Vísir - 14.10.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 14.10.1938, Blaðsíða 4
4 VlSIR Föstutfagiim 14. október 1938. Óviðjafnanlegt við hverskonar hrein- gerningar. Aðeins 45 aura pakkinn. DÖmU' battar NÝJASTA TÍSKA. Einnig hattabreytingar og viðgerðir. Sam k væmiskjólar Á fyrstu árunum eftir stríð- ið, þegar að samkvæmiskjólarn- ir voru hnésíðir sögðu allir öll- um að stuttu kjólarnir myndu verða við lýði, þangað til kon- ur væri liættar að dansa, þvi að þær gæti ekki dansað í öðmm pilsum. Sú fullyrðing hefir reynst álíka sönn og ýmsar aðrar kennisetningar, sem sleg- ið var fram á þeim árum, en liafa eklci staðist raun sárfárra ára. Nú eru hversdagskjólarnir stuttir en samkvæmiskjólarnir allir síðir, þótt þeir séu viðir eða þröngir, eftir því sem hver telur sér henta. Kjólamir eru flestir aðskornir að ofan og þröngir í mittið, þótt pilsin séu ýmist þröng eða víð, en sniðin eru alt frá dögum Lúðvigs XIV. til ársins 1938, þannig að nægu er úr að velja hvað það atriði snertir. Á myndum þeim, sem birtar eru í dag, sjáið þið tvo gjör- ólíka samkvæmiskjóla, en þó eru þeir báðir samkvæmt nýj- ustu tísku. Annar kjóllinn er þröngur um mjaðmirnar en pilsið slær sér út að neðan. Við hann er notað mjög breitt belti úr flaueli eða satini, með öðrum lit. en kjóllinn, og holero- treyja, sem er í saumuð glitr- andi steinum og „palliettum“. Hinn lcjóllinn er mjög fleg- inn og hlíralaus, þétt aðsniðinn að ofan, en pilsið er mjög vítt. Að ofan er kjóllinn skreyttur með flauels-böndum, en efnið í kjólnum er „moire“ með ívöfn- um koparþráðum. „Moire“ er silkitegund, sem er mjög áferðarfalleg og er eitt af aðaltískuefnunum, og upp- fyllir þær kröfur tískunnar til fulls, að kjólarnir verði sem lík- astir miðaldatískunni og einnig aldamótatískunni, sem mjög er líkt eftir. Flestar konur, sem málaðar hafa verið t. d. af Walteau, Nattier og Winter- halter og öðrum málurum á 18. öld frá tímum Lúðvígs XIV., eru í „moire“ kjólum, og sann- ar það, að efnið hefir verið vin- sælt. Af tískunýjungum mætti nefna slár, sem eru notaðar við samkvæmiskjólana, en þær eru ýmist jafn síðar kjólunum eða styttri og eru yfirleitt allar síddir notaðar. Stuttu slárnar eru oft úr skinni. Skraut, svo sem hálsfestar, armbönd og eyrnalokkar, er mjög mikið notað, og sem mest samstætt. Eyrnalokkarnir eru mjög ólíkir að stærð og gerð, sumir mjög smáir, en aðrir svo stórir, að þeir hylja næstum eyrun. Hárskraut er mikið not- að, þar á meðal kambar, sem eru skreyttir með perlum eða rósavirki og stórar hárspennur (clips) skreyttar á sama hátt, eru einnig mikið notaðar. Hár- spangir, fjaðrir og slæður, sem bundnar eru um höfuðið og falla niður á bakið, eru einnig mjög í tísku, en áhersla er lögð á það að skrautið sé samstætt, og var lögð á það megináhersla á tískusýningu hjá Clianel, sem fram fór nú nýverið. Hattastofa Austurstræti 3. Sími 3890. Kventöskur nýjasta tíska, teknar upp þessa daga. Fjölbreytt úrval af alskonar seðlavesk j um, buddum, skjalatösk- um, skólatöskum og fleiri ÚRVALSVÖR- UM. — * Hijriðfærahðsið. nægilega mikið hefir safnast í svæfilinn. .... Ónýtt silki má klippa í renninga og nota í svæfla. Það er mjúkt og það má hristá það til í svæflinum eins og dún. .... Körfustóla er best að þvo með því að bursta þá upp úr volgu vatni, sem hnefafylli af matarsalti hefir verið sett í. Hatta- & SkermabúðiD. Austurstræti 10 (Áður Café Royal). — Ávalt nýjasta tiska í dömuhöttum, kjólablómum, silkislæðum og allskonar kjóla- spennum. Ingibjöpg Bjarnaáóttii*. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ .... Notuð teblöð má þurka og nota í svæfla. Þegar þau eru tekin úr könnunni, er þeim dreift á pappirsörk og sólin lát- in þurka þau, eða þau eru þurk- uð við ofnhita. Blöðin eru því- næst geymd í kassa, þangað til iiimiiiiuiimiiiiiiiiiiiimiiHiiiiii Hinir eftirspurðu Leslampar eru komnir. Höfum einnig margar tegundir af leslampa- skermum við allra hæfi. Skermabúöin Laugavegi 15. iimiiiiiiHimiiiiiinimiiiimiiiin Hanskar og tðskur | NÝKOMIÐ ð Mikið úrval í öllum litum. Einnig okkar alþektu ódýni » BELTI í öllum litum. — » Alt úr egta skinni. — Fyrsta flokks vinna. « Haiiskagsrð Guð únar Eiríksdúttur. | Austurstræti 5. <5 Breskir hirísiðir. Það hefir vakið mikla athygli í tískuheiminum, að svo bar til, er bresku konungslijónin höfðu opinbera móttöku við hirðina í þriðja sinni í sumar, að kona ein mætti þar í kjól, sem var svo fleginn í bakið, að hann var einna áþekkastur sundbol að ofanverðu. Önnur kona mætti þar í kjól, sem líktist klæðnaði frá 16. öld, að því leyti að hann var svo fleginn að segja mátti að það vantaði í hann axla- stykkin. Frá því á dögum Vilctoríu drotningar, liafa hirð- siðir í Bretlandi verið mjög strangir og gekk Mary ekkju- drotning ríkt eftir því, að alls velsæmis væri gætt. Til dæmis mætti nefna, að drolningin var mjög andvíg því, að konur yið hirðina ldiptu hár sitt, og gengu hirðmeyjarnar með fjaðra- skraut í hári, sem ilt var að koma fyrir, nema því aðeins að hárið væri óskert. Vildi hún að konur mættu vel til fara við hirðina, en án alls óþarfa skrauts, sem umtal gæti vakið. Er búist við, að siðameistar- ar við hirðina láta þetta mál til sín taka og bánni það, að konur brjóti svo mjög í hága við gamla hirðsiði og þessar lconur hafa gert. Er þess beðið með mikilli eftirvæntingu, hvort nýi tíminn fær að ryðja sér til rúms við bresku hirðina eða ekki. Vel klædd. kona gerir sér það ljóst, livað smá- atriðin liafa mikla þýðingu. — Handgerð spenna setur sinn svip á kjólinn. — HATTABÚÐIN AUSTURSTRÆTI 14, uppi. — GUNNLAUG BRIEM. Mnnið að ksupa á kvðldborðlð: SJÓLAX KRÆKLING KRYDDSlLDARFLÖK í VÍNSÓSU BISMARKSÍLD frá Niðnrsnðnvei ksmiðjo S. I. F. — Best mö muglýsm 1 VISI« MBBgg.imiwa' ■ ■!« I ■ I w l ii, j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.