Vísir - 29.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 29.09.1938, Blaðsíða 3
V I S I R Hitler fer til móts vii Mussoiini. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London k, 1 í dag. Frá Berlín er símað aö Mussolini hafi komið til Brenner- stöðvarinnar á landamærunum kl. 6.08, en Rudolf Hess varakanslari tók á móti honum á járnbrautarstöðinni. Lagði Mussolini af stað í lest sinni áleiðis til Miinchen kl. 7.15 í morgun og var Hess í fylgd með honum. Daladier lagði af stað frá Le Bourget flugvellinum kl. 8.45 í morgun. — Hitler ríkiskanslari kom til Miinchen kl. 7.50 í morgun, en hélt þaðan áleiðis til Kufstein til þess að taka á móti Mussolini. Hittust þeir þar kl. 9.25, en lögðu af stað áleiðis til Miinchen kl. 9.40. Mússólíni og Hitler komu til Miinchen kl. 10.50 í morgun, en Daladier kom þangað kl. 11.15. Chamberlain kom til Munchen kl. 11.50 í dag. United Press. vilja liafa ínll- trúa í Miinchen. Göbbels beldui* ræðu. Stjórn Tékköslóvakíu fór fi-am á þáð i gærkveldi við Dala- dier og Ghamberlain að fulltrúi frá Tékköslövakíu yrði við- staddur á fundinum í Múnchen, þar sem umræðuefni fundarins væri lifsspursmál fyrir Tékkó- slóvakiu. Chamberlain sagði sendiherra Tékkóslóvakíu í London að hann hefði verið að hugleiða þennan möguleika. Ennfremur hefir tékkneska stjórnin farið fram á að veitt væri skilyrðislaus ábyrgð á því, að engin árás yrði gerð á Tékkó- -slóvakíu 'méðan þessir samning- ar stæðu yfir og að allar varnar- ráðstafanir stjórnarinnar stæðu óhaggaðar þangað til samning- unum yrði lokið. í Washington líta menn svo á að áskorun Roosevelts forseta hafi að m. k. átt þátt i því að samkomulag varð um fundinn í Miinchen. Ennfremur líta menn svo á þar í landi, að Hitl- er mundi ekki hafa fallist á fundinn ef hann væri ekki við því búinn að gera einhverjar tilslakanir. Dr. Göbbels útbreiðslumála- xáðherra flutti ræðu á fundi -verkamanna i gærkveldi. Hann minfist ékki á fundinn í Mún- c'hen í ðag, en sagði aðeins a 'þessa léið: Vér munum bíða •ennþá stundarkorn, en áður en langt um líður verða loforð Pragstjórnarinnar aðverða upp- fylt hvort heldur sem til þess þarf að beita samningum eða valdi. Heimurinn segir, að vér eigum að semja, að vér eigum að vera þolinmóðir, að vér eig- um ekki að hóta árásum og ekki að slá hnefanum i borðið. Vér þekkjum alt þetta og höfum þekt það i 15 ár með þeim af- leiðingum, sem vér höfum ekki gleymt. Ef heimurinn hlustar á oss nú, er það ekki af þvi, að honum þyki vænna um oss, heldur af því að hann óttast vald vort'. — (FÚ). Berlín 29. sept. FÚ, I grein í „Berlínar Börsen- zeitung" segir meðal annars, að enginn Englendingur eða Frakki geti vænst þess af Þjóð- verjum, að þeir horfi lengur upp á það, að landar þeirra séu skotnir niður i Tékkóslóvakíu, að konur þeirra og börn hrynji dauð fyrir byssukúlum Tékka. Frakkar og Englendingar myndu sjálfir vera búnir að missa þolinmæðina fyrir löngu, ef dr. Benes hefði farið þannig að með þeirra eigin landa. Þar sem ógnarstjórn Benes sé éma að verki, getí fréttín um vænt- anlegan fund í Miinchen ekki vakið slíkan fögnuð i Þýska- landi sem i öðrum lðndum. Fregn frá Miinchen hermir að fjögra velda ráðstefnan hafi byrjað rétt eftir kl. 1 í dag. Dagheimili verðup stai»f- rækt í Vesíurborg í vetur af JBapnavinaféiaginu Sumai*gjdf* Steingrímur Arason, formaður Barnavinafélagsins Sumar- gjafar, átti tal við Vísi í morgun, og skýrði frá því, að fyrir nokkuru hefði verið ákveðið að starfrækja dagheimili fyrir börn í Vesturborg á komandi vetri. — Hvenær kom það fyrst til orða, að starfrækja dagheimili að vetrinum? — Okkur hefir ávalt, siðan er barnavinafélagið Sumargjöf tók til starfa, verið augljós nauð- syn þess, að hér i bænum væri starfandi dagheimili fyrir börrí alt árið, enda þótt fjárhagur fé- lagsins hafi ekki leyft það fyrr en nú. Dagheimili höfum við fitarfrækt frá fyrsta starfsári félagsins — eða vísi til dag- heimilis, i Kennaraskólanum — en þessi starfsemi komst á fast- an grundvöll, er félagið eignað- ist Grænuborg. Nú er svo kom- ið, og má meðfram þakka það hinum ágætu undirtektum Beykvíkinga undangengin sum- armál, að félagið nú telur sér fært, að færa út kvíarnar með þvi að stofna til starfrækslu vetrardagheimilis. — Hvenær tekur það til starfa — og hvar? — 1 Vesturborg upp úr mánaðamótunum. Þar eru, eins og kunnugt er, góð og hentug húsakynni, tún og stór leikvöll- ur, nýtísku leiktæki og leik- skáli, þar sem börnin geta ver- ið í vondum veðrum. — Er þörfin fyrir dagheim- ili.að vetrinum mjög mikil hér í bænum? — Okkur hefir fyrir löngu orðið það ljóst, m. a. af viðtali viðmæður, sem hafa haft börn sin á sumardagheimilunum, að þörfin* er mikil. Skifyrði eru því miður ekki fyrir hendi á mörg- um heimilum til þess að veita þömunum þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til líkamlegs og andlegs þroska, og úr því eiga dagheimilin að bæta. Það ætti að liggja í augum uppi, að undir því, að hlúið sé að börn- unum sem best í æsku þeirra, og þau þroskist og mótist við sem best skilyrði, er komin ævi- löng velferð þeirra, en svo má 'því við bæta, því að aldrei er góð vísa of oft kveðin, að undir framtíð barnanna og hinnar upprennandi kynslóðar er vel- ferð og hamingja þjóðarinnar komin. —¦ — Á hvaða aldri verða þau börn, sem tekin verða? MACHNIK HEBMÁLABÁÐHERBA í Tékkóslóvakíu ásamt Krejci hsrshöfðingja í líðskönnun. Hermennirnir, sem standa í ingu, eru liðsforingjar, sem hafa nýlegalokið námi og æfingum. — Börn á aldrinum 3—7 ára verða tekin á dagheimilið og geta menn fengið nánari upp- lýsingar daglega í Vesturborg. Dagheimilinu verður stjórnað af ungfrú Guðrúnu Stephensen, sem undanfarin 4 ár h'efir unn- ið við dagheimili Sumargjafar. Með henni starfar Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem einnig hef- ir starfað i þjónustu félagsins. Voru þær ráðnar til starfsins, vegna reynslu þeirra, og að fé- lagið þekti þær að öllu góðu. Að síðustu vil eg geta þess, segir Steingrímur Arason að lokum, að til umræðu er, hvern- ig best verður hagað flutningi barnanna milli Vesturborgar og heimila þeirra, og væntir félag- ið þess, að úr þvi rætist þann- ig, með aðstoð góða manna, að allir megi vel við una. fylk- íréWtr I.O.O.F. 5=Í209298V2=F1. KAUPENDUR VfSIS, er bústaðaskifti hafa um mánaða- mótin, tilkynni það á afgreiðslu blaðsins, Hverfisgötu 12 (inngang- ur frá Ingólfsstræti), sími 3400, svo að komist verði hjá vanskilum á blaðinu. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 8 st., heitast í gær 14, kaldast í nótt 8 st. Úrkoma í gær 0.6 mm. Sólskin í gær 1,8 st. Heitast á Íandinu í morgun 15 st., í Grímsey; kaldast 3 st., Hólum í Hornafirði. — Yfirlit: LægS fyrir nor'ðan land, á hreyfingu í austur. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói: Suðvestan gola. Skýjað, en úr- komnlítið. Skipafregnir. Gullfoss kemur til Vestmanna- eyja á miðnætti í nótt. Goðafoss fer vestur og norður í kveld. Brú- arfoss er á Ieið til Reyðarfjarðar. Dettifoss er í Grimsby. Lagarfoss er á Austfjörðum. Selfoss er í Ant- werpeti. Slys við vinnu. Maður að nafni Friðgeir Eyjólfs- son, Lokastíg 17, varð í gær milli vörupalls á flutningabíl og dyra- stafs, er hifreiðin var að aka upp að, aftur á bak. Var háfermi á bílnum, svp að ekillinn sá ekki út. Friðgeir va-r fluttur á Landsspítal- ann. Félag matvörukaupmanna heldur fund í Kaupþingssaln- um í kvöld ld. BV2, Aríðandi mál á dágskrá, Kvöldskóli K.F.U.M. ver'ður settur laugardaginn 1. ókt. kl. 8yí síðd., stundvíslega, í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Enu geta nokkrir nemendur kom'ist a.ð, ef sótt er strax. Uppl. í versl, Visi, Laugaveg 1. Max Pemberton kom af veiðum í morgun. Spegillinn kemur út í fyrramálið. Tónlistarskólinn. Þeir nemendur, sem eiga eftir að sækja skólaskírteini sín, þurfa að sækja þau fyrir næstu helgi til gjaldkera skólans, til viðtals dag- lega kl. 6—7 e. h. í Smjörlíkisg. Smára, Veghúsastíg 5. er miðstöð verðbréfaviðskift- anna. fflÐ ÍSLENSKA FORNRITAFÉLAG: Nýtt bindi er komið. Bopgfirdingra sðgur Hænsa-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungra^ B jarnar saga Hítdælakappa, Heiðarvíga saga,, Gísl þáttr Illugasonar. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu úf, CLVx363 blaðsíður, 5 myndir og 2 kort. Verð kr. 9.00 heft og kr. 15.00 í skinnbandí. - Áður komu út Egils saga, Laxdæla saga, Eyrbyggja saga og Grettis saga. — Aðalútsala lokaverslBn Sigfíisar Eymosdssorar. itar 0! marg eftirspurðu eru loks komin aftur. K. Einapsson & BJöphssoii, Bankastræti 11. Herbergi. Ágætt herbergi með ljósi, hita og ræstingu til leigu fyrir ein- hleypan karlmann, Ásvallagötu 77. Sími 3074. hæðin i húsinu Tryggvagötu 43, áður Norðurstíg 4, er til leigu. Hent- ugt fyrir skrifstofur. Uppl. hjá Jóni & Steingrími eftir kl. 5. Píanókensli veitir Valgerður EinarsJottfc Sóleyjargötu 13. Símí 3925 H IJIBiaBflBBnHBBHBHHHHHB i Hasnæði, i B " 4 herbergi, eldhús, bað og B geymsla til leigu 1. okt. ¦ ¦ 165 krónur. — B Uppl. í síma 3838. | H fl Sköla og skjalatöskur við allra hæfi. Vandaður frágangur. Verð frá 2.50. Hipfærahfisið. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar _............. _ 4.8iy2 too ríkismörk....... — 184.91 — fr. frankar...... — 12.56 , — belgur.......... — 82.57 — sv. frankar...... — 108.28 — finsk mörk...... — 9.93 — gyllini.......... — 260.06 -— tékkósl. krónur .. — 16.98 —• sænskar krónur .. •— 114.36 — norskar krónur .. •— 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Næturlæknir. Halld'ór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. Útvarpið í kyöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.30 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason). 21.00 Útvarpshljómsveit- in leikur. 21.30 Hljómplötur: And- leg tónlist. sem óskar að gera vershmar» störf að æfisiarfi getur komísf að sem yngsti maður við heílá- vershm hér i bænum. Eiginhandar umsókn leggöi inn á afgr. blaðsins fyrir kl. S þ. 30 þ. m., meikt: „123". Prentmyn da stofan LEIFTUR ^býr'tíll. fíokks^preni- rhyíh tfir fyrir lægpta verð^ ffafn.,17. Sfrni 5379. ODÝRTÍ Danskt rúgmjol 0.14^ kgs. Krydd allskonar^ Sláturgarn, Rúllupylsunálar: V€RZL Sími 228ET. Grettisgötn 57- Njálsgötu 106 — Njálsgötu 14. StopmuF verður seldur á morguir. Þa& Irorgar sig að láta 25 aura fyrir hann í þetía sinn. — Fæst hjá Eymundsen. —- Drengir komi 1 Hafuarstræii 16. — ITILKWNINCAPJ FILADELFÍA, Hverfisgó'tu 4i Samkoma i kvöld kl. 8^. Brite Ericson og Iíristín Særntmctej tala. Allir velkomnír. (1783 ÞÚ, sem tókst fóthaltann á Laugavegi 44, skilaðu honumí strax. Færð frest til kl. 12 í kvöld, annars tilkynt lögregl- unni. Það sást til þirr, sro J>ú sleppur ekki. (1764

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.