Vísir - 30.09.1938, Blaðsíða 1

Vísir - 30.09.1938, Blaðsíða 1
28. ár. Reykjavík, föstudaginn 30. september 1938. 229. A. tbl. Frú Guðrún Lárusdóttir og bindindisstarfsemin. Eg var á ferö austur í Árnes- sýslu laugardaginn 20. ágúst, það var bjart yfir héraðinu, fegurð og víðsýni blasti við augum inanns, en það var ó- venjulega kalt um þetta leyti árs, svo kalt að nærri lá að það setti i mann geig um það, að sumarið væri áförum, að þrátt fyrir sólskinið og fegurðina, væri þess skammt að biða, að hausta tæki — og vetur fylgdi á eftir. Eg kom við á fjölförnum stað, þar sem allmargt fólk var fyrir og ósjálfrátt fanst mér það tiltakanlega þögult og þungbú- ið, eg vissi ekki til að þvi yllu neinar sérstakar orsakir, fyrr en kunningi minn, sem þar var, laut að mér og spurði mig, hvort eg hefði heyrt tiðindin frá Tun'gufljóti, en svo var ekki og sagði hann mér þau, en eg vonaði i lengstu lög að mál- um væri blandað, svona væri það ekki stórt og alvarlegt, slysið, sem þar hefði átt sér stað, en þess var þvi miður skamt að biða að þessi voða- fregn væri staðfest, svo að ekki þýddi að efast. Og mér fanst syrta að, fegurðin ekki njóta sín og kuldinn aukast. Eg var einn á ferð og hafði góðan tima og næði til þess að hugsa., Mér flugu í hug fjöldi minn- inga frá störfum frú Guðrúnar Lárusdóttur eins og mér höfðu komið þau fyrir sjónir og eg kynst þeim um 30 ára skeið. Það fyrsta, er eg minnist að hafa séð ritað af Guðrúnu Lár- usdóttur var „Ljós og skuggar. Sögur úr daglega lífinu". 1. hefti kom út 1903 og e,g man að það var mörgum kærkomið. Þar kom i ljós, að sögurnar voru ritaðar af mikilli alvöru og einlægni og að höfuð-áhuga- mál höf. var trúin og bindind- ið, og mikil áhersla lögð á, að festa fólki það i hug hversu ör- stutt oft er milli ljóss og skugga. Eg man hvað þessar sögur höfðu mikil áhrif á mig og fleiri unglinga, er þær lásu. Eg skal ekkert dæma um gildi þeirra að öðru leyti, en eg get sagt það, að öll kynni mín af frú Guðrúnu sannfærðu mig um, að alvaran, sem kom fram í „Ljós og skuggar" einkendi lif frú Guðrúnar alla tíð, og að var til hins siðasta fulltrúi þeirra tveggja málefna, sem eg nefndi. Eg heyrði frú Guðrúnu fyrsta skifti flytja ræðu á útbreiðslu- f undi i Góðtemplarahúsinu, það var skömmu eftir að eg kom hér til bæjarins. Það var þá ekki mjög algengt að konur kæmu fram á opinberum fund- um og töluðu, því meiri eftir- tekt vakti það, þegar það sýndi sig að konur gæti verið mælsk- ar, rökfastar og einbeittar engu síður en karlmennirnir og það voru konur, sem börðust fyrir bindindismálinu, konur eins og t. d. ólafía Jóhannesdóttir og Guðrún Lárusdóttir, sem sýndu það, að einmitt konur geta unnið bindindismálinu og yfir- leitt öllum siðgæðis- og hug- sjónamálum ómetanlegt gagn. Það er vitað að hjónin i Ási unnu af alhug fyrir bindindis- málið, að þau voru alveg sér- staklega samtaka um það, og öll störf og áhugamál, að þau rituðu iðulega um bindindis- málið og voru boðin og búin til að vinna fyrir það alt það, er þau máttu, með hverju sem var, án tillits til annara skoðana. Mér er fullkunnugt um mörg dæmi, er sanna þetta mitt álit, þó eg sleppi að nefna þau hér að þessu sinni. En eg get ekki lokið svo þessum línum, að eg ekki minnist þess, sem mér fanst mest um vert um starf- sem Guðrúnar Lárusdótur fyrir þetta mál, en það var áhugi hennar og árvekni i daglegri starfsemi, og þó sérstaklega einbeitni hennar og þrautseigja í hennar trúnaðar- og fulltrúa- störfum. Eg hefi oft orðið þess var, að konur, sérstakle^ga hinar greindari og hugsandi, fylgdust vel með bindindisstarfsemi og jafnvel löggjöf um áfengismál og létu þau mál sig einna mest skifta, enda er það skiljanlegt, en eg held að fáar eða engar konur hafi jafn oft spurt mig og aðra, er verið liafa að starfa fyrir þau mál, um viðhorf þeirra og um framkvæmdir, hún leitaði upplýsinga um alt slíkt, hún benti á hvar væri þörf á starfi, og eg hygg það sannast mála, að nærri daglega hafi hún á einhverh hátt tekið þátt í eða verið starfa fyrir það. Og auðvitað hlaut hún með sin- ar gáfur og gerhygni og með sína starfsemi fyrir siðferðis- og hugsjónamál altaf að vera að rekast á það hvilikur þrösk- uldur áfengið er í vegi allrar heilbrigðrar og góðrar starf- semi, hvílíkt böl það er þjóðfé- laginu, og þessu lýsti hún líka oft. En fyrir utan dagleg störf og félagslegan áhuga, fékk frú Guðrúfi Lárusdóttir tækifæri til þess að vinna fyrir bindindis- og bannmálið, vegna sinna full- trúa- og trúnaðarstarfa og það gerði hún líka. Aldrei sýndi hún betur eða meir en þá, hve á- hugasöm hún var um þessi mál. Það var sama hvort hún starf- aði sem fátækrafulltrúi, bæjar- f ulltrúi eða alþingismaður: hún var altaf fulltrúi bindindis- málsins. Á Alþingi flutti hún frumvarp þing eftir þing um drykkjumannahæli, um um- bælur á áfengislöggjöfinni, um liærri styrk til Góðtemplara- reglunnar. I stuttu máli sagt, hún beitti kröftum sinum alls- staðar og ávalt fyrir þvi að hamla á móti áfengisnautn og fyrir því að draga úr þjáning- um þeirra, er mest liðu vegna þess og lækna þá, ef mögulegt reyndist. Drykkjumannahælið er ekki komið enn þá, þrátt fyr- ir áhuga og störf frú G. L., en varla verður þess langt að bíða, að það komi, og störf braut- ryðjendanna munu flýta fyrir því, að svo verði. Verði saga bindindisstarfseminnar á Is- landi einhverntima rituð rétt og ítarlega, þá mun starfsemi frú Guðrúnar getið að verðleikum. Hennar hefir þegar af mörgum verið minst, en mér fanst, að enn þá vantaði rödd eða raddir frá bindindismönnum og þótt eg ekki leldi mig rétta manninn til þess að minnast starfa henn- ar fyrir þetta mál, þá vil eg samt birta mín fátæklegu minn- ingar- og þakkarorð fyrir öll hennar góðu afskifti ,af þeim málum. Eg er þess fullvís að fjöldi templara og bindindis- fólks um land alt man störf frú Guðrúnar Lárusdóttur fyrir þetta mál, vita að málefnið hef- ir mikið mist og eg efast ekki um, að fjöldi af því fólki hefir þegar minst frú Guðrúnar Lár- usdóttur með kyrlátri þökk fyr- ir öll hennar störf fyrir bind- indismálið og sent ástvinum liennar hlýjar hugsanir þakk- láls huga. Og þeim, er ekkert annað bafa gelað sent eða gert í tilefni af hinu sorglega frá- falli mæðgnanna frá Ási, vildi eg mega benda á það, svo og öllum okkur, er unnum bind- indismálinu og langar til að vinna því gagn. Tökum okkur alvöru og einlægni frú Guðrún- ar Lárusdóttur svo óg starf- semi hennar fyrir þetta mál okkur til fyrirmyndar, vinnum öll betur en nokkuru sinni fyrr og vinnum öll að því sem fyrst að útrýma böhnu mikla, sem henni var svo ljóst hver vágest- ur var að verða þjóð vorri að nýju. Það er að heiðra minn- ingu hennar á viðeigandi hátt og það er áreiðanlega sam- kvæmt óskum hennar og vilja. Felix Guðmundsson. M.s. Ðronning Alexandrine fer mánudaginn 3. okt. kl. £ síðd. til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 á laugardag. Allar smærri sendingar og vörur til Vestmannaeyja þurf a að koma fyrir kl. 3 á laugardag. SkipaafgreiSsla JES ZIMSEN Tryggvagötu. Sími: 3025. RAFTÆKJA VIÐGERÐIR VANPAÐAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM BAHSKJAVEMLUN - BACVIBKJUN - VBCEROAITOPA Skrifstofur vorar eru fluttar í Kirkjuhvol við Kirkjutorg, 3. hæð Landssamband Iðnaðarmanna, sími 5363. ¦*• ' • • ¦ •¦ „ t','tL» ¦ il Samband melstara í byggingaiðnaði, sími 3232. Tilkynning. Eins og áður hefir verið auglýst geta þeir samlags- menn, sem ekki hafa notið hlunninda í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur sökum of hárra tekna, framvegis trygt sér þau hlunnindi, sem samlagið veitir, gegn því að greiða tvöfalt iðgjald og öðrum nánari skilyrðum skv. 24. gr. laga um alþýðutryggingar og samþykt stjórnar Sjúkrasamlagsins. Þeir sem ætla að nota sér þessi hlunnindi og hafa trygt sig í samlaginu samkv. ofangreindum skilyrðum fyrir 10. okt. n. k. verða undanþegnir biðtima, þ. e. geta öðlast full réttindi i samlaginu þegar í stað. Reykjavík, 28. september 1938. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. t .......... » Norðuríeröir Til og frá Akureyri alla mánudaga, þriðjudaga og fimtudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Odd- eyrar. BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS. — Bifreidastöd Steindórs. Sími 1580. Barnaskólinn í Skildinganesi Börn sem heima eiga í A morgun ilaugardaginn 1. október opna eg veitingastofu á Lauga- vegi 44. Þar verður selt fast fæði og einstakar máltíðir, kaffi, 61, gosdrykkir og sælgæti. Ennjfremur smu,rt brauð, frá 0.10—0.45: veislubrauð, snittur 0.25. Helga Marteinsdóttir Gærurog garnir kaupir Heildverslun Garðars Gíslasonar Sími 1500. Frá LangarnessKúlanam. öll börn, sem sækja eiga Laugarnesskólann í vetur, og ekki hafa stundað hér nám í september, mæti i skól- anum á morgun (laugardag 1. okt.) kl. ll/2 e. hád. LögboÖin læknisskoðun f.ec fram í skólanum sama dag frá kl. 2 og kostar 50 aura. Kensla í öllum bekkjum skólans hefst að nýju mánu- daginn 3. október. Jén Sigupdsson, skólastjóri. ææOTææææææææææææææææææææææ Vísis kaffid gepip alla glada. Skildinganess- og Grímstaðaholts-bygð, fædd 1925, 1926 og 1927 mæti við skólahúsið Baugsveg 7 Iaugardaginn 1. október kl. 9 fyr- ir hádegi. Yngri börn, skólaskyld, sem enn af ýmsum ástæðum ekki eru byrjuð nám í skól- anum mæti sama dag klukkan 11 f yrir hádegi. ARNGRÍMUR KRISTJÁNSSON. 0j 0j •eo«e 5c» RÍSGRJÓN , -fyripliggjancli-' Pl I ^ /\ KJ æææææææææææææææææææææææææs — Best ad auglýsa í VISI. - æææææææææææææææææææææææææ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.