Vísir - 28.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1938, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverf isgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. 011 sund lokuð ? BRESKI forsætisráðherrann hefir látið þá skoðun i ljós, að ekki sé vonlaust um það enn þá, að fundin verði friðsamleg lausn á deilunni um Tékkósló- vakiu. Af opinberri yfirlýsingu, sem ráðherrann gaf út i fyrra- kvöld eftir að Hitler hafði flutt ræðu sina, virðist mjpga ráða það, að þessi bjartsýni hans muni helst eiga sér stoð í um- mæhim, sem Hitler lét falla um það, að þó að Tékkar hafi í orði kveðnu fallist á að láta Sudeta- héruðin af hendi við Þjóðverja, þá votti enn litt á efndum á því. Af þessu segir ráðherrann, að það sé augljóst, að Hitler treysti ekki „loforðum, sem honum séu gefin", en hinsvegar hafi þessi loforð ekki verið gefin Hitler einum, heldur einnig Bretum og Frökkum og þeir muni'„líta á það, sem siðferði- lega skyldu sina að-vernda og brinda í framkvæmd tillögum sinum" um lausn deilunnar. En eru þá „tillögur" Breta og Frakka, um lausn deilunnar, þær, sem Tékkar féllust á, eða þeim var þröngvað til að fall- ast á, þannig vaxnar, að þær fullnægi kröfum Þjóðverja? Eftír fyrstu viðræðu þeirra Chamberlains og Hitlers var skýrt svo frá i breskum blaða- fregnum, að þeir hefðu orðið ásáttir um það, að Tékkar skyldu láta af hendi við Þýska- land þau héruð, þar sem 80% af hverjum 100 ibúum væíru þýskir og samþykt væri með þjóðaratkvæði að héruðin yrðu sameinuð Þýskalandi. Aðrar fregnir hermdu að vísu, að þannig ætti að fara um öll hér- uð, þar sem 70 af hverjum 100 ibúum væri þýskir, og það jafn- vel án þjóðaratkvæðis. En þau héruð, þar sem ibúar væri færri þýskir, skyldu öðlast sjálf- stjórn með „kantónu"-fyrir- komulagi, eftir svissneskri fyr- irmynd. Upp úr þessum tillög- um voru svo samdar þær til- lögur Breta og Frakka, sem stjórnin i Tékkóslóvakíu félst á, og þeir Chamberlain og Hitl- er ræddust við um á síðari fundi sínum, i Godesberg. En þar kom Hitler fram með nýjar tillögur, sem Chamberlain „lof- aði að leggja fyrir stjórnina í Tékkóslóvakiu og hún hefir neitað að fallast á". — Og hvaða „loforð" eru það þá, sem stjörnin í Tékkóslóvakíu hefir gefið Hitler og Bretum og Frökkum í sameiningu, og lík- legt er áð Þjóðverjar létu sér nægja, ef þau yrðu efnd? Siðustu kröfur Hitlers, þess- ar sem Chamberlain lofaði að koma á framfæri við Tékka, voru á þá leið, að Tékkóslóvak- ía skyldi ekki síðar en 1. októ- ber láta af hendi við Þýskaland öll þau héruð, þar sem 50 af hverjum 100 íbúum væri þýsk- ir, og það án þess að nokkur atkvæðagreiðsla færi fram um það i héruðunum. Þessar kröf- ur virðast hafa verið gerðar með það eitt fyrir augum, að engli samkomulagi yrði náð um lausn deilunnar. Og af þeim verður ekki annað ráðið, en að Þjóðverjar vilji ekkert sam- komulag, og muni ekki láta sér annað lynda, en að Tékkóslóvak- ía verði limuð algerlega í sund ur. Og hvað annað ætti að gera við ríki, sem til væri orðið með þeim hætti, sem Hitler sagði í síðustu ræðu sinni, að Tékkó- slóvakía væri til orðin eða sköpuð af nokkurum vitstola, svokölluðum stjórnmálamönn- um, af handahófi og án tillits til sögulegs eða þjóðernislegs réttlætis! Bresk blöð voru í gær sam- mála breska forsætisráðherran- um um það, að Hitler hefði ekki með ræðu sinni „lokað öll- um sundum" til friðsamlegrar lausnar á deihmni. Hinsvegar töldu þau, að ræðan hefði „ekki aukið á þær vonir manna, að friðsamleg lausn myndi takast". Og um það eru líklega allir á einu máli. firesk skipafélög hætta siglingnm til Þf skalands Bresk skipafélög hafa lagt niður Þýskalandsferðir, þar til útséð er um það, hvort ófriður skellur á eða ekki. Ef til ófriðar kemur yrði lagt hald á öll bresk skip í þýskum höfnum, ef Bret- ar berðust gegn Þjóðverjum. Átti Eimskipafélagið tal við Hull í gær, og var því skýrt f rá þessu i því samtaíi. Vísir átti tal við skrifstofu- stjóra Eimskipafélagsins i morgun og spurði um ferðir ÍDettifoss. Átti hann að fara frá Grimsby í dag, áleiðis til Ham- borgar og var aðallega hlaðinn vörum til Þýskalands og Ame- ríku. Ekki var ennþá búið að taka ákvörðun um það, hvort Dettifoss héldi áfram til Þýska- lands. Peaingaþjófflaður. Veski með 220 króuum stolíí úr læstn herberp í gær var brotist inn í her- bergi i húsi við Grundarstig og stolið veski með 220 kr., er geymt var i ferðatösku i her- berginu. í herbergi þessu býr einhleypur maður. Var hann ekki heima í gærkveldi og hafði hann læst herberginu, áður en hann fór að heiman. Þjófur- inn mun hafa „dirkað" upp hurðina. Lögreglan hefir málið til rannsóknar. ASalfundur Guðspekifélags íslands var haldinn dagana 25. og 26. þ. m. Stjórnin var öll endur- kosin. Að kvöldi hins 26. flutti Grétar Fells erindi fyrir félags- menn og nokkra gesti. Erindið nefndi hann: Eitt er nauðsyn- legt. J: ^Ém^SES> aðeíms Loftup. Roosevelt sendir Hitier orösentíingii ráðstefna verði haldin um vikunnar ræðst íí Sudeten-deiluna. Hitler ber alla ábypfrð- ina á heimsfpidinum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregnir, sem borist hafa frá Washington skýra frá því að Roosevelt Bandaríkjaforseti hafi enn á ný sent Hitler símskeyti og endurnýjað áskoranir sínar til hans um það, að hann héldi áfram samningatilraunum í því augnamiði að leysa Súdeten- deiluna á friðsamlegan hátt, en ef hann gripi til of- beldisverka myndi það hafa hinar alvarlegustu afleið- í ingar í för með sér og stofna heimsfriðinum í voða. Leggur forsetinn á- herslu á það, að það hafi sýnt sig í heimsstyrjöldinni j að sú leið að grípa til of- beldis skapaði aldrei skil- yrði f yrir framtíðarúrlausn deilumálanna. Forsetinn leggur hinsvegar megin- áherslu á það í skeyti sínu, að ef Hitler fallist á frið- samlega lausn deilumál- anna munu hundruð mil- jóna manna um heim allan viðurkenna og þakka hon- um þá ákvörðun, sem einstæða í þágu friðar og rétt- lætis í heiminum, enda forðaði hún mannkyninu frá miklu böli. Roosevelt forseti stingur upp á því að lokum, að all- ar þjóðir sem flæktar séu inn í deilumálin um Súdeta- héruðin, eða hafi þar einhverra hagsmuna að gæta, komi saman á fund til þess að reyna að finna á þeim einhverja viðunandi lausn. Það vekur mikla eftirtekt í stjórnmálaheiminum, að Roosevelt forseti sendir Hitler einum þessa síðari orð- sendingu sína, en hinsvegar beindi hann fyrri áskor- un sinni bæði til Hitlers og Benes, og þykir þetta bera vott um að Roosevelt líti svo á, að Hitler beri á því alla ábyrgð hvort heimsfriðurinn helst eða ekki. United Press. BOOSEVELT. í Niirnberg, á f lokksþingi nazist i. Fremst frá vinstri: v. Ralder aðmíráll, Konrad Henlein, Bouhlen og Seyss-Inquert ríkishaldari ---ef friðsamleg lausn fæst ekkú EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, kl. 3 íí gær. Fréttaritari United Press í Teschen í Tékkóslóvakíu segist; hafa átt símtal við talsmann pólska utanríkismálaráðuneytisins í Warsjá, og hafi hann lýst yfir því, að pólski herinn væri reiðubúinn til að ráðast inn í Teschen á föstudag eða laugardag n. k., en hinsvegar bætti hann því við, að hann vonaði, að til þess þyrfti ekki að koma, með því að friðsamleg lausn fengist á deilunni. United Press. Breski flotinn búinn við ófriði. - Almenn hervæð- ing í Þýskalandi í dag B EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. reska flotamálaráðuneytið tilkynnti á miðnætti í nótt, að ákveðið hefði verið að bjóða út öll- um breska flotanum, þannig að hann væri viðbúinn styrjöld, en það var jafnframt tekið fram íi tilkynningu ráðuneytisins, að hér væri aðeins um ör- yggisráðstöfun að ræða. Bretakonungur mun gefa í dag út fyrirskipun til allra varaliðsmanna í breska: flotanum um að þeir gefi sig fram til herþjónustu, nú þegar. 1 fregnum, sem borist hafa frá Þýskalandi er skýrt frá því, að þýska stjórnin muni fyrirskipa allsherjar hervæðingu kl. 2 e. h. í dag, nema því aðeins, að stjórn- in í Prag hafi slegið undan og gengið að kröfum þeim eða úrslitakostum, sem henni voru settir í síðasta boð- skap Hitlers, og að tilkynning um það hefði borist til Berlínar. * Í United Press. Horace Wilson gerði tilraun til þess að fá Hitler til þess að lengja frestinn sem Tékkum væri gefinn fram yfir 1. októ- ber en árangurslaust. Fréttaritari Reuters í Berlín segir að þar sé ástandið álitið svo alvarlegt að yfirleitt búist menn við ófriði. Svo mikið er af hermönnum á götunum, að önnur umferð kemst ekki fyr- ir. Fjöldi útlendinga er að fara frá Berlín, þar á meðal frétta- ritarar bresku blaðanna, „Daily Mail", „Daily Telegraph" og „News Chronicle". Átta neðanjarðarstöðvum í London var lokað i nótt vegna þess að verið er að, gera jarð- göngin sprengjuheld. Ýmsar aðrar varúðarráðstafanir er ver- ið að gera viðsvegar um landið, þar á meðal ráðstafanir til að flytja konur, börn og gamal- menni burt úr stórborgum og iðnaðarhverfum. Þá hefir verið fyrirskipað að flytja skólabörn og kennara á brott úr stórborg- unum og byrjar flutningvir barnanna frá London í dag. Námumálaráðherrann breski hefir fyrirskipað að verð á kol- um lil heimilisþarfa skuli hald- ast óbreytt næstu 14 daga. Eftir að Ghamberlain hafði lokið ræðu sinni í gær hófst ráðherrafundur og stóð hann til klukkan 11. Að því búnu átti Malcolm MacDonald fund með öllum fulltrúum samveldisland- anna. Það er nú kunnugt að Rádstafanip f ýmsum löndum. Allmargar varaliðssveitir í Frakklandi voru kallaðar til vopna í gær. Bannaður hefir verið útflutningur á kjöti, fleski og feitiefnum, og blöðum hefir verið bannað að koma út í meira heldur en sex síðum til þess að spara pappir. ítalska hermálapáðuneytið neitar því í gærkveldi að þar sé hafin al- menn hervæðing. Þjóðbanki It- alíu gaf í gær út fyrirskipun um það, að engan útlendan gjald- eyri mætti selja ahnenningi. Fregn frá Belgrad i Júgóslav- íu hermir, að ahnenn hervæð- ing-hafi byrjað í Ungverjalandi í gær. Miklar loftvarnaæfingar fóru fram i öllum helstu borgum Svisslands í gær. í Hollandi hafa ýmsar varúð- arráðstafanir verið gerðar og ýmsar sveitir loftvarnaliðsins og stórskotaliðsins kvaddar til vopna. Herstjórn Canada hefir synj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.