Vísir - 07.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1938, Blaðsíða 2
2 VISIR Föstudaginn 7. október 1938. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Rifstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Verslunar- ófreisið. C'ramsóknarmenn hamast ó- * spart á því í blöðum sínum, að dýrtíðin í landinu og þá eink- um i Reykjavík, sé kaupmanna- stéttinni að kenna, með þvi að hún leggi óhéflega á vörurnar og skapi þannig óeðlilegt verð- lag í landinu. Á það hefir verið bent, að fullyrðing þessi væri ekki réttmæt að því leyti, að eins og innflutnmgi er háttað nú, eru það kaupfélögin, sem ráða yfir óhemju vörumagni og ráða í rauninni verðlaginu. Þegar svo er komið, að kaup- memi eru sviftir mestu af inn- flutningi sínum, en geta hins- vegar ekki dregið verulega úr rekstrarkostnaði sínum, segir það sig sjálft, að eðlilegt er að þeir leggi mun meira á það vörumagn, sem þeir fá nú, held- ur en áður var gert og verðlag ahnennra vara hækki því nokk- uð. Þess ber einnig að gæta, að allur reksturskostnaður hjá kaupmönnum sem öðrum hefir hækkað allverulega á síðustu árum, og hafa ýmsar ráðstafan- irstjórnarvaldaima orsakað það. Það er t. d. kunnugt að nefnd sú, sem með úthlutun innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfa hefir fjallað, hefir í meðferð sinni á málunum, hygt á ófullkomrium og ófullnægjandi reglum um út- hlutun leyfanna. Hefir þetta m. a. orðið til þess, að hraskað hefir verið með leyfi, sennilega miklu meir en alment er kunnugt. Leyfishafinn hefir framselt innflutnings- og gjaldeýrisleyfi sitt til kaupmanna, en krafist að fá fyrir það ákveðna fjárupp- hæð, eða ákveðinn afslátt af vöi;u þein-i, sem hann hefir keypt, gegn þvi, að leggja til innflutnings- og gjaldeyrisleyf- in. Hér er þvi kominn nýskap- aður milliliður inn í verslunina, sem veldur þvi, að einhver auka- álagning verður að leggjast á vörumar alment og orsakar verðhækkun fyrir almenning. Þennan millilið hefir Fram- sóknarflokleurinn vakið upp, með hinni óheilbrigðu fjármála- stefnu sinni, og honum ber því að líta í eign barm, áður en hann ásakar kaupmennina um ástæðulausa álagningu. Kaup- inennina er ekki hægt að ásaka þótt þeir neyðist til að kaupa slík leyfi, eða veita afslátt af vörum, sem keyptar eru hjá þ.eim með þessu móti, með því að þeir eiga ekki annars úr- kostar, vegna ríkjandi óréttlætis í verslunarmálum. Undanfarin ár hefir Fam- sóknarflokkurinn gengið á mála hjá socialistum, og selt þjón- ustu sína, en raunar hefir sú verslun verið gagnkvæm. Fyrir þau fríðindi, að Framsókn hefir fengið að sitja í valdaaðstöðu, liefir flokkurinn veitt socialist- um framgöngu ýmsi’a áhuga- mála þeirra, en m. a. eru þar einkasölurnar. Þær einkasölur, sem nú eru við lýði, eru þær, sem hér grein- ir: Áfengiseinkasala, Tóbaks- einkasala, Viðtækjaverslun rik- isins, Raftækjaeinkasala ríkis- ins og Grænmetisverslun rikis- ins. Framsóknarflokkurinn ber i rauninni ábyrgð á öllum þess- um einkasölum, að Áfengis- einkasölunni undantekinni, sem allir flokkar eru sammála um að sé landslýðnum nauðsynleg, vegna þeirrar vöru, sem hún hefir á boðstólum. Allar liinar einkasölurnar liafa verið settar á fót á kostnað kaupmanna, — hafa dregið frá þeim vöruflokka, sem oft og einatt hafa staðið að verulegu leyti undir rekstri þeirra. Það hefir verið látið heita svo, að einkasölur þessar væru stofnað- ar með hagsmuni almennings fyrir augum, og myndu þær m. a. lækka vöruverðið honum til handa. Raunin hefir orðið alt önnur. Vöruverðið hefir yfirleitt hækkað til stórra muna, en auk þess hafa þessi ríkisfyrirtæki lítinn vilja sýnt á þvi, að full- nægja eftirspurn amennings. Raftækjaeinkasalan er gott dæmi í þessu efni. Nýlega snéri verkamaður einn hér í bænum sér til hennar og leitaði eftir kaupum á rafvél. Honum var sagt að engin slik rafvél væri til, en 200 pantanir lægju fyrir. Þetta er að eins eitt dæmi af mörgum um rekstur þessara ríkisfyrirtækja, en aðalatriðið er þetta: Að það er Framsókn- arflokkurinn, sem ber alla á- byrgðina á því ófremdarástandi, sem ríkjandi er í landinu, og all- ir viðurkenna, og það er hin skammsýna verslunarstefna flokksins, sem ástandinu hefir valdið. Ankinn ferðamanna- stranmnr til Ssiþjöðar Um 90.000 erlendir skemti- ferðamenn frá um 60 þjóðum komu til Svíþjóðar fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs, sam- kvæmt skýrslum, sem birtar voru i september af Sænska Ferðafélaginu. Hér eru þó ekki meðtaldir skemtiferðamenn frá nágrannalöndunum, Noregi, Danmörku og Finnlandi, en þaðan kom að vanda mjög margt ferðamanna. Aukningin, miðað við sama tímahil í fyrra, nemur 5.376. — Flestir skemti- ferðamennirnir voru frá Þýska- landi, um 40.000, frá Englandi 18.705 og frá Bandarikjunum 14.579. Talsvert fleiri ferða- menn hafa komið i ár frá Þýskalandi og Englandi en í fyrra, en álika margir frá Bandaríkjunum. Sérstaka at- hygli vekur, að frá Hollandi komu yfir 4000 ferðamenn, en aðeins 920 fyrstu 8 mánuði í íyrra. Ennfremur að þeim ferðamönnum, sem koma jafn- íramt til þess að kynna sér ým- islegt á sviði fræðslumála og iðnaðar, fer stöðugt fjölgandi. (SIRB—FB.) Oslo, 6. sept. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Rúss- neskir söngvar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um nútíma-tónlist (með dæmum úr hljómlisí) (Robert Abra- ham söngstjóri). 21.00 Strok-kvart- ett útvarpsins leikur. 21.25 Hljóm- plötur: a) Tunglskins-sónatan, eft- ir Beethoven. b) Harmóníkulög. — Stórráð fascista bannar Itölum að kvænast Gyðingum og Svert- mgjum Grydingai* mega ekki vera medlimip faseistaflokksins og keldup ekki stóratvinnu- rekenduF. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Frá Róm berast þær fregnir, að stórráð fasista- flokksins hafi komið saman til fundar í gær- kveldi kl. 10 og stóð fundurinn til kl. 2.40 í nótt. Mússólíni sat í forsæti og stjórnaði fundinum. Fyrir fundinum lá að taka ákvarðanir um ýms atriði viðvíkjandi kynflokkablöndun og ráðstafanir gegn þyí, að slíkt ætti sér stað. Ákvað fundurinn að banna öllum ítölum að kvænast konum af Gyðingaættum, hvort sem um væri að ræða hreinræktaða Gyðinga eða blandaða öðrum kynflokkum, svo og svertingjum og öðrum kyn- flokkum, sem ekki væru „aríar“. Fundurinn ákvað einnig að banna verkamönnum að kvænast erlendum konum, jafnvel þótt um „aría“ væri að ræða, en aðrir ftalir, sem vilja kvænast erlendum konum verða að fá til þess samþykki stjórnarvaldanna. Stórráðið ákvað ennfremur þá skilgreiningu á Gyð- ingum, að Gyðinga bæri að telja í fyrsta iagi þá menn, sem væru beint af Gyðingaforeldri komnir, ennfremur þá menn, sem ættu Gyðing að föður, þótt móðirin væri ítölsk, og í þriðja lagi þá menn alla, sem blandaðir væru Gyðingablóði og játuðu gyðingatrú. Allir þeir, sem þannig eru Gyðingar eða hafa bland- ast blóði Gyðinga geta ekki, nema því að eins að sérstök undantekning sé ger, orðið meðlimir fasistaflokksins. Einnig er þeim óheimilt að reka fyrirtæki, sem hefir yfir meiru en eitt hundrað starfsmönnum að ráða, og ekki mega þeir eiga meira land en sem nemur fimmtíu hektörum, og ei heldur gegna herþjónustu hvorki á friðar- né ófriðartímum. Snmarstarf Hfismæðraíélags Reyfijavíknr. Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefir undanfarin ár starfrækt sumarheimili fyrir konur og börn þeirra. Fyrir góða aðstoð hæjarstjórnar Reykjavikur og ýmsra góðra manna liefir fé- lagið getað aukið þessa starf- semi sína að verulegum mun. Nú í sumar hefir þessi mann- úðarstarfsemi verið tvíþætt, annarsvegar í Efri-Yeiðimanna- húsunum við Elliðaárnar, og hinsvegar austur í Hveragerði í Ölfusi. í húsunum við Elliðaárnar dvöldu í sumar á vegum félags- ins 22 konur og 60 hörn. Skift- Taka Sufleten-héraíanna. London, 7. okt. — FÚ. Yfirstjóm þýska liersins gaf í gær út yfirlýsingu um það, að taka hins 4. svæðis Súdetaland- anna væri liafin, og hefðu þýsk- ar hersveitir þegar um morgun- inn farið yfir landamærin. 1 gærmorgun lagði Hitler inn á 2. svæðið, sem tekið var af hemum 2. og 3. okt. Hélt hann við það tækifæri ræðu og sagði að vegur sá til frelsisins sem farinn hefði verið hefði verið mjög langur, en árangurinn sýndi hverju einbeittur vilji fengi áorkað. Sjálfsstjörn Slovaka. ust þau á og var hver hópur samfleytt í þrjár vikur. Hús- mæðrafélagið lætm' konunuiö og börnum þeirra ókeypis í té húsnæði, rúm, öll nauðsynleg á- liöld til matreiðslu og borðbún- að, og ókeypis eldivið og ljós» Þær fæða sig sjálfar og mat- reiða fyrir sig og börn sín, Starfsemin hyrjaði í júní og stóð franl í september. Einnig bauð Húsmæðrafélag- ið 24 konUm, í tveim hópum, til dvalar í Hveragerði, í hálfa aðra viku hvorum hóp. Voru það ekkjur og þreyttar mæður, sem sérstaklega þörfnuðust hvildar. Það er áreiðanlegt, að flest af þeim börnum og konum sem þarna voru á vegum félagsins, hefðu annars ekkert lcomist hurt úr bæjarrykinu. Ef noldc- ur tök hefðu verið á því, hefði dvölin verið lengri, en umsókn- ir voru svo margar, að það var ekki hægt. Ef félagið hefði yfir meira fé að ráða, myndi það auka þessa starfsemi, sem er orðin mjög vinsæl, eins og greinilega hefir komið i ljós af bréfum, sem fé- laginu hafa borist frá konun- um, sem þessa hafa notið. Fé- lagið efnir því til skemtunar í Oddfellowhúsinu á morgun, laugardag, til styrktar þessu málefni. Heitir félagið á bæjar- húa að bregðast vel við og sækja skemtunina, þvi fleiri sem hana sækja, þvi fleiri börn og mæð- ur geta notið sumardvalar á næsta sumri. Daladier varar við öé- studdfiin söQUtturdi. London, 7. okt. — FÚ. Daladíer forsætisráðherra Frakka varaði þjóðina í gær við allskonar fregnum um það, hvernig stjórnin mundi beita fjármálaeinræði því, sem henni liefir verið fengið í hendur og bað menn að leggja ekki trúnað á allskonar orðróm sem gengi um nýja skatta og álögur, sem von væri á. Hann baðst þess, að stjórnin fengi ró og næði til þess, að athuga þessf mál sem vandlegast og síðan legði hún fram árangur rannsókna sinna. Bonnet utanríkismlaráðherra Frakka svaraði í gær fjölda fyr- irspurna á fundi utanríkismála- nefndar fulltrúadeildarinnar hvað hann öll skjöl sem lúta að st j órnmálaviðburðum síðustu daga mundu verða birt hráð- lega. Loks varaði hann við þvi, að festa trúnað á allskonar sögusagnir, sem gengju um ut- anríkismálastefnu Tékkósló- vakiu, eins og hún mundi verða í framtíðinni. Melra en ársbirgðir nanðsynja f Noregí, þðtt aðflntnlngnr tepplst Haavard Martinsen, formað- ur norsku bjargráðanefndar- innar vegna ófriðarhættunnar, hefir lýst yfir því í fyrirlestri, United Press. að þótt aðflutningar til landsins stöðvuðust vegna styrjaldar, væri nægilegar matarbirgðir fyrir liendi í eitt ár, miðað við allríflega matvælaúthlutun, og jafnvel þótt aðflutningar tept- ust enn lengur, væri hægt með róttækari þörfum að sjá fyrir öllum brýnustu nauðsynjum þjóðarinnar lengri tíma. NRP— FB. Næturlæknir: Dan. Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. NæturvörÖur í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni 18- unni. London, 7. okt. —- FÚ. í I Pressburg í Tékkóslóvakíu : var í gær lýst yfir myndun sló- , vakískrar stjórnar. í yfirlýsingu 1 sem hin nýja stjórn gaf út,segist hún snúast gegn gyðinglegri og marxistískri heimsskoðun. Sló- vakiski flokkurinn liefir sent ■ Pragstjórninni kröfuskjal, þar sem settar eru fram kröfur hans um fult sjálfsforræði Slóvökum til handa. Gert er þó náð fyrir því, að Tékkar og Slóvakar hafi sameigmlegan rikisforseta, sam- . eiginlega stjórn utanríkismála og f jármála. Aftur er þess kraf- ! ist, að Slóvakar liafi eigin her með slóvakiskum herforingjum og að slóvakiska sé notuð við skóla þess hers. Meistaramót f. S. f. Ver81aun frá Meistaramótinu verða afhent i I8nó á sunnudags- kveldi8. VALSVELTAN ? Hva8 er Valsveltan? spyrja sum- ir. — Þa8 er hin glæsilega hluta- velta, sem knattspyrnufélagi8 Val- ur heldur n.k. sunnudag í K.R.-hús- inu. Valsmenn eru vanir a8 vanda sérstaklega til sinnar hlutaveltu. — Lesið Visi á morgun og sjáið hvað Valsveltan býður yður! Nýja Bíó sýnir ennþá hina snildarlega leiknu kvikmýnd Tovarich, sem þau Claudette Colbert og Charles Boyer leika aðalhlutverkin i. Hlýtur hún hina sörnu dóma áhorfenda hér sem annarsstaðar, að maklegleikum. JARÐYRKJA MEÐ NÚTÍMA AÐFERÐUM I ABESSINIU. Abessiniumenn sjá skriðdrekana notaða til þess að draga plóga og herfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.