Vísir - 01.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 01.10.1938, Blaðsíða 3
Laugardaginn 1. október 1938. VlSIR 3 Einn af kunnnstu leiklistarfrömuOom Dana heimsækir Island. R'Ieðal farþega á m. s. Dronning Alexandrine síðast var hirin viðkunni danski leikari, Svend Aggerholm, sem er hingað kominn ,á vegum danska fræðslumálaráðuneytisins til þess að lesa upp úr skáldverki merks dansks höfundar, Paludan- Miiller. Allir íslendingar, sem dvalist liafa í Danmörku, vita hversu miklum vinsældum Svend Aggerliolm og frú lians, Ellen Aggerliolm, njóta fyrir list sína, en mörgum Islending- um öðrum er vel kunnugt um leiklistarstarf þeirra. Munu allir hér, sem leiklist unna, og margir fleiri, fagna yfir því, að Svend Aggerholm átti kost á því að koma hingað, til þess að halda fræðslu- og upplesturskvöld. Tíðindamaður Vísis átti viðtal við hann i gær i bústað sendiherra Dana, þar sem hann býr meðan hann dvelst hér. Mér liafði lengi leikið hugur á því að koma til íslands, sagði Svend Aggerholm, og kynnast landi og þjóð. Vitanlega liefði eg helst kosið að koma á hent- ugri tíma, til þess að sjá landið i sumarskrúða sínum, en vegna upplesturskvölda minna varð það að ráði, að eg kæmi á þess- um tíma. Því miður var ekki heiðskírt veður, er við komum upp undir land, þvi að þoka byrgði alla útsýn, en þegar skip- ið var lagst við Vestmannaeyjar létti þokunni, og vakti það mikla hrifni mína, að sjá eyj- arnar og klettana, og fékk þá fyrstu kynni af mikilfenglegri náttúru íslands. — Teljið þér kynni Dana af íslandi fara vaxandi? — Eg lield, að Danir yfirleitt líti svo á, að sambúð íslands og Danmerkur sé liin ákjósanleg- asta, og gagnkvæin velvild sé ríkjandi og vaxandi skilningur. Kristján konungur er í allra augum konungur Danmerkur og konungur Islands og það kemur fram við ótal tækifæri. Þannig er þess skemst að minnast, að er Thorvaldsens- hátiðin var haldin íKaupmanná- höfn fyrir skemstu, var blóm- sveigur frá konunginum lagð- ur á gröf Thorvaldsens, prýdd- ur fánalitum Islands og Dan- merkuí. — Hvaða efni takið þér lil meðferðar á upplestrar- og fræðslukvöldum yðar hér? — Það verður „Adam Homo“, hið mikla verk Fred- erik Paludan-Muller. Eg mun rekja efni þess með orðum skáldsins eftir því sem unt er og lesa upp kafla úr þvi. Fyrsti upplesturinn verður í Odd- fellovvhöllinni kl. 3 á sunnudag næslkomandi og svo mánudag, miðvikudag og fösludag í næstu viku, alla dagana kl. 5%. — Hafið þér fengið nokkur kvnni af íslenskum bókment- um? — Mér er ánægja að minnast þess, að einn af mínum gömlu, góðu kennurum var dr. Valtýr Guðmundsson. Hann kendi okkur norrænu og fór gegnum Gunnlaugs sögu Ormstungu með okkur. Dr. Valtýr var ágæt- ur kennari. — Viljið þér segja mér dálitið um leikstarfsemi yðar? — Eg byrjaði að leika á Dag- marleikhúsinu, sem nú er ekki lengur til, og lék þar i leikrit- um eftir Björnson, Ibsen, Sudermann o. fl. víðkunna höf- unda. Þar lék eg móti Betty Nansen og Önnu Larsen m. a. Síðar lék eg í Folketeatret og þar kyntist eg fyrst konu minni. Við lékum þar saman í Alt Heidelberg. Fyrir 2—3 árum lékum við saman í leilcritinu „The passing of the tliird floor back“, eflir Jerome K. Jerome. „Kvistværelset til Gaarden“ kallaði eg það i þýðingu minni. Við sýndum það í Folketeatret og Odense teatret við góðar undirtektir. — Þér liafið að sögn mikinn áhuga fyrir Charles Dickens og verkum hans og hafið lesið upp úr þeim víða í Danmörku? Svend Aggerliolm sýnir tið- indamanninum eintak af tima- ritinu Dickensian, sem hefir verið gefið út í hartnær 34 ár af Tlie Dickens Fellowship, en það er félagsskapur, sem hefir að markmiði að halda í heiðri minningu Charles Dickens og auka þekkingu á verkum lians og starfa i anda hans. — Þessi félagsskapur er vit- anlega langútbreiddastur meðal enskumælandi þjóðanna, i Bretlandi og um alt Bretaveldi og i Bandaríkjunum. Mér finst það gleðilegt, að i Danmörku skuli vera deild i þessurn félags- skap. Danmörk er eina landið, utan landa enskumælandi þjóð- anna, þar sem Iiefir verið stofn- uð deild í þessum félagsskap. Bar nú litils háttar á góma hvort hér muridi vera nægilega margir aðdáendur Dickens til Svend Aggerholm í „Ókunni maðurinn“. þess að taka þátt i starfi þessa félags sem deild og kom þá fram, að þetta hafði litillega borið á góma milli hr. Agger- holms og Ragnars E. Kvarans formanns Leikfélags Reykja- víkur, en þeir hittust i Kaup- mannahöfn. Var hr. Aggerholm það sýni- lega ánægjuefni að lieyra, að hér eru margir aðdáendur Dickens og að sum verka hans hafa verið þýdd á íslensku, og ennfremur, að margir liafa kynst þeim á frummiálinu og þýðingum á Norðurlandamál- um. Væri óskandi, að lir. Agger- liolm sæi sér fært að lesa eina kvöldstund upp úr verkum Dickens, áður en hann fer héðan. Barátta stórveldanna um áhrifa- aðstöðuna í suðausturhluta álfunnar. Stórveldin hafa alt af lát- ið sig miklu skifta Dónár-ríkin og Balkanríkin. Flest stórveld- anna hafa mannsaldur eftir mannsaldur reynt að treysta þar aðstöðu sína til þess að hafa mest áhrif, vegna viðskiftalegra eða hernaðarlegra hagsmuna, eða hvorttveggja. Og það er eigi hvað minst með tilliti til hags- muna stórveldanna í þessum löndum, sem hin miklu átök eiga sér stað, nú í álfunni, átök, sem — er þetta er skrifað — virðast ætla að hleypa öllu í bál og brand, því að baráttan um Tékkóslóvakíu er ekki aðeins um það, að Þjóðverjar fái Sú- detahéruðin, hún er einnig und- anfari úrslitabaráttunnar um það, hvert stórveldanna eigi að hafa besta áhrifaaðstöðu í suð- austurhluta álfunnar. Þjóðverjar sækja austur á bóginn, og á þeirri sókn hefir borið þvi meira, sem þeir hafa náð sér betur eftir heimsstyrj- öldina. Jafnframt hefir áhrifmn Frakka í þessum hluta álfunnar hrakað. Þeir hafa reynt að treysta þessa aðstöðu sína á ný. Og Bretar hafa með fjárhags- og viðskiftalegum ráðum reynt að treysta sín áhrif og þá um leið Frakka, til þess að draga úr áhrifum Þjóðverja, en hér koma ekki eingöngu viðskifta- hagsmunh' í suðausturliluta álf- unnar til greina, þvi að Bretar vita vel, að Þjóðverjar ætla sér lengra austur. Þvi að til Austur- landa er einnig leið yfir suð- austur-Evrópu. Hitt er annað mál, að Bretar vilja í lengstu lög forðast styrjöld, og munu Nýstárleg skákkeppni. Austurbær á móti Vesturbæ. iSvend og Ellen Aggerholm í „ókunni maðurinn“. Taflfélag Reykjavikur er að byrja vetrarstarfsemi sína, sem verður lialdið uppi í K.R.-hús- inu, eins og siðastliðinn vetur. Til þess að byrja starfsemina svohtið myndarlega, liefir verið ákveðið að framkvæma hug- mynd, sem lengi liefir verið höfð á prjónunum, þó aldrei yrði úr framkvæmd fyrri. — 'Sú var tíðin að allmikill rígur var milli Austur- og Yesturbæj- ar og stappaði nærri að í hart færi, einkum lijá yngri kynslóð- inni. Nú er það enganveginn til- gangurinn að stofna til shkra illviga, en kepni sem þessi, eink- um á svo lítt blóðugum vett- vangi sem skákborðinu, getur verið mjög ánægjuleg, og ef vel er til vandað, blátt áfram spenn- andi. Kepninni verður þannig hag- að að 10 menn tefla fyrir hvorn bæjarhlutann og er þeim raðað niður við borðin, að visu nokk- uð af handahófi. Teflir 1. borðs maður Auslurbæjar við 1. borðs mann Vesturbæjar, og svo koll af kohi. Fyrir Austurbæinn tefla: 1. Jón Guðmundsson. 2. Eggert Gilfer. 3. Árni Snævarr. 4. Steingr. Guðmundsson. 5. Magnús G. Jónsson. 6. Benedikt Jóhannsson. 7. Eyþór Dalberg. 8. Jóhann Jóhamisson. 9. Gústaf Ágústsson. 10. Hermann Jónsson. Varamenn: Guðm. Ágústsson og Kristján Sylveríusson. Fyrir Vesturbæiim tefla: 1. Baldur Möller. 2. Einar Þorvaldsson. 3. Ásm. Ásgeirsson. 4. Brynjólfur Stefánsson. 5. Sturla Pétursson. 6. Áki Pétursson. 7. Hafsteinn Gíslason. 8. Guðmundur Ólafsson. 9. Magnús Jónasson. 10. Egill Sigurðsson. Varamenn: Sigurður Jónsson og Guðm. S. Guðmundsson. — (Sigurður sendir son sinn, Egil, út á vígvöllinn fyrir sig, en mun reiðubúinn að hlaupa i skarðið, ef mikils þarf við). Eins og sjá má af þessu eru það einvalalið, sem eigast við og munu hvorir tveggja berjast til síðasta blóðdropa (peðs) fyr- ir heiðri síns „föðurlands“. — Austurbærinn er að visu stór og voldugur og málsvarar hans ekki árennilegir, en Vesturbær- inn mun gera sitt, þó lítill sé, lil að sigrast á nábúunum hinu megin við tjörnina. — Leik- stjóri verðiu' Pétur Sigurðsson háskólaritari og er það vel til fundið, þar eð hann býr fyrir miðri Tjörninni og mun því á hvorugan halla. Kepnin fer frarn á morgun uppi i IÍ.R.-húsinu og hefst kl. 1 e. li. — Heilir liildar til! I B Ú Ð Tilboð óskast í þriggja her- bergja ibúð með öllum þægind- um fyrir fámenna fjölskyldu aðeins. Tilboðin sendist í póst- hólf 572. fara sárnauðugir í styrjöld, nema tilvera breska heimsveld- isins sé í hættu. Baráttan um að hafa bestu viðskifta- og stjórnmálaaðstöðu í suðausturhluta álfunnar hefir margsinnis leitt til alvarlegra árekstra og stundum styrjalda. Svo mun enn verða, að flestra áliti, livort sem það dregst eða deilan um Tékkóslóvakiu verð- ur uppliafið. Frá því ái'ið 1919 höfðu Frakkar besta aðstöðu til þess að hafa áhrif á gang mála í mörgum þessara landa og var svo um nokkur ár. Þýskaland var lamað eftir styrjöldina. Frakkar studdu í livivetna Litla bandalagið — Júgóslaviu, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu — en þessi 3 ríki fengu sneiðar af löndum lrimia sigruðu. — Bandalagið var stofnað til þess að halda Ungverjum í skefjum. Austui’ríki og Ungverjal. voru slitin úr tengslum og voru nú, að þvi er virtist, smáríki, sem engin hætta gat stafað af. Á- lxrif Frakka voru og mjög sterk í Póllandi. Þeir lánuðu þeim ó- grynni fjár til þess að koma sér á laggirnar, hernaðarlega og á annan hátt, og hið liemaðarlega skipulag Póllands og Tékkósló- vakiu er verk franskra her- málasérfræðinga. Það yrði of langt mál að rekja í stuttri grein, en smám saman breytt- ist þetta alt Frökkum mjög í ó- hag. Þjóðverjar verða æ vold- ugri á ný, eftir að Hitler og naz- istar eru komnir til valda. Sam- vinna tekst með ítölum og Þjóðverjum. Pólverjar hallast að Þjóðverjmn og Júgóslavar og Italir sættast — að minsta kosti á yfirborðinu. Tékkar og Rúmenar eru þó Frökkum tryggir og Frakkar og Rússar gera með sér sáttmála, en að- staða Rússa veikist vegna „blóðaldarinnar“. — Heildarút- koman er sú á síðari árum, að áhrifa Þjóðverja gætir æ meira, en aðstaða Frakka veikist. Og fyrir nokkru fór að bera á þvi, að Bretar hefði sannfærst um, að þeir yrði að treysta aðstöðu sína austur þar áður of seint yrði og hnekkja áhrifaveldi Þjóðverja i þessum löndum. Stórveldin hafa öll haldið því fram — nú sem endranær — að þau beri liagsmuni þessara rikja fyrir brjósti, að þau miði að þvi að styðja þau stjóm- málalega og á annan hátt. Þau liafa komið fram eins og læri- meistarar við nemendur, læri- meistarar, sem hafa áhuga fyrir að nemendui'nir ná sem mestum þroska, en verði að trúa þvi að þeim sé fyrir bestu að lriíta á- fram leiðsögn lærimeistaranna. Viðliorfið hefir smám' saman verið að breytast, sem fyrr var að vikið, vegna vaxandi veldis Þjóðverja og álirifa, og einkum í seinni tið, og jafnvél frá því siðari hluta vetrar er margt þessu viðkomandi gerbreytt. Aðstaðan er orðin önnur nú en þegar Þjóðverjar fóru með lier sinn inn í Austurríki (10. mars) og sameinuðu landið Þýskalandi. Árið 1932 var hinni svo köll- uðu Tardieu-áætlun komið i framkvæmd (kend við franska stjórnmálamanninn Tardieu). Samkvæmt henni komst á við- skiftaleg samvinna milli Litla bandalagsríkjanna og ná- grannalandanna. Bygðist hún á gagnkvæmum tollaívilnunum og erlendum lánveitingum. Á- form í þessa átt voru studd af Frökkum, Bretum og Rússum, og einn þeirra manna, sem þar til alt að því fyrir tveimur ár- um, vann mikið að þvi að hald- ið yrði áfram i sama dúr, var Milan Hodza, forsætisráðlierra í Tékkóslóvakiu (þar til Jan Syvory hershöfðingi tók við völdum vegna yfirvofandi inn- rásar Þjóðverja). Á undanförnum mánuðum hefir komið æ berara i ljbs, að um leið og Þjóðverjar voru að vhma á í viðskiftasókn sinni í suðausturliluta álfunnar, styrktist aðstaða þeirra til efl- ingar stjórnmálalegum áhrif- um sínum þar. Þjóðverjar kaupa mikið af framleiðslu Dónárríkjanna og Balkanríkj- anna og hafa stöðugt aukið þau kaup að undanförnu, en það sem Frakkar og Bretar liafa því stefnt að i seinni tið, er að auka viðskifti sín við þessi sömu lönd. Og það er margt sem bendir til, að einn liður- inn i þessari togstreitu um við- skifta- og stjórnmálaáhrif i Suðaustur-Evrópu, sé, að Bretar liafa lánað Tyrkjum 16 miljón stpd. til vígbúnaðar. Og það er einnig vitað, að enskt fjármagn stendur á bak við hin miklu flotaáform Rúmena á Svarta- liafi, en þar ætla þeir að kom sér upp öflugri flothöfn. Þá ætla Bretar sér ekki að láta Þjóðverja sölsa undir sig yfir- ráð yfir oliulindum Rúmeniu, sem ýmsir telja að Þjóðverjar liafi augastað á. En hvort Bret- ar eða Þjóðverjar sigra i þess- ari kepni verður ekki um sagt. Til þess að Bretar sigri verða þeir að koma þvi til leiðar, að Þjóðverjar verði ekki framveg- is aðalkaupendur útflutnings- framleiðslunnar i þessum lönd- um. Bretar geta tekið við miklu sjálfir og bandamenn þeirra, en geta þeir tekið við nógu miklu? Skilyrði til gagnkvæmra við- skifta Þýskalands og rikjanna i suðausturliluta álfunnar eru góð. Og samkvæmt þýskum skýrslum keypti Þýskaland (að meðtöldu Austurriki) eða Stóra Þýskaland, árið 1937 33% af öllum útflulningsafurðum Búlg- ara, Ungverja, Júgóslava og Rúmena, en auk þess mikið af framleiðslu Tékka og Pólverja. Þessar tölur eru miklu hærri en árin á undan, en þær sýna glögt hvert krókurinn hefir beygst. Kominn heim Eyþör Gannarsson læknir EE3 11 zaaiT’i i Súðin austur um land þriðjudag 4. okt. Tekið á móti flutningi fram til hádegis í dag og á mánudag fram til kl. 10 /2 árd. Pantaðir farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtferð. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.