Vísir - 14.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 14.10.1938, Blaðsíða 3
Föstudaginn 14. október 1938. VISIR „Á íslandi eru mjög góð skilyrði fyrir minkarækt og markaður fyrir skinnin er ótakmarkaður“ - - segir F. Rosenstock loðskinna- kaupmaður frá Leipzig. í ágústmánuði s. 1. kom hingað til lands þýskur kaupmaður að nafni Felix Rosenstock, en hann er einn af forstöðumönnum firmans M. Rosenstock & Sohn í Leipzig, en það firma var stofnað árið 1818. F. Rosenstock kom hingað til lands til þess að kynna sér loðdýrarækt íslendinga, með væntanleg viðskifti fyrir augum, og fór í kringum landið með Esju, og heimsótti öll þau loðdýrabú, sem hann átti kost á að ná til, en firma hans liefir lagt mikla áherslu á loðskinnaverslun um alllangt skeið, og hefir F. Rosenstock ferðast víða um lönd vegna þessarar verslunar, m. a. mætt um margra ára skeið á öllum loðskinna- uppboðum í Noregi, og þangað leggur hann leið sína er hann íer héðan af landi. I gær kom hr. Rosenstock inn á ritstjórn Yísis og átti tal við blaðið um loðdýrarækt íslendinga. Dp. Helgi Pjeturs: Þýskaland Hitleps og liin norræna stefna. — Hvernig leyst yður á loð- dýraræktina hér á Islandi? — Mér leyst að ýmsu leyti vel á hana, en þar sem eg liefi farið í kringum landið og komið víða, en liefi fengist við loð- skinnaverslun um margra ára skeið, þykist eg geta nokkuð um það dæmt. Það er mjög á- nægjulegt live víða menn hafa komið sér upp loðdýrahúum, bæði í kaupstöðum og-til sveita, og það er auðséð á fyrirkomu- lagi og starfsrækslu búanna, að Islendingar hafa sett sér það verkefni að vinna upp loðdýi’a- ræktunina í landinu, og þannig a það líka að vera. — Hvaða loðdýrafloklca leist yður hest á hér á landi? — Eg geri ráð fyrir að Islend- ingum sé Iientugast að leggja meginálierslu á minkarækt, og að hér séu Iíka ágæt skilyrði fýrir Iiana. Minkar lifa mest á fiski og loftslagið hér á landi virðist henta minkunum vel, með því að þeir eru harðger dýr, sem þola vel veðragang og af þeirri reynslu sem fengist hef- ir hér á landi í þessu efni, bæði urn fjölgun dýranna og útlit skinnanna, má telja víst, að þarna sé framtíðaratvinnugrein í öllum sjiávarplássum í land- inu. Dýrin þurfa þó að njóta fylstu ræktar og umönnunnar, þangað til þau eru slegin af, og þótt þau hafist aðallega við und- ir berum himni, verður einnig að gæla þess, að þau hafi það gott húsaskjól, að þeim sé ekki liætta búin vegna veðurfars- breytinga. Mér virðist þess gæta nokkuð með refina hér á landi, að þeir þoli ekki lil fulls veður- farið, en með minkana er alt öðru máli að gegna. Þeir eru niiklu harðgerðari. Ef minka- rækt á að hafa einhverja þýð- ingu á viðskiftasviðinu, verða menn að hverfa að því ráði, að reka hana í sórum stíl, og til þess hefir Island öll skilyrðin. Sjávarafurðirnir tryggja það, að reksturskostnaðurinn verður ekki gifurlegur, enda er aðstað- an miklu betri liér, en víða ann- arsstaðar, en skinnaútflutningur getur haft milda þýðingu fyrir afkomu landsins með tilliti til erlends gjaldeyi’is, sem fengist fyrir þau. Yerslunarhúsin, sem loðskinn lcaupa, gera það því að eins, að um miklar birgðir sé að ræða, en þau geta ekki staðið í því að kaupa skinnin í smá- slöttum hér og þar. Ef seljandi hefir að bjóða 100.000 skinn og þar yfii' geta slík kaup fyrst komið til greina, en það horgar sig ekki fyrir verslunarhúsin að sinna kaupum á litlum skinna- hirgðum. -— En hvað álítið þér að ís- lendingar geti gert til þess að efla minkaræktina i svo stórum stíl? — Mér virðist eðlilegt, að ríkið styrkti alla þá viðleitni, sem miðaði að því að auka minkaræktina, cn auk þess gæti hið opinbera eða sá fé- lagsskapur, sem loðdýrarækt- unina hefir með höndum, snú- ið sér til „Iludson Bay Com- panv“, sem er elsti og reynd- asti loðskinnasali, viðvikjandi kaupum á slíkum loðdýrum, og þess má einnig vænta, aö Islendingum, sem flutt hafa íil Canada, væri það ljúft að greiða veg landa sinna í þessu efni, þannig að Island kæmist í tölu þeirra ríkja, sem flytja út loðskinn í stórum stíl. — En hvað með markaðinn? — Hann er í rauninni ótak- markaður, með því að hæði konur og menn sækjasl mjög eftir minkaskinnum í kápur sínar. Slík skinn eru einnig notuð eingöngu í kraga á loð- | kápum, og allir ,sem ráð hafá F. ROSENSTOCK. á því, hafa minkaskinn sem fóður í loðskinnskápur sinar, og konur sækjast mjög eftir minkasinnum i yfirhafnir, hvort sem það eru treyjur eða kápur. Aðalatriðið fyrir Islend- inga er það, að auka fram- leiðsluna, þannig, að þeir flytji skinnin út i stórum stíl, en ekki smáuni, og þeir þurfa ekki að óttast það, að þeir sitji uppi með þau skinn, sem þeir liafa á boðstólum. Að sjálfsögðu . verða Islend- ingar að vanda framleiðsluna svo sem tök eru á, en um fram alt verða þeir að auka hana. Kaupendurnir annast um það að velja úr skinnunum og viniia úr þeim. En þeir hugsa fyrst og fremst um að fá sem mestan fjölda. af skinnum, og þeir kunna lagið á þvi að not- færa sér skinnin á sem liag- kvæmastan liátt. Helstu markaðir fyrir þessi skinn, hafa áður verið Cana- da, Rússland, Kína og Japan, en nötkun þeirra hefir aukist mjög síðustu árin á Norður- löndum og í Þýzkalandi, og öllum þessum löndum liefir verið lögð mikil áliersla é minkarækt. En skiíyrðin érti mjög misjöfn, bæði að því leyti, að loftslagið er dýrunum misjafnlega hentugt, og auk þess er framfærslukostnaður dýranna miklu hærri í flestum þessum löndum, en hann I. þyrfti að vera hér, og tel eg því að á íslandi séu öll skil- yrði til minkaræktar i miklu ríkara mæli, en verið hefir til þessa. I. Varla verður því neitað, að Þjóðverjar eru um ýmsa hluti fremsta þjóð nútímans. Hvergi hefir siðan ófriðnum mikla lauk annað eins viðreisnarverk unnið verið og þar, enda liafði hrunið livergi verið alveg eins ægilegt. Fyrir enga var úr eins liáuni söðli að detta og Þjóð- verja. Menn skilja óefað ekki Þýskaland núthnans, ef þeim er ókunnugt um messíasarspá- dómana — er svo mætti nefna — sem þar hafa frarn komið, og ennfremur að mikill eða jafnvel mestur hluti þýsku þjóðarinnar heldur að þeir spá- dómar hafi nú sannast með „komu“ Hitlers. II. GORDON—BENNET KAPPFLUGIÐ. Árlega er lialdið kappflug i loftbelgjum, kent við Gordon Bennet, og hófst það að þessU' .sinni í Liége í Belgiu. Myndin var tekin er loftbelgirnir voru i þann veginn að leggja af stað. Á Þýskalandi liefir .það skil- ist hetur en annarsstaðar liversu mannkyninu er nauðsynleg for- usta hins norræna kyns og hverjar hættur eru því samfara, að Gyðingar hafi forustuna, einsog ágerðist svo mjög eftir ófriðinn mikla. Þetta verður að hafa i huga til að skilja til fulls ofsóknir þær sem Gyðingar liafa orðið fvrir þar í landi, og þó einnig annað, sem mig furðar á að enginn skuli liafa minst á. En það eru þau mildu áhrif sem heimspeki Nietzsches hefir haft á Þjóð- verja. Heimspeking þessum var ekki betur tekið í fvrstu en svo, að tíinaritin vildu ekki ritgerð- ir hans, og varð hann beiskur við, sem von var. Bækur hans vöktu lieldur ekki mikla eftir- tekt í fyrstunni og eitthvert sinn er bók, sem ekki hafði verið prentað meira af en liér á landi er titt, og reynst þó mik- ils til of mikið, sagði hann eitt- livað á þá leið, að ef greindin hefði verið meiri hjá almenn- ingi, mundi hafa þurft að prenfa 400.000 eintök af hók þessari. Mun flestum hafa þótt þeítft liiii inesta fjarstæða, ef ekki öllum, en mér komu orð þessi í hug, er eg sá, og þó fyr- ir allmörgum árum, að 270.000 eintök liöfðu verið þrentuð. af hók hans Zarathustra. En sú bók vai’ð nokkurskonar hiblía mjög inargra Þjóðverja. Nietzsche segir „Werdet hart“, og mönnum hefir verið of gjarnt til að skilja það sem hvöt til þess að vera harðir gagnvart öðrum. Þá bætti held- ur ekkj um, að Nietsche líkti almenningi við sauðahjörð, og ól þar á svipuðum tilfinningum og SchopeíiliaUtír iiieð orðunr um „der gemeine Meiisch, diese Fabriksware der Natur“ (þó að hitt sé sannara, að meðalmenn eru eiginlega ekki til, og að „liver hefir til síns ágætis nokkuð“). Báðir þessir heimspekingar voru mjög andríkir menn og ágætir ritsnillingar, þó að ekki væri eftir því tekið fyr en of seint til að koma í veg fyrir ýmsar hölsýnisskoðanir þeirra, sem ill áhrif hafa liaft. III. Gyðingaofsóknirnar er hægt að skýra og ýmislegt í sambandi við þær, sem er annars lítt í samræmi við þýskt skaplyndi. Og fer eg þó ekki frekar út i það mál að sinni. En hitt vildi eg benda á að ómannúðlegt at- hæfi gagnvart Gyðingum gerir norrænum málstað ekkert gagn til langframa. Eigi norræn for- usta að komast á svo að dugi, verður áð hafa alt aðra aðferð. Það verður að sýna fram á, að ýmsar þær brekkur og torfær- ur, sem óumflýjanlegar eru á framfaraleið mannkynsins, muni ófærar reynast, ef ekki norrænir menn fara þar fyrir. Þar sem nú um það ræðir t. d., að uppgötva jörðina, er nauð- syn norrænnar forustu mjög í augum uppi. En sú forusta er ekki síður nauðsynleg á ýmsum öðrum sviðum, þar sem nú er mjög í óefni komið, einmitt af því að norrænn andi hefir ekki getað notið sín. Lítið á trúar- bragðasviðið. t. d. Mjög mikill liluti liins mentaða heims hefir nú gersamlega hafnað öllu sem lcirkja heitir, en vísindi og heimspeki hafa ekki getað kom- ið í staðinn, heldur er einnig þar um öngþveiti að ræða. Nú er það eftirtektarvert, að lang- frægustu menn nútímans á sviði vísindanná, eru Gyðing- arnir Siegmund Freud og Albert Einstein, en bersýnilegt þó, að í kenningum þessara manna er ekkert ])að, sem sýnt geti leið út úr ógöngunum. En talsverð- ar líkur má benda á til þess, að norrænn andi sé fær um að finna þá leið sem liggur til far- sællar framtiðar, eða með öðr- um orðum, hina sönns fram- faraleið. Og það má jafnvel kveða ennþá fastar að og segja að norrænn andi liafi þegar fundið þá leið. Því að byrjunin er þar sú, að uppgötva lifið á stjörnunum og alheimsþýðingu iífsins. Með því eru vísindin færð inn á svið trúarbragðanna. En merkilegt er það, að það skidi ekki vera frá Þýskalandi, lieldur frá Bretlandi hinu mikla, sem fyrst hafa heyrst orð um það, að frá íslandi sé þess ljóss að vænta sem lýsa muni mannkyninu út úr ógöng- unum. Virðist ekki ólíklegt, að þar sé fremur um. spámannlega andagift að ræða en glöggan skilning á öllupi málavöxtum. En þó er nú svo i öefni koinið, að það fer að verða erfitt að gera sér vonir um að feigðar- élinu mikla muni afsíýrt verða. 18. júlí. Helgi Pjeturss. I ES. . Nú, nálega ársfjórðungi síðar, en grein þessi var rituð er eg miklu vonbetri, og liggur við, af ástæðum sem ekki þarf að taka fram, að skoða þessa óvanalega fögru októberdaga sem nokkurskonar forboða þess að í Iiögúm mannkynsins muni koma vor fyrir haust. Bað hjá Kylfingi - eða þegar Ggnnlang- nr Einarsson haðar menn. Hann hringdi til mín liann Gunnlaugur fyrir nokkuru og bauð mér i bað. Eg spurði liann hvar það væri, sem hann hefði bað. — Komdu með mér i liið nýja félagshús okkar Kylfinga og þar færðu finskt gufubað, svaraði Gunnlaugur. Eg fór og nú vil eg lýsa bað- inu: Maður kemur i anddyri hússins og gengur rakleiðis i kjallarann, kemur þar í her- bergi snoturt með legubekkj- um fyrir 5—6 manns. — Þarna eigið þið að hggja eftir baðið, segir Gunnlaugur. (Eg hafði værðarvoð meðferðis.) Yið förum svo úr fötunum og göngum inn í lierbergi, þar sem maður þvær sér úr lieitu vatni og sápu, en að þvi búnu fer maður inn í hið heita her- hergi — þar eru legubekkir og þar er hiti. Ásgeir Ásgeirsson, fræðslu- málastjóri, var með og tólc liann kalt vatn og skvetti á glóð- heitan ofn og kom af því hin línasta gufa — alveg þur. Með stuttum milibilum skvetti Ás- geir vatninu og altaf hitnaði — upp i 60 stig. Er við höfðum verið þarna um 10 min. fórum við inn í annað herbergi með steypibaðsáhöldum og fengum okkur sápubað, steypibað — og flengingu á allan skrokkinn með hrísi —- þá steypibað, svo inn í hitaldefann aftur og enn meiri gufu og hvild á rimlun- um i ca. 10 min. Þá út og nú lcalt steypibað, svo þurka sér, svo Muller, svo liggja innvafinn i teppum. Þegar við erum ný- lagstir ber þjónninn að dyrum og' her okkur . ávaxtadrykk: — Hann Gunnlaugur sendir ykkur þetta. — Er við höfðum livílt okkur í ca. 30 mínv förum við i fötin, hressir og glaðir. Okkur finst ánægjulegt að lifa. Eg þakka Gunnlaugi fyrir þetta ágæta hað og fyrir fram- takssemina að koma því af stað !iéi‘ Og keiina inönnum að nota það til líkamlegrar heilsubótar. Þessi heilsubrunnur i kjallara Golfskálans er það besta við starfsemina og vona eg að allir Kylfingar noti „Gunnlaugs-bað“ eftir æfingar, þá mun vel fara. Þökk Gunnlaugur — þetta er framför. Alt til eflingar hkams- rnent með þjóð vorri. í>etta er leiðin. Þinn einlægur Sigurjón Pétursson Álafossi. 100 ÁRA STRÍÐSHETJA. Mynd þessi er af Malnas Sören- sen, fyrrverandi klæðskerameistara í Rends, en hann tók þátt i dansk-þýska stríðinu. — Sörensen varð 100 ára fyrir skemmstu. Konan, sem stendur við hlið hans, er tengdadóttir hans, sem liann býr lijá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.