjóðir. Vegur lifsins og dauðans blasir við liverri kynslóð. Valið fer eftir hyggni þeirra. P. S. Norðapiefðir Til og frá Akureyri alla mánudaga, þriðjudaga og fimtudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Odd- eyrar. BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS. — Sifpeiðastdð Steinclóps. Sími 1580. HVAÐ BER ciGÖMA Auglýsingalist. Þegar bornar eru saman aug- lýsingar i íslensku blöðunum við auglýsingar í erlendum blöðum, þá verðum við að játa, að auglýsingar hjá okkur standa hinum yfirleitt langt að baki. Auglýsendurnir liafa ekki lagl nægilega mikið upp úr frágangi auglýsinganna. Hin síðari árin hefir auglýsingatækni tekið miklum framförum. Erlendis er það heil atvinnugrein að semja og teikna auglýsingar, enda eru þær oft svo haglega gerðar, að það getur verið unun að lesa þær. Það fyrsta, sem atliuga verð- ur, er það, að vekja athygli les- andans á auglýsingunni. Oftast eru blöðin svo yfirfull af aug- Íýsingum, að lesendurnir lesa ekki nema nokkurn liluta þeirra. Auglýsandinn verður því að gera auglýsinguna svo úr garði, að þeir, sem liann eink- um snýr sér til, reki augun i hana. Þá kemur na>sta atriðið, að láta auglýsinguna hafa áhrif á lesandann. Eitt af þeirn ráðum sem oftast eru notuð til þessara hluta eru mannamyndir. Ef auglýsa skal t. d. vörur, sem einkuiri eru ætlaðar karlmönnum, er prent- uð mynd af karlmanni. Ef aug- lýsa skal kvennavarning, er not- uð konumynd. En nauðsynlegt er að liafa auglýsinguna sem allra gleggsta. Karlmannsmynd- in er því teiknuð sem allra karl- mannslegust. Mest ber á andlit- inu, sem teiknað er með fáum, hornóttum línum, þá koma breiðar axlir, gi’annar lendar og spengilegur líkami. Þegar kven- mannsmyndir eru teiknaðar, er það kvenlega sýnt sem skýrast. Flestar línurnar eru ávalar, bæði línurnar í andlitinu, brjóst- in, fæturnir o. s. frv. En nú má vera að auglýsingin eigi að ná til vissra stétta, t. d. ef verið er að auglýsa einhver læknisáliöld, þá eru engir aðrir en læknar,sem auglýsingin bein- ist til, eða um er að ræða varn- ing, sem fyrst og fremst verka- menn nota, þá er reynt að vekja athygli verkamannsins á auglýsingunni. Einnig þetta kemur glögglega fram í góðum auglýsingum. Ef leitast er við að vekja athygli læknisns, þá er oft teiknaður maður, sem er að vinna að slíkum verkum, títt er t. d. að sýridur sé maður, í hvít- uin slopp, sem situr við borð og er að horfa i smásjá. Hann er alvarlegur, atliugull og rólegur. Athygli verkamannsiris er vak- in með mynd af manni í snyrti- legum verkamannafötum, sem heldur á pál eða reku, eða stend- ur við vél. Hann er oftast stór og karlmánnlegur og kraftur og karhnenska skín út úr hverjum drætti. Þegar auglýsingin á að ná til allra karlmanna, vandast málið. Það eru ekki til einkenni, sem na til allra karlmanna, hverrar stéttar sem þeir eru. Þá er oft teiknuð iriynd af manni, sem líklegur er til þess að geta starf- að að hverju því verki, sem að liöndum ber, búinn fötum, sem geta verið hvortveggja. í senn hversdagsföt þeirra, sem ólík- amlega vinnu stunda, og spari- föt verkamannsins, Það veldur sérstaklega erfíð- leikum að teikna kvenfólk, tíð- ast er það, að auglýsingin á að niá til allra kvenmaiinair og þarf myndin þá að vera svo löguð, að alt kvenfólk geti tekið hana til sín. Myndin verður að geta ver- ið alt í senn af móður, konu, og meyju. Tíðast sýnist konan vera kringum 25 ára gömul. Hin kvenlega fegurð er í góðu meðallagi, en þó ekki mikið þar vfir. Margar auglýsingai” eíga sér- staklega að ná til húsmæðra. Þá er það mjög oft, að teiknuð er ung liúsfreyja, um25ára gömul, venjulega með eitt eða tvö börn. Oft er sérstakur lielgiblær yfir hinni ungu húsfreyju, t. d. þeg- ar góðhjariaðir tryggingaum- boðsmenn eru að brýna fyrír mæðrunum að Iáta ekkf börninr. eftir allslaus, ef dauðann ber að garði, — án þess að tryggja framtíð þeirra með Iíftryggíngu. Þá eru margír auglýsinga- listamenn, sem nofa mjög barnamyndir til að eggja foiv eldrana til góðra verka, f. d. að nota réttan mat, nota þann maf, sem mest er af vitamínnnj j, rétta sápu, o. s. frv. Um barim- myndir liefir teiknaririu injiig frjálsar hendur. Hann fer éin- ungis eftir þvi, hvað hann Iield- ur að tali best til lilfinníriganna, og livað lesandinn helst rekur augun i. Fyrir lésándaníi er það óft mikil ánægja að lesa skemmíi- legar auglýsingar. Þær eru mjög oft gerðar af mikilli list og hag- anlegar. Hér er ekki rum til þess að rekja frekar þetfá mat, en liinir mörgu auglýseridur ættu að vanda betur til þeirra eni nú er gert. Lesendurnir íiafa áreiðanlega ánægju af því, og auglýsandinn má reiða sig á það, að auglýsingarnar vekja þvi meiri athygii, þess betri sem þær eru. Lj%

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.