Vísir - 01.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1938, Blaðsíða 2
2 Ví SIR Laugardaginn 1. október 1938, ■] VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400' Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sátt og sam- lyndi. 1F fregnum þeim, sem bár- “ ust frá útlöndum í gær, verður ekki annað ráðið, en að sáttmálanum um Tékkóslóvak- iu, sem gerður var i Munchen, hafi hvarvetna verið vel tekið. Frá þessu er þó vafalaust ein undantekning, því að ekki kem- ur til mála, að Rússum geðjist að þeim 'sáttmála. Samkvæmt fregnum þeim, sem frá Bretlandi bárust, virð- ast mákilokin í Munchen hafa vakið fádæma fögnuð þar í landi, og var Chamberlain tekið með „kostum og kynjum“ við heimkomu sína til Lundúna. Gegnir það þó nokkurri furðu, ef þessi fögnuður Breta er með öllu ósldftur, þvi að það er kunnara en frá þurfi að segja, að fyrri málamiðjunartillögur Breta og Frakka sættu mikilli gagnrýni þar í landi, og var þó í þeim miklu skemra gengið til móts við kröfur Þjóðverja, en samningar tókust um i Miin- chen. í fyrri tillögum Breta og Frakka, var gert ráð fyrir, að Þjóðverjar fengi aðeins þau af Sudeten-héruðunum án at- kvæðgreiðslu, þar sem þýsku- mælandi menn væri í yfirgnæf- andi meirihluta (70 af 100 eða fleiri), og voru þær þó taldar með öllu óaðgengilegar af ýms- um áhrifamönnum i breskum stjómmálum, svo sem íhalds- mönnunum Cliurchill og Eden, Sinclair, foringja frjálslynda flokksins, og af öllum verka- mannaflokknum með Attlee í broddi fylkingar. Nú er talið að samkomulag hafi orðið um það i Múnchen, að Þjóðverjar fái án atkvæðagreiðslu öll þau liéruð, þar sem þýskumælandi menn eru fleiri en 50 af 100 og að þjóðaratkvæði eigi að fara fram i öðrum héruðum, þar sem Þjóðverjar em jafnvel í minni- hluta, þannig er t. d. frá sagt i fréttaskeytum Alþýðublaðsins frá fréttaritara þess i Englandi, sem vera mun blaðamaður við aðalblað verkamannaflokksins breska, og er ekki annars getið en að verkamannaflokkurinn Iáti sér það vel Iíka. Virðist fréttaritariim jafnvel líta svo á, að Hitler hafi „slegið af“ kröf- u m sínum með þvi að „ganga að þessu samkomulagi“. Og yf- irleitt virðist að svo stöddu rikja sátt og samlyndi um úrslitin i Múnchen meðal breskra stjórn- málamanna, þó að á því kunni að verða breyting þegar frá líð- ur! Samkvæmt sáttmálanum í Mtinchen eiga Bretar og Fralck- ar að einhverju leyti að hafa hönd í bagga með afhendingu Sudetenhéraðanna í hendur Þjóðverjum og um ákvorðunj hinna nýju landamæra milh Tékkóslóvakiu og Þýskalands, og eins um það, hvar atkvæða skuli leitað um ^meiningu við Þýskaland í öðrum héruðum Súdeta en þeim, sem þegar í stað á að láta af hendi, og vafa- laust má það teljast vel ráðið og liklegt til þess að forða frá á- rekstrum. En þó má ef til vill telja það ekld minstu máli skifta, að samkomulag náðist um það, að fresta samningum um landakröfur Pólverja og Ungverja, og greina þá þannig frá samningunum við Þjóð- verja. Það er nú hinsvegar auðsætt af öhu þessu, að sú fullyrðing Chamberlains, að Hitler mundi geta fengið framgengt öllum þeim ki-öfum sínum, sem liann teldi mikilvægar, án þess að grípa til örþrifaráða, liefir reynst á rökum bygð, Ef th vill hefði Iiitler helst kosið það, að koma sínu fram þannig, að hann þyrfti hvorki að spyrja „kong eða klerk“, eða án allra samninga, og slikt hið sama fyrir hönd Ungverja og Pól- verja. En þó að hann hafi að því leyti brotið nokkuð odd af oflæti sínu, þá virðist hann vel mega við það una. Og ef allir aðrir geta unað þessum úrslit- um hið besta, eins og allar lík- ur virðast benda til, þá er held- ur ekkert um að sakast. Hlutavelta sjálfstæðismanna Hin át-lega hlutavelta Sjálf- stæðismanna í Reykjavík fer fram næstkomandi fimtudag, þ. 6. þ. m., að líkindum í K.R.-hús- inu. Allur ágóði rennur hl þess að gera endurbætur á skemtistað sjálfstæðismanna að Eiði, t. d. til nýbygginga o. þ. h. En mik- ið fé þarf til þess að koma þessu í framkvæmd og þess því vænst, að konur og menn leggi svo af mörkum, sem hver getur. Eiði er besti útiskemtistaður í nágrenni Reykjavikur og er fram líða stundir mun hann einnig verða skemtistaður alha Reykvíkinga. Um þessar mundir er verið að safna munum á hlutaveltuna og eru það tilmæli vor til allra, er til verður leitað, að þeir leggi sinn skerf og verður alt jafn vel þegið, smátt og stórt. Skrifstofa Yarðarfélagsins tekur og við gjöfum, en allar upplýsingar er að fá í síma 2339. Hlutaveltunefndin. Nœturlæknir í nótt. Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sími 3925. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Næturlæknir aðra nótt. Grimur Magnússon, Hringbraut 202, sími 3974. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Helgidagslæknir. Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951 • KAUPENDUR VÍSIS. Tilkynnið bústaðaskifti! Barnasamkoma verður kl. 2 á morgun hjá Heima- trúboði leikmanna, Bergstaðastræti 12 B. Magnús Pétursson bæjarlæknir, er fluttur á Klapp- arstíg 29. Verslunin Foss, sem verið hefir á Laugaveg 12, er nú flutt þaðan á Hverfisgötu 39 (hús Ámunda Árnasonar), þar sem eru mikið betri og stærri húsakynni. Pólverjar senda Tékkum úrslitakosti. Pólski herinn teknr Tesohen með valdi, ef viðnnandi lansn fæst ekki. Rnssland hótar Pólverjmn ófriði grípi Jeir til ofheldisverka. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Þær fregnir berast í morgun frá Warsjá aS miklar æsingar séu nú víðsvegar í Póllandi gegn Tékkóslóvakíu, enda hafa Pólverjar orðið fyrir miklum vonbrigðum út af því að deilan um Teschenhéraðið var ekki útkljáð á fjögra velda ráðstefnunni í Munchen. Pólska stjórnin hefirsent stjórn Tékkóslóvakíu úr- slitakosti og hefir krafist svars hennar fyrir kl. 2 í dag, en hótar því að pólskur her taki Teschen- héraðið með valdi nema því að eins að fullnægj- andi lausn fáist á deilu- málum þjóðanna. Við- horfin vegna þessa þátt- ar deilumálanna er mjög ískyggilegt, sökum þess að ráðstjórnin í Moskva hefir aðvarað pólsku stjórnina, og lýst yfir því, að ef Pólland gripi til of- beldisráðstafana í garð Tékka þá munu Rússar fara með ófriði á hendur Pólverjum, og verði þeir ábyrgir fyrir öllum þeim affeiðingum sem af því hljótast. United Press. RYDZ-SMIGLY marskálkur, yfirhershöfðingi Póllands. London, kl. 2 e. h. Frá Prag berast þær fregnir, að stjórn Tékka hafi gengið að kröfum þeim, sem Pólverjar settu fram í úrslitakostum sínum, og hafi fallist á að Pólverjar tækju Teschen á sitt vald nú í dag. United Press. Þýski herinn leggur af staö til Sudeten-héraöaiina kl. 2 í dag. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Berlín er símað, að þýski herinn muni halda í smá- fylkjum inn í Súdetenhéruðin strax upp úr hádeginu í dag til þess að taka þau héruð friðsamlega í sínar vörslur, sem Tékkum var gert skylt að afhenda Þjóðverjum, samkvæmt fjögra velda sáttmálanum í Munchen. Hitler kem- ur til Berlínar í dag og er geysimikill viðbúnaður þar í borg til þess að innreið hans geti orðið sem hátíðlegust og eru öll hús fánum skreytt og þúsundir veifa blakta þvert um göturn- ar honum til heiðurs, sem „bargvætti friðarins“. London kl. 10.35. Frá Linz kemur sú fregn, að opinberlega hafi það verið tilkynt, að þýski herinn hafi fengið skipun um að halda inn í Súdeten-héruðin kl. 12 í dag (ísl. tími). United Press. Samningar Chamberlains og Hitiers. EÍNKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gær. Frá Munchen er tilkynt að Chamberlain og Hitler hafi undirritað sameiginlega yfirlýsingu þess efnis, að þeir hafi ákveðð að halda áfram tilraunum sínum til þess að útrýma öllum ágreiningi innan álfunnar, sem getur orðið friðinum hættulegur. Áður en Chamberlain hélt heimleiðis ræddust þeir við í tvær klukkustundir, en að viðræðunum lokn- um, gáfu þeir út yfirlýsingu þessa og undirrituðu hana báðir. Þær fregnir berast einnig frá MUnchen, að Chamberlain hafi látið í Ijós, að þýskar herdeildir myndu halda inn í Súdeta- héruðin seinni hluta laugardagsins eða um kvöldið. United Press. Chatnberlain heim- sækir Mussolini. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Talið er í London, að Chamberlain muni, að af- loknum fundum breska þingsins í næstu viku fara í skemtiferð til Miðjarðarhafslandanna og muni þá nota tækifærið til þess að heimsækja Musso- lini og ræða við hann um samninga Englands og ítalíu, og önnur þau mál, er varða sambúð þjóðanna. United Press. Tékkar fallast á fjögra velda sáttmálann. EINIÍASKEYTI TIL VÍSIS. London í gær. Tékkneska sendiráðið í Lon- don tilkynti bresku ríkis- stjórninni að undirlagi stjórnar sinnar, að hún hefði gengið að sáttmála fjögraveldaráðstefn- unnar fyrir sitt leyti. I Prag var það opinberlega látið í ljós, að stjórnin hefði ekki átt annars úrkostar, en að ganga að sáttmálanum, með því að boð þau, sem honum fylgdu frá hendi Englendinga liafi verið þannig, að þau hefðu verið einskonar úrslitakostir frá þeirra hendi. Stjórnin í Prag fékk aðeins nokkurra stunda frest til að taka ákvörðun sína, og hún beygði sig fyrirofurveldi þeirra fjögra ríkja, sem að sátt- málanum stóðu. Vakti samþykt stjórnarinnar mildar æsingar í Tékkóslóvakíu, og voru menn mjög vonsviknir yfir úrslitun- um. Jan Syrovy forsætisráð- herra nýtur fylsta stuðnings hersins, og hefir til þessa tekist að halda uppi fullri kyrð í land- inu. United Press. JAN SYROYY forsætisráðherra Tékka. Nýju dansarnir. Viðtal viö frú Rigmor^Hanson. Frú Rigmor Hanson er nú byrjuð að kenna dans í K. R.- húsinu. Er frú Hanson í alþjóðadanskennarasambandinu, eða öllu heldur þeirri deild þess, er hefir aðsetur sitt í Danmörku og fær bréf og myndir af öllum dansnýjungum jafnskjótt og þær verða til. Vísir hitti frúna að máli í gærdag og spurði liana um dans- kenslu liennar í vetur: Eru nýju dansamir skemti- legir í ár? Já, og að meira en einu leyti: Sporin sjálf eru auðlærð, létt og skemtileg, en þar að auki eru dansarnir þannig gerðir, að menn eiga að dansa þá sam- taka, þ. e. a. s. að allir taki sömu spor í einu, líkt og þegar menn dansa gömlu dansana, en slík samtök skapa ánægjulegan samhug hjá dansendum. Eru þeir margir? Þrír, Lambeth Walk, Palais Glide og Velita. Sem stendur er Lambeth Walk mest notaður og hefi eg því Iiug á að gefa unga fólkinu hér, sem hefir löngun til að læra hann, tækifæri til þess sem allra fyrst. Hvernig hafið þér hugsað yð- ur að koma því við? Með því að stofna sérstakt námskeið (óviðkomandi venju- legu mæfingum skólans), þar sem eingöngu nýju dansamir verða kendir, og mun eg þá fyrst taka Lambeth Walk fyrir. 'Æfingar þessar verða væntan- lega á sunnudagskvöldum kl. 9 í Oddfellowhúsinu, og fyrsta æfingin þvi annað kvöld, sunnu- dag 2. okt. Ætlið þér þá ekki að kenna nýju dansana í æfingum skól- ans? Jú reyndar, en á þeim æfing- um, sem eru á þriðjudagskvöld- um í K.R.-húsinu, munu nýju dansarnir verða kendir með eða samhliða frumdönsunum (Vals, Fox-trot og Tango), en aðalá- herslan lögð að fólk læri frum- dansana til hlýtar, því að þeir eru altaf eins, og hafa því þeir, sem þá nema, varanlegt gagn af þeim. En það hafa menn ekki af nýju dönsunum? Sjaldan eða aldrei. Sérstök undantekning er Rumba, sem Frh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.