Vísir - 11.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1938, Blaðsíða 2
Ví SIR ö DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristjan Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Okur-skrif Tímans. P ramsóknarf lokkurinn hefir * nú lagt niður dagblað sitt, sem hann liefir gefið út hér í bænum um nokkurra ára skeið. Til þeirrar úlgáfu var upphaf- lega stofnað með það fyrir augum, að vinna Reykjavik af Sjálfstæðisflokknum, eða að „vinna grenið“, eins og þeir orð- uðu það, Framsóknarmennirn- ir. En svo seint og illa þótti þeim það verk vinnast, að þeir komust loks að þeirri niður- stöðu, að þessi útgáfustarfsemi þeirra mundi aldrei geta „svar- að kostnaði“. En formaður flokksins hafði þá einmitt fund- ið upp þá kennisetningu af „brjóstviti“ sínu, að „alt yrði að bera sig“, og það þótti með öllu vonlaust um dagblað floklcsins, frá hvaða sjónarmiði sem það væri skoðað. Af þessum sök- um var það afráðið, að leggja niður þetta aukamálgagn flokksins, og reyna að hjargast við aðalmálgagn hans, „Tím- ann“ einan, bæði til sjávar og sveita“, með því þó að gefa hann út þrefaldan „í roðinu“, eða annan hvern virkan dag, í stað einu sinni í viku áður. Af þessu þótti það nú sýnt, að flokkurinn mundi alveg hafa gefist upp við það, að „vinna grenið“. Því að vonlaust var um, að „vikublað“, jafnvel þó að það kæmi út þrisvar i viku, næði nokkurri útbreiðslu í Reykjavik, eða hefði þar nokk- ur áhrif, og yrði flokkurinn þvi sama sem málgagnslaus í hæn- um. En úr þvi hefir þó ræst bet- ur en á horfðist, þvi að nú virð- ast dagblöð socialista og komm- únista hafa tekið höndum sam- an um það, að halda uppi mál- stað Framsóknarflokksins hér í bænum, á þann hátt, sem best sæmir bardagaaðferðum flokks- ins, eða með þvi að gerast slef- herar fyrir „Tímann“, og lepja upp eftir honum það „helsta“ af ófrægingarskrifum hans um Reykjavík og Reykvikinga. Undanfarna daga hefir „Tím- inn“ flutt langar greinar um „kaupmannaokrið“ í Reykja- vík, og Alþýðublaðið birt þær jafnharðan, svo að segja orð- réttar, en blað kommúnista lagt út af þeim eins og guðspjalla- texta. Hefir svo verið látið heita, sem Tíminn hafi í greinum þessum komið upp um hið gif- urlegasta vöruokur af hálfu kaupmanna, þrátt fyrir fullyrð- ingar Framsóknarmanna um það, að nú væru það kaupfé- lögin, sem réðu verðlaginu i landinu, og skyldu þá, sem á ríkisstjórninni hvílir, uni að hafa eftirlit með verðlaginu á innfluttum vörum. Þessi nýi okursöngur blað- anna er nú mjög áþekkur söng þeirra í fyrra, um kolaokrið, sem varð til þess að kaupfélag- ið var látið kaupa einn kola- farm frá Englandi og selja liann með stórtapi, og þó hærra verði en sambærileg kol voru þá seld af kolaverslunum í bæn- um! En síðan hefir kaupfélagið alveg lagt kolaverslun á liill- una og ofurselt almenning „kaupmannaokrinu“, gersam- lega varnarlausan! — Nú hefir hæði Sambandið og kaupfélög- in allar þær vörur á boðstólum, sem blöðin fárast svo mjög um, að kaupmenn „okri“ á, og ættu að geta selt þær við „sannvirði“ eins og Kaupfélag Rvíkur og nágrennis seldi kolin í fyrra, og þannig „ráðið verðlaginu“. Og þar við hætist, að Alþingi liefir lagt fyrir ríkisstjórnina að skipa nefnd, til að liafa eftir- lit með verðlaginu, og ætti þvi öllu að vera vel borgið. En ef svo er ekki, liverjum er þá um sð kenna? Nú má að visu geta þess. að eftir fyrstu olcurgrein Tímans, birtist þegar í næsta tölublaði Idaðsins leiðrétting frá einum af kaupmönnum bæjarins við- víkjandi verðlagi á einni vöru- tegundinni, sem blaðið hafði lalið að ekki væri livað minst okrað á. í leiðréttingu þessari er því lialdið fram, að verö á umræddri vörutegund, skófatn- aði, liafi verið alveg óbreytt síð- an i vor, en i mai hafi einmitt margar tegundir skófatnaðar verið lækkaðar i verði, frá því sem áður var. En þar við er því svo bætt, að í greinargerð Tím- ans um álagningu á þessa vöru- tegund og toll af henni, geri ldaðið tollinn 10% lægri og á- Iagninguna 10% hærri en rétt sé, enda segir kaupmaðurinn, að sér sé „ekki kunnugt um að neitt svipuð álagning eigi sér slað á skófatnaði og nefnd er í blaðinu"! — Og hverju svar- ar svo ?.íminn þessari leiðrétt- ingú? Harnt játar þaö alveg af- drátíarlaust, að kaupmaðurirm hafi rétt fyrir sér. Og hvaða inark cr þá takandi á öllura þessum okur-vaðli blaðsins, sein slefheramir hafa síðan lap- ið upp eitir því? Sviftur ökuleyfi æfilangt í gærmorgun kvað Hæsti- réttur upp dóm yjfir tveim bif- reiðastjórum, er sannast hafði á, að ekið höfðu bílum undir á- hrifum áfengis þ. 27. júní 1937. Menn þessir eru Sigurjón Jó- hannsson héðan úr bæ og Magn- ús Norðdahl frá Siglufirði og voru báðir staddir þar, er brot- ið var framið. Sigurjón játaði brotið fyrir undirrétti, en þótt Magnús neit- aði, var það á liann. sannað með vilnaleiðslum. Dómur undir- réttar var á þá leið, að Magnús skyldi greiða 100 kr. sekt (8 daga einfalt fangelsi til vara) og 'missa ökuleyfið í sex mán- uði, en Sigurjón var dæmdur í 150 kr. sekt (12 daga fangelsi til vara) og skyldi missa öku- leyfi í 18 mánuði. Hjá Sigur- jóni var um ítrekað brot að ræða. Dómur Hæstaréttar var á þá leið, að dómur undirréttar á Magnúsi var staðfestur, en Sig- urjón var dæmdur í 200 kr. sekf(, og sviftur ökulejyfi æfi- langt. Næturlæknir. Jón G. Nikulásson, Bárugötu 17, sími 3003. Næturvörður í Laugá- vegs ápóteki og Ingólfs apóteki. Morðinginn reyndi að fremja sjálfsmorð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Sofía, höfuðborg- Búlgaríu, er símað, að leynilögregl- an vinni með aðstoð hersins að því að rannsaka morð yfirhershöfðipgja Búlgaríu, en hann var myrtur á götu í Sofía í gær. Lögreglan hefir fengið sama vald til rann- sókna sinna og herinn. Nokkrar handtökur hafa þegar farið fram. Morðinginn hóf skyndilega á- rás á yfirhershöfðingjann og aðstoðarherforingja hans, á götu í Sofia í gær. Hæfði hann yfirhershöfðingjann mörgum skammbyssuskotum, en aðstoð- arherforinginn særðist. Læknar sögðu á miðnætti s. 1., að aðstoðarherforinginn mundi ná sér, en morðinginn væri úr hættu. Hann hafði reynt að fremja sjálfsmorð, þegar eftir árásina á hershöfðingjann. Og hermdu fyrstu fregnir, að hann hefði beðið bana sam- stundis. United Press. Árásarmaðurinn er sagður vera fyrverandi foringi i hern- um er setið liafði í fangelsi, en nýlega var náðaður. Konungur- inn var staddur í sumarhöll sinni og er lagður af stað til Sofia í einkalest. (London í gær FÚ.) Handtttkir í Vínarborg i gærkve'di, vegna álram- haidandi æsinga. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Wienarborgar-fregnir herma, að 12 menn hafi verið handteknir fyrir þátttöku sína í óeirð- unum í Wien á laugardagskvöld, en þá réðust andstæðingar kaþólskra manna, aðallega ungir nazist- ar, á bústað Innitzer kardínála, sem fagnaði komu nazista til Austurríkis við sameininguna í vor. Hefir hann nú verið úrskurðaður í stofufangelsi og fær ekkert samband að hafa við menn utan bústaðar síns. í gærkveldi kom til nýrra óeirða í Wien, er andstæðingar klerkastéttarinnar gengu æpandi um göturnar og æptu: „T i I D a c h a u (fangabúðanna alræmdu) með þá“. Uppvöðslumennirnir voru handteknir. — Er talið að lögreglan muni koma í veg fyrir frekari óeirðir, þar sem afleiðingarnar gæti orðið stóralvarlegar, ef framhald yrði á æs- ingum, en meginhluti Austurríkismanna er kaþólskrar trúar, og hættulegt gæti reynst að egna upp klerkastéttina þar í landi. United Press. London í gær. Einn presta þeirra, sem varð fyrir meiðslum í árásunum á höll erkibiskupsins í gær, og bústað prestanna, fótbrotnaði á báðum fótum og hlaut fleiri meiðsli. Honum hafði verið hent út um glugga. (FÚ.). XJngverjar bera fram víd~ tækari kröfur. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Ungverskt herlið tekur við borgunum Ipolyzag og Zatoral- jaujhely í dag og fer yfir landamærin á hádegi, samkvæmt samkomulagi því, sem samninganefnd Tékkóslóvakíu og Ung- verjalands hafa gert með sér. Slóvakiska stjórnin fyrirskip- aði í gær, að íbúarnir í Janda- mærahéruðunum, þar sem Ungverjar eru í meirihluta, og þeir að líkindum fá, skuli láta af hendi öll vopn og skotfærí. Er hér um að ræða landamæra- héruðin frá Dunaszerdahely að v vestanverðu til Kiralyhelmecz I að austanverðu. Eru þessi hér- uð níu talsins og er búist rið, að Ungverjaland fái þessi héruð, samkvæmt bráðabirgðasam- komulagi því, sem gert var í gær. Um frekara samkoniulag er mikil óvissa ríkjandi. Sarnn- inganefnd Tékka, en í henni eru eingöngu Slóvakar, hafa »ýnt ÞEGAR HITLER KOM TIL NURNBERG var hann hyltur af lnannfjöldanum, sem beið úrslilanna um frið eða ófrið. Ók Hitler í opinni bifreið í gegnum göturnar og sést hann standandi í fyrstu bifreiðinni liér á myndinni. 1 bak- sýn er ráðliúsið, þar sem hin opinbera móttaka fór fram. — mikla lipurð, en Ungverjar bafa borið fram mjög víðtækar kröf- ur, studdir af Pólverjum, sem hafa mikinn áhuga fyrir því, að Ungverjar beri sem rnesí úr býtum, helst svo, að landamæri Ungvei’jalands og Póllands nái saman. , United Press. Reuterfregn hermir, að Ung- verjar muni bera fram kröfur um stórt landsvæði í suðuhluta Tékkóslóvakíu og þjóðarat- kvæði í Rutlieniu. Pólverjar styðja þessar kröfur Ungverja, en Júgóslavar eru mjög ó- ánægðir yfir þeim. Blað, sem telst að nokkuru leyti málgagn ríkisstjórnarinnar, bendir á, að Júgóslavía og Rúmenía liafi tekið á sig skuldbindingar gagn- vart Tékkóslóvakíu, með tilliti til Ungverjalands. (FÚ.). Hin nýja heimastjórn Slóvaka í Tékkóslóvakíu hefir fyrirskip- að að leysa upp kommúnista- flokkinn og lagt bann við út- gáfu kommúnistiskra blaða. Útbreiðslumálaráðherra tékknesku stjórnarinnar hefir birt ávarp fólksins í landa- mærahéruðunum og skorað á það að halda þar kyrru fyrir og yfirgefa ekki heimili sín. Segir ráðherrann,að samningarstandi nú yfir við þýsku stjórnina um Tékka í þeim héruðum, sem þýski herinn hefir tekið við og megi búast við, að þær sam- komulagsumleitanir gangi að óskum. (FÚ.). aðeins Loftur. LOgreglan í viðar- eign við geðveika konu. Lögreglan var kvödd suður f Suðurpól í gær, vegna tilkynn- ingar, sem henni hafði borist um að 4 ára drengur þar hafði kastað steini í höfuð 2 ára barns og hafði það rotast. Gerði móðir þess lögreglunni aðvart, sem fór suður eftir til þess að tala við móður drengs- ins, sem steininum kastaði. En hún lokaði sig inni og hafði lögreglan ekki tal af hennk Hafði liún ráðist með grjótkasti að hinni konunni, og er nú síð- ar um daginn varð framhald á. slílcu, þótti sýnt, að alt var ekkí með feldu. Fór svo lögreglan suður eftir í gærkveldi og var þá ibúð konunnar læst. Áður en lögreglan tók ákvörðun um hvað gera skyldi opnaði konan j glugga og valdi lögreglunni ó- þvegin orð og henti leirmunum sínum, hollum og diskum, út um gluggann. Lögreglan braust ^ nú inn í íbúð konunnar og. : henti hún þá diski i liöfuð Sig- urði Maguússyni kennara, sem starfar með lögreglunni, og, skarst hann í andliti. Var konan j nú flutt í fangaliúsið og læknir ( fenginn til að skoða hana. Mun 1 konan vera alvarlega geðbiluð.. Yar vakað }rfir lienni í nótt.. Barn hennar var falið umsjá Jóns Pálssonar, form. Barna- verndarráðs. Leifsmerkin. Vísir hefir getið þess, a'ð gefin- hafi veri'ð út sérstök frímerki, i til- efni af degi Leifs hepna, sem hald- inn var í Bandaríkjunum g. þ. m. Merkin eru þrjú í einni „blokk“, 30» aura, 40 aura og 60 aura, og kost,- er ,,blökkin“' 2 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.