Vísir - 29.09.1938, Side 2

Vísir - 29.09.1938, Side 2
VÍSIR VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsslræti). S í m a r : Afgreiðsla * 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ráð sem í tíma er tekið. I utvarpinu í gær tilkynnti 4 gjaldeyris- og innflutnings- nefnd, að þeir innflytjendur, sem hefðu fengið leyfi hjá nefndinni fyrir innflutningi á rúgmjoli og haframjöli, mættu festa kaup á sama magni á þessari vöru og þeir liefðu áður fengið úthlutað leyfum fyrir á árinu, ef þeir ætlu þess kost á annað borð. Nefndin tók það sérstaklega fram, að þeir, sem þetta gætu, fengju sent inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi heim til sín, en þyrftu ekki að eyða löngum tíma í að lúða eftir afgreiðslu lijá nefndinni. Þegar nefndin Iét auglýsingu þessa frá sér fara gerðu menn ráð fyrir, að Evrópustríð gæti hrotist út þá og þegar, og ríkis- stjórnin hafði rankað við og gefið út bráðabirgðalög, sem heimiluðu matvælaskömtun vegna hins yfirvofandi ófriðar og væntanlegra erfiðleika á því að sjá þjóðinni á annan viðun- andi hátt fyrir nauðsynjavör- um. Nú er það vitað, að innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd hefir starfað algerlega á vegum rikis- stjórnarinnar og rekið erindi hennar ekki slælega, að því leyti að hún hefir dregið úr innflutningi til landsins eftir frekustu föngum. Fyrir aðgerð- ir þessara tveggja aðila er lítið um alla nauðsynjavöru í land- inu og vöruverð alt óeðilega hátt, en almenningur sýpur seyðið af hvorutveggja. Sjálfstæðismenn liafa þrá- faldlega bent á það, að slík stefna sem þessi hlyti að leiða til ófarnaðar, og á þeim tví- sýnu tímum, sem nú væru rikj- andi í heiminum, væri hér um hreínt ábyrgðarleysi að ræða frá hendi rikisstjórnarinnar, en nauðsynjavöruskortur hlyti að bitna á þjóðinni allri á ófriðar- tímum, en ekki væri vitað hve skamt framundan slíkir tímar væru. Ríkisstjórninni fórst hins- vegar eins og karlinum, sem reið út í fenið. Meðan hest- urinn var að sökkva, barði hann fótastokkinn og sagði: „Það- mjakast, — það mjakast“ en það mjakaðist aðeins niður á við. Fjármálaráðherrann, sem lagt hefir innflutningsnefndinni lífsreglurnar, hefir talað af reynslulitlum myndugleik um það, að hið eina veraldlega bjargræði fyrir þessa þjóð, væri að skera niður innflutninginn. ffenn hefir ekki getað skilið það, að innflutningur á nauð- synjavörum yrði aldrei skorinn niður nema að einhverju á- kveðnu lágmarki, og liann hefir heldur ekki getað skilið hitt, að fvrir jafn nauðsynjasnautt land og ísland, gæti það verið lífs- skilyrði, að þjóðin birgði sig upp mcð helstu nauðsynjar eft- ir frekustu getu, enda hefir það aldrei komið til tals, fyr en nú, að heimila innflytjendum slíkan innflutning nauðsynjavara, sem nefndin auglýsti, þegar alt virt- ist komið í eindaga, og fenið var búið að gleypa bæði ríkisstjórn- ina og reiðskjótann. Þegar þjóðin horfist í augu við alvöruna, og ríkisstjórnin rennur frá hinni illræmdu inn- flutningsliaftastefnu að nokkru, hlýtur mönnum að verða það ljóst, að stefna þessi hefir verið röng, að svo miklu leyti sem takmörkun á innflutningi lifs- nauðsynja snertir. Allir munu óska þess að þjóðin komist lijá því að súpa seyðið af þessum ömurlegu afglöpum, bæði með tilliti til eigin örlaga, og einnig til hins að þau hjaðningavíg verði umflúin, sem ógnað liafa álfunni til þessa dags. En úr því að mönnum liefir gefist kostur á að horfast í augu við sannleikann, — þótt ekki sé nema um stund, — væri það á- byrgðarleysi af þjóðinni að kalla ríkisstjórnina ekki til á- byrgðar, með því að hún hefir með skammsýni sinni orðið valdandi ófyrirsjáanlegum erf- iðleikum þótt úr kunni að ræt- ast. Hitt er svo alt annað mál, að þá erfiðleika verður þjóðin að yfirbuga — með þolgæði og þreki, sem borið er henni í hlóð, og hefir verið einkenni hennar um aldirnar, alt til þessa dags, —• ef þeir verða ekki umflúnir. I-eidioleg mistölc. í gagnrýni Vísis á útvgrpsefni í gær var það ekki átalið, sem helst hefði verið ástæða til að finna að, og bið eg því Vísi að birta línur þessar. í fyrrakvöld tilkynti Sigurð- ur Einarsson, þulur erlendra frétta í útvarpinu, að erlendar fréttir væru svo umfangsmikl- ar, að engin leið væri til að lesa þær upp allar í fréttatímanum. en lýsti yfir þvi að þær myndu verða lesnar upp kl. 10 það sama kvöld. Margir útvarpshlustendur slöktu þá á tækjum sínum, og biðu fréttanna kl. 10, en er þeir tóku að hlusta á þeim tíma voru fréttirnar búnar, og það eina, sem þeir fengu að heyra var: Góða nótt. Þannig fór fyrir mér og mörgum öðrum óg verð eg að telja að hér sé um leiðinleg mistök að ræða frá hendi ríkis- útvarpsins. Margir munu einnig telja, að ástæða sé til að lengja nokkuð fréttatímann meðan svo tvísýnt er um friðinn í heimin- um og væri útvarpinu miklu nær að flytja sem glegstar og ítarlegastár erlendar fréttir, en allan þann vaðal, sem það býð- ur hlustendum upp á um inn- Iend efni. Útvarpshlustandi. Kvennadeild Slysavarnafélagsins hefir ákveðið að fresta hlutaveltu sinni til sunnud. næstk. Félagskon.- ur eru vinsamlega beðnar að koma hlutaveltumunum á skrifstofu fé- lagsins fyrir hádegi á laugardag I. okt. aðelns Lofturr Stærsti sigur Chamberlains og utanríkisstefnu hans. Morgúnblððin gera sér göðar vonir nm árangnr af fandinnm í MuoGliep. Snðeteodeilan, Spátt- arstyrjöldin og ðnnnr vandamðl Eviðpu verða tekin par til athugunnar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. hamberlain lagði af stað frá Hestonflugvellin- um álciðis til Munchen kl. 8.35 í morgun á- samt fylgdarliði sínu, og fylgja honum að þessu sinni allar bestu óskir hins enskumælandi heims. Mussolini lagði af stað til Miinchen í gær í einkalest sinni, en í fylgd með honum er tengdasonur hans, Ciano greifi, utanrík- ismálaráðherra ítala. Daladier lagði af stað frá París í morgun áleiðis til fundarstaðarins, en í gær ávarpaði hann frönsku þjóðina og lýsti yfir því að hann teldi að vænlegar horfði um lausn deilumálanna, en menn höfðu almennt getað gert sér vonir um. Fundurinn í Munclien er í rauninni haldinn fyrir forgöngu Chamberlains. Þegar hann ræddi við Hitler í Godesberg, og samningar allir virtust vera að fara út um þúfur, lýsti hann þó enn yfir þvi, að hann myndi reiðuhúinn til að fara í þriðja sinn til Þýskalands lil þess að ræða málin ásámt fulltrúum Italíu og Frakklands, en samtímis snéri hann sér til Musso- lini og skoraði á liann að reyna að finna einhverja lausn á því öngþveiti sem Evrópu-málin væru nú komin í, þannig að frið- urinn í álfunni mætti lialdast og menningin mælti varðveilast. Mussolini brást vel við þessum tilmælum, þrátt fyrir þá af- stöðu, sem hann hafði þegar tekið til málanna, og fyrir tilmæli hans hefir Hitler fallist á þessa fjórveklaráðstefnu, sem allar þjóðir heims vona að lakist að leysa þessa alvarlegu deilu, þótt eilgu verði um það spáð svo öruggt sé, fyr en árangurinn liggur fyrir, I ræðu sinni í breska þinginu í gær, gerði Chamberlain ítar- lega grein fyrir tilraunum sínum til hess að miðla málum milli Þýskalands og Tékkóslóvakíu, en er langt var komið ræðu hans rétti Sir John Simon að honum blað, og lýsti þá Cham- herlain yfir þvi, að liann færi flugleiðis til Múnchen daginn eftir. Þessi yfirlýsing kom þingheimi með öllu á óvænt, en það var eins og fargi væri skyndilega lélt af mönnum, stjórnarand- stæðingum engu síður, en hinum, og hófust slík fagnaðarlæti, sem ekki munu eiga sinn líka í sögu breska þingsins, og var Cliamberlain hyltur af öllum þingheimi. Er hér um slíkan persónulegan sigur að ræða fyrir Chamberlain og fyrir stefnu þeirra, hans og Halifax lávarðar, að öll gagnrýni, sem hún hefir sætt að undanförnu er þögnuð með öllu. Það er athyglisvert í þessu sambandi að athuga afstöðu morgunblaðanna í London, til þessara mála, eftir að mesta fagnaðarvíman er runnin af mönnum. Daily Mail Iælur í ljós ánægju sína yfir þessari fjórvelda- ráðstefnu, og heldur því fram, að þar verði ekki aðeins rætt um viðhorfin til Tékkóslóvakíumálanna, heldur muni einnig verða rætt um ófriðinn á Spáni og önnur þau vandamál, sem nú eru efst á baugi með Evrópuþjóðunum. Við þessar um- ræður munu öll viðhorf skýrast og ákvarðanir verða teknar, sem muni hafa heimssögulega þýðingu. Öll eru morgunblöðin sammála um það, að dregið hafi stórlega úr ófriðarhættunni, að minsta kosti í bili, og lýsa velþóknun sinni yfir því. Sum þeirra láta hinsvegar í ljós nokkurn efa um það, að endanleg lausn fáist á Súdeten-deilunni. Daily Telegrapli leggur áherslu á það, að svo mjög hafi verið slakað til gagnvart kröfum Þjóð- verja, að ekki sé unt að teigja sig öllu Iengra, ef Tékkóslóvakía eigi ekki að afmást úr tölu Evrópuríkjanna, sem sjálfstæð rik- isheild. Daily Herald segir, að það beri að varast í umræðunum í Múnchen, að horfið verði að því ráði til þess að bjarga frið- inum, að hlíta ósanngjörnum og óeðlilegum kröfum í garð Tékkóslóvakíu. News Chronicle lýsir yfir því að það harmi að Rússum skuli ekki einnig hafa verið boðið til ráðstefnunnar i Múnchen, svo og fulltrúum fyrir Tékkóslóvakíu, en það sé ó- eðlilegt að ákveðin séu örlög þess ríkis, án þess að það eigi sjálft kost á að láta álit sitt í ljós og halda fram kröfum sínum í þessu sambandi. Rætir hlaðið því við, að það beri að varast að veilt- ar verði frekari tilslakanir gagnvart kröfum Þjóðveria, en nú séu það Þjóðverjar sem verði að láta undan síga og stilla kröf- um sínum í hóf, í samræmi við resk-frönsku tillögurnar. Times lítur svo á, að í umræðunum í Múnchen muni ekki einungis reynast kleift að leysa Súdeten-deiluna á friðsamelgan hátt, heldur myndist þar grundvöllur fyrir uppbyggingarstarfi Atburðirnlr í gær Bcðað til íjdrveida Fáösteíni?. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í gær. Konungur Breta undiiTÍtaði í dag ávarp, þar sem öllum vara- liðsmönnum í sjóhernum var fyrirskipað að gefa sig fram til herþjónustu, og er hervæðingu flotans þannig að fullu lokið. Ávarp þetta var undirritað eftir að fundur hafði verið haldinn í einkaráði konungs í Buckinghamhöllinni, en fundinn sátu Hailsham lávarður, Maugham lávarður, Sir John Simon, Sir Samuel Hoare og Duff Cooper. Fundurinn var haldinn í herbergjum einkaráðsins í Bucking- hamhöllinni, en fyrir utan höllina hafði safnast saman múgur og margmenni, til þess að fylgjast með komu ráðherranna og brottför af fundinum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Róm hefir Cham- berlain snúið sér til páfans og Mússólíni og skorað á þá að beita sér fyrir því af öllum mætti að komist verði hjá Evrópustyrj- öld. Opinber tilkynning hefir verið gefin út í Vaticaninu í Róm þess efnis að páfinn muni biðja fyrir heimsfriðinum í útvarp frá páfahöllinni kl. 7.30 /enskur tími) á fimtudag. Fréttaritari United Press í Berlín tilkynnjr, að þýska stjórnin hafi gefið út fyrirskipun um að öll skip í erlendum höfnum og einnig hin sem væru í siglingum milli landa, skyldu tafarlaust snúa heimleiðis, og þar á meðal er Atlantshafsfarið Europa, sem lét úr höfn frá Þýskalandi í gær. ÖII þýsk skip, sem lágu í breskum höfnum brugöu þegar við og lögðu af stað heimleiðis. Chamberlain tilkynti það í neðri málstofu breska þingsins, að Hitler hcfði boðið honum að mæta á fundi, sem haldinn verður í MUnchen á fimtudagsmorgun, ásamt þeim Mussólíni og Daladier. — Vekur fregn þessi óhemju athygli um heim all- an, og gera menn sér vonir um, að heimsfriðinum kunni að verða bjargað á síðustu stundu. United Press. i 'S innan Evrópu og skipulagsbreytingum, sem þegar sé nauðsyn á að gerðar verði. I þýskum blöðum er ráðstefnunni tekið mjög vinsamlega, en því er lialdið fram að nauðsyn beri til skjótrar úrlausnar, ef þær náðstafanir eigi að gera, sem komið geta í veg fyrir.áfram- haldandi deil'ur, og ef til vill Evrópustyrjöld. Leggja þýsku blöðin megináherslu á það, að aðalverlcefni ráðstefnunnar hljóti að vera að frelsa Súdelen-Þjóðverja nndan ])ví ánauðar- oki, sem á þeim hefir hvílt, og engin endanleg lausn fáist á þessum deilumálum fyr en það hefir verið gert á fullnægjandi hátt. United Press.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.