Vísir - 24.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 24.09.1938, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverf isgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sambærilegí? Einkamálgagn ríkisstjórnar- innar, „Tíminn", gerir í fyrra- dag að umtalsefni framkvæmd- ir Gísla Jónssonar á Bíldudal. En það er þó ekki með þeim hætti, sem búast mætti við af blaði, sem annars er sífelt að barma sér yfir þvi, hve mikla örðugleika ríkisstjórnin eigi við að striða, sakir þverrandi fram- leiðslu útflutningsafurða og „hrynjandi" markaða fyrir af- urðirnar erlendis. Blaðið er ekkert að fagna þessum fram- kvæmdum Gísla, af því að þær séu liklegar til þess að bæta eitt- hvað lítilsháttar úr ástandinu og létta þannig undir með rikis- stjórninni í hinni sleitulausu baráttu hennar fyrir viðreisn atvinnuveganna. Miklu fremur virðist alt þetta „brauk" og „braml" Gísla vera henni mesti þyrnir i augum. Það hefir orðið blaðinu hin mesta hneykslunarhella, að Gísli efndi til „mannfagnaðar noklc- urs á Bildudal" á dögunum, er lokið var byggingu mannvirkja þeirra, sem hann hefir reisa lát- ið þar vestra. Segir blaðið þann- ig frá þessu, að Gísli hafi fyrir skömmu haldið „vígslu" eða „upprisu"hátíð mikla á Bíldu- dal", en tilefnið til þess hafi yerið það, að hann hafi keypt BíldudaÍseignina „fyrir s&flia sem gjafvirði" á uppboði s.l. vetur! Að vísu lætur blaðið þess getið, að Gísli hafi „síðan reist 2 verksmiðjur á Bíldudal" „og auk þess bryggju". En þær framkvæmdir virðist blaðið telja algert aukaatriði, sem ekki hafi komið „upprisu"hátiðinni við. — Eins og það sé svo sem nokkuð til að „gera veður út af", þó að einn einstaklingur ráðist í það, algerlega af eigin ramleik, að reisa 2 verksmiðjur og bryggju, sem kosta tugi og hundruð þúsunda króna, til þess að reisa við atvinhurekstur i héraði, þar sem alt er komið í kalda kol. Eins og það geti talist nokkurt tilefni til þess að efna til nokkurskonar „upprisuhátíð- ar"! Nei, þá er öðru máli að gegna um „afrek" þau sem þing- maður kjördæmisins" hefir unnið fyrir þetta hérað! Hann hefir, segir blaðið, komið því til leiðar, að styrkur hefir verið veittur úr ríkissjóði til bryggj- unnar og lán úr Fiskimálasjóði til rækjuverksmiðjunnar. Og það virðist blaðið telja miklu meira um vert, að rikið leggi fram nokkra tugi þúsunda kr. til slíkra framkvæmda, heldur en hitt, að einstakir fram- kværadamenn leggi fram hundruð þúsunda. Og blaðið hneykslast ákaflega á \rvi, að Gísli skyldi vera að „auglýsa" þessi verk fcin, með því að halda þessa „vígslu" eða „upprisu"hátíð á Bíldudal. Og þar að auki segir það, að Gísli hafi „látið" dagblaðiðVísi „birta mynd af sér og hlaða á sig lofi fyrir verkin"! — Fyrir nokkr- um árum var gefið út rit eitt allmikið, skreytt miklum fjölda mynda. Útgáfan var kostuð af ríkissjóði og allar myndirnar voru af mannvirkjum, sem rík- isstjórnin hafði látið gera viðs- vegar um land fyrir fé ríkis- sjóðs. Og ritið var kallað: „Verkin tala".. Þetta blað rík- isstjórnarinnar, sem hneykslast nú svo mjög á þvi, að Vísir birti myndir af mannvirkjum þeim, sem Gísli Jónsson hefir reist á Bíldudal, og af honum sjálfum, birti langa kafla úr þessu riti og fjölda mynda úr því. Meðal mynda þeirra, sem birtar voru, voru einnig myndir af mann- virkjum, sem ekki höfðu verið reist og aldrei hafa verið reist, en að eins ráðgert að reisa. Á sumum myndunum voru mann- virkin gerð miklu stórfenglegri að útliti en þau voru í raun og veru. En með þessu riti og öll- um myndum þess var verið að „auglýsa" verk ríkisstiórnar- innar og Framsóknarflokksins. Það var þá að vísu á engan hátt „sambærilegt" við „auglýsing- arnar" um framkvæmdir Gísla Jónssonar á Bíldudal. Rikis- stjórnin, sem „auglýsti" verk sín í því riti, hafði ekki varið einum eyri af eigin f é eða Fram- sóknarflokksins til fram- kvæmda sinna, féð var alt tekið úr ríkissjóði. Og auðvitað er einkaframtak Gísla Jónssonar ekki „sambærilegt" við það. Annars tekst nú Alþýðublað- inu miklu betur en Tímanum að koma orðum að því, hve lít- ið sé gerandi úr þessum fram- kvæmdum Gísla Jónssonar á Bíldudal. Það segir að Gísli hafi „eytt" nokkrum þúsundum króna í atvinnuframkvæmdir á Bíldudal! Annað eða meira er það nú ekki, sem Gísli hefir gert, i augum þeirra manna, sem sérstaklega bera hag verka- lýðsins fyrir brjósti! — Hann hefir eytt nokkuru fé -— í hé- góma?! ¦ '•¦ u M UÉÉfufyS. Kl. 3 í gær varð þriggja ára telpa fyrir bíl og skrámaðist á höfði. Var telpan, Agata Krist- jánsdóttir, flutt á Landspítalann og bundið þar um meiðslin. — Slysið vildi þannig til, að vöru- bíl var ekið norður Barónsstíg. Þar, milli Njálsgötu og Grettis- götu, stóð bíll, og um leið og vörubílnum var ekið framhjá, hljóp telpa af gangstéttinni út á götuna. Lenti hún aftarlega á vörubílnum og datt á götuna. í gærkveldi óku tveir sendi- sveinar á stúlku, skamt frá Sundhöllinni. Meiddist hún tals- vert og var flutt á sjúkrahús. Sendisveinarnir munu hafa ek- ið samhliða, er slysið varð, sennilega verið að tala saman. Rannsókn lögreglunnar er ekki lokið. Skemtunin í Jós.efsdal, sem halda átti síðasta sunnudag, verður á morgun kl. 3. Þar fer fram fimleika-sýning, knattspyrna o. fl. og aí5 lokum verSur dansað. FerÖir verða frá B.S.l. frá kl. 2. Börn! Minnist þess, að á morgun er „stefnudagur" sunnudagaskóla Hjálpræðishersins. 011 börn eru vel- komin. Chamberlain og Hitler luku viðræðum sínum kl. 2ínótt. Hitfer lofaði að grípi ekki til eeinoa ðrþriía- ráða næstn daiia- ETNKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Viðræður Chamberlains og Hitlers fóru fram í gær með nokkuð öðrum hætti, en menn höf ðu alment búist við, og hittust þeir ekki að máli fyr en seint í gærkveldi, en áður höfðu þeir skifst á bréfum, sem trúnaðarmenn þeirra fluttu í milli. Um kl. 11 fór Chamberlain á fund Hitlers og átti við hann þriggja stunda viðræðu, en henni lauk stundar- f jórðungi yfir tvö í nótt. KI. 10 í morgun lagði Cham- berlain af stað flugleiðis frá Godesberg áleiðis til Lon- don og hefir hann meðferðis greinargerð fyrir úrslita- boðum þýsku stjórnarinnar í Súdetamálunum, en úr- slitakosti þessa hefir Chamberlain lofað að leggja fyrir stjórn Tékkóslóvakíu, en þessi úrslitaboð þýsku stjórn- arinnar tókst Chamberlain að fá fram í umræðunum í gærkveldi. 1 viðræðum við blaðamenn lagði Chamberlain áherslu á það, að enganveginn væri vonlaust um að takast mæt(i að miðla málum, þannig að ekki drægi til ófriðar. í greinargerð þeirri, sem Chamberlain hefir meðferðis er talið að fyrir liggi tillögur um að tékkneski herinn víki smám saman úr Súdetahéruðunum, en þýski herinn taki þau í sínar vörslur einnig á sama hátt, þannig að til engra árekstra komi vegna afhendingu landsins. Þá er það einnig fullyrt, að Hitler hafi lofað Chamberlain að ekki skyldi gripið til neinna ofbeld- isverka gagnvart Tékkum, að-minsta kosti í nokkra daga, með- an Chamberlain væri að leitast við að miðla málum milli land- anna. Urslitakostir þýsku stjórnarinnar hafa þegar verið sendir til franska utanríkismálaráðuneytisins til athugunar, og strax er Chamberlain kemur heim til London mun hann leggja erindis- lokin fyrir bresku stjórnina. Chamberlain hefir einnig lofað að senda stjórninni í Prag greinargerðina. Fréttaritari United Press í Godesberg telur að úrslitakostir þýsku stjórnarinnar hafi inni að halda öllu frekari kröfur, en stjórnir Bretlands og Frakk- lands höfðu gengið inn á í fyrri tillögum sínum. Þótt morgunblöðin í London og París lýsi ánægju sinni yfir því að samningaumleitanirnar í Godesberg hafi ekki farið út um þúfur, eins og áhorfðist á tíma- bili, telja þau þó, að útlitið sé mjög alvarlegt, og ekki sé unt að f ullyrða um til hverra tíðinda kunni að draga, vegna óeirða þeirra, sem orðið hafa í Súdeta- héruðunum, einkanlega í gær. Það telja þau yfirleitt víst að ekki þurfi mikið út af að bera, svo að alt fari í bál og brand, óg verði því að gæta allrar var- úðar til þess að vandræðum verði afstýrt. United Press. Hlntavelta Málfonda- félagsins Óðins. Málfundafélagið Óðinn efnir iil hlutaveltu í Varðarhúsinu á morgun. Félagsmenn hafa starf- að að því af kappi að undan- förnu, að safna munum og und- irbúa hana sem best að öllu leyti. En enn er tækifæri til þess að gera hlutaveltuna enn fjöl- breyttari. Allir velunnarar fé- lagsins ættu að nota þetta tæki- færi til þess að styðja það. Allan dáginn í dag verður tekið við gjöfum á hlutaveltuna í Varð- arhúsiriu. Menn geta líka til- kynt þátttöku eða tillag i síma 2339 eða 3815 á skrifstofu Varð- arfélagsins í Mjólkurfélagshús- inu. i , : ' a « milli IS §f „Old boys' leikur milli Víkings ogK.R. Knattspyrnufélagið Víkingur á 30 ára afmæli á þessu ári, og í tilefni af því munu Víkingar heyja afmæliskappleik við Knattspyrnufélagið Val á morg- un fsunnudag) kl. 2. Ennfrem- ur fer fram kappleikur milli gamalla kappliðsmanna fOId boys) úr K. R. og Víking. Það mun verða sannarleg ánægjustund að sjá þessa gömlu kappa koma fram á sjónar- sviði aftur. Flestir léku þeir á fyrsta II. fl. mótinu sem háð var hér í bænum 1918, og mun þessi kappleikur því um leið vera 20 ára afmæliskappleikur II. fl. mótsins. Flestir bæjarbúar kannast við I. fl. kapplið Vík- ings og Vals. Hafa bæði þessi félög mætt til úrslitakepni í sumar, fyrst á Islandsmótinu og fóru þá leikar svo, að Valur vann með 3:2 og á Reykjavíkur- mótinu, sem Valsmenn unnu líka, 3:1. — Munu Víkingar nú hafa allan hug á að vinna þenn- an kappleik og bæta fyrir tap sitt við Val í sumar. Þetta mun því verða mjög spennandi kapp- leikur þar sem félögin virðast svo jöfn. Nú gefst mönnum tækifæri til að sjá tvo spennandi Vegna hins alvarlega ástands, sem nú er ríkjandi í alþjóðamálum, hefir Vísir aukið erlendar skeyta- sendingar sínar til mikilla muna, til þess að tryggja lesendum sínum sem glegstar f réttir og ýkjulausar. EINKASKEYTI TIL VlSIS. Stjdrnin í Prag heflr frest til 1. oktober. London, kl. 11 í morgun. Þrátt fyrir það, að þeir Chamberlain og Hitler náðu sam- komulagi um það, að Hitler félst á að beita ekki valdi næstu daga, eru horfurnar álitnar alvarlegri en nokkuru sinni, þó ekki sé með öllu vonlaust um að unt verði að koma í veg fyrir heimsstyrjöld. Seinustu fregnir herma, að Mussolini hafi flutt ræðu í Padua og sagt, að stjórnin í Prag hafi aðeins frest til 1. október til þess að svara seinustu tillögum Hitlers. Frá París er símað að Campinchi flotamálaráðherra hafi fyrirskipað hervæðingu nokkurs hluta franska flotans, en að undanförnu hefir verið starfað að undirbúningi hervæðingar- innar af kappi. Hermálaráðuneytið franska hefir fyrirskipað að kveðja til herþjónustu marga árganga varaliðsins um gervalt Frakkland. í hinni opinberu tilkynningu er ekki gerð nákvæm grein fyrir hversu marga árganga sé um að ræða, en ætlað er, að um tíu árganga sé að ræða eða samtals 700.00 til 900.000 menn, aðal- lega menn, sem verða í vélbyssu-, skriðdreka- og stórskotaliðs- deildum, hersveitir sem vinna að lagningu rafmagnslína, vinna við ýmiskonar vélar og tæki á Maginot-víglínunni o. s. frv. — Frá Rúkarest er símað að undirbúningi Rúmeníu undir alls- herjar hervæðingu sé lokið. Tilkynningar um hervæðingu eru tilbúnar og verða birtar og sendar til allra hlutaðeigandi með mínútu fyrirvara. Frá Königswinter er símað, að Chamberlain hafi lagt af stað til Köln kl. 9.43 f. h., en þaðan flýgur hann til Rretlands. — London, kl. 1 í dag. Mussolini flutti hina miklu ræðu sína í Padua í viðurvist 300.000 áheyrenda. „Tékkneska stjórnin", sagði hann, „hefir fengið sex daga frest — til þess að finna braut viskunnar". Ennfremur sagði Mussolini, að afleiðing þess, að Tékkar héldi til streitu stefnu sinni gæti orðið sú, að miljónir manna yrðu drepnir vegna stuðningsins við herramanninn Renes. Flokkar, fylgjandi öðrum ríkisstjórnum, álíta tímann kom- inn til þess að gera upp reikningana við einræðisríkin (þ. e. ítalíu og Þýskaland). Komi til þessa, sagði Mussolini, verður tveimur þjóðum að mæta, svo einhuga, sem væri þar ein þjóð- arheild. Mussolini krafðist þess, að deilan um Tékkóslóvakíu yrði til lykta leidd að fullu og öllu, svo að engin hætta stafaði af henni framar. Frá Köln er símað, að Chamberlain hafi lagt af stað frá Köln 11.19 áleiðis til London. United Press. kappleiki milli eldri og yngri kappliðsmanna. Munu því marg- ir koma suður á völl á morgun, og sjá hver úrslitin verða. ,,01d Roys". Lið Víkings er fullskipað og verður það þannig: Markvörður: Þórir Kjartans- son, bakverðir: Þorbjörn Þórð- arson og Sverrir Tlioroddsen, framverðir: Hallur Jónsson, Kjartan Hjaltested og Björn Ei- ríksson. í framlínunni verða: Guðjón Einarsson, Jón Berg- steinsson, Þorkell Þórðarson, Páll Andrésson og Jakob Guð- johnsen. Lið K.R. var ekki fullákveðið í gærkveldi, en meðal keppenda verða þessir: Narfi Þórðarson, Jón Jónsson, Einar Pálsson, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Guðjón Þórðar- son og Oddgeir Hjartarson. Dómri í Old boys leiknum verður Ben. G. Waage, forseti í. S. í. Munið leikurinn byrjar kl. 2. Fálki. Aflasala. Bragi seldi í Cuxhaven í gær fyr- ir 18013 ríkismörk. Nýja Bíó sýnir í síðasta sinn í kvöld mjög spennandi sakamálsmynd, er nefnist „Kona afbrotamannsins" (Public Enemy's Wife). Aðalhlutverkin leika Pat O'Brien, Margaret Lind- say og Cesar Romero o. fl. Lambeth AValk, dansklúbburinn, heldur dansleik t K.R.-húsinu i kvöld. Er það LúÖra- sveitin Svanur, sem stendur fyrir dansleiknum. Sextugur er á mánudag Páll Steingríms- son, bókbindari, Selbúðum 3. Dronriing' Alexandrine fór kl. 2 í nótt frá Færeyjum. Væntanleg til Vestmannaeyja í fyrramáliÖ, hingaÖ annaÖ kvöld. Strandferðaskipin. SúSin var á BúSardal í dag. Væntanleg hingaÖ á morgun. Esja var á Norðfirrii i gærkveldi. Oddfellowhúsið. Á morgun ver'Öur restaurationin í Oddfellowhúsinu opnuð á nýjan leik. Verður öllu hagað þar eftir erlendri fyrirmynd og geta menn bæði fengið lausar máltíðir, sem og viku- eða mánaðarkort.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.