Vísir - 07.10.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 07.10.1938, Blaðsíða 7
Föstudaginn 7. október 1938. VlSIR Á síSustu 150 árum hafa lcynslóðir franskra rithöfunda ýmist tátið til sín taka „viðburði dagsins“ eða leitt þá hjá sér. Ritböfundar síðasta liluta 18. aldar voru þeim nátengdir. „Rómantisku“ rithöfundarnir á árunum 1830—40 komu eldú nærrí þeim. Zola og „naturalist- arnir“, kringum 1870-80 skrifa um þjöðfélagsmál; „symbolist- arnir“, sem koma fram á sjónarsviðið skömmu seinna, beina hug sínum annað. Ana- tole France kemur á ný inn á þetta svið. Það er þvi ekkert uý't't þöt't merkir rithöfundar láti sig stjórnmál nokkuru máli skifta. Dæmi eru meira að segja mörg uih það, að l>eir taki virkan þátt í sjórnmálalíf- inu. Benjamín Constant, höf- undur „Adolplie“ — ein ágæt- asta sállýsinga-skáldsaga — var stjórnmálamaður og færði meira að segja eina franska stjórnarskrá í letur. Frá Cha- teaubriand, ráðlierra konungs, til Glaudel, sendiherra lýðveld- isins, má nefna Lamartine, ut- anríkismálaráðherra, Hugo, öldungadeildarmeðlim, Barrés, þingmann. Aldrei hafa þó franskir rithöfundar eins al- ment og eftir stríðið álitið sér skylt að taka þjóðfélags- og stjörnmálalega afstöðu. Þótt rit Marcel Proust kæmu út eftir stríðið, lilheyrðu þau samt og báru mót af tímabilinu fyrir 1914. Proust var ekki brautryðjandi; þvert á móti var hann seinastur af langri lest sállýsinga-ritliöfunda sem feng- ust við að draga upp mynd, æ nákvæmari og nálcvæmari, af persónum, sem tilheyrðu mjög takmörkuðum heimi. Umrót styrjaldarinnar eyddi að vísu ekki þeim möguleika að lýsa hárnákvæmt fíngerðu tilfinn- ingalífi; en með því að hrifsa menn út úr hinni venjulegu rás og hálfbrjóta niður fyrir fyrri þjóðfélagsskorður, beindi styrjöldin samt hugum ritliöf- undanna frá flækjum tilfinn- ingalífsins í ákveðnu umhverfi og að hinum nýja heimi, sem var að skapast. Hið ytra æfin- týri lcom i stað hins innra æf- intýris. Og þahnig kom frain fyrsta tímabilið í frönskum bókmentum eftir stríðið. Það nær liér um bil frá 1920—1930. Sem einkennandi fyrir jætta tímahil miá nefna rithöfundana Paul Morand og Pierre Benoit. Um 1930 skellur viðskifta- kreppan á. Og nú standa menn- irnir varnarlausir uppi þó að á friðartímum sé. Þrátt fyrir alls- nægtir, svo að ekki eru dæmi slíks, er eymdarástand; liinir ungu verða óþarfir, verkamenn- irnir til trafala. Á Frakklandi, þar sem kreppunnar gætti þó einna minst, kom öllum and- legrar stéttar mönnum saman um það að slíkt ástand væri ó- hæfa. Hvað átti mannkynið að gera, hvað átti landið að gera til þess að verja sig? Hvers virði voru hin mismunandi stjónarfyrirkomulög í heimin- um? Hvað ætlaði að rísa upp af hinum miklu átökum, sem alstaðar áttu sér stað? Á sama hátt og þjóðin, 1750, — það er Voltaire, sem skýrir frá því — „södd á skáldsögum, fór loks- ins að bollaleggja um kornið“, fóru frönsku rithöfundarnir, 1930, að láta sig skifta stjórn- málaviðburði dagsins. Og ó þvi stendur enn. Þetta þýðir auðvitað ekki að allir ritliöfundar liafi tekið „pólitíska afstöðu“ né að þeir áhti að allar skyldur mannsins séu fólgnar í skyldum þegns- ins. En það er líklegt að á öðr- um tímum hefði skáld og fag- urfræðingur eins og Paul Va- léry eklci fundið lijá sér þörf til að rita „Regards sur le Mon- de Actuel“; né skáldsagnahöf- undur og æfisagnahöfundur að rita „Chantiers Américains“. Þess eru jafnvel dæmi að löng ritverk hafa tekið nýja stefnu fyrir þunga atburðanna. Þann- ig er það með skáldsagnaflokk- inn „Les Tliibault“ eftir Roger Martin du Gard, sem nýlega hlaut bókmentaverðlaun No- bels. Flokkurinn hafði byrjað sem sállýsingaskáldsaga og fjallaði um innbyi-ðis sögu einn- ar fjölskyldu. En tvö síðustu bindin eru full af „pólitiskum" bollaleggingum. Höfundurinn yfirgefur sorgarleik einstak- lingsins og beinir hug sínum í þess stað að sorgleik Norður- álfunnar. Hjá næstum öllum hefir komið fram sama hreyfingin á sjónarmiðum, sama innrás veru leikans á svið, sem áður var helgað hugmyndafluginu. Fvri v hvern einn góðan fransk- an rithöfund, sem enn lieldur áfram að fást við hreinan skáld- skap og greining tilfinninga- lífsins, er auðvelt að benda á 2 eða 3, sem liiklaust fara inn á svið dægurmálanna. Og ekki einungis „ritgerða- smiðir“ (essayistes) eða höf- undar kallaðir til blaðamensku, heldur einnig rithöfundar, sem áður fyr hefðu lútið sér nægja hugarsmiðar sínar. Verk Jules Romains snúast stöðugt meira um stjórnmál. Bonnard hefir' gefið út mikið rit („Les Modé- rés“) um „hægri-menn“. Cham- son óg Drieu la Rochelle, báðir ungir rithöfundar, sækja ná- Iægt helming síns éfnis í stjórn- mál og þjóðfélagsmál. „Faux- Passeports“ eftir Plisnier, ein þeirra bóka, sem mest seldust í Frakklandi síðastliðið ár, fjallar um stjórnmálaerind- reka eingöngu. í ár voru bók- mentaverðlaun veitt fyrir skáld- sögu, sem bar titilinn „Pain de brique“, og sem nánast sagt er nokkurs konar skjöl viðkom- andi verksmiðju-verkfalli. Mau- riac, sem áður ritaði skáldsög- ur, er ekki snertu neitt stjórn- mál, liefir nú i síðustu tvö eða þrjú árin skrifað merkilegt yf- irlit mn viðburði dagsins. Mal- raux tekur beinan þátt í stjórn- málum. Sumar af skáldsögum hans eru eins og blaðagreinar. Bérand, sem lilaut eftir stríðið bókmentaverðlaun Goncourt, sem skáldsagnahöfundur, skrif- ar nú nær eingöngu „póli tísk“ flugrit. Bræðurnir Tharaud, löngu kunnir fyrir skáldsögur sínar, liafa nú á síðustu árum gei*st blaðamenn. Það væri auð- velt að telja fleiri dæmi. Það hefir nokkurum sinnum veríð bent á það að frá því á döguin Lúðvíks 15. þangað lil á dögum Napoleons 3. hafi franskir rithöfundar yfirleitt verið til vinstri, en á dögem 3. lýðveldisins til liægri. Eftir 1920 kemur fram á sjónarsviðið ný kynslóð rithöfunda til vinstri; eftir 1930 nýr hópur hægri rithöfunda. Sem stendur má segja að í Frakklandi hafi allir flokkar, meðal ritliöfunda, sína talsmenn og að frá hægri til vinstri sé skiftingin nokkuð jöfn, með þeim mun þó, auð- vitað, að þeir, sem lengst eru til hvorrar handar, láta hæst. Franska „Akademíið“ er eins og nokkurskonar bókmentaleg lávarðadeild, en Goncourt-Aka- demíið er skipað hinum sund- urleitustu meðlimum. Þar er Daudet, sem er lengst til hægri. En það liefir verðlaunað Bar- busse, sem er lengst til vinstri. Á liinn bóginn má ekki gengi rithöfundar eins og Céline, sem ræðst jafn-heiftarlega á liið borgaralega þjóðfélag sem liið „kommúnistiska“ og sem i eðli sínu er niðurrifs-rithöfundur, láta okkur gleyma hinu upp- byggjandi verki hinna frönsku „ritgerðasmiða“ (essayistes). Kenningarnar leiðrétta hver aðra. Jafnvel innan sama ein- staklingsins fer slík leiðrétting fram. Fyrir h. u. b. 2 árum rit- aði André Gide (sem hlyntur liafði verið kommúnisma“), er liann kom frú Rússlandi, harða gagnrýni ú kommúnismann. Nýlega birti Georges Bernanos, rithöfundur lengst til hægri, er liann kom frú Mallorca harða údeilu ú spænska „national- ismann“. Þessir opinberu vitn- isburðir eru til sóma ekki ein- ungs hinum tveim frönsku rit- höfundum og þeirra andlegu rúðvendni. Þeir eru líka til heiðurs lanjlinu þar sem rödd mannlegrar vitundar lætur alt- af til sín heyra og á hana er hlustað. Hverjar sem eru stjórnmála- skoðanir franskra rithöfunda eru þeir allir sannfærðir um tvent. 1 fyrsta lagi að ekki get- ur verið um að ræða menning- arframfarir án þess að frelsi sé fyrir hendi til þess að láta í ljós skoðanir sínar. í öðru lagi að örlög menningarinnar eru kom- in undir því hvað bragur er á stjórnmálaviðburðum. Þetta skýrir afstöðu þeirra nú. Þeir eru fjarri þvi að einangra sig frá viðburðunum. Þeir láta þá sig æ meir og meir skifta. Þeir vita að elcki verður um að ræða list eða speki ef land þeirra og Evrópa eru ekki varin hruni. BisRupskosningip. Biskupskosningu er nýlega lokið, en til þess að hún skyldi vera fullgild, þurfti einhver þeirra, sem til greina komu að fá % hluta atkvæða, en svo varð ekki. Af 108 guðfræðing- um, sem atkvæðisrétt höfðu, greiddu 107 atkvæði. Fengu þeir flest atkvæði síra Sigurgeir Sig- urðsson Isafirði 60%, Bjarni lónsson vígslubiskup, 59%, síra Þorsteinn Briem Alcranesi 28 atkv. og prófessor Magnús Jóns- son 15 atkv. Aðrir fengu lægri alkvæðatölu, og féllu atkvæðin alldreift. Ekkert er vitað um hvern hinna þriggja efstu ríkis- stjórnin velur í embættið. Bæjar fréttír I.O.O.F 1 = 1201078V2 = III Veðrið í morgun. f Reykjavík 4 stig, heitast i gær 7 stig, kaldast í nótt 4 stig. Sólskin i 9,6 stundir. Heitast á landinu i morgun 7 stig, á Raufarhöfn og Skálum, kaldast 4 stig, hér, í Eyj- um, á Sandi, Grímsey og víðar. — Yfirlit: Djúp lægð milli fslands og Færeyja á hreyfingu í austur. — Horfilr: Faxaflói: Stinningskaldi á norðan. Léttskýjað. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á VestfjörÖum. Goða- foss fer til útlanda i kvöld. Selfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Lagarfoss er á Borðeyri. Brúarfoss var í morgun á leið til Borðeyrar frá Hólmavík. Farþegar með Gullfossi Sæm. Stefánsson, Málfríður Jó- hannsdóttir, Friða Friðbjarnardótt- ir, Svanborg Jónsdóttir m. barn, Torfhildur Guðbrandsdóttir m. barn, Skarphéðinn Þorkelsson, Ás- björn Jónsson, Einar Arnalds, Viggó Matthiasson, Jón A. Jóns- son, Magnús Magnússon, Ágúst Sæmundsson, Henni Rasmus, Sig. Birkis, Auður Thoroddsen, Jóna Þorbergsdóttir, Magdalena Össur- ardóttir, Þórhildur Bjarnadóttir, Jón Zophoníasson, Ólafur Þorvalds- son, Helgi Jóhannesson, Klemens Samúelsson, Halldór Júlíusson o. m. fl. Haustmarkaður K.F.U.M. og K. sem haldinn er árlega, hófst í dag kl. 3, í húsi félaganna við Amt- mannsstíg. Eru þar á boðstólum allskonar vörur, sem menn hafa rnest not fyrir, svo sem vefnaðar- vörur, matvörur, hreinlætisvörur o. m. fl., sem hér yrði of langt upp að telja. Allar eru vörurnar nýjar og óskemdar með öllu, og verðið haft svo lágt, sem unnt er. En rétt- ara er fyrir fólk að hafa fyrra fall- ið á því, að géra haustinnkaup sín á markaðinum, þvi að birgðir eru takmarkaðar. Er opið til kl. 11 í kveld, og á rnorgun frá kl. 3—11, og fást veitingar á staðnum allan tímann. Þórarinn Jónsson, tónskáld frá Háreksstöðum, hef- ir gefið út Hljómboða II, en fyrra heftið af söftgvasafni hans kom út síðastliðið haust. I þessu hefti eru lög við 16 kvæði eftir helstu skáld þjóðarinnar austan hafs og vestan. E.s. Lyra fór héðan í gær áleiðis til út- landa. Meðal farþega voru: Eben- ezer Ebenezerson, Ástvaldur Eydal, Aðalheiður Jakobsdóttir, Erna Sveinbjörns, Helena Sigurbjörns- dóttir. E.s. Varhaug fór héðan í gær áleiðis til út- landa með síldarmjölsfarm. Nova fór héðan um hádegi í gær vest- ur og norður um land til Noregs. Togararnir, Belgaum og Karlsefni komu frá útlöndum í morgun. Strandferðaskipin. Esja var á Akureyri í gær. Súð in var á Stöðvarfirði í gærkveldi. ÍOÍÍÍÍOOKCÍÍÍSOÍSOOOOOtSOOOíJÍSÍSÍÍÍ Nýtt Dilkakjöt 1 Ný svið 1 2 Lifup og Hjörtu Rófur og kartöflup Aliskonar Grænmeti. Kjöíbúöin UeröQbreið, Hafnarstræti 4 Sími 1575. o ;; 2 SOOÍSOOOOÍ SOOOOOOOO! SOOOOtSOO! m Nú í sláturtíðinni, þegar jafnlioll fæða og lifur og hjöría, svið og margt annað fæst með góðu verði eiga þessir þjóðar- réttir að vera á borði hvers heimilis eins oft og hægt er. Húsmæðurl Pantið sunnudagsmatinn strax í dag, þá fáið þér góð* ar vörur. llllllllllllililIfilllIIIIIISIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBEIIIIIIIISIIIBIIIIIIIIIKISIimiUIiIIi Slátartíðin er að enda SiOnstu forvöO eru í dag og á morgun að fá Búðardals- og Króks- fjarðarness-dilkakjöt. Pantiðídag kjöt til söltunaF. Sendið okkur ílát. Komið og veljið sjálf skrokkana;. tsbúsiö Herðnbreið. Fríkirkjuvegi 7. Sími: ‘2678. iiiimiiffiiiiiiiiiiimimimifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiimmiiifiBm úi’ bestu sauðfjárhéru'ðum landsins, kemur um miðj- an mánuðinn í 1/1, 1/2 og 1/4 tunnum. Verð 1/li tunna 165 kr., 1/2 tunna 85 kr„ 1/4 tunna 45 kr- kaupíéloqið Nýslátraö Dilkakjöt í Heilum kroppum og smásölu. Nýreykt Saudakjöt og margt fleira Kjöt og fiskmetisgerðin Grettisgötu 64. Sími 2667. Fálkagötu 2. Sími 2668. V erkamannabústöðunum Sími 2373 Reykhúsið. Sími 4467. SíOustu forvöö eru í dag og á morgun að fá Kjöt til nlðnrsðltnnar. Mör, Slátur og Svflr. Jðn Malbieffi Símar: 9101, 9102, 9301. Hapðfiskur Rlkliiigux* Vi5IH Laugavegi 1. Útbú, Fjölnisvegi 2»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.