Vísir - 04.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Verður íslenskan fram tíðar allsherjarmál á Norðurlöndum? Viðtal við Knuth Knuthenborg greifa. Undanfarið hefir danskur að- alsmaður, Ivnuth lénsgreifi eig- andi hins mikla herraseturs Knuthenborg á Lálandi, verið liér á ferð, en er nú að snúa heim á leið aftur. í Danmörku er Knuth greifa veitt allmikil eftirtekt vegna þátttöku hans í stjórnmálum, ekki síst fyrir það, að hann er mjög ákveðinn í stefnu sinni, sem ekki á uppá pallborðið hvorki hjá dönskum valdhöfum né almenningi. Það er ekki að furða, þótt greifinn gefi sig að pólitík, því til þess á hann ætt á háðar hendur. Það eru pólitískt séð mjög ólíkar ættarstoðir, sem undir hann renna, þar sem forfeður lians i föðurætt hafa við stjórnmál fengist og langafi lians var ut- anríkisráðherra Dana, er þeir fengu hina fyrstu frjálsu stjóm- arskrá sína, en móðurfaðir hans var Louis Pio, sem 1871 reisti a ljiýð u f lokksh r eyf in guna dönsku og var dæmdur í fang- elsi fyrir vikið, en varð síðar að flýja land. Það gefur að skilja, að epli, sem kann að falla ná- lægt tveim slíkum trjám, lendi nokkuð utan þjóðbrautar eins og hún liggnr í hvern svip. Greifinn fæst þó við ánliað óg meira en stjórnmál. Hann er bóndi, og enginn kotbóndi, því hann er einn með stærstu land- eigendum í Dapmörku. Sjálft höfuðbólið, Knuthenborg, með húsum, er metið á meira en 3 miljón króna, en undir það liggja margar aðrar jarðir og hjáleigur. —■ Greifinn rekur bú- skap sinn sjálfur og er talinn vera í fremri röð á því sviði, enda er hann formaður í búnað- arfélagi Lálands og Falsturs, sem starfar með svipuðum hætti og búnaðarfélag vort. Greifinn er milli þritugs og fer- tugs, stæðilegur á velli og ber- sýnilega hreinn aríi, eins og sumum kann að þykja nauðsyn- legt, bláeygur og bjarthærður og hægur og settur í fasi. Greif- inn er hér nú i annað sinn, þvi í fyrra kom liann hér með konu og börn og bifreið, og ók sjálf- ur með sig og sina um landið. Yísir brá sér til og hitti greif- ann að miáli. Þér komið liér i annað sinn. Er það landið sem laðar yður? Landið er mikilfenjglegt og iilýtur að hafa mikil áhrif á aðkomumenn, eklci síst á landa mína, sem hvorki hafa vanist fjöllum né jöklum, hverum né eldfjöllum, straumhörðum fljótum né fossum. Eg efast ekki um að landið geti átt mikla framtíð sem ferðamannaland, og munu hverirnir reynast hafa drjúgt aðdráttarafl. —- Hvernig þótti yður að ferðast hér með bifreið yðar í fyrra, þvi þér eruð vitanlega betri vegum vanir? Það má vera að annarsstaðar séu betri vegir, en það er blátt áfram æfintýralega vel af sér vikið að liafa komið upp not- hæfu bílvegakerfi um þetta víðáttumikla land á jafn skömmum tíma og íslendingar bafa gert. Á því sviði liefir hér á landi i raun réttri verið afrek- að það, sem annarsstaðar hefði farið í liálf öld eða meira, og það má kalla með öllu vand- ræðalaust að ferðast um landið, enda var bifreið mín jafngóð eftir ferðalagið eins og áður. — En hvað líst yður á okkur sjálfa, á mörlandann? Eg hefi kynst mörgum og hefi kunnað vel við þá alla. Sérstaklega hlýtur þó útlend- ing að reka í rogastans á þeirri gestrisni, sem manni er auð- sýnd allsstaðar á íslandi, því fátt er jafnþægilegt og að manni sé vel tekið. Það er einhver fornnorrænn svipur yfir gest- risni íslendinga. Þá rekur mað- ur og þegar augun í það, hvað íslendingar eru einstaklega andlega lifandi. — Eftir þeim bókum ættu íslendingar ekki að þurfa að lcvíða framtíðinni? Þvi er ekki að leyna, að það sem mun reynast íslendingum mestur Þrándur í Götu er hvað þeir eru fáir annarsvegaý og landflæmið, sem þeir eiga, hins- vegar víðáttumikið. Svo fáu fólki mun seint takast að gera hið mikla land sér undirgefið með öllu. Eg er eins og þér vit-' ið bóndi, og eg hefi því hlotið að taka eftir því, að hér er frjó- söm mold á ákaflega víðlend- um svæðum, þar sem hægt er að hafa geisilega framleiðslu á landhúilaðaraf urðuhl, sérstak- lega í þéim sveitum þar sem hægt er að breyta sauðfjárbú- skapnum í kúabúslcap. Þá virðist skógræktin geta átt framtíð, sem almenningur á íslandi enn ekki sér að fullu. Það má vera, að það sé eitt mest aðkallandi viðfangsefni fyrir Island að halda áfram.við- leitninni til þess að koma skóg- ræktinni á fót hér aftur. Til- raunirnar í Hallormsstaða- slcógi virðast til dæmis lofa á- kaflega góðu. — Hér munuð þér geta úr flokki talað, því er það ekki rétt sem mig minnir, að undir Knuthenborg liggi miklir skóg- ar og þar með eikiskógar, sem kváðu vera orðnir fátíðir í Dan- mörku? Jú, það er rétt, skóglendið er eitthvað 1200 Iia. sem undir að- alhólið liggur, og nú á þessum kreppuárum dansks landbúnað- ar, er skógræktin fult eins af- rakstursmikil eins og landbún- aðurinn. — Hvað var tilefnið til þess að þér fóruð að koma aftur? Mér fellur landið, og eg hefi i hyggju að skrifa bók um ís- land þegar eg kem heim, en til þess þurfti eg að reyna að kvnnast Iandinu betur. Eg vildi með henni vekja áhuga í Dan- mörku fyrir íslandi og reyna að koma því til leiðar, að sem flestir Danir kæmu hingáð sjálfir og kynntust Iandi og þjóð. Nú, svo hefi eg verið að læra íslensku. — Þó eg liafi síst á móti því, að erlendir menn læri tunjgu vora, er það þó ekki fullmikið erfiði miðað við það gagn, sem erlendur maður getur af því haft? íslenskar bókmentir fyr og síðar finnast mér satt að segja vera það merkilegar, að vel sé leggjandi það á sig, að læra ís- lensku til þess að geta lesið þær á frummálinu. En eg held að það sé misskilningur hjá yður, að slíkt nám geti ekki komið Norðurlandabúum að hagrænu haldi. Norðurlandamálin eru liröðum skrefum að fjarlægjast hvert annað, svo að það er ekki nema tímaspursmiál hvenær Norðurlandamenn hætta að skilja hvorir aðra. Af því leiðir ekki, og má ekki leiða, að þjóð- irnar vilji ekki ganga samsíða eftir sem áður. En þá verður nauðsynlegt að koma upp nokkurskonar rkismál fyrir öll löndin, ekki svo að skilja að fólkið fari að leggja niður sín móðurmál, heldur að þetta mál verði miðill milli allra þjóð- 'ánna. Það lægi auðvitað beinast við að nota sænsku, þvi liana tala flestir að móðurmáli, en það mundi skapa Svíþjóð slikt aðstöðuhagræði móts við hinar þjóðirnar, að það getur ekki komið til greina. Hinsvegar væi'i íslenskan tilvalin. Það veitti auðvitað íslendingum að- stöðuhagræði, en aldrei svo að það gæti bagað neinn. ■—■ Og ef þér svo vilduð segja nokkur orð um samband Is- lands og Danmerkur. Mér virðist sambandið vera góður grundvöllur undir sam- vinnu með fullu gagnkvæmu jafnrétti, og af því að við Norð- urlandamenn efalaust erum hver uppá annan komnir bæði menningarlega og fjárliagslega, þá vildi eg óska að upp af þeim lagalega grundvelli, sem við bvggjum á megi spretta meiri persónuleg kynning milli Is- lendinga og Dana en nú ríkir. Séi'staklega gæti eg liugsað mér að það mundi víkka sjóndeild- arhringinn hjá æskulýðnum i báðum löndum, ef liann fengi færi á þvi að kynnast hinu landinu, helst með því að vinna þar eða nema. — Ætlið þér að heimsækja landið aftur, herra greifi? Já, eg vona að ekki verði þess langt að bíða. Þar með kvaddi Vísir greif- ann og óskaði honum góðrar ferðar. br. Vetrarstarfsemi Glínmfélagmis Ármanns hefst í öllum flokkum föstud. 7. þ. m. Fimleikaflokkar fullorðinna æfa í Iþróttahúsinu, en aðrir flokkar i Fimleikahúsi Menntaskólans. Ár- menningar og þeir aðrir, sem ætla aS æfa hjá félaginu í vetur, eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst á skrifstofu félagsins í Iþróttahús- inu, sem er opin á hverju kvölcli kl. 8—10 e. h. Sími 3356. Sjálfstæðismenn! Munið hlutaveltana. d fimtudag! fréffír Veðrið í morg-un. í Reykjavík 4 stig, heitast í gær 8 stig, kaldast í nótt 3 stig. Sólskin i gær i 6.1 stund. Heitast á landinu í morgun 7 stig, á Dalatanga, Rauf- arhöfn og Skálum, kaldast 2 stig, á Bolungarvík, Kvígindisdal og Siglunesi. Yfirlit: Djúp lægð og stormsveipur yfir Skotlandi á hreyf- ingu í norÖaustur. Horfur: SuÖ- vesturland og Faxaflói: NorÖan- kaldi. Úrkomulaust. Skipafregnir. Gullfoss fer vestur og norÖur annað kvöld. Goðafoss er á Siglu- firÖi. Selfoss er á leiÖ frá Hull til Leith. Lagarfoss er við Norðurland. Brúarfoss er á Sauðárkróki. Detti- foss er á leið til Kaupmannahafnar frá Hamborg. Sjálfstæðismenn! Munið hlutaveltuna á fimtudag! Söfnuður S. D. A. heldur hina árlegu ráðstefnu sína 4.—9. okt., í Aðventkirkjunni við Ingólfsstr. í þetta sinn heimsækja tveir af starfsmönnum félagsins söfnuðinn, þeir T. T. Babienco og A. Bjaanæs. Babienko er rússnesk- ur, fæddur i Kief í Suður-Rúss- landi. Hann hefir prédikað í mörg- um löndum i Evrópu, og í mörg ár í Austur-Siberíu og Mansjúríu. Sem stendur er hann búsettur í London. Hann hefir frá mörgu at- hyglisverðu að segja. Bjaanæs er Norðmaður. Hann hefir starfað í hinum skandinavisku löndum. — Samkomur verða haldnar allan dag- inn meðan á fundinum stendur, og síðasta samkoman dag hvern, verð- ur opinber fyrirlestur um tímabær efni kl. 8,30 e. h., og eru allir vel- komnir á þær samkomur. Sjálfstæðismenn! Gerum hlutaveltu Sjálfstæðisfé- laganna glæsilegustu hlutaveltu árs- ins, eins og hún hefir verið undan- farin ár. Gefið muni, þegar leitað verður til ykkar unr þá, eða sendið þá sjálfir niður i Varðarhús. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag, 4. okt., frú Hólmfrið- ur Jóhannsdóttir og Jónas Guð- mundsson, rafvirkjameistari, Há- vallagötu 23. Flutning-stilkynningar. Athygli skal vakin á augl. borg- arstjóra í blaðinu i dag utn fTúöa- ingstilkynningar. Hefir fjöldi.hós- eigenda verið sektaður undanfaraa ár fyrir vanrækslu á þessu sví'ði, KAUPENDUR VíSIS. Tilkynnið bústaðaskiftií Strandferðaskipin. Esja var á Ingólfsfirði í gær— kveldi. Súðin fer í strandferð I kvöld austur um land. Aðalfundur ( glímrifélagsins Ármanns, verStnr haldinn fimtudaginn 6. þ. m. kl. 8j^ síðdegis i Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur fund i kveld kl. 9 í Odd- fellowhúsinu. Próf. Árni Pálssos flytur erindi. Næturlæknir: Alfred Gíslason, Brávallagötu 22,. sími 3894. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni 15- unni. Útvarpið í kvöld. • Kl. 19.20 Hljómplötur: Sungiia danslög. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindií Nýr þáttur danskrar alþýðumenu- ingar (Steinþór GuÖmundsson kennari). 20.40 Hljómplötur: aj Symfónía nr. 4 og sorgarforleíkur- inn, eftir Brabms. b) Lög úr óper- um. Aðeins pum vika er nú eftir af sláturtíð þessa árs. Nú eru því síðustu for- vöð að birgja sig upp af kjötl og slátPi fyrir veturinn. Næstu daga verður slátrað hjá oss dilkum úr bestu sauðfjárhéruðum sunnanlands og hvergi ér meðferð siáturafurðanna eíns fullkomin eins og í hinu nýja sláturhúsi voru Þaulvanir og vandvirkir menn spaðsalta kjötið fyrir þá, er þess óska. Gerið svo vel að senda oss pantanir yðar sem allra fyrst, því fyr sem þær berast oss, því auðveldara veitist oss að fullnægja óskum yðar. Virðingarfylst Sláturfélag Suðurlands. Sími: 1249. KOL KOL - ! Engin verðhækkun L _ sjk l-.-.. X - ■------Þ ^ - þrátt fyrir stríðstruflanir. r* ,.J" BEST SOUTH YORKSHIRE HARDS ASSÖCIATION STEAM KOL hafa kostad kpónur 50.00 síðan 20. júní í vor, þegar verðið Iækkaðí, og næsti íarmur, um miðjan þennan mánuð, verður seldur sama verði. r''***L.’ H.f. KOL & SALT Simi 1120. KOL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.