Vísir


Vísir - 29.09.1938, Qupperneq 3

Vísir - 29.09.1938, Qupperneq 3
V ISIR Hitler fer til möts við Masselmi. EINKASIvEYTI TIL VÍSIS. London k, 1 í dag. rrá Berlín er síniað að Mussolini hafi komið til Brenner- stöðvarinnar á landamærunum kl. 6.08, en Rudolf Hess varakanslari tók á móti honum á járnbrautarstöðinni. Lagði Mussolini af stað í lest sinni áleiðis til Miinchen kl. 7.15 í morgun og var Hess í fylgd með honum. Daladier lagði af stað frá Le Bourget flugvellinum kl. 8.45 í morgun. — Hitler ríkiskanslari kom til Miinchen kl. 7.50 í morgun, en hélt þaðan áleiðis til Kufstein til þess að taka á móti Mussolini. Hittust þeir þar kl. 9.25, en lögðu af stað áleiðis til Miinchen kl. 9.40. Mússólíni og Hitler komu til Miinchen kl. 10.50 í morgun, en Daladier kom þangað kl. 11.15. Chamberlain kom til Munchen kl. 11.50 í dag. United Press. Tékkar vilja tiafa iull- trúa í Múnchen. ■v Oöbbels heldui? ræðu. Ðagbeimili verður starf- rækt í Vesturborg 1 vetur af Barnavinafélaginu Sumargjöf. Steingrímur Arason, formaður Barnavinafélagsins Sumar- gjafar, átti tal við Vísi í morgun, og skýrði frá því, að fyrir nokkuru hefði verið ákveðið að starfrækja dagheimili fjnrir börn í Vesturborg á komandi vetri. Stjórn Tékköslóvakíu fór fram á þáð í gærkveldi við Dala- dier og Cliamberlain að fulltrúi frá Tékköslövakíu yrði við- staddur á fundinum í Munchen, þar sem umræðuefni fundarins væri lífsspursmál fyrir Tékkó- slóvakíu. Chamherlain sagði sendilierra Tékkóslóvakiu i London að hann liefði verið að hugleiða þennan möguleika. Ennfremur hefir tékkneska stjórnin farið fram á að veitt væri skilyrðislaus ábyrgð á því, að engin árás yrði gerð á Télckó- slóvakíu meðan þessir samning- ar stæðu yfir og að allar varnar- ráðstafanir stjórnarinnar stæðu öhaggáðgr þangað til samning- unum yrði lokið. TWashington líta menn svo á að áskorun Roosevells forseta hafi að m. k. átt þátt í því að samkomulag varð um fundinn í 'Múnchen. Ennfremur líta menn svo á þar i landi, að Hitl- er mundi ekki hafa fallist á fundinn ef hann væri ekki við því búinn að gera einhverjar tilslakanir. Dr. Göbhels útbreiðslumála- xáðherra flutti ræðu á fundi verkamanna í gærkveldi. Hann mintist ékki á fundinn í Mun- chen í dag, en sagði aðeins á þessa léið: Vér munum bíða ennþá stundarkorn, en áður en langt um liður verða loforð Pragstjórnarinnar aðverða upp- fylt hvort heldur sem til þess þarf að beita samningum eða valdi. Heimurinn segir, að vér eigum að semja, að vér eigurn að vera þolinmóðir, að vér eig- um ekki að hóta árásum og elcki að slá hnefanum i borðið. Vér þekkjum alt þetta og liöfum þekt það í 15 ár með þeim af- leiðingum, sem vér höfum ekki gleymt. Ef heimurinn hlustar á oss nú, er það ekki af því, að honum þyki vænna um oss, heldur af því að liann óttast vald vort. — (FÚ). Berlín 29. sept. FÚ. I grein í „Berlínar Börsen- zeitung“ segir meðal annars, að ■enginn Englendingur eða Frakki geti vænst þess af Þjóð- verjum, að þeir horfi lengur upp á það, að landar þeirra séu slcotnir niður i Tékkóslóvalcíu, að konur þeirra og börn hrynji dauð fyrir byssukúlum Tékka. Frakkar og Englendingar myndu sjálfir vera búnir að missa þolinmæðina fyrir löngu, ef dr. Benes hefði farið þannig að með þeirra eigin landa. Þar sem ógnarstjórn Benes sé énn að verki, geti fréttin um vænt- anlegan fund í Múnchen eldd vakið slikan fögnuð í Þýska- landi sem í öðrum löndum. Fregn frá Munchen hermir að fjögra velda ráðstefnan hafi byrjað rétt eftir kl. 1 í dag. — Hvenær kom það fyrst til orða, að starfrækja dagheimili að vetrinum? — Okkur hefir ávalt, síðan er barnavinafélagið Sumargjöf tók til starfa, verið augljós nauð- syn þess, að hér í bænum væri starfandi dagheimili fyrir börn alt árið, enda þótt fjárhagur fé- lagsins hafi eklci leyft það fyrr en nú. Daglieimili höfum við starfrækt frá fyrsta starfsári félagsins -—• eða vísi til dag- heimilis, í Kennaraskólanum — en þessi starfsemi komst á fast- an grundvöll, er félagið eignað- ist Grænuborg. Nú er svo kom- ið, og má meðfram þakka það hinum ágætu undirtektum Reykvikinga undangengin sum- armál, að félagið nú telur sér fært, að færa út kvíarnar með því að stofna til starfrækslu vetrardagheimilis. — Hvenær tekur það til starfa — og hvar? — í Vesturborg upp úr mánaðamótunum. Þar eru, eins og kunnugt er, góð og lientug liúsakynni, tún og stór leikvöll- ur, nýtísku leiktæki og leik- skáli, þar sem börnin geta ver- ið í vondum veðrum. — Er þörfin fyrir dagheim- ili.að vetrinum mjög mikil hér í bænum ? — Okkur hefir fyrir löngu orðið það ljóst, m. a. af viðtali við mæður, sem hafa haft börn sín á sumardagheimilunum, að . þörfin er mikil. Skilyrði eru því miður ekki fyrir hendi á mörg- um heimilum til þess að veita börnunum þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til líkamlegs og andlegs þroska, og úr því eiga dagheimilin að bæta. Það ætti að liggja í augum uppi, að undir því, að hlúið sé að börn- unum sem best í æsku þeirra, og þau þroskist og mótist við sem ])esL skilyrði, er komin ævi- löng vclferð þeirra, en svo má því við hæta, því að aldrei er góð vísa of oft kveðin, að undir lramtíð barnanna og hinnar upprennandi kynslóðar er vel- ferð og hamingja þjóðarinnar komin. — — Á hvaða aldri verða þau börn, sem tekin verða? — Börn á aldrinum 3—-7 ára verða telcin á dagheimilið og geta menn fengið nánari upp- lýsingar daglega í Vesturborg. Daglieimilinu verður stjórnað af ungfrú Guðrúnu Stephensen, sem undanfarin 4 ár h'efir unn- ið við dagheimili Sumargjafar. Með henni starfar Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem einnig hef- ir starfað í þjónustu félagsins. Voru þær ráðnar til starfsins, vegna reynslu þeirra, og að fé- lagið þekti þær að öllu góðu. Að síðustu vil eg geta þess, segir Steingrímur Arason að lokum, að til umræðu er, hvern- ig best verður hagað flutningi barnanna milli Vesturborgar og heimila þeirra, og væntir félag- ið þess, að úr þvi rætist þann- ig, með aðstoð góða manna, að allir megi vel við una. I.8.O.F. 5 =Í209298V2 =F1. KAUPENDUR VÍSIS, er biistaðaskiftí hafa um mánaða- mótin, tilkynni það á afgreiðslu blaðsins, Hverfisgiitu 12 (inngang- ur frá Ingólfsstræti), sími 3400, svo að komist verði hjá vanskilum á blaðinu. Veðrið í morgun. 1 Iveykjavík 8 st., heitast í gær 14, kaldast i nótt 8 st. Úrkoma í gær 0.6 mm. Sólskin í gær 1,8 st. Heitast á landinu í morgun 15 st., í Grímsey; kaldast 3 st., Hólum í Hornafirði. — Yfirlit: Lægð fyrir norðan land, á hreyfingu i austur. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói: Suðvestan gola. Skýjað, en úr- komulítið. Skipafregnir. Gullfos$ kemur til Vestmanna- eyja á miðnætti í nótt. Goðafoss fer vestur og norður í kveld. Brú- arfoss er á leið til Reyðarfjarðar. Dettifoss er i Grimsby. Lagarfoss er á Austfjörðum. Selfoss er í Ant- werpen. Slys við vinnu. Maður að nafni Friðgeir Eyjólfs- son, Lokastig 17, varð í gær milli vörupalls á flutningabíl og dyra- stafs, er íbifreiðin var að aka upp að, aftur á bak. Var háfermi á bílnum, svo að ekillinn sá ekki út. Friðgeir var fluttur á Landsspital- ann. Félag matvörukaupmanna heldur fund í Kaupþingssaln- um í kvöld kl. 81/2,. Aríðandi j mál á dágskrá. Kvöldskóli K.F.U.M. verður settur laugardaginn 1. okt. kl. 8/2 síðd., stundvíslega, í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Enn geta nokkrir nemendur kom'ist að, ef sótt er strax. Uppl. í versl, Visi, Laugaveg 1. Max Pemberton kom af veiðum í morgun. Spegillinn kemur út í fyrramálið. Tónlistarskólinn. Þeir nemendur, sem eiga eftir að sækja skólaskírteini sín, þurfa að sækja þau fyrir næstu helgi til gjaldkera skólans, til viðtals dag- lega kl. 6—7 e. h. í Smjörlíkisg. Smára, Veghúsastíg 5. er miðstöð verðbréfaviðskift- anna. MACHNIK HERMÁLARAÐHERRA í Tékkóslóvakíu ásamt Krejci hershöfðingja í líðskönnun. Hermennirnir, sem slanda í fylk- ingu, eru liðsforingjar, sem hafa nýlegalokið námi og æfingum. HIÐ ÍSLENSKA FORNRITAFÉLAG: Nýtt bindi er komið* Borgfirðinga sögur Hænsa-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungo^ B jarnar saga Hítdælakappa, HeiðaiAÁga saga,, Gísl þáttr Ulugasonar. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu uE CLVx363 blaðsíður, 5 myndir og 2 kort. Verð kr. 9.00 heft og kr. 15.00 í skinnbandi. Áður komu út Egils saga, Laxdæla saga, Eyrbyggja saga og Grettís saga. — ■ — Aðalútsala lökaverslBn Sigfúsar Eymgndssoiar. marg eftirspurðu eru loks komin aftur. K. Einarsson & Bjöpnsson* Bankastræti 11. Herbergi. Ágætt herbergi með ljósi, hita og ræstingu til leigu fyrir ein- hleypan karlmann, Ásvallagötu 77. Sími 3074. Efri liæðin i húsinu Tryggvagötu 43, áður Norðurstíg 4, er til leigu. Hent- ugt fyrir skrifstofur. Uppl. lijá Jóni & Steingrími eftir kl. 5. liaBBBBBniBBBOIBBEBD \ Húsnæði, i ■ ' B H B g 4 herbergi, eldhús, bað og ® H geymsla til leigu 1. okL h H H 165 krónur. — H Uppl. í síma 3838. '1 Skðla og skjalatösknr við allra hæfi. Vandaður frágangur.--------- ------------Verð frá 2.50. Húöðfærahösið. Gengið í dag. Sterlingspund kr. 22.15 Dollar — 4.81/2 [00 ríkismörk ....... — 184.91 — fr. frankar — 12.56 — belgur — 82-57 — sv. frankar — 108.28 — finsk mörk — 9-93 — gyllini — 260.06 — tékkósl. krónur .. — 16.98 — sænskar krónur .. — 114-36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.30 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason). 21.00 titvarpshljómsveit- in leikur. 21.30 Hljómplötur: And- leg tónlist. Pianókensta veitir Valgerður Einarsdóttfrt- Sóleyjargötu 13. Símí 3925 sem óskar að gera verslunar** störf að æfistarfi getur komist að sem yngsti maður við heílá- verslun hér í bænum. Eiginhandar umsókn Ieggist inn á afgr. blaðsins fyrir kl. S þ. 30 þ. m„ merkt: „123“. ÓDÝRTI Danskt rúgmjöl 0.141/. kgL Krydd allskonar,, Sláturgarn, Rúllupylsunálar:. Sími 2285. Grettisgölu 57- Njálsgötu 106 — Njálsgötu 14. Stormur verður seldur á morgun. Þaf5 lxirgar sig að láta 25 aura fyrir liann í þetta siim. — Fæst hjá Eymundsen. —Drengir komi 5 Hafnarstræti 16. — [TIUQÍNNINCAKl FILADELFÍA, Hverfisgötu 441 Samkoma i kvöld ld. 8Yz. Eric Ericson og Ivristín Sænrands lala. Allh’ velkomnir. (178S ÞÚ, sem tókst fótholtann á Laugavegi 44, skilaðu Iionum strax. Færð frest til kl. 12 i kvöld, annars tilkynt Iögregl- unni. Það sást til þín, svo þá sleppur ekki. (17&i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.