Vísir - 07.10.1938, Blaðsíða 6

Vísir - 07.10.1938, Blaðsíða 6
V ISIR Föstudaginn 7. október 1938. Yiðtal við formann félagsins, Gunnar Hannesson. Knattspyrnufélagið Víkingur á 30 ára afmæli á þessu ári, var stofnað 21. apríl 1908. Hefir félagið í því tilefni gefið út hið inyndarlegasta afmælisrit. Er það hið vandaðasta að frágangi «Dum og Víkingum til sóma. Þar er skráð saga félagsins og ýmsir viðburðir úr hinu langa lífi þess. Það hefir verið eins með Víking og önnur félög, að gengið hefir verið misjafnt, en á þessu ári virðist það vera að sækja í sig veðrið á nýjan leik og jnýtt blómaskeið vera að hefjast í sögu þess. 'Skal hér rakin saga félagsins 1 stuttu mjáli: Stofnendur Víkings voru Yimm, þeir Axel Andrésson, lEmil Tlioroddsen, Davið Jó- liannesson, PáLl Andrésson og Þórður Albertsson. Var Axel kosinn formaður og gegndi því starfi siðan í 16 ár samfleytt. Fyrstu ellefu árin, sem félag- íð starfaði hafði það lieldur hljótt um sig, en æfði í þess stáð af kappi miklu. Þó lcepti þáð i 26 kappleikjum þessi ár, sígraði í 19, gerði jafntefli í 4 og tapaði aðeins þrem. Vikjngar tóku fyrst þátt í fslandsmótinu 1918 og urðu nr. 2 af fjórum félögum. Arið 1920 urðu Víkingar ís- landsmeistarar í fyrsta sinn. 2. flokkur vann það ár bæði vor- og haustmótið og þriðji flokkur vann haustmótið. Var þetta mesta sigurárið í sögu félags- ins. Arið 1924 urðu Vildngar •aftnr Islandsmeistarar, en úr því fer þeim að ganga miður, þangað til 1928. Það ár gerðu þeir jafntefli við skoska knatt- spymuflokldnn, sem liingað kom, svo og keptu þeir tvisvar M urslita við K. R., en það fé- Jag vann að lokum á vítaspyrnu. Fer þá að dofna yfir félaginu á nýjan leik. En svo breytist þetta í fyrraliaust og i sumar, en það er svo kunnugt, að ó- þarfi er að rekja hér. Þessir menn liafa verið for- •menn félagsins frá því er það var slofnað: Axel Andrésson (1908—24 og 1930—32), Óskar Norðmann (1924—26), Helgi Eíríksson (1926), Magnús Brynjólfsson (1927), Halldór Sigurhjörnsson (1928—29), Tómas Pétursson (1932), Guð- jón Einarsson (1933—37) og Gunhar Hannesson, sem gegnt hefir formannsstörfum frá síð- asta aðalfundi, JSTuverandi stjórn sldpa auk dunnars: Siglivatur Jónsson, ritari, Ölafur Jónsson, gjald- keri, Tlior Hallgrímsson, vara- formaður og méðstjórnendur, þeir: Brandur Brynjólfsson, Olafur Jónsson og Þorsteinn Ölafsson. Vísrr óskar Víkingum til hamingju á þessum miklu tímamótum í sögu félags þeirra ög allra heilla á komandi árum, með þeirri vissu, að þeir muni ávalt berjast sem sönnum íþróttamöimum sæmir. Gunnar Hennesson. VÍSIR hitti hinn áhugasama og duglega formann Víkings, Gunnar Hannesson að máli á mánudaginn og spurði hann frétta af félaginu í tilefni af 30 ára afmæli þess. — Hverju eru að þakka hin- ar miklu framfarir ykkar í sumar? — Það er fyrst og fremst hinn mikli áliugi og dugnaður knattspyrnumannanna sjálfra við æfingar og þá liafa þeir og lesið mikið um knattspyrnu og á þann liátt kynst ýmsum nýj- ungum. — Þið tókuð ekki þátt í ís- landsmótinu í fyrra? — Nei, en í sumar urðum við nr. 2. Það er mörgum óskiljan- legt livernig okkur tókst það, en samt satt og næsta ár skal ekki verða lakara, því að við eigum framtíðina. Það er eftirleldar- vert, að meðalaldur manna okk- ar i 1. fl. er aðeins 21 ár og þó að við værum áður fátældr af duglegum ungum drengjum, þá höfum við nú eignast fjölda þeirra í 3. og 4. fl. og þeir verða lyftistöng okkar er fram í sæk- Íl’. — Vetrarstarfsemin? — Inniæfingar byrja í næstu viku og Ieggjum við þar aðal- áhersluna á leikfimi, svo og knattmeðferð að nokkuru. Það er mín skoðun, að knattspyrnu- menn okkar æfi of lítið knatt- meðferð, í srmáhópum og eins- Iega. Þeir ætti einnig að leggja meiri áherslu á hlaupaæfingar, en keppa minna á æfingum, eins og nú á sér stað. — Næsta sumar? — Þá er í ráði, eða jafnvel fullráðið, að fá reyndan og vel lærðan erlendan þjálfara, sem æfi alla flokka okkar. Væntum við mikils af honum, enda eru piltai’nir fullir áhuga og munu sækja æfingar af kappi miklu Víkingur á Jslandsmót- inu: Aftari röð frá v. til h.: Thor, Haukur, Brandur, Björgvin, Isebarn og Þorsteinn. — Neðri röð: Olafur, Gunn- ar, Sighvatur, Hjörtur og Hreiðar. og reyna að liafa sem fylst not af kenslu hins væntanlega þjálf- ara. Vér ætluðum að spyrja frek- ara, en Gunnar er á hraðri ferð vegna afmælisundirbúningsins, slítur samtalinu og er horfinn úr augsýn fyr en varir. En liið myndarlega afmælisrit Vikings kemur út í kveld og þar er frekari upplýsinga að leita um hið ágæta starfs Víkingjs síðast- liðinn mannsaldur. BOBHLAUPSDAGUR VÍSIS og I. R. R. Það hefir verið ákveðið að fresta boðhlaupsdegi Vísis og í. . R. R. um eina viku, til sunpudagsins 16. þ. m. ''Er það gert vegna þess að bæði Valur og Víkingur eiga ó- hægt með þátttöku þann dag, sem fyrst hafði verið ákveð- inn. Hafa Víkingar 30 ára af- mælisfagnað sinn kvöldið áður, en Valsmenn hafa hlutaveltu sína í K. R.-húsinu á sunnudaginn. Auk þess þurfa skólarnir betri tíma til æfinga og kem- ur þetta sér því einnig vel fyrir þá og má því vænta meiri þátttöku af þeirra hálfu en ella. íþróttamótið í Hafnarfirði. Vísir liefir áður sagt frá þvi, er Ái’menningar sóttu Hafnfirð- inga heim 25. sept. og keptu við þá í langstökki, 10x100 m. boðlilaupi og hástökki. Mót þetta var að ýmsu leyti merkilegt og vel þess vert, að sagt sé að nokkru frá þvi nán- ar. Er þetta mót gott fordæmi fyrir önnur félög, því að þvílik 2ja félaga kepni, sem þessi, er nauðsynleg. Guðjón Sigurjónsson. Fimm menn frá hvorum keptu i hvorri stökkgreininni, og þegar svo er, má altaf búast við því, að fram komi nýir menn, sem ekki hafa vakið at- hygli á sér áður, enda kom það og í ljós í liástökkinu, þar sem allir tíu stukku 1.50 m., fimm yfir 1.60 og þrír 1.67 % m. og mun slíkt einsdæmi á íþrótta- móti hér á landi. Er þó aðstaða til æfinga og kepni engan veg- inn góð í Hafnarfirði, þar sem íþróttamenn eru bókstaflega „á götunni" við æfingar sinar. Ætti áhugi og dugnaður hafnfirsku íþróttamannaanna að verða til þess, að betur yrði lilynt að þeim í framtíðinni af forráðamönnum bæjai’ins. Þeir hafa unnið til þess. Einn þeiiTa manna, sem mesta athygli vakti á móti þessu, var Guðjón Sigurjónsson úr Hafnarfirði, sem að vísu hef- ir oft komið fram áður og sið- ustu tvö ár hefir verið í fremstu Alþjóðamótið, sem haldið var í Oslo dagana 15.—17. sept. síðastl. var eitt merkilegasta mótið, sem lialdið hefir verið á Norðurlöndum i sumar. Voru þar samankonmir allir bestu íþróttamenn Evrópu, að Þjóð- verjum undantelmum. Meðal þátttakenda voru 7 Evrópu- meistarar frá Paris í sumar. Alls tóku átta þjóðir þátt i þessu móti. Fara liér á eftir ýms bestu afrekin: Mesta athygli vakti lilaup Wooderson’s á 1500 m., en i því hlaupi náði liann fjórða besta tíma í heimi, 3:48.7 mín. Pekuri tók þegar forystuna og hljóp fyrstu 400 m. á einni minútu, 800 m. á 2 mín. og einni sek., sem er betri timi en íslenska metið og loks 1200 m. á 3:06.2, en þá fór Wooderson fram úr honum og vann auðveldlega Tími lians er jafnframt besti tími, sem náðst hefir á þessu ári. Browín vann 400 m. á 46.9 sek. og er það einnig ágætur tími. Tammisto hinn finski varð annar á 48.5 sek. Osendarp vann 100 m. á 10.6 sek., en Pennington (E) varð annar á 10.8. Þá þótti og mikill viðburður að Daninn Holger Hansen vann Osendarp á 100 m. á öðru móti á 10.6 s., en I Osendarp liljóp þá á 10.8 sek. Ágætir árangrar náðust einn- ! ig í kringlukasti og varð þar hlutskarpastur Gunnar (Kinna) Berg, sem lcastaði 50.62 m., en I Reidar Sörlie lcastaði lengst 50.02 m. og Kotkas 48.99 m. I Sigurvegari í kúluvarpi vai’ð i Kreig (Estland) á 15.92 m. og . bar af öllum öðrum. Kinna Berg náði 15.17 m. Eins og vænta mátti vann Kálarne Jonsson 3000 m. hlaup- ið og var tími lians 8:28.4 mín. Annar varð Emery (Engl.) á 8:29.6 mín. Er Jonsson nú tal- inn langbesti 3000 m. hlaupari heimsins og játa Finnarnir það, en þeir eru skæðustu keppinaut- ar hans. Leveque (Fr.) vann átta hundruð metrana á 1:52.6 mín. Annar varð Bouman (Holl.) á 1:53.1 og þriðji Englendingur- inn Collyer á 1:53.3 mín. Eru liér talin fáein bestu afrekin, en auðvitað voru afar mörg önnur ágæt afrek unnin þessa daga, sem mótið stóð yfir. Miklar rigningar höfðu verið fyrir mótið og brautirnar blaut- or og þungar. röð sunnlenskra íþróttamanna. Má með fullri sanngirni segja, að Guðjón sé með efnilegustu íþróttamönnum vorum á sínu sviði, og ætti með góðri kenslu og bættum stíl að geta náð mjög góðum árangri, sérstak- leg í stökkunum. Guðjón hefir einnig þann kostinn til að bera, að liann kemur ekki aðeins fram sem sannur íþróttamaður, er hann gengur til leiks, heldur einnig utan leikvallar. Er það vonandi að Guðjóni gefist tækifæri til þess að iðka betur íþróttir sínar og munum vér þá eflaust heyra meira frá lionum síðar. Af öðrum efnilegum íþrótta- mönnum má nefna Karl Auð- unsson, Oliver Guðmundsson, Sig. Gíslason og Svein Magnús- son, en flestir þurfa að leggja meiri alúð við þjálfun sína og temja sér betri stíl. íþróttamenn! ungir og gamlir kaupa POKABUXUR, SKÍÐABUXUR, SKAUTABUXUR, HLAUPABUXUR, ÚTILEIKJ ABUXUR. ÞINGHOLTSSTRÆTI. 2. Fimleikaæfingar Iþróttafélags Reykjavíkur hefjast þann 10 þ. m. í húsi félagsins við Túngötu: Old Boys: Mánudaga og fimtudaga kl. 6—7 e. li. Frúaflokkur: Mánudaga og fimtudaga kl. 2—3 e. h. Kvenna I. & II. fl.: Mánud. og fimtud. kl, 7—8 e. h. Karla I. & II. fl.: Mánud. og fimtud. kl. 8—9 e. h. Telpur, stórar: Þriðjudaga og föstudaga kl. 7—8 e. h. Telpur, litlar: Miðvikud. og laugard. kl, 6—7 e. h. Drengir, stórir: Miðvikud. og laugard. kl. 8—9 e. h. Drengir, litlir: Þriðjudaga og föstudaga kl. 5—6 e. h. Allar nánari upplýsingar i síma 3811. STJÓRN I. R. Knattspyrnan á Englandi. Leeds sigraði Leicester með 8:2. S. 1. laugardag fóru leikar sem hér segir í 1. deild: Aston Villa-Portsmouth 2:0, Bolton- Middlesbrogli 4:1, Cliarlton- Birmingham 4:4, Chelsea-Stoke City 1:1, Derby County-Black- pool 2:1, Everton-Liverpool 2:1, Grimsby-Breiitford 0:0, Leeds- Leicester 8:2, Preston-Manch. United 1:1, Sunderland-Arsenal 0:0, Wolverliampton-Hudders- field 3:0. —; Hinn stóri sigur Leeds vekur sérstalca athygli, þar sem þeir töpuðu í síðustu umferð með 0:3 fyrir Liverpool. Everton heldur enn forystunni, en Derby verður auðsjáanlega skæður keppinautur. — Ever- ton leikur í næstu umferð heima gegn Wolverhampton, en Derby County heiman gegn Brentford, og sigra að líkindum bæði. — Staðan er nú þessi í 1. deild: Leikir Mörk Stig Everton ... 8 19- -7 14 Derby County .. .. 9 15- -8 14 Aston Villa .. 8 14- -8 10 Liverpool ,.. 8 12—8 10 Bolton ... 8 14- -10 10 Leeds United ... ,.. 8 15- -11 9 Preston N. E. ... ... 8 13- -10 9 Chelsea .. 8 14- -12 9 Sunderland ,.. 8 9- -8 9 Wolverhampton .. 8 8- —6 8 Middlesbrough ., ... 8 15- -14 8 Portsmouth ... 8 10- -12 8 Manch. United ., ... 8 14- -11 7 Blackpool ... 8 13- -13 7 Arsenal ... 8 6- -6 7 Charlton ... 8 12- -15 7 Grimshy ... 8 7- -10 7 í.eicester ... 9 9- -18 7 Stoke City ... 8 10- -18 6 Huddersfield . .. ... 9 8- -13 5 Brentford ... 8 7- -16 5 Birmingham ..., ... 9 13—22 4 Bestu gerðir af Skíða- og Gfingnskóm jafnan fyrirliggjandi. V erksmið juútsalan Aðalstræti. \ \ // 1 2. deild hefir nú Fulham tekið við forystunni með 14 stigum. Fulham sigraði Man- cliester City í síðustu umferð heiman með 5:3. Blackburn er næst, hefir 13 stig og Millwall 12 (sigraði Blackbum heima með 4:1). Bæði Sheffield-félögin biðu ósigur í síðustu umferð og sömuleiðis West Bromwich og hafa þau þvi öll dregist nokkuð aftur úr. Fulham leikur heima móti Millwall í næstu umferð, og má þar búast við skörpum leik. Almennur áhugi er fyrir boðhlaupsdegi Vísis og í. R. R. Biður fólk dagsins með mikilli eftirvæntingu, enda er liér um skemtilega og gagn- lega nýbreytni að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.