Vísir - 03.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 03.10.1938, Blaðsíða 3
VÍSIR Innflutning á matvöru veröur að gefa frjáisan. Stjórnin Iiefir yerið að reyna að halda því fram í blaði sínu undanfarna daga, að Norður- lönd öll liafi verið jafn illa birg af matvælum og Islendingar. Með því á að afsaka þá háska- legu þurð af erlendum matvæl- um, sem hér er. En fulhjrðing þessi er röng. Hún er annað- livort sett fram gegn hetri vit- und eða af einstöku þekkingar- leysi, sem um leið sýnir hið dæmafáa blygðunarleysi stjórn arhlaðanna í því, að nota öll meðul til að afsalca og bera i bætifláka fyrir afglöp stjóm- arinnar og þá einkum fjár- málaráðherra. Hið sanna er að öll Norðurlönd, að íslandi einu undanskildu, eru vel birg af matvælum, sérstaklega þó Nor- egur og Svíþjóð. Fyrir stjórn- ina hlýtur það að koma úr hörðustu átt, að útvarpið flutti þá fregn fyrir nokkrum dög- um, að hin tvö ofangreindu lönd séu óvenjulega vel birg af malvörum og öðrum nauðsynj- um. — Islenska stjórnin getur ekki velt af sér ábyrgðinni með þvi að láta blöð sín flytja fá- víst slúður um matvælaþurð hjá öðrum þjóðum. Hefði styrjöld brotist út síð- astliðinn laugardag, var alt út- lit fyrir að afleiðingamar af ráðsmensku s'tjórnarinnar hefðu orðið liinar ægilegustu fyrir þjóðina. Um tveggja ára skeið hefir fjármálaráðherra látið skera svo niður matvöru- innflutning til landsins, að all- ar birgðir eru þrotnar og þjóð- in fær matvöruinnflutning af svo skornum skamti, að hún verður i þessu efni að látahverj- urn degi nægja sina þjáningu. Þar að auki er ástæða til að ætla, að úthlutun til innflytj- enda sé dregin i lengstu lög, með þvi að afhenda þeim ekki leyfi, sem þeim eru ætluð. Hver ber ábyrgð á þessum óverjandi ráðstöfunum? Hver hefði ver- ið fær um að bera ábyrgð á afleiðingum þessara ráðstaf- ana, ef til styrjaldar hefði dreg- ið? — I landinu eru engar birgðir af matvörum. Mönnurn er bannað með lögum að flýtja þær til landsins fyr en þeir fá í hendurnar leyfi til innflutn- ings. Og leyfin eru slundum geymd og gleymd í skrifstofu gjaldeyrisnefndar. Tveim dög- um áður en líklegt var að ó- friður mundi brjótast út, var engan sylcur að fá i höfuðstað landsins. Allar birgðjr þrotnar en leyfin ókomin. — Þegar svo stjórnin sér fram á liversu hræðilegum afleiðingum af- glöp hennar geta valdið, lileyp- ur hún til og biður menn að panta rúgmjöl og haframjöl. En þá var ástandið orðið svo erlendis, að þessar vörur voru hvergi fáanlegar. Aðrar þjóðir höfðu þegar bannað útflutning á þeim. Þetta ráðlausa fálm stjórnarinnar mun mörgum verða minnisstætt og sýnir bet- ur en nokkuð annað, að þjóðin má vera þakklát fyrir að þurfa ekki að horfast í augu við erf- iðleika styrjaldar með núver- andi stjórn við stýrið. Hinir örlagaþrungnu dagar siðustu viku ættu að hafa kent mönnum það, að innflutning- ur matvöru verður að vera frjáls. Innflutningur þessarar vöru á ekki að vera háður skömtun. Þjóðin neytir ekki meira rúgmjöls þótt innflutn- ingurinn sé frjáls, en sá er munurinn að innflytjendurnir geta með frjálsum innflutningi kejrpt vöruna þegar best hent- ar, sætt lægsta verði og flutt liana inn eftir þörfum fólksins. Nú geta menn ekki fest kaup á neinum vörum fyr en þeir hafa fengið i n n f 1 u t n i n gsl eyf i n hendurnar og ber öllum sam- an um það, að þetta valdi miklu tjóni i lakari innkaup- um en hægt væri að gera ef menn væri sjálfráðir. Meðan að þjóðinni eru ekki skamtaðar hinar erlendu mat- vörur, en þær eru hins vegar fluttar inn eftir þörfum, er engin skynsamleg ástæða fjrrir því að hafa vörur þessar háð- ar innflutningsleyfi. Matvæla- öryggi þjóðarinnar er i hættu meðan ekki er úr þessu bætt Það er því krafa alþjóðar, að innflutningur sé nú þegar gef- inn frjáls á allri mjölvöru, kaffi og sykri. lnnflutnings- bann á þessum vörum er eng- in nauðsyn. Það getur verið stórhættulegt þjóðarheildinni. Þessi krafa verður ekki lát- in niður falla fyr en henni er fullnægt. Óverjandi vinnubrögd á skrifstofu gjaldeyris- nefndar. Eftirfarandi bréf hefir Vísir fengið frá mikilsmetnum kaup sýslumanni hér í bænum. Það er mjög athyglisvert og vill blaðið gjarnan fá slík bréf frá fleirum, sem líka sögu hafa að segja. Bréfritarinn skrifar svo: „Ástæðan til að ég rita blað- inu þessar linur, er sú, að ég hefi orðið þess var, að almenn- ingur yfirleitt hefir ekki hug- mynd um þá sérstöku erfiðleika, sem innflytjendur hafa við að búa i viðskiftum sínum við gjaldeyrisnefnd. Sú barálta er barátta einstaklinganna fyrir tilveru sinni og sinna. Líklega er engin nefnd hér á landi jafnvoldug og gjaldeyrisnefnd- in, að því leyti að hún getur haft i liendi sér lífsafkomu fjölda landsmanna. Margir eru því í stöðugum ótta við ákvarð- anir og ráðstafanir þessarar voldugu nefndar. Eg liygg, að það veki furðu hjá fleirum en mér, livernig „viðskiftamenn“ nefndarinnar, innflvtjendurnir eru meðhöndlaðir. Það á hvergi sinn líka. Það er bók- staflega farið með þá eins og þeir væru betlarar að biðja um ölmusu, en ekki menn, sem hefðu einhvern móralskan og lagalegan rétt. Umsóknum þeirra er oft alls ekki svarað. Stundum kemur svar eftir 4— 6 mánuði. Eg sendi eitt sinn nefndinni erindi, sem var fyr- ir mig afar mikilsvarðandi fjárliagslega. Eg fékk ekkert svar. Eg talaði við formann- inn. Hann lofaði öllu góðu, en ekkert svar kom. Annað við- tal. Sami árangur. Loks þegar eg hafði sent öllum nefndar- mönnum afrit af erindi mínu, var það tekið til athugunar. Menn verja mörgum dögum og dýrmætum tíma til þess að ná tali af fornlanninum. Hann hefir góð orð, en árangurinn verður lítill. Stundum reynist ómögulegt að fá svar, hvernig sem að er farið. Erindunum er kastað til hliðar og líklega koma mörg þeirra aldrei fyrir augu nefndarinnar. Eg hefi einnig hejrrt menn kvarta und- an því, sem að vísu liefir ekki hent mig enn, að jafnvel lejdi, sem nefndin er búin að sam- þykkja, eru ekki afgreidd frá skrifstofunni fyr en seint og siðar meir. Meiri lítilsvirðingu er ekki liægt að sýna einni stétt manna en þá, sem felst í af greiðslu gjaldeyrismálanna í garð innflytjenda. En hver ber ábjTgðina á þessu eindæma sleifarlagi? — á þessari vita- verðu framkvæmd þessara mála?“ Þetta mál verður nánar at- hugað hér í blaðinu. A'ERKSMIÐJUSTÚLKURNAR AÐ STÖRFUM. iOjð $. í. f. - einliver randaðasta verksmlíja á NorSnrlöndam Fulltrúum af aðalfundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, atvinnumálaráðherra, borgarstjóra, blaðmönnum og mörgum gestum öðrum var í gær boðið að skoða hina nýju niðursuðu- verksmiðju S. I. F., sem var ítarlega lýst hér í blaðinu s. 1. laug- ardag. Magnús Sigurðsson, Landsbankastjóri, formaður stjórn- ar S. í. F. bauð gesti velkomna með ræðu, en forstjóri verk- smiðjunnar, Þorvaldur Guðmundsson, sýndi því næst gestun- um verksmiðjuna, skýrði fyrir þeim vélar ;og starfrækslu, en að því loknu var gestunum boðið að bragða á hinum ýmsu fram- leiðsluvörum verksmiðjunnar. Vetrarstartsemi iþrðttasköla Jðns Þorsteinssonar. Tíðindamaður Yísis átti leið urn Lindargötuna á dögunum og datt í hug að líta inn til Jóns Þorsteinssonar í íþróttaskóla hans (>,g fá hjá honum_ upplýsingar um vetrarstarfsemina. Yar einmitt verið að ræsta alt húsið hátt og lágt, og búa það undir veturinn, en það er eitt af fyrstu skilyrðunum fyrir því að líkamsæfingar nái tilætluðum árangri, að húsakynni sé hreinleg, vistleg og loftræsting í góðu lagi. — Ilvernig verður kenslunni hagað í vetur ? — Eins og undanfarna vetur. Kent verður í 10—20 flokkum, en livér flokkur æfir tvisvar í viku. I hverjum flokki eru 20— 40 manns. Stúlknaflokkarnir æfa að jafnaði á kveldin, en karlaflokkarnir bæði á morgn- ana, miðjan daginn og kveldin. — Ilvernig sækir fólk leik- fimi? — Yfirleitt vel. En fólk, sem stundar erfiðisvinnu eða liefir miklar kyrsetur, ætti að iðka leilcfimi meira, því að það er einmitt hlutverk leikfiminnar, að lagfæra þá ágalla, sem ein- hliða vinna skapar. Þá ætti knattspjTnumenn og þeir, er iðka frjálsar íþróttir, að iðka leikfimi einhvern hluta árs, til þess að livíla sig og fá fjöl- breytni í lireyfingarnar. — Hvernig eru gufuböðin sótt ? — Yfirleitt sækir sama fólkið þau ár eftir ár. Þeir, sem reyna þau einu sinni, hætta helst ekki við þati. Böðin eru opin allan daginn, en menn verða að panta tíma. Leikfimisfólk notar þau mikið, því að eftir dálítið erfiði er afar gott að fara í gufubað. Ýms fyrirtæki í bænum hafa fengið tíma í gufubaðinu fjrir I upphafi ræðu sinnar las Magnús Sigurðsson upp tillögu þá, sem Jóhann Þ. Jósefsson alþm. bar upp á fundi S.Í.F. í október ,1937, en í tillögunni, sem var samþykt í einu hljóði, var skorað á stjórn sambands- ins „að liefjast handa á yfir- standandi slarfsári til að koma á fót niðursuðuverksmiðju fyr- ir sjávarafurðir, svo og að býrja starfrækslu með niður- suðu þeirra fislctegunda, sem starfsmenn sína og ætti fleiri að fara að þeirra dæmi. — Ilvað er kent marga tima á dag og hvað er hægt að kenna morgum í einu? —- Kensla liefst kl. átta á morgnana og stendur til 10 á kvöldin nokkurnveginn látlaust. I stærri salnum er hæglega hægt að kenna 50—60 manns í einu, en í þeim minni 25—30. — Á hvaða aldri eru nemend- urnir helst? — Frá átta ára aldri til rúm- lega fimtugs. — Hverjum er skemtilegast að kenna? , — Byrjendum, því að þar sjást framfarirnar svo greini- lega og maður gleðst yfir ár- agnrinum. Þar næst er skemti- legast að kenna úrvalsflokkum. — Er ekki svona hús dýrt í rekstri? — Reksturskostnaður er af- armikill og eru kolakaup stærsti útgjaldaliðurinn. Þegar kuldar eru mestir á veturna, kemst kolaejrðslan upp í hálfa smá- lest á dag. Starf .Tóns Þorsteinssonar í þágu íþróttanna og líkams- mentar hér í bæ og jafnvel á öllu landinu er tæplega metið að verðleikum, því að menn gera sér alment ekki ljóst, hversu mikils virði duglegur og góður íþróttakennari er fyrir bæjarfé- lagið. Jón er án efa einn af okk- ar bestu og framtakssömustu Teikfimiskennurum, og sýnir hinn reisulegi Iþróttaskóli hans, að liér er enginn meðalmaður á ferðinni. Ætti bæjarbúar að hyggja að ráðum lians og leggja meiri stund á líkamsrækt fram- vegis en hingað til. hún telur líklegastar til að ná sölu á erlendum markaði.“ M. S. skýrði þvi næst frá stofnkostnaði verksmiðjunnar og kostaði húsið með lóð 135,- 552,00 kr., en vélar og uppsetn- ing þeirra 82.600,00 kr.., eða samtals 218.150,00. Vélarnar oru keyptar lijá A.s. Kværner- brug í Oslo, og setti maður frá þessu firma þær upp, Omsted að nafni, og sagði hann, að „verksmiðjan og útbúnaður hennar væri fullkomlega sam- bærilegt við nýtískuverksmiðj- ur á Norðurlöndum, og sama álit lét uppi dr. Metzner, þýslc- ur visindamaður, sem er for- stöðumaður rannsóknarstofu ])ýska fiskiðnaðarins i Hamborg og hefir sú stofnnun tekið að sér að hafa með höndum rann- sóknir á framleiðsluvörum verksmið j unnar.“ M. S. mintist á tilraunir þær, sem gerðar liefðu verið hér á landi með að koma upp niður- suðuverksmiðjum á sjávaraf- urðum, en það liefði verið í smáum stíl og meira og minna af vanefnum gert. En hér væri nú upp risin verksmiðja fram- leiðenda sjálfra og væri það nú þeirra og þeirra manna, sem þeir til þess velja, að sjá um að þetta fyrirtæki mætti þrífast, og þar sem hér væri um til- raunaverksmiðju að ræða, að hún mætti verða visir til þess, að margar slíkar verksmiðjur risi upp, til liagsbóta fyrir allan landslýð, sérslaklega fyrir þá, sem, sjó stunda, en margir aðrir mundu njóta góðs af, ekki síst bændur, er mjólk framleiða, þvi að slíkar framleiðslur taka við miklu af mjólk. M. S. mintist einnig á hversu keppinautar vorir leggja mikla stund á að flytja út sjávaraf- urðir, en vér verið eftirbátar þeirra, en nú væri byrjunin haf- in, og yrði lögð höfuðáhersla á vörugæði, til þess að afla mark- aða fjrrir afurðirnar. íslenski fiskurinn er sá besti í heimi að voru álili, sagði M. S., og þá trú verðum vér að berja inn í hausinn á öðrum þjóðum. Enginn metingur ætti að komast að um þetta fyrirtæki, þvi að útgerðarmenn og sjó- menn hefði reist þetta fyrirtæki. „Þeir eiga það einir og þelr i i öllum flokkum.“ Að lokum þaklcað ræðumaS- ur Fiskimálanefnd tillag benn- ar, 30.000 kr. og lýsti yflr, aÚ verksmiðjan væri teldra tifi starfa. Gestirnir vora mjög hrífníiT af verksmiðjmmi, tækjum öB- um og tilhögun, og er þaS alt jneð hinum mesta mjrndarskap- Og þá geðjaðist mönnum ekká siður að framleiðslunni sjálfri, en verksmiðjan bjT nú þegar 131 um 25 tegundir matvæla tíl ralS- ursuðu. Sérstaka atliygli er vert að vekja á þvi, að pappírsumr- búnaður dósa er prýðilegur og með ágætum myndum, scm hafa mikið auglýsingagíIdL Þær eru litpi'entaðar og hefir prent- unin tekist ágætlega. Munu allir óska þess, að fyr- irtæki þetta megi þrífast sem best, og verða upphaf að mík- illi iðngrein. Frægnr fiðlnsiiUiingnr heímsækir ísland. Með Ljtu i dag kemur Mng- að fransld fiðlusnillingurinra Robert Soétens. Hanra vcrSor liér aðeins í tvo daga, fer aftur með Lvru á fimtudag, en mið- vikudagskvöld mun hami halda hér hljómleika, eins og auglýsA er annarsstaðar í blaðíntE. Vísir hefir komist yfir norska blaðadóma um Soétens, úr Morgenposten, Tidens Tegra og Morgenbladet, en hann hefir tvisvar verið i Oslo og BaldBð hljómleika í bæði skiftiii, en. áS- ur hafði hann leikið fyrstáu fMíia i hljómsveit þar i tvö ár. ESns ummæli blaðanna öll á eínravei^ mjög lofsamleg. Eitt þeírm seg- ir frá blaðadómum, er imms fékk i Berlín nýlega. Voru blöð- in þar á einu máli um Ksf bans — þótt hann væri Parísarhúí. Mega Reykvikingar vænta góðrar skemtunar á miðviku- daginn. úr Galalith, margir lítír, 10—40 cm. Tölixi*, hnappar9 spennnp mjög fjölbreytt úrvaL Hvergi lægra verð. Motiv til að festa á barna- og unghngaföt. * Prjónavörur allar tegundir, nijög mikið úrvaE Rykfrakkar karla, bæjarins Iægsfa verð Vesta Laugavegi 40. L aðeias LoftuB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.